Grafalvarlegt mál að bíðtíminn skuli vera þrjú ár Védís Einarsdóttir skrifar 20. febrúar 2023 12:00 Í svari sem ég fékk frá Þroska-og hegðunarstöð (ÞOH) vegna tilvísunar sem barst þeim í febrúar 2022, var mér tjáð að þá hafi biðin verið 18-20 mánuðir, en fæ núna í febrúar 2023 tilkynningu um að biðin sé 30-36 mánuðir og þar af leiðandi mun ekki vera möguleiki á greiningu fyrr en eftir rúm tvö ár. Ástæðan sem er gefin fyrir þessum biðtíma sé fjöldi tilvísana og óviðráðanlegar aðstæður. Nú biðla ég til yfirvalda, að ef þetta er staðan hjá þroska og hegðunarstöðvarinnar þá er þetta grafalvarlegt mál og hér þarf að grípa inn sem fyrst. Einnig eigum við sem eigum börn á biðlista skilið nánari og almennileg svör við því hvernig það megi vera að staðan sé svona alvarleg. Allar helstu rannsóknir sýna að snemmtæk íhlutun hefur mikil áhrif á þroskaferli barna og er fyrirbyggjandi, ekki aðeins fyrir barnið sjálft og fjölskyldur þeirra, heldur fyrir kerfið og samfélagið allt.Eitt af lykilorðum um hlutverk ÞOH er að „stuðla að því að frávik finnist snemma…svo grípa megi inn í með viðeigandi úrræðum“ og að „efla lífsgæði og framtíðarhorfur barna, draga úr hamlandi áhrifum hvers kyns frávika í þroska og hegðun og vinna gegn þróun alvarlegri vanda.“ Það er ekki mikið að marka þessi orð ÞOH og ekki hefur gengið vel að bregðast við biðtímanum þegar hann er orðinn allt að þrjú ár. Samkvæmt svari heilbrigðisráðherra um biðtíma hjá ÞOH var biðtíminn árið 2020 7-10 mánuðir og fjárhagstölur voru 288.220.538. Árið 2021 var svo veitt sérstakt viðbótar fjármagn upp á 75 milljónir í tímabundið átaksverkefni til að stytta biðlista þar sem þessi langi biðlisti eykur vanda barna sem þurfa á þjónustunni að halda. Í grein sem birtist á ruv.is 30. mars 2022 segir móðir barns að þau séu búin að bíða í 21 mánuð að komast að. Í sömu grein stendur „747 börn bíða eftir greiningu hjá Þroska- og hegðunarstöð vegna taugaraskana og annarra erfiðleika. Forstöðumaður stofnunarinnar segir í skriflegu svari að biðlistinn sé því miður skelfilega langur. Biðtíminn eftir greiningum getur verið frá 12-20 mánuðum, lengst þurfa börn að bíða eftir einhverfurófsgreiningu„. Það er ansi margt sem breytist í þroska barn á 3 árum og hef ég miklar áhyggjur af öllum þeim börnum sem bíða eftir að komast að og fá viðeigandi hjálp áður en vandinn verður enn meiri. Hvaða afleiðingar mun þetta hafa fyrir börnin og hver ætlar að bera ábyrgðina? Höfundur er iðjuþjálfi. Heimildir: „Það skiptir máli að byrja snemma” Þjónusta Þroska- og hegðunarstöðvar (bvs.is) 0253.pdf (althingi.is) https://www.stjornarradid.is/efst-a-baugi/frettir/stok-frett/2021/09/23/Throska-og-hegdunarstodinni-veitt-aukid-fe-til-ad-stytta-bid-barna-eftir-greiningu/ https://www.ruv.is/frettir/innlent/2022-03-30-hefur-bedid-i-21-manud-og-finnst-kerfid-hafa-brugdist Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Heilbrigðismál Mest lesið Hvað önnur lönd gera í húsnæðiskreppu – og hvað Ísland gerir ekki Yngvi Ómar Sigrúnarson Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn yfirgefur okkur Lárus Bl. Sigurðsson Skoðun Auglýst eftir heimili á Facebook Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir Skoðun Bessastaðaboðskortin Sigríður Svanborgardóttir Skoðun „Múslimahjörðin“ að taka yfir Ísland? Árni Þór Þórsson Skoðun Menntastefna á finnskum krossgötum Álfhildur Leifsdóttir Skoðun Félagsleg hjálp sem sviptir fátækasta fólkið sjálfsbjörg Vilhelm Jónsson Skoðun Eyðilegging Vélfags Sigurður G. Guðjónsson Skoðun Hættið að rukka vangreiðslugjald! Breki Karlsson,Runólfur Ólafsson Skoðun Forgangsröðunarskuld Brynjar Karl Sigurðsson Skoðun Skoðun Skoðun Þegar almenningsálit er lesið sem umboð Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hættið að rukka vangreiðslugjald! Breki Karlsson,Runólfur Ólafsson skrifar Skoðun Heimsmynd byggð á öðrum fætinum Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Hækkum endurgreiðslu virðisaukaskatts af vinnu iðnaðarmanna Jón Sigurðsson,Pétur H. Halldórsson skrifar Skoðun Forgangsröðunarskuld Brynjar Karl Sigurðsson skrifar Skoðun Hvað gerist þegar gervigreind mætir raunveruleikanum? Björn Thor Stefánsson,Kristján Sölvi Örnólfsson,Oliver Sanchez,Viktor Már Guðmundsson skrifar Skoðun Erum við í djúpum skít? Jón Pétur Wilke Gunnarsson skrifar Skoðun Auglýst eftir heimili á Facebook Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Félagsleg hjálp sem sviptir fátækasta fólkið sjálfsbjörg Vilhelm Jónsson skrifar Skoðun Er atvinnulífið að misnota heilbrigðiskerfið? Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Traust verður að endurspeglast í framkvæmd Sandra B. Franks skrifar Skoðun Það er leikur að læra fyrir suma Aðalheiður M. Steindórsdóttir skrifar Skoðun Hvað önnur lönd gera í húsnæðiskreppu – og hvað Ísland gerir ekki Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar Skoðun Ég vil breytingar Kristín Soffía Jónsdóttir skrifar Skoðun Hvert var samkomulagið? Geir Finnsson skrifar Skoðun Ísland á krossgötum Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Íslenska velsældarhagkerfið: Stefnumörkun, áskoranir og tækifæri Soffía S. Sigurgeirsdóttir,Soffia S. Sigurgeirsdóttir,Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Eyðilegging Vélfags Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Menntastefna á finnskum krossgötum Álfhildur Leifsdóttir skrifar Skoðun Viðreisn vill evrópskt sambandsríki Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Fyrirsjáanleiki í frístundastarfi Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Bessastaðaboðskortin Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Niðurrif er fljótlegra en uppbygging Gunnþóra Halldórsdóttir skrifar Skoðun Þegar fagleg auðmýkt víkur fyrir ofurhetjublæti Lára S. Benjnouh skrifar Skoðun Hugleiðing um hernað Ámundi Loftsson skrifar Skoðun Börnin eiga að fá aðstoð strax og sínu umhverfi, ekki seinna og ekki annars staðar Valný Óttarsdóttir skrifar Skoðun Golfvöllur er heilsuauðlind Steinn Baugur Gunnarsson skrifar Skoðun Farsæld barna kemur ekki af sjálfu sér Birgir Örn Guðjónsson skrifar Skoðun Íþróttasukk Grímur Atlason skrifar Skoðun Skipulagt svelti í framhaldsskólum Guðjón Hreinn Hauksson skrifar Sjá meira
Í svari sem ég fékk frá Þroska-og hegðunarstöð (ÞOH) vegna tilvísunar sem barst þeim í febrúar 2022, var mér tjáð að þá hafi biðin verið 18-20 mánuðir, en fæ núna í febrúar 2023 tilkynningu um að biðin sé 30-36 mánuðir og þar af leiðandi mun ekki vera möguleiki á greiningu fyrr en eftir rúm tvö ár. Ástæðan sem er gefin fyrir þessum biðtíma sé fjöldi tilvísana og óviðráðanlegar aðstæður. Nú biðla ég til yfirvalda, að ef þetta er staðan hjá þroska og hegðunarstöðvarinnar þá er þetta grafalvarlegt mál og hér þarf að grípa inn sem fyrst. Einnig eigum við sem eigum börn á biðlista skilið nánari og almennileg svör við því hvernig það megi vera að staðan sé svona alvarleg. Allar helstu rannsóknir sýna að snemmtæk íhlutun hefur mikil áhrif á þroskaferli barna og er fyrirbyggjandi, ekki aðeins fyrir barnið sjálft og fjölskyldur þeirra, heldur fyrir kerfið og samfélagið allt.Eitt af lykilorðum um hlutverk ÞOH er að „stuðla að því að frávik finnist snemma…svo grípa megi inn í með viðeigandi úrræðum“ og að „efla lífsgæði og framtíðarhorfur barna, draga úr hamlandi áhrifum hvers kyns frávika í þroska og hegðun og vinna gegn þróun alvarlegri vanda.“ Það er ekki mikið að marka þessi orð ÞOH og ekki hefur gengið vel að bregðast við biðtímanum þegar hann er orðinn allt að þrjú ár. Samkvæmt svari heilbrigðisráðherra um biðtíma hjá ÞOH var biðtíminn árið 2020 7-10 mánuðir og fjárhagstölur voru 288.220.538. Árið 2021 var svo veitt sérstakt viðbótar fjármagn upp á 75 milljónir í tímabundið átaksverkefni til að stytta biðlista þar sem þessi langi biðlisti eykur vanda barna sem þurfa á þjónustunni að halda. Í grein sem birtist á ruv.is 30. mars 2022 segir móðir barns að þau séu búin að bíða í 21 mánuð að komast að. Í sömu grein stendur „747 börn bíða eftir greiningu hjá Þroska- og hegðunarstöð vegna taugaraskana og annarra erfiðleika. Forstöðumaður stofnunarinnar segir í skriflegu svari að biðlistinn sé því miður skelfilega langur. Biðtíminn eftir greiningum getur verið frá 12-20 mánuðum, lengst þurfa börn að bíða eftir einhverfurófsgreiningu„. Það er ansi margt sem breytist í þroska barn á 3 árum og hef ég miklar áhyggjur af öllum þeim börnum sem bíða eftir að komast að og fá viðeigandi hjálp áður en vandinn verður enn meiri. Hvaða afleiðingar mun þetta hafa fyrir börnin og hver ætlar að bera ábyrgðina? Höfundur er iðjuþjálfi. Heimildir: „Það skiptir máli að byrja snemma” Þjónusta Þroska- og hegðunarstöðvar (bvs.is) 0253.pdf (althingi.is) https://www.stjornarradid.is/efst-a-baugi/frettir/stok-frett/2021/09/23/Throska-og-hegdunarstodinni-veitt-aukid-fe-til-ad-stytta-bid-barna-eftir-greiningu/ https://www.ruv.is/frettir/innlent/2022-03-30-hefur-bedid-i-21-manud-og-finnst-kerfid-hafa-brugdist
Skoðun Hækkum endurgreiðslu virðisaukaskatts af vinnu iðnaðarmanna Jón Sigurðsson,Pétur H. Halldórsson skrifar
Skoðun Hvað gerist þegar gervigreind mætir raunveruleikanum? Björn Thor Stefánsson,Kristján Sölvi Örnólfsson,Oliver Sanchez,Viktor Már Guðmundsson skrifar
Skoðun Hvað önnur lönd gera í húsnæðiskreppu – og hvað Ísland gerir ekki Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar
Skoðun Íslenska velsældarhagkerfið: Stefnumörkun, áskoranir og tækifæri Soffía S. Sigurgeirsdóttir,Soffia S. Sigurgeirsdóttir,Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar
Skoðun Börnin eiga að fá aðstoð strax og sínu umhverfi, ekki seinna og ekki annars staðar Valný Óttarsdóttir skrifar