Það er hægt að semja til langs tíma á íslenskum vinnumarkaði Jón Ingi Hákonarson skrifar 15. febrúar 2023 13:00 Geta aðilar á vinnumarkaði gert langtíma kjarasamning? Svarið er já, hluti atvinnulífsins býr við þann stöðugleika að geta horft áratug fram í tímann. Aftur á móti býr stór hluti atvinnulífsins við þær aðstæður að geta ekki einu sinni séð ár fram í tímann. Við erum að upplifa merkilegt tímabil því á sama augnabliki eru uppi þrjár ólíkar stöður í kjarabaráttunni. Stór hluti stéttarfélaga hefur samið til mjög skamms tíma vegna óvissunnar í efnahagsmálum, Efling hefur boðað til verkfalla og samningsviðræður við atvinnulífið eru við frostmark. Sjómenn hafa aftur á móti samið til tíu ára vegna stöðugleika og þess fyrirsjáanleika sem þar ríkir. Erum við ekki öll á sama báti, er þetta ekki eitt efnahagskerfi sem við búum við, eða hvað? Einn þessara hópa býr við þá gæfu að fá að gera upp í evru, hinir í íslenskum krónum. Kostir þess að vera utan krónuhagkerfisins hafa líklega aldrei verið jafn augljósir. Krónan ýkir óstöðugleika efnahagslífsins á meðan evran ýtir undir stöðugleika. Krónan er dýr gjaldmiðill og kostar megin þorra launafólks hvítuna úr augunum. Mesta kjarabót íslensks launafólks er gjaldmiðill sem heldur verðgildi sínu. Það að íslenskt launafólk borgi húsnæði sitt allt að þrisvar sinnum á meðan nágrannar okkar í Skandinavíu borgi það einu og hálfu sinni er ekki boðlegt. Það að íslenskt launafólk hafi ekki efni á öðru en 40 ára löngu verðtryggðu húsnæðisláni er fátæktargildra efri áranna. Nú er svo komið að fasteignaverð og vextir á fasteignalánum eru komin út fyrir þolmörk og verkfæri efnahagsstjórnunar eru orðin bitlaus. Hinir skuldlausu þola krónuhagkerfið, við sem burðumst með fasteignalán gerum það ekki. Við verðum bara að hlaupa hraðar. Mér sýnist að flest launafólk sé búið að hlaupa of hratt of lengi. Er ekki bara komið nóg? Er ekki bara best að taka upp nothæfan gjaldmiðil? Höfundur er bæjarfulltrúi Viðreisnar í Hafnarfirði. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Íslenska krónan Jón Ingi Hákonarson Kjaraviðræður 2022-23 Vinnumarkaður Mest lesið Þegar sannleikurinn krefst vísinda – ekki tilfinninga Liv Åse Skarstad Skoðun Fermingarbörn, sjálfsfróun og frjálslyndisfíkn Einar Baldvin Árnason Skoðun Bætt staða stúdenta - en verkefninu ekki lokið Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir Skoðun Vændi og opin umræða Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Jesú er hot! Þorsteinn Jakob Klemenzson Skoðun Evra vs. króna. Áhugaverð viðbrögð við ótrúlegum vaxtamun Dagur B. Eggertsson Skoðun Ekki framfærsla í skilningi laga Eva Hauksdóttir Skoðun Kíkt í húsnæðispakkann Björn Brynjúlfur Björnsson Skoðun Fimm skipstjórar en engin við stýrið Þórdís Lóa Þórhallsdóttir Skoðun 4.865 börn sem bíða í allt að fjögur ár Ragnheiður Dagný Bjarnadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Þegar sannleikurinn krefst vísinda – ekki tilfinninga Liv Åse Skarstad skrifar Skoðun Fimm skipstjórar en engin við stýrið Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Fermingarbörn, sjálfsfróun og frjálslyndisfíkn Einar Baldvin Árnason skrifar Skoðun Ekki framfærsla í skilningi laga Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Bætt staða stúdenta - en verkefninu ekki lokið Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Evra vs. króna. Áhugaverð viðbrögð við ótrúlegum vaxtamun Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Hverjar eru hinar raunverulegu afætur? Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Vændi og opin umræða Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Jesú er hot! Þorsteinn Jakob Klemenzson skrifar Skoðun Kíkt í húsnæðispakkann Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Skoðun Óbærilegur ómöguleiki íslenskrar krónu Guðbrandur Einarsson skrifar Skoðun Íslenskir Trumpistar Andri Þorvarðarson skrifar Skoðun „Sofðu rótt í alla nótt“ – Um stöðu íslenskunnar, lestrarmenningu og ákall til okkar sjálfra Gunnar Már Gunnarsson skrifar Skoðun Í hvað á orkan að fara? Hallgrímur Óskarsson skrifar Skoðun Vegatálmar á skólagöngunni Birna Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Þegar Evrópa fer á hnén og kallar það vináttu Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Hvað var RÚV að hvítþvo – og til hvers? Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Stjórnvöld mega ekki klúðra nýju vaxtaviðmiði Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Að vera húsbyggjandi Hilmar Freyr Gunnarsson skrifar Skoðun Hærri vörugjöld, lægri samkeppnishæfni Arnar Þór Hafsteinsson skrifar Skoðun Að einfalda veruleikann og breyta öllu í pólitískt fóður Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Tími til kominn Berglind Friðriksdóttir,Gunnsteinn R. Ómarsson,Hrönn Guðmundsdóttir,Sigfús Benóný Harðarson,Vilhjálmur Baldur Guðmundsson skrifar Skoðun Hvers virði er ég ? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun RÚV brýtur á börnum Guðbjörg Hildur Kolbeins skrifar Skoðun Framtíðarsýn Íslands: Raunsæ tækni, græn orka og friður fyrir hugann Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun „Ég ætlaði aldrei að hætta í útgerð“ Sigurgeir B. Kristgeirsson skrifar Skoðun Frjósemisvandi – samfélagsleg ábyrgð og stuðningur María Rut Baldursdóttir,Sigríður Auðunsdóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin fellir niður jafnrétti íþrótta og gerir vont verra Unnar Már Magnússon skrifar Skoðun 4.865 börn sem bíða í allt að fjögur ár Ragnheiður Dagný Bjarnadóttir skrifar Skoðun Gellupólitík Hlédís Maren Guðmundsdóttir skrifar Sjá meira
Geta aðilar á vinnumarkaði gert langtíma kjarasamning? Svarið er já, hluti atvinnulífsins býr við þann stöðugleika að geta horft áratug fram í tímann. Aftur á móti býr stór hluti atvinnulífsins við þær aðstæður að geta ekki einu sinni séð ár fram í tímann. Við erum að upplifa merkilegt tímabil því á sama augnabliki eru uppi þrjár ólíkar stöður í kjarabaráttunni. Stór hluti stéttarfélaga hefur samið til mjög skamms tíma vegna óvissunnar í efnahagsmálum, Efling hefur boðað til verkfalla og samningsviðræður við atvinnulífið eru við frostmark. Sjómenn hafa aftur á móti samið til tíu ára vegna stöðugleika og þess fyrirsjáanleika sem þar ríkir. Erum við ekki öll á sama báti, er þetta ekki eitt efnahagskerfi sem við búum við, eða hvað? Einn þessara hópa býr við þá gæfu að fá að gera upp í evru, hinir í íslenskum krónum. Kostir þess að vera utan krónuhagkerfisins hafa líklega aldrei verið jafn augljósir. Krónan ýkir óstöðugleika efnahagslífsins á meðan evran ýtir undir stöðugleika. Krónan er dýr gjaldmiðill og kostar megin þorra launafólks hvítuna úr augunum. Mesta kjarabót íslensks launafólks er gjaldmiðill sem heldur verðgildi sínu. Það að íslenskt launafólk borgi húsnæði sitt allt að þrisvar sinnum á meðan nágrannar okkar í Skandinavíu borgi það einu og hálfu sinni er ekki boðlegt. Það að íslenskt launafólk hafi ekki efni á öðru en 40 ára löngu verðtryggðu húsnæðisláni er fátæktargildra efri áranna. Nú er svo komið að fasteignaverð og vextir á fasteignalánum eru komin út fyrir þolmörk og verkfæri efnahagsstjórnunar eru orðin bitlaus. Hinir skuldlausu þola krónuhagkerfið, við sem burðumst með fasteignalán gerum það ekki. Við verðum bara að hlaupa hraðar. Mér sýnist að flest launafólk sé búið að hlaupa of hratt of lengi. Er ekki bara komið nóg? Er ekki bara best að taka upp nothæfan gjaldmiðil? Höfundur er bæjarfulltrúi Viðreisnar í Hafnarfirði.
Bætt staða stúdenta - en verkefninu ekki lokið Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir Skoðun
Skoðun Bætt staða stúdenta - en verkefninu ekki lokið Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun „Sofðu rótt í alla nótt“ – Um stöðu íslenskunnar, lestrarmenningu og ákall til okkar sjálfra Gunnar Már Gunnarsson skrifar
Skoðun Tími til kominn Berglind Friðriksdóttir,Gunnsteinn R. Ómarsson,Hrönn Guðmundsdóttir,Sigfús Benóný Harðarson,Vilhjálmur Baldur Guðmundsson skrifar
Skoðun Framtíðarsýn Íslands: Raunsæ tækni, græn orka og friður fyrir hugann Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Frjósemisvandi – samfélagsleg ábyrgð og stuðningur María Rut Baldursdóttir,Sigríður Auðunsdóttir skrifar
Skoðun Ríkisstjórnin fellir niður jafnrétti íþrótta og gerir vont verra Unnar Már Magnússon skrifar
Bætt staða stúdenta - en verkefninu ekki lokið Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir Skoðun