Íslensk táknmál er “þjóðtunga” döff Íslendinga Júlía Guðný Hreinsdóttir skrifar 11. febrúar 2023 16:00 Dagur íslenska táknmálsins (ÍTM) er þann 11. febrúar, sama dag og afmæli Félags heyrnarlausra. Árið 2011 tóku gildi lög um stöðu íslenskrar tungu og ÍTM. Samkvæmt þeim er íslenska og íslenskt táknmál jafnrétthá til tjáningar og samskipta manna í milli. Þar kemur jafnframt fram að íslenska sé þjóðtunga Íslendinga og opinbert mál á Íslandi. Íslensk táknmál er á sama hátt „þjóðtunga“ um 300 döff íslendinga. Íslenskt táknmál er ekki alþjóðlegt mál heldur sérstakt fyrir Ísland, líkt og önnur tungumál eru ólík á milli landa. Í grein eftir Valgerði Stefánsdóttur sem birtist í Ritinu nú í upphafi árs kemur fram hvernig íslenskt táknmál varð til. Valgerður vísar til þess hvernig alls staðar í heiminum fari sama ferlið af stað þegar heyrnarlaust fólk kemur saman; látbragð verði að tákni og binst í málkerfi með öðrum táknum. Ekki taki nema nokkrar kynslóðir þar til það sé orðið að venjubundnu táknmáli. Það var þegar heyrnarlausum börnum var safnað saman í heimavistarskóla að þau gátu átt félagsleg samskipti, sem leiddu til þess að mál varð til stig af stigi með hverri nýrri kynslóð. Hér á Íslandi byrjaði íslenska táknmálið sem talað er í dag ekki að þróast fyrr en eftir 1944 í Heyrnleysingjaskólanum. Hvers kyns notkun tákna og táknmála var bönnuð í Heyrnleysingjaskólanum eins og víðast hvar í heiminum á þessum tíma og allt fram til ársins 1980. Til þess að táknmál þróist áfram þarf samfélag og var Félag heyrnarlausra mikilvægur vettvangur til þess að skapa samfélag döff fólks og menningu (Valgerður Stefánsdóttir, ritid.hi.is/index.php/ritid) Ég er döff og á döff tvíburabróður. Við erum hluti af stærsta árgangi döff sem fæðst hefur á Íslandi en á árinu 1964 fæddust 34 döff börn vegna rauðu hunda faraldurs. Frá 4 ára aldri vorum við, ásamt döff börnum alls staðar að af landinu, skólaskyld í Heyrnleysingjaskólanum. Við komum í skólann með einhvers konar heimatáknmál en kunnum hvorki íslensku né íslenskt táknmál. Börn utan af landi bjuggu í heimavist skólans og þar þróaðist íslenska táknmálið. Við ´64 hópurinn umgengumst eldri kynslóðir döff úti í garði skólans í frímínútum, af þeim lærðum við málið og þar notuðum við það okkar á milli. Íslenskt táknmál er dæmi um sjálfsprottið mál sem varð til í í samfélagi döff fólks án þess að hafa orðið fyrir áhrifum frá öðrum tungumálum.Sjón veitir samskonar skynörvun í máli eins og heyrn og heilinn vinnur eins með táknmál og raddmál. Þannig tengist hugsun og mál og eru háð hvort öðru á nákvæmlega sama hátt og er unnið með bæði raddmál og táknmál, í sömu málstöðvum heilans. Við döff fólk kynnum okkur sem döff, málminnihlutahóp sem á náttúrulegt tungumál – íslenskt táknmál, sérstaka sögu og menningu en heyrnarstaða okkar skiptir okkur ekki máli. Höfundur er fagstjóri kennslu og táknmálskennari á Samskiptamiðstöð heyrnarlausra og heyrnarskertra. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Táknmál Mest lesið „Múslimahjörðin“ að taka yfir Ísland? Árni Þór Þórsson Skoðun Halldór 10.01.2026 Halldór Málið of stórt fyrir þjóðina Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Af hverju efast fólk enn – þegar loftslagsvísindin eru skýr? Eyþór Eðvarðsson Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn yfirgefur okkur Lárus Bl. Sigurðsson Skoðun Að elska nóg til að sleppa takinu Ingrid Kuhlman Skoðun Reykjavík má ekki bregðast eldri borgurum Gunnar Einarsson Skoðun Að vera vakandi karlmaður Sigurður Árni Reynisson Skoðun Traust: Hinn ósýnilegi hornsteinn íslenskrar heilbrigðisþjónustu Jón Magnús Kristjánsson Skoðun Manst þú eftir hverfinu þínu? Pétur Marteinsson Skoðun Skoðun Skoðun Traust: Hinn ósýnilegi hornsteinn íslenskrar heilbrigðisþjónustu Jón Magnús Kristjánsson skrifar Skoðun Að vera vakandi karlmaður Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Mýtuvaxtarverkin - inngangskúrs í loftslagsafneitun Sveinn Atli Gunnarsson skrifar Skoðun Af hverju efast fólk enn – þegar loftslagsvísindin eru skýr? Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Reykjavík má ekki bregðast eldri borgurum Gunnar Einarsson skrifar Skoðun Að elska nóg til að sleppa takinu Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Ábyrgð og aðgerðir – fyrsta ár Flokks fólksins í meirihluta borgarstjórnar Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Ný kynslóð Björg Magnúsdóttir skrifar Skoðun Manst þú eftir hverfinu þínu? Pétur Marteinsson skrifar Skoðun Málið of stórt fyrir þjóðina Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn yfirgefur okkur Lárus Bl. Sigurðsson skrifar Skoðun Bókun 35: Þegar Alþingi missir síðasta orðið Júlíus Valsson skrifar Skoðun „Múslimahjörðin“ að taka yfir Ísland? Árni Þór Þórsson skrifar Skoðun Ahhh! Þess vegna vill Trump eignast Grænland! Ágúst Kvaran skrifar Skoðun 35% aukning í millilandaflugi um Akureyrarflugvöll Ásthildur Sturludóttir skrifar Skoðun Við erum hjartað í boltanum Ásgeir Sveinsson skrifar Skoðun Áramótaheit sem endast Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Vernd hvala er þjóðaröryggismál Micah Garen skrifar Skoðun Tímabært að koma böndum á gjaldskyldufrumskóginn Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Uppgjöf í barnamálum Bozena Raczkowska skrifar Skoðun Að óttast að það verði sem orðið er Helga Þórólfsdóttir skrifar Skoðun Börnin okkar eiga betra skilið en ókunnugar afleysingar Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir skrifar Skoðun Að nýta atvinnustefnu til að móta hagvöxt Mariana Mazzucato skrifar Skoðun Villi er allt sem þarf Birgir Liljar Soltani skrifar Skoðun Börnin borga verðið þegar kerfið bregst Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Ómissandi innviðir – undirstaða öryggis og viðnáms samfélagsins Sólrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Atvinnuþátttaka eldra fólks og sjálfbærni Halldór S. Guðmundsson,Kolbeinn H. Stefánsson skrifar Skoðun Mannasættir Teitur Atlason skrifar Skoðun ESB og Kvótahopp Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Meirihluti vill lögfesta rétt til leikskólapláss Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Sjá meira
Dagur íslenska táknmálsins (ÍTM) er þann 11. febrúar, sama dag og afmæli Félags heyrnarlausra. Árið 2011 tóku gildi lög um stöðu íslenskrar tungu og ÍTM. Samkvæmt þeim er íslenska og íslenskt táknmál jafnrétthá til tjáningar og samskipta manna í milli. Þar kemur jafnframt fram að íslenska sé þjóðtunga Íslendinga og opinbert mál á Íslandi. Íslensk táknmál er á sama hátt „þjóðtunga“ um 300 döff íslendinga. Íslenskt táknmál er ekki alþjóðlegt mál heldur sérstakt fyrir Ísland, líkt og önnur tungumál eru ólík á milli landa. Í grein eftir Valgerði Stefánsdóttur sem birtist í Ritinu nú í upphafi árs kemur fram hvernig íslenskt táknmál varð til. Valgerður vísar til þess hvernig alls staðar í heiminum fari sama ferlið af stað þegar heyrnarlaust fólk kemur saman; látbragð verði að tákni og binst í málkerfi með öðrum táknum. Ekki taki nema nokkrar kynslóðir þar til það sé orðið að venjubundnu táknmáli. Það var þegar heyrnarlausum börnum var safnað saman í heimavistarskóla að þau gátu átt félagsleg samskipti, sem leiddu til þess að mál varð til stig af stigi með hverri nýrri kynslóð. Hér á Íslandi byrjaði íslenska táknmálið sem talað er í dag ekki að þróast fyrr en eftir 1944 í Heyrnleysingjaskólanum. Hvers kyns notkun tákna og táknmála var bönnuð í Heyrnleysingjaskólanum eins og víðast hvar í heiminum á þessum tíma og allt fram til ársins 1980. Til þess að táknmál þróist áfram þarf samfélag og var Félag heyrnarlausra mikilvægur vettvangur til þess að skapa samfélag döff fólks og menningu (Valgerður Stefánsdóttir, ritid.hi.is/index.php/ritid) Ég er döff og á döff tvíburabróður. Við erum hluti af stærsta árgangi döff sem fæðst hefur á Íslandi en á árinu 1964 fæddust 34 döff börn vegna rauðu hunda faraldurs. Frá 4 ára aldri vorum við, ásamt döff börnum alls staðar að af landinu, skólaskyld í Heyrnleysingjaskólanum. Við komum í skólann með einhvers konar heimatáknmál en kunnum hvorki íslensku né íslenskt táknmál. Börn utan af landi bjuggu í heimavist skólans og þar þróaðist íslenska táknmálið. Við ´64 hópurinn umgengumst eldri kynslóðir döff úti í garði skólans í frímínútum, af þeim lærðum við málið og þar notuðum við það okkar á milli. Íslenskt táknmál er dæmi um sjálfsprottið mál sem varð til í í samfélagi döff fólks án þess að hafa orðið fyrir áhrifum frá öðrum tungumálum.Sjón veitir samskonar skynörvun í máli eins og heyrn og heilinn vinnur eins með táknmál og raddmál. Þannig tengist hugsun og mál og eru háð hvort öðru á nákvæmlega sama hátt og er unnið með bæði raddmál og táknmál, í sömu málstöðvum heilans. Við döff fólk kynnum okkur sem döff, málminnihlutahóp sem á náttúrulegt tungumál – íslenskt táknmál, sérstaka sögu og menningu en heyrnarstaða okkar skiptir okkur ekki máli. Höfundur er fagstjóri kennslu og táknmálskennari á Samskiptamiðstöð heyrnarlausra og heyrnarskertra.
Traust: Hinn ósýnilegi hornsteinn íslenskrar heilbrigðisþjónustu Jón Magnús Kristjánsson Skoðun
Skoðun Traust: Hinn ósýnilegi hornsteinn íslenskrar heilbrigðisþjónustu Jón Magnús Kristjánsson skrifar
Skoðun Ábyrgð og aðgerðir – fyrsta ár Flokks fólksins í meirihluta borgarstjórnar Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Börnin okkar eiga betra skilið en ókunnugar afleysingar Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir skrifar
Skoðun Ómissandi innviðir – undirstaða öryggis og viðnáms samfélagsins Sólrún Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Atvinnuþátttaka eldra fólks og sjálfbærni Halldór S. Guðmundsson,Kolbeinn H. Stefánsson skrifar
Traust: Hinn ósýnilegi hornsteinn íslenskrar heilbrigðisþjónustu Jón Magnús Kristjánsson Skoðun