„Þetta eru menn sem eru með heljarinnar nöfn“ Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 23. febrúar 2023 13:31 Tryggvi Snær Hlinason sést hér í Laugardalshöllinni á æfingu fyrir leik við Spán. vísir/Sigurjón Tryggvi Snær Hlinason spilar stórt hlutverk í íslenska landsliðinu og hann þekkir líka mjög vel til hjá spænska landsliðinu sem mætir í Laugardalshöllina í kvöld. Spánverjar eru komnir inn á HM og mæta með varalið sitt í leikinn en íslensku strákarnir eiga enn möguleika á að komast á HM í fyrsta sinn. Leikurinn hefst klukkan 19.45 í Laugardalshöll. „Þetta leggst mjög vel í mig og ég þekki í rauninni alla í þessu spænska liði. Ég ætla að reyna að hjálpa eins og ég get við að taka á móti þessu liði,“ sagði Tryggvi Snær Hlinason, miðherji og lykilmaður íslenska liðsins, í samtali við Stefán Árna Pálsson. „Þetta er hörkulið og verður erfiður leikur en við ætlum að taka vel á því og reyna okkar besta,“ sagði Tryggvi. En hversu góðir eru þessir leikmenn í spænska liðinu. „Þetta er þeirra B-lið og kannski C-lið að vissu leyti en þetta eru samt allt leikmenn sem eru að spila á efsta stigi hér í Evrópu. Þetta er hörku lið og með marga leikmenn sem eru í lykilshlutverkum hjá sínum liðum í ACB. Þetta eru menn sem eru með heljarinnar nöfn og kunna alveg að spila körfubolta,“ sagði Tryggvi. Hvernig ætlar íslenska liðið að reyna að fá eitthvað út úr þessum leik í kvöld? „Við þurfum bara að vera harðari en þeir, vera tilbúnir og vera grimmari. Við þurfum að halda þessum jöfnum fram eftir leik og reyna síðan að ná þeim í lokin,“ sagði Tryggvi. Íslenska liðið mætir Spáni í Laugardalshöllinni en fer síðan út til Georgíu í hreinum úrslitaleik um sæti á HM. „Það væri kostur að vinna þennan leik og það myndi hjálpa okkur mikið en í rauninni er þetta þannig að við þurfum að vinna Georgíu saman hvernig fer á móti Spáni. Georgíuleikurinn er leikurinn upp á líf eða dauða. Þessi fyrri leikur er góður til að spila okkur vel saman, gera okkar besta og vita þá hvað við þurfum að gera fyrir síðasta leikinn,“ sagði Tryggvi. Íslensku strákarnir ætla sér á HM. „Er það ekki? Er ekki veisla að fara á HM? Vera eitt af átta bestu liðum í Evrópu. Er það ekki bara skemmtilegt,“ sagði Tryggvi léttir að lokum. Það má sjá viðtalið við hann hér fyrir neðan. Klippa: Tryggvi: Er ekki veisla að fara á HM? HM 2023 í körfubolta Landslið karla í körfubolta Mest lesið Endaði á sjúkrahúsi eftir árás frá kú Sport Elsti maraþonhlaupari sögunnar varð fyrir bíl og lést Sport Trump fékk alvöru bikarinn en Chelsea aðeins eftirlíkingu Fótbolti Liverpool tilbúið að slá metið aftur Enski boltinn Kaupa ekki Ekitike vegna þess að þeir ætli að selja Isak til Liverpool Enski boltinn Seldu fyrir 44 milljónir evrur meira en þeir borguðu Man. Utd ári áður Sport Einn af hinum smávöxnu í afmæli Yamal kemur stráknum til varnar Fótbolti Totti í harðri forræðisdeilu um fjögur Rolex úr Fótbolti „Það var engin taktík“ Fótbolti Ásthildur skoraði átján mörk í stórsigri íslensku stelpnanna Handbolti Fleiri fréttir Oladipo með augastað á endurkomu Enginn Kobe Bryant á topp tíu yfir þá bestu í sögunni Wembanyama fær grænt ljós frá læknateymi Spurs Raggi Nat á Nesið Sautján ára troðsludrottning vekur athygli Stólarnir semja við spænskan leikstjórnanda Sjö körfuboltamenn að fá íslenskan ríkisborgararétt Strákarnir unnu Slóvena á EM Fjögur lið sýnt LeBron áhuga Stjarna Cavs trúlofuð Grammy verðlaunahafa Doncic fékk að vita af sölunni en ekki LeBron Skellur í fyrsta leik hjá guttunum okkar Ísköld Clark stýrði sókninni eins og hershöfðingi Líkti Cooper Flagg við Kobe Bryant Áframhaldandi NBA tengingar í Bónus deildinni Taka einn efnilegasta leikmanninn frá Íslandsmeisturum Hauka Julio de Assis og Luka Gasic í Stjörnuna Birkir Hrafn í NBA akademíunni „Þetta gerist rosa hratt“ Sengun í fantaformi í sumarfríinu Hægt að gista í glæsihúsi Michael Jordan Shai Gilgeous-Alexander og Angel Reese framan á 2K26 Sengun í fantaformi í sumarfríinu Jokic framlengir ekki að sinni Verður fimmti launahæsti íþróttamaður í heimi Fylkir og Valur í formlegt samstarf Mikil blóðtaka fyrir Valsmenn Sjö lið skiptust á sex leikmönnum Tyrese Haliburton missir af öllu næsta tímabili KR semur við ungan bandarískan framherja Sjá meira
Spánverjar eru komnir inn á HM og mæta með varalið sitt í leikinn en íslensku strákarnir eiga enn möguleika á að komast á HM í fyrsta sinn. Leikurinn hefst klukkan 19.45 í Laugardalshöll. „Þetta leggst mjög vel í mig og ég þekki í rauninni alla í þessu spænska liði. Ég ætla að reyna að hjálpa eins og ég get við að taka á móti þessu liði,“ sagði Tryggvi Snær Hlinason, miðherji og lykilmaður íslenska liðsins, í samtali við Stefán Árna Pálsson. „Þetta er hörkulið og verður erfiður leikur en við ætlum að taka vel á því og reyna okkar besta,“ sagði Tryggvi. En hversu góðir eru þessir leikmenn í spænska liðinu. „Þetta er þeirra B-lið og kannski C-lið að vissu leyti en þetta eru samt allt leikmenn sem eru að spila á efsta stigi hér í Evrópu. Þetta er hörku lið og með marga leikmenn sem eru í lykilshlutverkum hjá sínum liðum í ACB. Þetta eru menn sem eru með heljarinnar nöfn og kunna alveg að spila körfubolta,“ sagði Tryggvi. Hvernig ætlar íslenska liðið að reyna að fá eitthvað út úr þessum leik í kvöld? „Við þurfum bara að vera harðari en þeir, vera tilbúnir og vera grimmari. Við þurfum að halda þessum jöfnum fram eftir leik og reyna síðan að ná þeim í lokin,“ sagði Tryggvi. Íslenska liðið mætir Spáni í Laugardalshöllinni en fer síðan út til Georgíu í hreinum úrslitaleik um sæti á HM. „Það væri kostur að vinna þennan leik og það myndi hjálpa okkur mikið en í rauninni er þetta þannig að við þurfum að vinna Georgíu saman hvernig fer á móti Spáni. Georgíuleikurinn er leikurinn upp á líf eða dauða. Þessi fyrri leikur er góður til að spila okkur vel saman, gera okkar besta og vita þá hvað við þurfum að gera fyrir síðasta leikinn,“ sagði Tryggvi. Íslensku strákarnir ætla sér á HM. „Er það ekki? Er ekki veisla að fara á HM? Vera eitt af átta bestu liðum í Evrópu. Er það ekki bara skemmtilegt,“ sagði Tryggvi léttir að lokum. Það má sjá viðtalið við hann hér fyrir neðan. Klippa: Tryggvi: Er ekki veisla að fara á HM?
HM 2023 í körfubolta Landslið karla í körfubolta Mest lesið Endaði á sjúkrahúsi eftir árás frá kú Sport Elsti maraþonhlaupari sögunnar varð fyrir bíl og lést Sport Trump fékk alvöru bikarinn en Chelsea aðeins eftirlíkingu Fótbolti Liverpool tilbúið að slá metið aftur Enski boltinn Kaupa ekki Ekitike vegna þess að þeir ætli að selja Isak til Liverpool Enski boltinn Seldu fyrir 44 milljónir evrur meira en þeir borguðu Man. Utd ári áður Sport Einn af hinum smávöxnu í afmæli Yamal kemur stráknum til varnar Fótbolti Totti í harðri forræðisdeilu um fjögur Rolex úr Fótbolti „Það var engin taktík“ Fótbolti Ásthildur skoraði átján mörk í stórsigri íslensku stelpnanna Handbolti Fleiri fréttir Oladipo með augastað á endurkomu Enginn Kobe Bryant á topp tíu yfir þá bestu í sögunni Wembanyama fær grænt ljós frá læknateymi Spurs Raggi Nat á Nesið Sautján ára troðsludrottning vekur athygli Stólarnir semja við spænskan leikstjórnanda Sjö körfuboltamenn að fá íslenskan ríkisborgararétt Strákarnir unnu Slóvena á EM Fjögur lið sýnt LeBron áhuga Stjarna Cavs trúlofuð Grammy verðlaunahafa Doncic fékk að vita af sölunni en ekki LeBron Skellur í fyrsta leik hjá guttunum okkar Ísköld Clark stýrði sókninni eins og hershöfðingi Líkti Cooper Flagg við Kobe Bryant Áframhaldandi NBA tengingar í Bónus deildinni Taka einn efnilegasta leikmanninn frá Íslandsmeisturum Hauka Julio de Assis og Luka Gasic í Stjörnuna Birkir Hrafn í NBA akademíunni „Þetta gerist rosa hratt“ Sengun í fantaformi í sumarfríinu Hægt að gista í glæsihúsi Michael Jordan Shai Gilgeous-Alexander og Angel Reese framan á 2K26 Sengun í fantaformi í sumarfríinu Jokic framlengir ekki að sinni Verður fimmti launahæsti íþróttamaður í heimi Fylkir og Valur í formlegt samstarf Mikil blóðtaka fyrir Valsmenn Sjö lið skiptust á sex leikmönnum Tyrese Haliburton missir af öllu næsta tímabili KR semur við ungan bandarískan framherja Sjá meira