Til hamingju með dag íslensks táknmáls! Kristín Lena Þorvaldsdóttir skrifar 11. febrúar 2023 11:01 Íslenskt táknmál er annað tveggja tungumála sem fjallað er um í lögum um stöðu íslenskrar tungu og íslensks táknmáls nr. 61/2011. Íslenskt táknmál er jafnrétthátt íslensku til tjáningar og samskipta og óheimilt er að mismuna fólki eftir því hvort málið það notar (2. mgr., 13. gr.). Íslenskt táknmál er fyrsta mál um 250-300 manns hér á landi. Töluvert fleira fólk, um 1.000-1.500, talar íslenskt táknmál sem annað mál s.s. í samskiptum sínum við fjölskyldumeðlimi, vini, samstarfsfélaga og viðskiptavini. Íslenskt táknmál er minnihlutamál hér á landi og er það bæði ólíkt íslensku, nágrannamáli sínu, og erlendum táknmálum. Samkvæmt fyrrgreindum lögum skal hver sá sem þörf hefur fyrir táknmál eiga þess kost að læra íslenskt táknmál, jafnskjótt sem máltaka hefst eða frá þeim tíma sem heyrnarleysi, heyrnarskerðing eða samþætt sjón- og heyrnarskerðing greinist. Sama rétt eiga nánustu aðstandendur (2. mgr., 3. gr.). Allt fólk sem greinist með heyrnarskerðingu, allt frá ungabörnum til gamalmenna, skal eiga þess kost að læra íslenskt táknmál. Sá réttur er óháður því hversu mikil heyrnarskerðingin kann að vera eða hvenær hún greinist og óháð því hvort fólk hafi annað mál sem sitt fyrsta mál. Þá eiga börn, foreldrar, systkini, makar og aðrir nánir aðstandendur táknmálsbarna og annars táknmálsfólks sama rétt, óháð því hvert fyrsta mál þeirra er. Samskiptamiðstöð heyrnarlausra og heyrnarskertra er málstöð íslensks táknmáls og heyrir undir Menningar- og viðskiptaráðuneyti. Samskiptamiðstöð hefur m.a. það hlutverk að kenna íslenskt táknmál. Allt það fólk sem hér að ofan er talið getur leitað til stofnunarinnar eftir táknmálskennslu á ýmsum færnistigum. Þá getur áhugasamur almenningur einnig lært íslenskt táknmál á stofnuninni. Á Samskiptamiðstöð eru einnig stundaðar rannsóknir á íslensku táknmáli, í samstarfi við Háskóla Íslands og erlenda fræðimenn og veitt er táknmálsráðgjöf til einstaklinga og fjölskyldna. Þegar fólk, bæði börn og fullorðnir, hefur náð tökum á íslensku táknmáli getur það nýtt sér túlkaþjónustu stofnunarinnar þar sem túlkað er á milli íslensku og íslensks táknmáls. Íslenskt táknmál, sem annað mál, er einnig kennt sem valfag við fáeina grunn- og framhaldsskóla og í námsgreininni táknmálsfræði og táknmálstúlkun við Háskóla Íslands. Táknmálskennarar Samskiptamiðstöðvar sinna þeirri kennslu að miklu leyti. Þá eru táknmálssvið bæði við Leikskólann Sólborg og Hlíðaskóla í Reykjavík þar sem táknmálsfólk starfar í málumhverfi táknmálsbarna. Ýmis tungumál, bæði raddmál og táknmál, eru töluð hér á landi. Flest þeirra eiga uppruna sinn í stórum málsamfélögum í öðrum löndum heimsins. Íslenskt táknmál er eina hefðbundna minnihlutamálið á Íslandi, þ.e. það á uppruna sinn á Íslandi og er annað tveggja lögvarinna tungumála hér á landi. Íslenskt táknmál á hins vegar undir högg að sækja. Málið er í útrýmingarhættu, m.a. vegna þess að þekking á mikilvægi þess í máluppeldi og menntun heyrnarskertra barna og barna táknmálsfólks er takmörkuð og börnin eru ítrekað svipt rétti sínum til þess að læra íslenskt táknmál á máltökualdri og því að læra málið sem sitt fyrsta mál á skólagöngu sinni. Á undanförnum árum hefur íslenskt samfélag orðið meðvitaðra um stöðu íslenskrar tungu og þá hættu sem að því tungumáli steðjar vegna aukinnar notkunar ensku víða í samfélaginu og samhliða hraðri tækniþróun sem byggir á enskri máltækni. Í Íslandi í dag 27. október sl. sagði Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra það menningarlegt stórslys ef íslenska dæi út, ekki aðeins fyrir Íslendinga heldur heiminn allan. Íslenskt táknmál og sú menning sem er samofin því máli eru einnig menningarverðmæti þessarar þjóðar. Það væri að mínu mati einnig menningarlegt stórslys ef íslenskt táknmál dæi út, ekki aðeins fyrir táknmálsamfélagið á Íslandi, heldur Íslendinga alla og heiminn. Dagurinn í dag, 11. febrúar er hátíðisdagur í táknmálssamfélaginu á Íslandi. Fólk sem tilheyrir ekki táknmálssamfélaginu ætti samt sem áður að geta séð ástæðu til að fagna þessum degi, því hann minnir okkur á þau menningarverðmæti sem felast í tungumálum og mikilvægi þess að varðveita þau sem slík. Höfundur er forstöðumaður Samskiptamiðstöðvar heyrnarlausra og heyrnarskertra. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Táknmál Mest lesið Fyrrverandi lögreglumaður heyrir enn röddina Sigurður Árni Reynisson Skoðun Stöndum saman fyrir íslenskan flugrekstur Bogi Nils Bogason Skoðun Baráttan heldur áfram! Hjálmtýr Heiðdal Skoðun Bætum lífsgæði þeirra sem lifa með krabbameini Sigríður Gunnarsdóttir Skoðun Fyrst heimsfaraldur, svo náttúruhamfarir, þá gjaldþrot og nú verkföll! Sigríður Margrét Oddsdóttir Skoðun Íslensk fátækt er bara kjaftæði Unnur Hrefna Jóhannsdóttir Skoðun Hömpum morðingjunum sem hetjum Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir. Skoðun Af hverju hafa Danir það svona óþolandi gott? Björn Teitsson Skoðun Halldór 18.10.2025 Halldór Baldursson Halldór Magga Stína! Helga Völundardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Stöndum saman fyrir íslenskan flugrekstur Bogi Nils Bogason skrifar Skoðun ,,Gallaður" hundur - söluhluturinn hundur - um úrskurð Kærunefndar vöru- og þjónustukaupa Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Fyrst heimsfaraldur, svo náttúruhamfarir, þá gjaldþrot og nú verkföll! Sigríður Margrét Oddsdóttir skrifar Skoðun Baráttan heldur áfram! Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Hvers virði er líf barns? Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Hvernig hljómar tilboðið einn fyrir þrjá? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Fyrrverandi lögreglumaður heyrir enn röddina Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Bætum lífsgæði þeirra sem lifa með krabbameini Sigríður Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Offita á krossgötum Guðrún Þuríður Höskuldsdóttir,Tryggvi Helgason skrifar Skoðun Fórnir verið færðar fyrir okkur Björn Ólafsson skrifar Skoðun Launaþjófaður – vanmetinn glæpur á vinnumarkaði Kristjana Fenger skrifar Skoðun Áfram veginn í Reykjavík Gísli Garðarsson,Steinunn Rögnvaldsdóttir skrifar Skoðun Fjölgun kennara er allra hagur Haraldur Freyr Gíslason skrifar Skoðun Deilt og drottnað í umræðu um leikskólamál Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Af hverju hafa Danir það svona óþolandi gott? Björn Teitsson skrifar Skoðun Fjárfestum í framtíðinni Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Togstreita, sveigjanleiki og fjölskyldur Sólveig Rán Stefánsdóttir skrifar Skoðun Hvað kostar gjaldtakan? Hildur Hauksdóttir skrifar Skoðun Víðerni verndar og virkjana Björg Eva Erlendsdóttir skrifar Skoðun Blóðpeningar vestrænna yfirvalda Bergljót T. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Eigindlegar rannsóknir og umræðan um jafnrétti Stefan C. Hardonk skrifar Skoðun Þegar heilbrigðiskerfið molnar og ráðherrann horfir bara á Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Íslensk fátækt er bara kjaftæði Unnur Hrefna Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Börn í fangelsi við landamærin Inger Erla Thomsen skrifar Skoðun Tíminn er núna, fjarheilbrigðisþjónusta sem lykill að jafnræði og sjálfbærni í heilbrigðiskerfinu Helga Dagný Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Breytum fánalögunum og notum fánann meira Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Samtal um launajafnrétti og virðismat starfa í tilefni af Kvennaári Helga Björg O. Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Með góðri menntun eru börn líklegri til að ná árangri Sigurður Sigurjónsson skrifar Skoðun Hömpum morðingjunum sem hetjum Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir. skrifar Skoðun Komum í veg fyrir að áföll erfist á milli kynslóða Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Sjá meira
Íslenskt táknmál er annað tveggja tungumála sem fjallað er um í lögum um stöðu íslenskrar tungu og íslensks táknmáls nr. 61/2011. Íslenskt táknmál er jafnrétthátt íslensku til tjáningar og samskipta og óheimilt er að mismuna fólki eftir því hvort málið það notar (2. mgr., 13. gr.). Íslenskt táknmál er fyrsta mál um 250-300 manns hér á landi. Töluvert fleira fólk, um 1.000-1.500, talar íslenskt táknmál sem annað mál s.s. í samskiptum sínum við fjölskyldumeðlimi, vini, samstarfsfélaga og viðskiptavini. Íslenskt táknmál er minnihlutamál hér á landi og er það bæði ólíkt íslensku, nágrannamáli sínu, og erlendum táknmálum. Samkvæmt fyrrgreindum lögum skal hver sá sem þörf hefur fyrir táknmál eiga þess kost að læra íslenskt táknmál, jafnskjótt sem máltaka hefst eða frá þeim tíma sem heyrnarleysi, heyrnarskerðing eða samþætt sjón- og heyrnarskerðing greinist. Sama rétt eiga nánustu aðstandendur (2. mgr., 3. gr.). Allt fólk sem greinist með heyrnarskerðingu, allt frá ungabörnum til gamalmenna, skal eiga þess kost að læra íslenskt táknmál. Sá réttur er óháður því hversu mikil heyrnarskerðingin kann að vera eða hvenær hún greinist og óháð því hvort fólk hafi annað mál sem sitt fyrsta mál. Þá eiga börn, foreldrar, systkini, makar og aðrir nánir aðstandendur táknmálsbarna og annars táknmálsfólks sama rétt, óháð því hvert fyrsta mál þeirra er. Samskiptamiðstöð heyrnarlausra og heyrnarskertra er málstöð íslensks táknmáls og heyrir undir Menningar- og viðskiptaráðuneyti. Samskiptamiðstöð hefur m.a. það hlutverk að kenna íslenskt táknmál. Allt það fólk sem hér að ofan er talið getur leitað til stofnunarinnar eftir táknmálskennslu á ýmsum færnistigum. Þá getur áhugasamur almenningur einnig lært íslenskt táknmál á stofnuninni. Á Samskiptamiðstöð eru einnig stundaðar rannsóknir á íslensku táknmáli, í samstarfi við Háskóla Íslands og erlenda fræðimenn og veitt er táknmálsráðgjöf til einstaklinga og fjölskyldna. Þegar fólk, bæði börn og fullorðnir, hefur náð tökum á íslensku táknmáli getur það nýtt sér túlkaþjónustu stofnunarinnar þar sem túlkað er á milli íslensku og íslensks táknmáls. Íslenskt táknmál, sem annað mál, er einnig kennt sem valfag við fáeina grunn- og framhaldsskóla og í námsgreininni táknmálsfræði og táknmálstúlkun við Háskóla Íslands. Táknmálskennarar Samskiptamiðstöðvar sinna þeirri kennslu að miklu leyti. Þá eru táknmálssvið bæði við Leikskólann Sólborg og Hlíðaskóla í Reykjavík þar sem táknmálsfólk starfar í málumhverfi táknmálsbarna. Ýmis tungumál, bæði raddmál og táknmál, eru töluð hér á landi. Flest þeirra eiga uppruna sinn í stórum málsamfélögum í öðrum löndum heimsins. Íslenskt táknmál er eina hefðbundna minnihlutamálið á Íslandi, þ.e. það á uppruna sinn á Íslandi og er annað tveggja lögvarinna tungumála hér á landi. Íslenskt táknmál á hins vegar undir högg að sækja. Málið er í útrýmingarhættu, m.a. vegna þess að þekking á mikilvægi þess í máluppeldi og menntun heyrnarskertra barna og barna táknmálsfólks er takmörkuð og börnin eru ítrekað svipt rétti sínum til þess að læra íslenskt táknmál á máltökualdri og því að læra málið sem sitt fyrsta mál á skólagöngu sinni. Á undanförnum árum hefur íslenskt samfélag orðið meðvitaðra um stöðu íslenskrar tungu og þá hættu sem að því tungumáli steðjar vegna aukinnar notkunar ensku víða í samfélaginu og samhliða hraðri tækniþróun sem byggir á enskri máltækni. Í Íslandi í dag 27. október sl. sagði Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra það menningarlegt stórslys ef íslenska dæi út, ekki aðeins fyrir Íslendinga heldur heiminn allan. Íslenskt táknmál og sú menning sem er samofin því máli eru einnig menningarverðmæti þessarar þjóðar. Það væri að mínu mati einnig menningarlegt stórslys ef íslenskt táknmál dæi út, ekki aðeins fyrir táknmálsamfélagið á Íslandi, heldur Íslendinga alla og heiminn. Dagurinn í dag, 11. febrúar er hátíðisdagur í táknmálssamfélaginu á Íslandi. Fólk sem tilheyrir ekki táknmálssamfélaginu ætti samt sem áður að geta séð ástæðu til að fagna þessum degi, því hann minnir okkur á þau menningarverðmæti sem felast í tungumálum og mikilvægi þess að varðveita þau sem slík. Höfundur er forstöðumaður Samskiptamiðstöðvar heyrnarlausra og heyrnarskertra.
Fyrst heimsfaraldur, svo náttúruhamfarir, þá gjaldþrot og nú verkföll! Sigríður Margrét Oddsdóttir Skoðun
Skoðun ,,Gallaður" hundur - söluhluturinn hundur - um úrskurð Kærunefndar vöru- og þjónustukaupa Árni Stefán Árnason skrifar
Skoðun Fyrst heimsfaraldur, svo náttúruhamfarir, þá gjaldþrot og nú verkföll! Sigríður Margrét Oddsdóttir skrifar
Skoðun Þegar heilbrigðiskerfið molnar og ráðherrann horfir bara á Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Skoðun Tíminn er núna, fjarheilbrigðisþjónusta sem lykill að jafnræði og sjálfbærni í heilbrigðiskerfinu Helga Dagný Sigurjónsdóttir skrifar
Skoðun Samtal um launajafnrétti og virðismat starfa í tilefni af Kvennaári Helga Björg O. Ragnarsdóttir skrifar
Fyrst heimsfaraldur, svo náttúruhamfarir, þá gjaldþrot og nú verkföll! Sigríður Margrét Oddsdóttir Skoðun