Hlynur dustar rykið af landsliðsskónum: „Fannst alltaf hallærislegt þegar menn voru að koma aftur“ Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 18. febrúar 2023 10:30 Hlynur Bæringsson, leikmaður Stjörnunnar, dustar rykið af landsliðsskónum eftir þriggja ára fjarveru. Vísir/Arnar Allt er fertugum fært. Hlynur Bæringsson hefur ákveðið að gefa kost á sér í íslenska landsliðið í körfubolta á nýjan leik fyrir leikina gegn Spánverjum og Georgíu í undankeppni heimsmeistaramótsins síðar í þessum mánuði. Hlynur, sem á 125 landsleiki að baki, lagði landsliðsskóna á hilluna árið 2019 eftir leik gegn Portúgal í Laugardalshöll. En hvers vegna snýr hann til baka? „Þetta er mjög góð spurning. Mér fannst alltaf sérstaklega hallærislegt þegar menn voru að koma aftur, hætta og koma aftur,“ sagði Hlynur Bæringsson í samtali við Guðjón Guðmundsson, Gaupa, í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gær. „En hvers vegna? Craig [Pedersen, landsliðsþjálfari] einfaldlega bara hringdi í mig og spurði hvort ég væri klár í þetta. Ég þurfti aðeins að hugsa það enda er ég á fimmtugsaldri og allt það. Og mig langaði bara að vera með og taka þátt ef ég gæti eitthvað hjálpað.“ „Erum ekki að fara litlir í okkur“ Íslenska liðið mætir Spánverjum á heimavelli næstkomandi fimmtudag og Georgíumönnum ytra þremur dögum síðar í gríðarlega mikilvægum leikjum í undankeppni HM. „Fyrri leikurinn á móti Spáni verður mjög flókinn þó þeir séu ekki með sitt besta lið. Þeir eru bara þannig mannaðir.“ „En seinni leikurinn á móti Georgíu, yfirleitt erum við nú lægra skrifaðir en í þessu tilfelli höfum við fulla trú á því að við getum unnið þá. Auðvitað vitum við að þetta verður erfitt og þetta er mjög langt ferðalag og allt það. En strákarnir sem spiluðu leikinn hérna í Höllinni fyrir áramót sýndu það nú og við erum ekki að fara litlir í okkur þangað. Við ætlum bara að fara og leggja allt á borðið og reyna að koma okkur áfram.“ Mikill heiður að vera valinn aftur í landsliðið Þá segir Hlynur að hann hafi þurft að hugsa sig tvisvar um áður en hann játaði landsliðssætinu á ný, enda sé nóg að gera hjá honum og hans fjölskyldu þessa dagana. Hann segir þó að það hafi hjálpað ákvörðuninni að vita að þetta væri stutt verkefni og að líklega verða landsleikirnir ekki mikið fleiri. „Já auðvitað [þurfti ég að hugsa mig um]. Eins og ég segi þá er alveg nóg að gera eins og hjá flestum sem eru að spila á Íslandsmótinu. Ég er auðvitað bara í vinnu og að spila og í háskólanámi. Svo er konan mín að stofna fyrirtæki þannig að auðvitað þurfti ég að hugsa þetta.“ „En þetta er stuttur tími og það er í sjálfu sér löngu útséð að þetta verður ekki mikið lengur,“ sagði Hlynur léttur. „Ég veit að það verður góð stemning bæði hérna heima og svo veit ég að það verður rosaleg stemning í Georgíu. Innst inni var þetta líka bara einhver svona heiður - þó maður sé orðinn fertugur og það vita það allir að maður er ekki eins góður og maður var - að Craig hafi viljað fá mig. Og sama í hvaða hlutverki maður verður, sama hvort ég komi eitthvað inn á eða hvort ég verði valinn í liðð yfir höfuð. Það kemur í ljós, en þetta var líka bar heiður og skemmtilegt,“ sagði Hlynur, en viðtalið má sjá í heild sinni í spilaranum hér fyrir neðan. Klippa: Hlynur Bærings dustar rykið af landsliðsskónum. Landslið karla í körfubolta Subway-deild karla Stjarnan Mest lesið Dómarinn hlýtur mikið lof fyrir stundarbræði í garð Jake Paul og Joshua Sport Haaland gaf barnabarni Hareide gjöf Enski boltinn Ronaldo á nærbuxunum lætur Elon Musk efast um sjálfan sig Fótbolti Tvær títanplötur settar í Jake Paul eftir kjálkabrotið Sport Sjáðu mörkin úr enska: Sviptingar, sænskt þema og svakalegar tæklingar Enski boltinn Stór nöfn úr leik á HM í pílukasti Sport „Ef dómarinn hefði sinnt sínu starfi almennilega hefði Romero ekki fengið spjald“ Enski boltinn Gleði og sorg í sigri Liverpool Enski boltinn Slæm fjárhagsstaða HSÍ kemur ekki niður á EM Handbolti Slot fámáll um stöðuna á Isak Enski boltinn Fleiri fréttir Fékk næstum 4,5 milljóna króna sekt fyrir að sýna dómara fingurinn „Komum eins og aumingjar inn í þennan leik“ „Jólasteikin mun bragðast betur í ljósi þessa sigurs“ Stjarnan - Álftanes 108-104 | Unnu grannaslaginn naumlega Uppgjörið: Ármann - ÍA 102-83 | Ármann náði í gríðarlega mikilvæg stig í fallbaráttunni með sigri gegn Skagamönnum Jokic tók NBA-met af Abdul-Jabbar í nótt KR á frábærum stað en getur ekki unnið titilinn Útilokar ekki breytingar: „Er klárlega að líta í kringum mig“ Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 93-83 | Enn taplausir í Sláturhúsinu „Ánægður að spila ekki betur en þetta en vinna samt“ „Svo lengi sem það er ekki jákvæð og góð umfjöllun um okkur erum við sáttir“ „Hefðum þurft að hafa heppnina með okkur í liði“ ÍR - Valur 82-85 | Baráttusigur í Breiðholti „Sáttur að geta farið heim, borðað vel og fengið mér nokkra kalda“ Tindastóll - KR 130-117 | Kláruðu gestina í seinni hálfleik Þór Þ. - Grindavík 94-106 | Baráttusigur gegn löskuðu liði Þórs Liðsfélagar Guðbjargar ekki fæddir þegar hún spilaði fyrsta leikinn Þola þeir ekki gott umtal? „Helmingur minna leikmanna skilur ekki íslensku“ „Ef við hefðum ekki verið að setja þessi skot þá hefðum við skíttapað“ KR á toppinn Uppgjörið: Grindavík - Haukar 92-93 | Fullkomin jólagjöf Spilaði 13 mínútur en var stigahæstur Rýndu í gamlar myndir: „Svakalega ertu kringlóttur í framan“ Guðbjörg fyrsta konan í fjögur hundruð leikina Stjarnan og Grindavík mætast í bikarnum Tryggvi og Sara best á árinu New York Knicks vann titil í nótt Umfjöllun: Keflavík 97 - 84 Ármann | Sannfærandi sigur heimakvenna Martin áfram í sextán liða úrslit Meistaradeildarinnar Valskonur ekki í neinum vandræðum á heimavelli Sjá meira
Hlynur, sem á 125 landsleiki að baki, lagði landsliðsskóna á hilluna árið 2019 eftir leik gegn Portúgal í Laugardalshöll. En hvers vegna snýr hann til baka? „Þetta er mjög góð spurning. Mér fannst alltaf sérstaklega hallærislegt þegar menn voru að koma aftur, hætta og koma aftur,“ sagði Hlynur Bæringsson í samtali við Guðjón Guðmundsson, Gaupa, í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gær. „En hvers vegna? Craig [Pedersen, landsliðsþjálfari] einfaldlega bara hringdi í mig og spurði hvort ég væri klár í þetta. Ég þurfti aðeins að hugsa það enda er ég á fimmtugsaldri og allt það. Og mig langaði bara að vera með og taka þátt ef ég gæti eitthvað hjálpað.“ „Erum ekki að fara litlir í okkur“ Íslenska liðið mætir Spánverjum á heimavelli næstkomandi fimmtudag og Georgíumönnum ytra þremur dögum síðar í gríðarlega mikilvægum leikjum í undankeppni HM. „Fyrri leikurinn á móti Spáni verður mjög flókinn þó þeir séu ekki með sitt besta lið. Þeir eru bara þannig mannaðir.“ „En seinni leikurinn á móti Georgíu, yfirleitt erum við nú lægra skrifaðir en í þessu tilfelli höfum við fulla trú á því að við getum unnið þá. Auðvitað vitum við að þetta verður erfitt og þetta er mjög langt ferðalag og allt það. En strákarnir sem spiluðu leikinn hérna í Höllinni fyrir áramót sýndu það nú og við erum ekki að fara litlir í okkur þangað. Við ætlum bara að fara og leggja allt á borðið og reyna að koma okkur áfram.“ Mikill heiður að vera valinn aftur í landsliðið Þá segir Hlynur að hann hafi þurft að hugsa sig tvisvar um áður en hann játaði landsliðssætinu á ný, enda sé nóg að gera hjá honum og hans fjölskyldu þessa dagana. Hann segir þó að það hafi hjálpað ákvörðuninni að vita að þetta væri stutt verkefni og að líklega verða landsleikirnir ekki mikið fleiri. „Já auðvitað [þurfti ég að hugsa mig um]. Eins og ég segi þá er alveg nóg að gera eins og hjá flestum sem eru að spila á Íslandsmótinu. Ég er auðvitað bara í vinnu og að spila og í háskólanámi. Svo er konan mín að stofna fyrirtæki þannig að auðvitað þurfti ég að hugsa þetta.“ „En þetta er stuttur tími og það er í sjálfu sér löngu útséð að þetta verður ekki mikið lengur,“ sagði Hlynur léttur. „Ég veit að það verður góð stemning bæði hérna heima og svo veit ég að það verður rosaleg stemning í Georgíu. Innst inni var þetta líka bara einhver svona heiður - þó maður sé orðinn fertugur og það vita það allir að maður er ekki eins góður og maður var - að Craig hafi viljað fá mig. Og sama í hvaða hlutverki maður verður, sama hvort ég komi eitthvað inn á eða hvort ég verði valinn í liðð yfir höfuð. Það kemur í ljós, en þetta var líka bar heiður og skemmtilegt,“ sagði Hlynur, en viðtalið má sjá í heild sinni í spilaranum hér fyrir neðan. Klippa: Hlynur Bærings dustar rykið af landsliðsskónum.
Landslið karla í körfubolta Subway-deild karla Stjarnan Mest lesið Dómarinn hlýtur mikið lof fyrir stundarbræði í garð Jake Paul og Joshua Sport Haaland gaf barnabarni Hareide gjöf Enski boltinn Ronaldo á nærbuxunum lætur Elon Musk efast um sjálfan sig Fótbolti Tvær títanplötur settar í Jake Paul eftir kjálkabrotið Sport Sjáðu mörkin úr enska: Sviptingar, sænskt þema og svakalegar tæklingar Enski boltinn Stór nöfn úr leik á HM í pílukasti Sport „Ef dómarinn hefði sinnt sínu starfi almennilega hefði Romero ekki fengið spjald“ Enski boltinn Gleði og sorg í sigri Liverpool Enski boltinn Slæm fjárhagsstaða HSÍ kemur ekki niður á EM Handbolti Slot fámáll um stöðuna á Isak Enski boltinn Fleiri fréttir Fékk næstum 4,5 milljóna króna sekt fyrir að sýna dómara fingurinn „Komum eins og aumingjar inn í þennan leik“ „Jólasteikin mun bragðast betur í ljósi þessa sigurs“ Stjarnan - Álftanes 108-104 | Unnu grannaslaginn naumlega Uppgjörið: Ármann - ÍA 102-83 | Ármann náði í gríðarlega mikilvæg stig í fallbaráttunni með sigri gegn Skagamönnum Jokic tók NBA-met af Abdul-Jabbar í nótt KR á frábærum stað en getur ekki unnið titilinn Útilokar ekki breytingar: „Er klárlega að líta í kringum mig“ Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 93-83 | Enn taplausir í Sláturhúsinu „Ánægður að spila ekki betur en þetta en vinna samt“ „Svo lengi sem það er ekki jákvæð og góð umfjöllun um okkur erum við sáttir“ „Hefðum þurft að hafa heppnina með okkur í liði“ ÍR - Valur 82-85 | Baráttusigur í Breiðholti „Sáttur að geta farið heim, borðað vel og fengið mér nokkra kalda“ Tindastóll - KR 130-117 | Kláruðu gestina í seinni hálfleik Þór Þ. - Grindavík 94-106 | Baráttusigur gegn löskuðu liði Þórs Liðsfélagar Guðbjargar ekki fæddir þegar hún spilaði fyrsta leikinn Þola þeir ekki gott umtal? „Helmingur minna leikmanna skilur ekki íslensku“ „Ef við hefðum ekki verið að setja þessi skot þá hefðum við skíttapað“ KR á toppinn Uppgjörið: Grindavík - Haukar 92-93 | Fullkomin jólagjöf Spilaði 13 mínútur en var stigahæstur Rýndu í gamlar myndir: „Svakalega ertu kringlóttur í framan“ Guðbjörg fyrsta konan í fjögur hundruð leikina Stjarnan og Grindavík mætast í bikarnum Tryggvi og Sara best á árinu New York Knicks vann titil í nótt Umfjöllun: Keflavík 97 - 84 Ármann | Sannfærandi sigur heimakvenna Martin áfram í sextán liða úrslit Meistaradeildarinnar Valskonur ekki í neinum vandræðum á heimavelli Sjá meira
Uppgjörið: Ármann - ÍA 102-83 | Ármann náði í gríðarlega mikilvæg stig í fallbaráttunni með sigri gegn Skagamönnum