Fjarðarheiðargöng fyrir fáa? Þröstur Jónsson skrifar 22. febrúar 2023 14:01 Á Seyðisfirði búa um 600 manns. Þar er önnur af tveim aðal farþega-millilandagáttum landsins, eina höfnin á Íslandi með reglulegum áætlanasiglingum farþega-ferju milli Íslands og Evrópu. Auk þess fer mikill út- og innflutningur um höfnina. Sú höfn er tengd við þjóðvegakerfið með erfiðum fjallveg um Fjarðarheiði, sem oft er farartálmi um vetur. Hinumegin við heiðina er einn af þrem varaflugvöllum landsins, Egilsstaðaflugvöllur, afar vannýttur innviður í þessu landi. Mitt á milli þessara tveggja innviða er Eyvindarárstöð, aðveitustöð Landsnets, rétt norðan núverandi þéttbýlis á Egilsstöðum. Eyvindarárstöð hefur undanfarið verið efld mjög og er nú afhendingar-öruggur tengipunktur Landsnets fyrir raforku til atvinnurekstrar. Litlu innar í dalnum er stærsta vatnsaflsvirkjun í Evrópu, Fljótsdalsvirkjun, oft rangnefnd Kárahnjúkavirkjun. Ráðgert er að grafa lengstu jarðgöng á Íslandi undir Fjarðarheiði, 13km. Um er að ræða mjög dýra framkvæmd sem núverandi áætlun slagar hátt í 60 milljarða með tengivegum. Mörgum finnst í of mikið lagt fyrir 600 manns að greiða nær 100 milljónir á hvern íbúa Seyðisfjarðar. Það gleymist hins vegar í þeirri umræðu að í nánasta nágrenni við göngin eru áður taldir mikilvægir innviðir þessa lands. Fjarðarheiðargöng eru ekki eingöngu ætluð til að leysa samgönguvanda íbúa beggja vegna heiðarinnar. Miklu fremur eru þau ætluð til að efla og auka notagildi annarra dýrra innviða sem eru í dag vannýttir. Auk þess auka göngin möguleika á aukinni atvinnu-uppbyggingu ef rétt er haldið á spöðunum. Óvíst er um pólitískan vilja stjórnvalda að fara í framkvæmdir við göngin og þeim gengur erfiðlega að fjármagna þau. Auk þess er mikil pressa á aðrar dýrar samgönguframkvæmdir í landinu. Samkeppnin um fjármagn og athygli stjórnvalda er því mikil. Það er ekki síst hlutverk sveitarstjórnar Múlaþings að halda á lofti þjóðhagslegri arðsemi af göngunum. Núverandi sveitarstjórn hefur hrapalega mistekist það verk. Í stað þess að tala upp verkefnið og hátta skipulagsmálum þannig að göngin nýtist sem best, hafa þau aðallega farið með betlistaf til ráðherra sem engu getur lofað, auk þess að skipuleggja leiðarval frá göngunum Héraðs megin án nokkurrar framtíðarsýnar í skipulags- og atvinnumálum. Um er að ræða tvær leiðir frá göngum sem þarf að velja á milli; Norður- og Suðurleið. Vegagerðin mælti með S-leiðinni fyrst og fremst út frá vegtæknilegum ástæðum og kostnaðargreiningu. Leiðarval Vegagerðarinnar er gagnrýnt í nýrri skýrslu Skipulagsstofnunar. Staðháttakunnugir heimamenn hafa líka gagnrýnt leiðarvalið harðlega. Þá er út frá náttúruverndarlögum hætt við að S-leiðinni verði „Teigsskógur 2“. Þrátt fyrir þetta hefur sveitarstjórn Múlaþings í óðagoti og án mikillar umræðu, ákveðið að fara að ráðleggingum Vegagerðarinnar og velja S-leiðina og þar með hafnað N-leiðinni. N-leiðin á hinn bóginn tengir á stystan mögulegan hátt innviðina þrjá, flugvöll, höfn og aðveitustöð. Á það hefur verið bent af sérfræðingum að kostnaðarmat Vegagerðarinnar við þá leið er stórlega ofmetið og leiðin illa frumhönnuð. Með vali á N-leið opnast nýtt og stórt tækifæri á uppbyggingu öflugra atvinnufyrirtækja norðan núverandi byggðar á Egilsstöðum sem gætu nýtt sér þessa innviði. Stutt og greiðfær leið milli millilanda-flugvallar og hafnar í nálægð við öruggan tengipunkt rafmagns-netsins, svo ekki sé talað um vaxandi umsvið skemmtiferðaskipa sem skipta út áhöfnum og farþegum með flugi. Mikill skortur er á ákjósanlegum iðnaðarlóðum á Egilsstöðum og því brýnt að geta boðið lóðir nærri aðveitustöðinni sem fyrst. Ný skoðanakönnun Gallup sýnir yfirgnæfandi vilja íbúa að N-leið verði valin, eða 63,4% þeirra sem tóku afstöðu. Vonandi verður sú niðurstaða íbúa til þess að sveitarstjórn hugsi sig tvisvar um áður en hún heldur áfram á sinni vegferð og taki tillit til þessa í nýju aðalskipulagi sem brátt fer í þróun hjá sveitarfélaginu. Að taka stóra ákvörðun í trássi við vilja íbúa getur vart talist góð stjórnsýsla. Það er mikilvægt að efla innviði og draga að fleira fólk á Austurland út frá öryggissjónarmiðum í eldvirku landi. Með því að velja N-leiðina verða Fjarðarheiðargöng ekki bara fyrir 600 Seyðfirðinga heldur 376 þúsund Íslendinga, álitlegur fjárfestingarkostur fyrir alla landsmenn. Höfundur er sveitarstjórnarfulltrúi í Múlaþingi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Múlaþing Vegagerð Byggðamál Samgöngur Fjarðabyggð Mest lesið Valkvætt minnisleysi ofbeldismanna Guðný S. Bjarnadóttir Skoðun Skaðaminnkun Rauða krossins Ósk Sigurðardóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir Skoðun Blóraböggull fundinn! Jenný Gunnbjörnsdóttir Skoðun Hvers vegna þétting byggðar? Birkir Ingibjartsson Skoðun Mönnun íslensks heilbrigðiskerfis til framtíðar í uppnámi Unnur Anna Valdimarsdóttir,Arna Hauksdóttir,Berglind Eva Benediktsdóttir,Bjarni Elvar Pétursson,Heiða María Sigurðardóttir,Helga Bragadóttir,Ólafur Ögmundarson,Sólveg Ása Árnadóttir,Sædís Sævarsdóttir Skoðun Auglýst eftir heimili á Facebook Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir Skoðun Mjódd framtíðar - hjarta Breiðholts Sara Björg Sigurðardóttir Skoðun Opið bréf til frambjóðenda í Reykjavík: Hættum frösunum – leysum leikskólavandann með raunverulegum aðgerðum Nichole Leigh Mosty Skoðun 32 dagar Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Forsendur skólakerfis hverfast um samstarf Magnús Þór Jónsson Skoðun Skoðun Skoðun Hvers virði er starfsumhverfi myndlistarmanna? Jóna Hlíf Halldórsdóttir skrifar Skoðun Ekki gera ekki neitt Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Mönnun íslensks heilbrigðiskerfis til framtíðar í uppnámi Unnur Anna Valdimarsdóttir,Arna Hauksdóttir,Berglind Eva Benediktsdóttir,Bjarni Elvar Pétursson,Heiða María Sigurðardóttir,Helga Bragadóttir,Ólafur Ögmundarson,Sólveg Ása Árnadóttir,Sædís Sævarsdóttir skrifar Skoðun Mjódd framtíðar - hjarta Breiðholts Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Opið bréf til frambjóðenda í Reykjavík: Hættum frösunum – leysum leikskólavandann með raunverulegum aðgerðum Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Það þarf ekki fullkomið fólk til að móta gott samfélag. Það þarf fólk sem er tilbúið að vera til staðar Liv Åse Skarstad skrifar Skoðun 32 dagar Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Blóraböggull fundinn! Jenný Gunnbjörnsdóttir skrifar Skoðun Skaðaminnkun Rauða krossins Ósk Sigurðardóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir skrifar Skoðun Áfram, hærra Logi Pedro Stefánsson skrifar Skoðun Reykjavík stígi alla leið Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Valkvætt minnisleysi ofbeldismanna Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Gæði í uppbyggingu frekar en bara hraða og magn Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Hvers vegna þétting byggðar? Birkir Ingibjartsson skrifar Skoðun Forsendur skólakerfis hverfast um samstarf Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Kirkjan sem talar fallega – og spurningin sem fylgir HIlmar Kristinsson skrifar Skoðun Samstaða í ferðaþjónustu aldrei mikilvægari Halldór Óli Kjartansson skrifar Skoðun Þegar almenningsálit er lesið sem umboð Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hættið að rukka vangreiðslugjald! Breki Karlsson,Runólfur Ólafsson skrifar Skoðun Heimsmynd byggð á öðrum fætinum Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Hækkum endurgreiðslu virðisaukaskatts af vinnu iðnaðarmanna Jón Sigurðsson,Pétur H. Halldórsson skrifar Skoðun Forgangsröðunarskuld Brynjar Karl Sigurðsson skrifar Skoðun Hvað gerist þegar gervigreind mætir raunveruleikanum? Björn Thor Stefánsson,Kristján Sölvi Örnólfsson,Oliver Sanchez,Viktor Már Guðmundsson skrifar Skoðun Erum við í djúpum skít? Jón Pétur Wilke Gunnarsson skrifar Skoðun Auglýst eftir heimili á Facebook Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Félagsleg hjálp sem sviptir fátækasta fólkið sjálfsbjörg Vilhelm Jónsson skrifar Skoðun Er atvinnulífið að misnota heilbrigðiskerfið? Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Traust verður að endurspeglast í framkvæmd Sandra B. Franks skrifar Skoðun Það er leikur að læra fyrir suma Aðalheiður M. Steindórsdóttir skrifar Skoðun Hvað önnur lönd gera í húsnæðiskreppu – og hvað Ísland gerir ekki Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar Sjá meira
Á Seyðisfirði búa um 600 manns. Þar er önnur af tveim aðal farþega-millilandagáttum landsins, eina höfnin á Íslandi með reglulegum áætlanasiglingum farþega-ferju milli Íslands og Evrópu. Auk þess fer mikill út- og innflutningur um höfnina. Sú höfn er tengd við þjóðvegakerfið með erfiðum fjallveg um Fjarðarheiði, sem oft er farartálmi um vetur. Hinumegin við heiðina er einn af þrem varaflugvöllum landsins, Egilsstaðaflugvöllur, afar vannýttur innviður í þessu landi. Mitt á milli þessara tveggja innviða er Eyvindarárstöð, aðveitustöð Landsnets, rétt norðan núverandi þéttbýlis á Egilsstöðum. Eyvindarárstöð hefur undanfarið verið efld mjög og er nú afhendingar-öruggur tengipunktur Landsnets fyrir raforku til atvinnurekstrar. Litlu innar í dalnum er stærsta vatnsaflsvirkjun í Evrópu, Fljótsdalsvirkjun, oft rangnefnd Kárahnjúkavirkjun. Ráðgert er að grafa lengstu jarðgöng á Íslandi undir Fjarðarheiði, 13km. Um er að ræða mjög dýra framkvæmd sem núverandi áætlun slagar hátt í 60 milljarða með tengivegum. Mörgum finnst í of mikið lagt fyrir 600 manns að greiða nær 100 milljónir á hvern íbúa Seyðisfjarðar. Það gleymist hins vegar í þeirri umræðu að í nánasta nágrenni við göngin eru áður taldir mikilvægir innviðir þessa lands. Fjarðarheiðargöng eru ekki eingöngu ætluð til að leysa samgönguvanda íbúa beggja vegna heiðarinnar. Miklu fremur eru þau ætluð til að efla og auka notagildi annarra dýrra innviða sem eru í dag vannýttir. Auk þess auka göngin möguleika á aukinni atvinnu-uppbyggingu ef rétt er haldið á spöðunum. Óvíst er um pólitískan vilja stjórnvalda að fara í framkvæmdir við göngin og þeim gengur erfiðlega að fjármagna þau. Auk þess er mikil pressa á aðrar dýrar samgönguframkvæmdir í landinu. Samkeppnin um fjármagn og athygli stjórnvalda er því mikil. Það er ekki síst hlutverk sveitarstjórnar Múlaþings að halda á lofti þjóðhagslegri arðsemi af göngunum. Núverandi sveitarstjórn hefur hrapalega mistekist það verk. Í stað þess að tala upp verkefnið og hátta skipulagsmálum þannig að göngin nýtist sem best, hafa þau aðallega farið með betlistaf til ráðherra sem engu getur lofað, auk þess að skipuleggja leiðarval frá göngunum Héraðs megin án nokkurrar framtíðarsýnar í skipulags- og atvinnumálum. Um er að ræða tvær leiðir frá göngum sem þarf að velja á milli; Norður- og Suðurleið. Vegagerðin mælti með S-leiðinni fyrst og fremst út frá vegtæknilegum ástæðum og kostnaðargreiningu. Leiðarval Vegagerðarinnar er gagnrýnt í nýrri skýrslu Skipulagsstofnunar. Staðháttakunnugir heimamenn hafa líka gagnrýnt leiðarvalið harðlega. Þá er út frá náttúruverndarlögum hætt við að S-leiðinni verði „Teigsskógur 2“. Þrátt fyrir þetta hefur sveitarstjórn Múlaþings í óðagoti og án mikillar umræðu, ákveðið að fara að ráðleggingum Vegagerðarinnar og velja S-leiðina og þar með hafnað N-leiðinni. N-leiðin á hinn bóginn tengir á stystan mögulegan hátt innviðina þrjá, flugvöll, höfn og aðveitustöð. Á það hefur verið bent af sérfræðingum að kostnaðarmat Vegagerðarinnar við þá leið er stórlega ofmetið og leiðin illa frumhönnuð. Með vali á N-leið opnast nýtt og stórt tækifæri á uppbyggingu öflugra atvinnufyrirtækja norðan núverandi byggðar á Egilsstöðum sem gætu nýtt sér þessa innviði. Stutt og greiðfær leið milli millilanda-flugvallar og hafnar í nálægð við öruggan tengipunkt rafmagns-netsins, svo ekki sé talað um vaxandi umsvið skemmtiferðaskipa sem skipta út áhöfnum og farþegum með flugi. Mikill skortur er á ákjósanlegum iðnaðarlóðum á Egilsstöðum og því brýnt að geta boðið lóðir nærri aðveitustöðinni sem fyrst. Ný skoðanakönnun Gallup sýnir yfirgnæfandi vilja íbúa að N-leið verði valin, eða 63,4% þeirra sem tóku afstöðu. Vonandi verður sú niðurstaða íbúa til þess að sveitarstjórn hugsi sig tvisvar um áður en hún heldur áfram á sinni vegferð og taki tillit til þessa í nýju aðalskipulagi sem brátt fer í þróun hjá sveitarfélaginu. Að taka stóra ákvörðun í trássi við vilja íbúa getur vart talist góð stjórnsýsla. Það er mikilvægt að efla innviði og draga að fleira fólk á Austurland út frá öryggissjónarmiðum í eldvirku landi. Með því að velja N-leiðina verða Fjarðarheiðargöng ekki bara fyrir 600 Seyðfirðinga heldur 376 þúsund Íslendinga, álitlegur fjárfestingarkostur fyrir alla landsmenn. Höfundur er sveitarstjórnarfulltrúi í Múlaþingi.
Mönnun íslensks heilbrigðiskerfis til framtíðar í uppnámi Unnur Anna Valdimarsdóttir,Arna Hauksdóttir,Berglind Eva Benediktsdóttir,Bjarni Elvar Pétursson,Heiða María Sigurðardóttir,Helga Bragadóttir,Ólafur Ögmundarson,Sólveg Ása Árnadóttir,Sædís Sævarsdóttir Skoðun
Opið bréf til frambjóðenda í Reykjavík: Hættum frösunum – leysum leikskólavandann með raunverulegum aðgerðum Nichole Leigh Mosty Skoðun
Skoðun Mönnun íslensks heilbrigðiskerfis til framtíðar í uppnámi Unnur Anna Valdimarsdóttir,Arna Hauksdóttir,Berglind Eva Benediktsdóttir,Bjarni Elvar Pétursson,Heiða María Sigurðardóttir,Helga Bragadóttir,Ólafur Ögmundarson,Sólveg Ása Árnadóttir,Sædís Sævarsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til frambjóðenda í Reykjavík: Hættum frösunum – leysum leikskólavandann með raunverulegum aðgerðum Nichole Leigh Mosty skrifar
Skoðun Það þarf ekki fullkomið fólk til að móta gott samfélag. Það þarf fólk sem er tilbúið að vera til staðar Liv Åse Skarstad skrifar
Skoðun Hækkum endurgreiðslu virðisaukaskatts af vinnu iðnaðarmanna Jón Sigurðsson,Pétur H. Halldórsson skrifar
Skoðun Hvað gerist þegar gervigreind mætir raunveruleikanum? Björn Thor Stefánsson,Kristján Sölvi Örnólfsson,Oliver Sanchez,Viktor Már Guðmundsson skrifar
Skoðun Hvað önnur lönd gera í húsnæðiskreppu – og hvað Ísland gerir ekki Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar
Mönnun íslensks heilbrigðiskerfis til framtíðar í uppnámi Unnur Anna Valdimarsdóttir,Arna Hauksdóttir,Berglind Eva Benediktsdóttir,Bjarni Elvar Pétursson,Heiða María Sigurðardóttir,Helga Bragadóttir,Ólafur Ögmundarson,Sólveg Ása Árnadóttir,Sædís Sævarsdóttir Skoðun
Opið bréf til frambjóðenda í Reykjavík: Hættum frösunum – leysum leikskólavandann með raunverulegum aðgerðum Nichole Leigh Mosty Skoðun