Grafalvarlegt mál að bíðtíminn skuli vera þrjú ár Védís Einarsdóttir skrifar 20. febrúar 2023 12:00 Í svari sem ég fékk frá Þroska-og hegðunarstöð (ÞOH) vegna tilvísunar sem barst þeim í febrúar 2022, var mér tjáð að þá hafi biðin verið 18-20 mánuðir, en fæ núna í febrúar 2023 tilkynningu um að biðin sé 30-36 mánuðir og þar af leiðandi mun ekki vera möguleiki á greiningu fyrr en eftir rúm tvö ár. Ástæðan sem er gefin fyrir þessum biðtíma sé fjöldi tilvísana og óviðráðanlegar aðstæður. Nú biðla ég til yfirvalda, að ef þetta er staðan hjá þroska og hegðunarstöðvarinnar þá er þetta grafalvarlegt mál og hér þarf að grípa inn sem fyrst. Einnig eigum við sem eigum börn á biðlista skilið nánari og almennileg svör við því hvernig það megi vera að staðan sé svona alvarleg. Allar helstu rannsóknir sýna að snemmtæk íhlutun hefur mikil áhrif á þroskaferli barna og er fyrirbyggjandi, ekki aðeins fyrir barnið sjálft og fjölskyldur þeirra, heldur fyrir kerfið og samfélagið allt.Eitt af lykilorðum um hlutverk ÞOH er að „stuðla að því að frávik finnist snemma…svo grípa megi inn í með viðeigandi úrræðum“ og að „efla lífsgæði og framtíðarhorfur barna, draga úr hamlandi áhrifum hvers kyns frávika í þroska og hegðun og vinna gegn þróun alvarlegri vanda.“ Það er ekki mikið að marka þessi orð ÞOH og ekki hefur gengið vel að bregðast við biðtímanum þegar hann er orðinn allt að þrjú ár. Samkvæmt svari heilbrigðisráðherra um biðtíma hjá ÞOH var biðtíminn árið 2020 7-10 mánuðir og fjárhagstölur voru 288.220.538. Árið 2021 var svo veitt sérstakt viðbótar fjármagn upp á 75 milljónir í tímabundið átaksverkefni til að stytta biðlista þar sem þessi langi biðlisti eykur vanda barna sem þurfa á þjónustunni að halda. Í grein sem birtist á ruv.is 30. mars 2022 segir móðir barns að þau séu búin að bíða í 21 mánuð að komast að. Í sömu grein stendur „747 börn bíða eftir greiningu hjá Þroska- og hegðunarstöð vegna taugaraskana og annarra erfiðleika. Forstöðumaður stofnunarinnar segir í skriflegu svari að biðlistinn sé því miður skelfilega langur. Biðtíminn eftir greiningum getur verið frá 12-20 mánuðum, lengst þurfa börn að bíða eftir einhverfurófsgreiningu„. Það er ansi margt sem breytist í þroska barn á 3 árum og hef ég miklar áhyggjur af öllum þeim börnum sem bíða eftir að komast að og fá viðeigandi hjálp áður en vandinn verður enn meiri. Hvaða afleiðingar mun þetta hafa fyrir börnin og hver ætlar að bera ábyrgðina? Höfundur er iðjuþjálfi. Heimildir: „Það skiptir máli að byrja snemma” Þjónusta Þroska- og hegðunarstöðvar (bvs.is) 0253.pdf (althingi.is) https://www.stjornarradid.is/efst-a-baugi/frettir/stok-frett/2021/09/23/Throska-og-hegdunarstodinni-veitt-aukid-fe-til-ad-stytta-bid-barna-eftir-greiningu/ https://www.ruv.is/frettir/innlent/2022-03-30-hefur-bedid-i-21-manud-og-finnst-kerfid-hafa-brugdist Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Heilbrigðismál Mest lesið Hvaða módel ertu? Heiðdís Geirsdóttir Skoðun Hækkun skrásetningargjalds – Segjum sannleikann Eiríkur Kúld Viktorsson Skoðun Lygin um flóttamenn á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun Það er allt í lagi að vera þú sjálfur - Opið bréf til Snorra Mássonar Kári Stefánsson Skoðun Alþjóðlegur sjálfsvígsforvarnardagur – mikilvægi samtals og samkenndar Ellen Calmon Skoðun Héraðsvötnin eru hjartsláttur fjarðarins Rakel Hinriksdóttir Skoðun Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun Mismunun skýrir aukningu erlendra fanga Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Á að hita upp allan Faxaflóann? Eiríkur Hjálmarsson Skoðun Hlúum að persónumiðaðri nálgun í öldrunarþjónustu Margrét Guðnadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hækkun skrásetningargjalds – Segjum sannleikann Eiríkur Kúld Viktorsson skrifar Skoðun Alþjóðlegur sjálfsvígsforvarnardagur – mikilvægi samtals og samkenndar Ellen Calmon skrifar Skoðun Hvaða módel ertu? Heiðdís Geirsdóttir skrifar Skoðun Tilgáta um brjálsemi þjóðarleiðtoga Gunnar Björgvinsson skrifar Skoðun Blóðbað í Súdan: Framtíðarannáll? Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Sparnaðartillögur á kostnað atvinnulausra Finnbjörn A Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Atvinnustefna þarf líka að fjalla um rótgrónar atvinnugreinar Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Á að hita upp allan Faxaflóann? Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Á tímamótum: Sameinuðu þjóðirnar í 80 ár Vala Karen Viðarsdóttir,Védís Ólafsdóttir skrifar Skoðun Borgar sig að vanmeta menntun? Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Samfylkingin hækkar gjöld á háskólanema Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Aðgerðaáætlun í menntamálum ekki markviss Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Hermína Gunnþórsdóttir skrifar Skoðun Héraðsvötnin eru hjartsláttur fjarðarins Rakel Hinriksdóttir skrifar Skoðun Lygin um flóttamenn á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Mismunun skýrir aukningu erlendra fanga Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Farsæld barna í fyrirrúmi Bragi Bjarnason skrifar Skoðun Hlúum að persónumiðaðri nálgun í öldrunarþjónustu Margrét Guðnadóttir skrifar Skoðun Viljum við stjórnarandstöðu sem þvælist ekki fyrir? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Skólar hafa stigið skrefið með góðum árangri Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Varst þú að kaupa gallaða fasteign? Sara Bryndís Þórsdóttir skrifar Skoðun Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir skrifar Skoðun „Glæpir“ Íslendinga Árni Davíðsson skrifar Skoðun Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson skrifar Skoðun Fleiri átök = verri útkoma í lestri? Birgir Hrafn Birgisson skrifar Skoðun Biðin sem (enn) veikir og tekur Guðlaugur Eyjólfsson skrifar Skoðun Stafrænt netöryggisbelti Hrannar Ásgrímsson skrifar Skoðun Hvert stefnir ráðherra? Aðalsteinn Árni Baldursson skrifar Skoðun Free tuition Colin Fisher skrifar Skoðun Þegar fólkið okkar langar að deyja Sigurborg Sveinsdóttir,Svava Arnardóttir skrifar Skoðun Why protest works Adam Daniel Fishwick skrifar Sjá meira
Í svari sem ég fékk frá Þroska-og hegðunarstöð (ÞOH) vegna tilvísunar sem barst þeim í febrúar 2022, var mér tjáð að þá hafi biðin verið 18-20 mánuðir, en fæ núna í febrúar 2023 tilkynningu um að biðin sé 30-36 mánuðir og þar af leiðandi mun ekki vera möguleiki á greiningu fyrr en eftir rúm tvö ár. Ástæðan sem er gefin fyrir þessum biðtíma sé fjöldi tilvísana og óviðráðanlegar aðstæður. Nú biðla ég til yfirvalda, að ef þetta er staðan hjá þroska og hegðunarstöðvarinnar þá er þetta grafalvarlegt mál og hér þarf að grípa inn sem fyrst. Einnig eigum við sem eigum börn á biðlista skilið nánari og almennileg svör við því hvernig það megi vera að staðan sé svona alvarleg. Allar helstu rannsóknir sýna að snemmtæk íhlutun hefur mikil áhrif á þroskaferli barna og er fyrirbyggjandi, ekki aðeins fyrir barnið sjálft og fjölskyldur þeirra, heldur fyrir kerfið og samfélagið allt.Eitt af lykilorðum um hlutverk ÞOH er að „stuðla að því að frávik finnist snemma…svo grípa megi inn í með viðeigandi úrræðum“ og að „efla lífsgæði og framtíðarhorfur barna, draga úr hamlandi áhrifum hvers kyns frávika í þroska og hegðun og vinna gegn þróun alvarlegri vanda.“ Það er ekki mikið að marka þessi orð ÞOH og ekki hefur gengið vel að bregðast við biðtímanum þegar hann er orðinn allt að þrjú ár. Samkvæmt svari heilbrigðisráðherra um biðtíma hjá ÞOH var biðtíminn árið 2020 7-10 mánuðir og fjárhagstölur voru 288.220.538. Árið 2021 var svo veitt sérstakt viðbótar fjármagn upp á 75 milljónir í tímabundið átaksverkefni til að stytta biðlista þar sem þessi langi biðlisti eykur vanda barna sem þurfa á þjónustunni að halda. Í grein sem birtist á ruv.is 30. mars 2022 segir móðir barns að þau séu búin að bíða í 21 mánuð að komast að. Í sömu grein stendur „747 börn bíða eftir greiningu hjá Þroska- og hegðunarstöð vegna taugaraskana og annarra erfiðleika. Forstöðumaður stofnunarinnar segir í skriflegu svari að biðlistinn sé því miður skelfilega langur. Biðtíminn eftir greiningum getur verið frá 12-20 mánuðum, lengst þurfa börn að bíða eftir einhverfurófsgreiningu„. Það er ansi margt sem breytist í þroska barn á 3 árum og hef ég miklar áhyggjur af öllum þeim börnum sem bíða eftir að komast að og fá viðeigandi hjálp áður en vandinn verður enn meiri. Hvaða afleiðingar mun þetta hafa fyrir börnin og hver ætlar að bera ábyrgðina? Höfundur er iðjuþjálfi. Heimildir: „Það skiptir máli að byrja snemma” Þjónusta Þroska- og hegðunarstöðvar (bvs.is) 0253.pdf (althingi.is) https://www.stjornarradid.is/efst-a-baugi/frettir/stok-frett/2021/09/23/Throska-og-hegdunarstodinni-veitt-aukid-fe-til-ad-stytta-bid-barna-eftir-greiningu/ https://www.ruv.is/frettir/innlent/2022-03-30-hefur-bedid-i-21-manud-og-finnst-kerfid-hafa-brugdist
Skoðun Alþjóðlegur sjálfsvígsforvarnardagur – mikilvægi samtals og samkenndar Ellen Calmon skrifar
Skoðun Sparnaðartillögur á kostnað atvinnulausra Finnbjörn A Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar
Skoðun Atvinnustefna þarf líka að fjalla um rótgrónar atvinnugreinar Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar
Skoðun Aðgerðaáætlun í menntamálum ekki markviss Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Hermína Gunnþórsdóttir skrifar
Skoðun Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir skrifar
Skoðun Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson skrifar