Húskarlar fara hamförum Inga Lind Karlsdóttir skrifar 17. febrúar 2023 10:00 Þekkt aðferð manna með veikan málstað er að ráðast á þann sem er ósammála þeim í stað þess að rökræða við hann. Stundum er notað íþróttamál og þá er þetta kallað að fara í manninn en ekki boltann, viðkomandi er sem sagt svo slakur á vellinum að hann ræður ekkert við boltann og reynir því í vanmætti sínum að meiða mótherjann í staðinn. Slík hegðun þykir ekki stórmannleg. Sjóðheitt dæmi um þetta hefur verið í fjölmiðlum undanfarna daga, eftir að kolsvört skýrsla ríkisendurskoðunar var birt sem innihélt metfjölda athugasemda við sjókvíaeldi og olli mörgum, m.a. formanni stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar Alþingis áfalli, uppnámi og reiði. Sjálfri dettur mér ekki í hug að munnhöggvast við íslenska húskarla norsku laxeldisrisanna sem eru raunverulegir eigendur sjókvíanna í íslensku fjörðunum. Ég er nefnilega meira fyrir það að fara í boltann, sjáið nú til, og vil halda hér til haga nokkrum mikilvægum staðreyndum. Fyrst fögnuðu húskarlarnir skýrslunni og létu eins og iðnaðurinn hefði jú einmitt áður bent á ýmsa vankanta í umgjörðinni. Þessi viðbrögð komu fram þrátt fyrir að hinar alvarlegu brotalamir eru flestar til staðar einmitt vegna þrýstings frá sjókvíeldisfyrirtækjunum sjálfum. Norðmennirnir hafa ekki einasta komið sínu fólki (húskörlunum) að borðinu við gerð laga og reglna um starfsemina heldur líka markvisst komið sér undan því að greiða til ríkisins þá fjármuni sem þarf til að standa undir kostnaði við stjórnsýslu, eftirlit og umhverfisvöktun vegna sjókvíaeldis með lax, svo ekki sé minnst á að greiða sanngjarnt gjald fyrir afnot af náttúruauðlindum í eigu þjóðarinnar. Látum hann neita því Daginn eftir hinn pr-drifna fögnuð voru húskarlarnir greinilega loksins búnir að stauta sig almennilega í gegnum skýrsluna og sjá að þar átti allt við rök að styðjast. Engu virtist vera hægt að svara efnislega. Voru nú góð ráð dýr og ekkert eftir í stöðunni nema að fara í manninn. Ríkisendurskoðanda! Nú skyldi hann rúinn trausti. Fyrir utan ógeðfellda aðferðina, þótti mér sérstaklega sorglegt að sjá fólk sem situr á Alþingi taka þátt í dylgjum í garð ríkisendurskoðanda með því að halda því fram að hann „hefði mikla hags¬muni af um-hverfi laxveiði“. Byrjum á því að taka þetta bókstaflega. Hverjir eiga þessir meintu hagsmunir að vera? Nú vill svo til að þær upplýsingar eru aðgengilegar í opinberum gögnum. Þar kemur fram að ríkisendurskoðandi og eiginkona hans eiga í jörð sem um rennur á. Í þessari á hafa að meðaltali veiðst 46 laxar á ári undanfarin ár. Veiðileyfin eru ekki seld á almennum markaði og reyndar er þetta vatnsfall nánast óþekkt meðal áhugafólks um laxveiði. Fjárhagslegu hagsmunirnir eru sem sagt engir. Allt eru þetta tilraunir til að afvegaleiða umræðu um sjálf efnisatriði vandaðrar skýrslu ríkisendurskoðunar: að ekki stendur steinn yfir steini í þeirri umgjörð sem stjórnvöld báru ábyrgð á að skapa sjókvíaeldi með laxi. Hitt segir svo sína sögu að þau sem hafa dylgjað um meinta hagsmuni ríkisendurskoðanda virðast ekki átta sig á mótsögninni sem felst í þessum ásökunum. Ef ríkisendurskoðandi hefur raunverulega hagsmuni, eins og húskarlarnir vilja meina, þá felst í því viðurkenning af þeirra hálfu á því að iðnaðurinn er skaðlegur villta laxastofninum. Hingað til hefur þetta fólk gert lítið úr þeirri staðreynd. Gígantískur aðstöðumunur Áfram héldu þeir svo. Nú skyldi ráðast á Íslenska náttúruverndarsjóðinn (Icelandic Wildlife Fund) og gera starfsemi hans tortryggilega. IWF hefur gagnrýnt sjókvíaeldi í áraraðir ásamt mörgum öðrum náttúruverndarsamtökum víða um heim. Aðstöðumunurinn í þeirri baráttu er gígantískur. Í nýjasta ársreikningi IWF kemur fram að tekjurnar árið 2021 voru 13,5 milljónir. Þær saman standa af frjálsum framlögum tuga einstaklinga og fyrirtækja og allar upplýsingar eru aðgengilegar á þeim opinberu stöðum sem þær eiga að vera. Húskarlarnir (sumt stjórnmálafólk þar með talið) eru hins vegar fulltrúar sjókvíaeldisfélaganna en norsk móðurfélög þeirra eru svo stór og rík að samanlagður íslenskur sjávarútvegur er eins og peð við hliðina á þeim. Þessir risar hafa svo liðsstyrk í Samtökum fyrirtækja í sjávarútvegi (SFS) sem er ríkustu og öflugustu hagsmunagæslusamtök landsins. Í skýrslu ríkisendurskoðunar kemur fram að fjórtán af sextán rekstrarleyfum sjókvíaeldis eru á hendi félaga undir yfirráðum þriggja norskra fyrirtækja. Með öllu óskiljanlegt er að SFS hafi ákveðið að gera málstað þessara norsku sjókvíaeldisrisa að sínum. Fyrir þá eru allt aðrir hagsmunir í húfi en vernd íslenskrar náttúru og lífríkis. Baráttan snýst um þetta Ég er stolt af því að vera í Íslenska náttúruverndarsjóðnum og hafa, ásamt baráttusystkinum um allt land, náð að rugga þeim skuggalega báti sem liðast um íslenska firði með eyðingarmátt og íslenska húskarla við stýrið. Gleymum því aldrei að um þetta snýst þessi barátta fyrst og síðast: að forða umhverfi og lífríki landsins okkar frá skaða. Og þangað sækjum við kraft sem engir peningar heimsins duga til að vega á móti. Verkefnið núna er að gæta þess að ekki fenni yfir umrædda skýrslu. Aðgerða er þörf. Baráttan er alls ekki búin, norsku sjókvíarnar eru allar hér enn og ekki minna skaðlegar en áður. Höfundur er stjórnarmaður í Íslenska náttúrverndarsjóðnum (og hefur akkúrat enga fjárhagslega hagsmuni í þessu máli). Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Fiskeldi Sjókvíaeldi Umhverfismál Inga Lind Karlsdóttir Mest lesið Við megum ekki tapa leiknum utan vallar Eysteinn Pétur Lárusson Skoðun Þú ert búin að eyðileggja líf mitt!!! Sandra Ósk Jóhannsdóttir Skoðun Baslað í fyrirmyndarbænum Karl Pétur Jónsson Skoðun Gagnslausa fólkið Þröstur Friðfinnsson Skoðun Allt mun fara vel Bjarni Karlsson Skoðun Hverfið mitt í Reykjavík 2018 Halldór Auðar Svansson Skoðun Við lifum á tíma fasisma Una Margrét Jónsdóttir Skoðun Betri þjónusta Strætó Heiða Björg Hilmisdóttir Skoðun Normið á ekki síðasta orðið Katrín Íris Sigurðardóttir Skoðun Er einhver hissa á fúskinu? Magnús Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Við megum ekki tapa leiknum utan vallar Eysteinn Pétur Lárusson skrifar Skoðun Börnin heyra bara sprengjugnýinn Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Gagnslausa fólkið Þröstur Friðfinnsson skrifar Skoðun Tjáningarfrelsi Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson skrifar Skoðun Allt mun fara vel Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Normið á ekki síðasta orðið Katrín Íris Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ég er eins og ég er, hvernig á ég að vera eitthvað annað? Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Við lifum á tíma fasisma Una Margrét Jónsdóttir skrifar Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hinir miklu lýðræðissinnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Kolefnishlutleysi eftir 15 ár? Hrafnhildur Bragadóttir,Birna Sigrún Hallsdóttir skrifar Skoðun Gleði eða ógleði? Haraldur Hrafn Guðmundsson skrifar Skoðun Tískuorð eða sjálfsögð réttindi? Vigdís Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Ráðherrann og illkvittnu einkaaðilarnir Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Áttatíu ár frá Hírósíma og Nagasakí Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Er einhver hissa á fúskinu? Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Réttmætar áhyggjur eða ósanngjarnar alhæfingar? Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun „Þótt náttúran sé lamin með lurk!“ Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Ekkert ævintýri fyrir mongólsku hestana María Lilja Tryggvadóttir skrifar Skoðun Nám í skugga óöryggis Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Tæknin á ekki að nota okkur Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar Skoðun Ytra mat í skólum og hvað svo? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Sorglegur uppgjafar doði varðandi áframhaldandi stríðin í dag Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Tóbakslaust Ísland! - Með hjálp stefnu um skaðaminnkun Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Meðsek um þjóðarmorð vegna aðgerðaleysis? Pétur Heimisson skrifar Skoðun Tími ábyrgðar í útlendingamálum – ekki uppgjafar Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Takk starfsfólk og forysta ÁTVR Siv Friðleifsdóttir skrifar Skoðun Þjóðarmorðið í Palestínu Arnar Eggert Thoroddsen skrifar Sjá meira
Þekkt aðferð manna með veikan málstað er að ráðast á þann sem er ósammála þeim í stað þess að rökræða við hann. Stundum er notað íþróttamál og þá er þetta kallað að fara í manninn en ekki boltann, viðkomandi er sem sagt svo slakur á vellinum að hann ræður ekkert við boltann og reynir því í vanmætti sínum að meiða mótherjann í staðinn. Slík hegðun þykir ekki stórmannleg. Sjóðheitt dæmi um þetta hefur verið í fjölmiðlum undanfarna daga, eftir að kolsvört skýrsla ríkisendurskoðunar var birt sem innihélt metfjölda athugasemda við sjókvíaeldi og olli mörgum, m.a. formanni stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar Alþingis áfalli, uppnámi og reiði. Sjálfri dettur mér ekki í hug að munnhöggvast við íslenska húskarla norsku laxeldisrisanna sem eru raunverulegir eigendur sjókvíanna í íslensku fjörðunum. Ég er nefnilega meira fyrir það að fara í boltann, sjáið nú til, og vil halda hér til haga nokkrum mikilvægum staðreyndum. Fyrst fögnuðu húskarlarnir skýrslunni og létu eins og iðnaðurinn hefði jú einmitt áður bent á ýmsa vankanta í umgjörðinni. Þessi viðbrögð komu fram þrátt fyrir að hinar alvarlegu brotalamir eru flestar til staðar einmitt vegna þrýstings frá sjókvíeldisfyrirtækjunum sjálfum. Norðmennirnir hafa ekki einasta komið sínu fólki (húskörlunum) að borðinu við gerð laga og reglna um starfsemina heldur líka markvisst komið sér undan því að greiða til ríkisins þá fjármuni sem þarf til að standa undir kostnaði við stjórnsýslu, eftirlit og umhverfisvöktun vegna sjókvíaeldis með lax, svo ekki sé minnst á að greiða sanngjarnt gjald fyrir afnot af náttúruauðlindum í eigu þjóðarinnar. Látum hann neita því Daginn eftir hinn pr-drifna fögnuð voru húskarlarnir greinilega loksins búnir að stauta sig almennilega í gegnum skýrsluna og sjá að þar átti allt við rök að styðjast. Engu virtist vera hægt að svara efnislega. Voru nú góð ráð dýr og ekkert eftir í stöðunni nema að fara í manninn. Ríkisendurskoðanda! Nú skyldi hann rúinn trausti. Fyrir utan ógeðfellda aðferðina, þótti mér sérstaklega sorglegt að sjá fólk sem situr á Alþingi taka þátt í dylgjum í garð ríkisendurskoðanda með því að halda því fram að hann „hefði mikla hags¬muni af um-hverfi laxveiði“. Byrjum á því að taka þetta bókstaflega. Hverjir eiga þessir meintu hagsmunir að vera? Nú vill svo til að þær upplýsingar eru aðgengilegar í opinberum gögnum. Þar kemur fram að ríkisendurskoðandi og eiginkona hans eiga í jörð sem um rennur á. Í þessari á hafa að meðaltali veiðst 46 laxar á ári undanfarin ár. Veiðileyfin eru ekki seld á almennum markaði og reyndar er þetta vatnsfall nánast óþekkt meðal áhugafólks um laxveiði. Fjárhagslegu hagsmunirnir eru sem sagt engir. Allt eru þetta tilraunir til að afvegaleiða umræðu um sjálf efnisatriði vandaðrar skýrslu ríkisendurskoðunar: að ekki stendur steinn yfir steini í þeirri umgjörð sem stjórnvöld báru ábyrgð á að skapa sjókvíaeldi með laxi. Hitt segir svo sína sögu að þau sem hafa dylgjað um meinta hagsmuni ríkisendurskoðanda virðast ekki átta sig á mótsögninni sem felst í þessum ásökunum. Ef ríkisendurskoðandi hefur raunverulega hagsmuni, eins og húskarlarnir vilja meina, þá felst í því viðurkenning af þeirra hálfu á því að iðnaðurinn er skaðlegur villta laxastofninum. Hingað til hefur þetta fólk gert lítið úr þeirri staðreynd. Gígantískur aðstöðumunur Áfram héldu þeir svo. Nú skyldi ráðast á Íslenska náttúruverndarsjóðinn (Icelandic Wildlife Fund) og gera starfsemi hans tortryggilega. IWF hefur gagnrýnt sjókvíaeldi í áraraðir ásamt mörgum öðrum náttúruverndarsamtökum víða um heim. Aðstöðumunurinn í þeirri baráttu er gígantískur. Í nýjasta ársreikningi IWF kemur fram að tekjurnar árið 2021 voru 13,5 milljónir. Þær saman standa af frjálsum framlögum tuga einstaklinga og fyrirtækja og allar upplýsingar eru aðgengilegar á þeim opinberu stöðum sem þær eiga að vera. Húskarlarnir (sumt stjórnmálafólk þar með talið) eru hins vegar fulltrúar sjókvíaeldisfélaganna en norsk móðurfélög þeirra eru svo stór og rík að samanlagður íslenskur sjávarútvegur er eins og peð við hliðina á þeim. Þessir risar hafa svo liðsstyrk í Samtökum fyrirtækja í sjávarútvegi (SFS) sem er ríkustu og öflugustu hagsmunagæslusamtök landsins. Í skýrslu ríkisendurskoðunar kemur fram að fjórtán af sextán rekstrarleyfum sjókvíaeldis eru á hendi félaga undir yfirráðum þriggja norskra fyrirtækja. Með öllu óskiljanlegt er að SFS hafi ákveðið að gera málstað þessara norsku sjókvíaeldisrisa að sínum. Fyrir þá eru allt aðrir hagsmunir í húfi en vernd íslenskrar náttúru og lífríkis. Baráttan snýst um þetta Ég er stolt af því að vera í Íslenska náttúruverndarsjóðnum og hafa, ásamt baráttusystkinum um allt land, náð að rugga þeim skuggalega báti sem liðast um íslenska firði með eyðingarmátt og íslenska húskarla við stýrið. Gleymum því aldrei að um þetta snýst þessi barátta fyrst og síðast: að forða umhverfi og lífríki landsins okkar frá skaða. Og þangað sækjum við kraft sem engir peningar heimsins duga til að vega á móti. Verkefnið núna er að gæta þess að ekki fenni yfir umrædda skýrslu. Aðgerða er þörf. Baráttan er alls ekki búin, norsku sjókvíarnar eru allar hér enn og ekki minna skaðlegar en áður. Höfundur er stjórnarmaður í Íslenska náttúrverndarsjóðnum (og hefur akkúrat enga fjárhagslega hagsmuni í þessu máli).
Skoðun Tjáningarfrelsi Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson skrifar
Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar
Skoðun Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir skrifar
Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar
Skoðun Sorglegur uppgjafar doði varðandi áframhaldandi stríðin í dag Matthildur Björnsdóttir skrifar