Áskorun um að víkja vegna ákæru Þorlákur Axel Jónsson skrifar 16. febrúar 2023 10:00 Þetta gengur ekki, það er ljóst. Hér með skora ég á Heimi Örn Árnason forseta bæjarstjórnar Akureyrar að víkja úr embættum sínum á meðan ákæran vegna líkamsmeiðinga af gáleysi er til meðferðar hjá yfirvöldum. Það er sjálfsagt að hver maður verji sig fyrir dómi. Á sama tíma verður að gera þá kröfu á Akureyrarbæ að þar kannist pólitískir fulltrúar við þá ábyrgð sem hvílir á bænum þegar kemur að því að gæta öryggis barna. Hoppukastalaslysið sýnir að pottur er brotinn í þeim efnum. Þúsundir barna og unglinga koma til bæjarins á hverju ári til þess að taka þátt í íþróttaleikum og skemmtunum af ýmsu tagi. Bærinn tekur beinan þátt í því starfi með því til dæmis að útvega gistingu í skólum. Akureyrarbær getur ekki vísað frá sér ábyrgð. Ég skora á bæjarstjórn Akureyrar að taka málið til umfjöllunar á bæjarstjórnarfundi. Meirihlutinn í bæjarstjórn getur þá útskýrt yfirlýsingu sína um takmarkaða ábyrgð bæjarins á öryggismálum: „Ekki á okkar vegum“ segir meirihlutinn. Ég skora á minnihlutann að taka til umræðu á bæjarstjórnarfundi þær siðferðilegu spurningar sem hann segir réttilega að svara verði vegna ákvörðunar um stöðu forseta bæjarstjórnar. Hver eru svörin? Hér er vitanlega ekki felldur neinn dómur um persónu eða fyrri störf þeirra sem hlut eiga að máli. Verði forseti bæjarstjórnar svo lánsamur að niðurstaða dómara verði honum hagfelld, þá er hægt að snúa aftur í bæjarpólitíkina. Það skiptir þó engu máli fyrir þá stöðu mála sem nú er uppi. Það er ekki eins og um sé að ræða einhvern sjálfskipaðan rannsóknarrétt úti í bæ. Ákæra er gefin út af fulltrúum almennings, fulltrúum laga og réttar. Ákæra er því aðeins gefin út að líklegt þyki að hún leiði til sakfellingar. Við hljótum að vera sammála um gera verður ýtrustu kröfur þegar kemur að öryggi barna. Hagsmunir íþróttafélaga sem skortir fé eru léttvægir í því efni. Í kosningabaráttunni kom ekkert fram um rannsókn á mögulegri ábyrgð frambjóðenda vegna alvarlegra slysa á börnum. Lýðræðislegt umboð til þess að sitja sem ákærður forseti bæjarstjórnar er ekki til staðar. Ég leyfi mér að benda á það augljósa, að eina ákvörðunin samboðin forseta bæjarstjórnar Akureyrar er að víkja. Þorlákur Axel JónssonAkureyri Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hoppukastalaslys á Akureyri Akureyri Sveitarstjórnarmál Mest lesið Til hamingju Ísland Sigurður Kári Harðarson Skoðun Aukinn stuðningur við leigjendur í Reykjavík Sanna Magdalena Mörtudóttir Skoðun Réttindalaus rafmagnsvinna ógnar öryggi og dregur úr trausti Pétur H. Halldórsson Skoðun Vaxandi samfélag þarf sterkari innviði - Tími til að fjárfesta í framtíð HSU Sveinn Ægir Birgisson Skoðun Starfslok vegna kennitölu: tímaskekkja sem flýtir öldrun Gunnar Salvarsson Skoðun Samkennd án landamæra Guðrún Helga Jónsdóttir Skoðun Er virkilega hvergi pláss fyrir einhverfan forritara? Elísabet Guðrúnar Jónsdóttir Skoðun Vestfirðir til þjónustu reiðubúnir Þorsteinn Másson Skoðun Brýtur innviðaráðherra lög? Örvar Marteinsson Skoðun Þessir píkubörðu menn Eva Hauksdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Til hamingju Ísland Sigurður Kári Harðarson skrifar Skoðun Vestfirðir til þjónustu reiðubúnir Þorsteinn Másson skrifar Skoðun Enn hækka fasteignaskattar í Reykjanesbæ Margrét Sanders skrifar Skoðun Áskorun til Þjóðkirkjunnar Skírnir Garðarsson skrifar Skoðun Samkennd án landamæra Guðrún Helga Jónsdóttir skrifar Skoðun Réttindalaus rafmagnsvinna ógnar öryggi og dregur úr trausti Pétur H. Halldórsson skrifar Skoðun Fjölmenning er ekki áskorun, hún er fjárfesting Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Ytra mat á ís Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jenný Árnadóttir skrifar Skoðun Starfslok vegna kennitölu: tímaskekkja sem flýtir öldrun Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Aukinn stuðningur við leigjendur í Reykjavík Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Frelsi frá kynhlutverkum: innsýn sem breytir samböndum Þórdís Filipsdóttir skrifar Skoðun Brýtur innviðaráðherra lög? Örvar Marteinsson skrifar Skoðun The Thing og íslenska Tryggvi Pétur Brynjarsson skrifar Skoðun Verð og vöruúrval Arnar Sigurðsson skrifar Skoðun Vaxandi samfélag þarf sterkari innviði - Tími til að fjárfesta í framtíð HSU Sveinn Ægir Birgisson skrifar Skoðun Eðlisfræði - ekki pólitík Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til borgarstjórnar Reykjavíkur Þorsteinn Jóhannsson,Arnar Össur Harðarson,Hlín Gísladóttir skrifar Skoðun Stórkostleg og mögnuð stöð Lára Zulima Ómarsdóttir skrifar Skoðun Að gefnu tilefni – Upplýsingar um Fjarðarheiðargöng Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Þegar Guð breytist í ljósmóður – og þegar kvöldmáltíðin breytist í annað en borð Drottins Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Reiði og bjartsýni á COP30 Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Heldur málþófið áfram? Bolli Héðinsson skrifar Skoðun Gervigreindin brotlendir: Notendum fækkar, áhugi minnkar, ávinningur enginn, traustið núll Brynjólfur Þorvarðsson skrifar Skoðun Þessir píkubörðu menn Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Tolladeilur og hagsmunavörn í alþjóðaviðskiptum Eiríkur Björn Björgvinsson skrifar Skoðun Betra námsumhverfi fyrir börn í Reykjavík Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar Skoðun Á sjötugsaldri inn í nýja iðnbyltingu: Ferðalagið mitt og tækifæri Íslands í gervigreind Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Ísland að grotna niður í fjöldaferðamennsku Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Er virkilega hvergi pláss fyrir einhverfan forritara? Elísabet Guðrúnar Jónsdóttir skrifar Skoðun Fjárfesting til framtíðar - Fjárfestum í börnum Karólína Helga Símonardóttir skrifar Sjá meira
Þetta gengur ekki, það er ljóst. Hér með skora ég á Heimi Örn Árnason forseta bæjarstjórnar Akureyrar að víkja úr embættum sínum á meðan ákæran vegna líkamsmeiðinga af gáleysi er til meðferðar hjá yfirvöldum. Það er sjálfsagt að hver maður verji sig fyrir dómi. Á sama tíma verður að gera þá kröfu á Akureyrarbæ að þar kannist pólitískir fulltrúar við þá ábyrgð sem hvílir á bænum þegar kemur að því að gæta öryggis barna. Hoppukastalaslysið sýnir að pottur er brotinn í þeim efnum. Þúsundir barna og unglinga koma til bæjarins á hverju ári til þess að taka þátt í íþróttaleikum og skemmtunum af ýmsu tagi. Bærinn tekur beinan þátt í því starfi með því til dæmis að útvega gistingu í skólum. Akureyrarbær getur ekki vísað frá sér ábyrgð. Ég skora á bæjarstjórn Akureyrar að taka málið til umfjöllunar á bæjarstjórnarfundi. Meirihlutinn í bæjarstjórn getur þá útskýrt yfirlýsingu sína um takmarkaða ábyrgð bæjarins á öryggismálum: „Ekki á okkar vegum“ segir meirihlutinn. Ég skora á minnihlutann að taka til umræðu á bæjarstjórnarfundi þær siðferðilegu spurningar sem hann segir réttilega að svara verði vegna ákvörðunar um stöðu forseta bæjarstjórnar. Hver eru svörin? Hér er vitanlega ekki felldur neinn dómur um persónu eða fyrri störf þeirra sem hlut eiga að máli. Verði forseti bæjarstjórnar svo lánsamur að niðurstaða dómara verði honum hagfelld, þá er hægt að snúa aftur í bæjarpólitíkina. Það skiptir þó engu máli fyrir þá stöðu mála sem nú er uppi. Það er ekki eins og um sé að ræða einhvern sjálfskipaðan rannsóknarrétt úti í bæ. Ákæra er gefin út af fulltrúum almennings, fulltrúum laga og réttar. Ákæra er því aðeins gefin út að líklegt þyki að hún leiði til sakfellingar. Við hljótum að vera sammála um gera verður ýtrustu kröfur þegar kemur að öryggi barna. Hagsmunir íþróttafélaga sem skortir fé eru léttvægir í því efni. Í kosningabaráttunni kom ekkert fram um rannsókn á mögulegri ábyrgð frambjóðenda vegna alvarlegra slysa á börnum. Lýðræðislegt umboð til þess að sitja sem ákærður forseti bæjarstjórnar er ekki til staðar. Ég leyfi mér að benda á það augljósa, að eina ákvörðunin samboðin forseta bæjarstjórnar Akureyrar er að víkja. Þorlákur Axel JónssonAkureyri
Vaxandi samfélag þarf sterkari innviði - Tími til að fjárfesta í framtíð HSU Sveinn Ægir Birgisson Skoðun
Skoðun Vaxandi samfélag þarf sterkari innviði - Tími til að fjárfesta í framtíð HSU Sveinn Ægir Birgisson skrifar
Skoðun Opið bréf til borgarstjórnar Reykjavíkur Þorsteinn Jóhannsson,Arnar Össur Harðarson,Hlín Gísladóttir skrifar
Skoðun Þegar Guð breytist í ljósmóður – og þegar kvöldmáltíðin breytist í annað en borð Drottins Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Gervigreindin brotlendir: Notendum fækkar, áhugi minnkar, ávinningur enginn, traustið núll Brynjólfur Þorvarðsson skrifar
Skoðun Á sjötugsaldri inn í nýja iðnbyltingu: Ferðalagið mitt og tækifæri Íslands í gervigreind Sigvaldi Einarsson skrifar
Vaxandi samfélag þarf sterkari innviði - Tími til að fjárfesta í framtíð HSU Sveinn Ægir Birgisson Skoðun