Dúndurgóður DOM lokaði tímabilinu fyrir FH

Snorri Rafn Hallsson skrifar
dom

Síðast þegar liðin mættust hafði FH betur 16–14 gegn Ármanni í Overpass. FH bannaði það kort hins vegar í kortavalinu í gær og leikurinn fór því fram í Nuke.

Ármann hafði betur í hnífalotunni og kaus að byrja í vörn. FH komst í gegnum sterka vörn Ármanns í skammbyssulotunni og WZRD hafði betur einn gegn Hundza til að krækja í fyrsta stig leiksins fyrir FH. Skoon bætti um betur og felldi fjóra til að koma FH í 2–0. FH bætti næstu þremur lotum við með SkooN fremstan í flokki og komst Ármann ekki á blað fyrr en í 6. lotu þegar Ármann minnkaði muninn í 5–1.

FH-ingar héldu þó uppteknum hætti og brutust trekk í trekk í gegnum losaralega vörn Ármanns til þess að raða inn lotunum. Ármann náði í sitt annað stig í 10. lotu. Liðin skiptust svo á lotum en hraðinn hjá FH gerði það að verkum að liðið jók forskot sitt enn frekar. Jafnvel í erfiðri stöðu eins og í 14. lotu þegar Ármann var búið að fella tvo þá steig DOM upp og sneri lotunni algjörlega við á örskotsstundu.

Staðan í hálfleik: FH 11 – 4 Ármann

Ármann missti skammbyssulotuna í greipum sér en fjórföld fella frá Hundza þar sem hann beitti búnaði afar vel bætti upp fyrir það. Það virtist kveikja undir liðinu en enn og aftur missti Ármann frá sér lotu úr góðri stöðu þar sem ZerQ sá við þeim eftir að sprengjan fór niður. Leikmenn FH gáfust hreinlega aldrei upp og klóruðu sig úr erfiðum stöðum til að tryggja það að Ármann kæmist aldrei á flug. ADHD felldi tvo leikmenn strax í upphafi 21. lotu sem FH lokaði snarlega í kjölfarið.

Lokastaðan: FH 16 – 5 Ármann

FH lauk tímabilinu með sannfærandi sigri á Ármanni og laumaði sér upp í 4. sætið á meðan Ármann þurfti að endurtaka leik sinn við Dusty sem fram fór í upphafi árs.

Leikirnir


    Fleiri fréttir

    Sjá meira
    Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.