Fortíðin er búin, framtíðin er snúin Elva Rakel Jónsdóttir skrifar 10. febrúar 2023 07:30 Allt sem við gerðum í fortíðinni mótaði hvernig samtíminn okkar lítur út. Allt sem við ákveðum í dag hefur áhrif á framtíð okkar,framtíð barna okkar og barnabarna. Sjálfsagt núna, róttækt þá Fyrir 100 árum var hafist handa við að færa húshitun Íslendinga frá kolakyndingu og yfir í hitaveitu. Fyrir 30 árum var hætt að urða allan úrgang frá höfuðborgarsvæðinu í sömu holunni í Gufunesi og lagður grunnur að endurvinnslu. Fyrir tugum ára varð bannað að nota blý í málningu, asbest í byggingarplötum og DDT skordýraeitur. Nýlega var fært í lög að ekki mætti afhenda plastpoka við búðarkassa án endurgjalds. Allar þessar ákvarðanir urðu uppspretta heitra umræðna í samfélaginu og jafnvel deilna. Það sem eitt sinni þótti róttækt þykir oft sjálfsagt í dag. Áhrif af ákvörðunum sem þessum snúast ekki eingöngu um hvort opnaður verði nýr urðunarstaður eða hvort ný lög taka gildi um byggingarplötur. Þvert á móti geta áhrifin verið margræð og bæði lagt grunn að nýsköpun í heilu atvinnugeirunum og staðið vörð um heilnæmi umhverfis fyrir landsmenn alla. Verum betri forverar Ef við hugsum okkur að allt sem við gerum í dag muni móta og skapa framtíðina með beinum hætti, hefur það áhrif á ákvarðanir okkar? Tom Fletcher, fyrrverandi starfsmaður í utanríkisþjónustu Breta, skrifaði bók sem fjallaði um hvernig við gætum orðið betri forverar. Hann benti á að í misfjarlægri framtíð gætum við talist vera forfeður og -mæður þeirra sem þá verða uppi. Því ættum við að hafa það sem markmið í dag að verða strax betri forverar næstu kynslóða. Þessi hugsun er ekki ný af nálinni, en hún hjálpar okkur virkilega að setja hlutina í samhengi. Ef þú rekur fyrirtæki, ert stjórnandi í stofnun, sinnir trúnaðarstöðu í félagasamtökum eða heldur úti heimili, hvernig myndu ákvarðanir þínar líta út ef þú tækir þær allar eingöngu með hag barnabarna þinna í huga? Hvernig myndir þú haga þínum innkaupum og framkvæmdum? Hvernig myndirðu nýta þann kraft og áhrif sem þú býrð yfir til að velja vel og breyta heiminum til góðs? Betri ákvarðanir fyrir framtíðina Þessi hugmyndafræði, sem hefur hlotið nafnið framtíðarhönnun (e. future design) var þróuð af japanska hagfræðingnum Tatsuyoshi Saijo hjá Kochi tækniháskólanum. Hún byggir á reglunni um ákvarðanatöku sjöundu kynslóðarinnar. Gerðar hafa verið tilraunir í Japan með hvaða áhrif þessi hugmyndafræði hefur á ákvarðanir sem teknar eru við borgarskipulag. Áhugaverðar rannsóknir í borgum eins og Kyoto, Yahaba og Suita sýndu fram á að ákvarðnir okkar breytast ef við eigum ekki bara að hugsa um hagsmuni okkar sjálfra og samtímamanna. Skipulagsákvarðanir borgarinnar stórbreyttust þegar vissum aðilum í ákvörðunarferlinu var fyrst og fremst gefið það hlutverk að halda uppi sjónarmiðum barnabarna sinna. Ákvarðanir sem þessi hópur tók voru yfirleitt betri fyrir samfélagið og vægi eigin hagsmuna minni. Þegar kemur að umhverfismálum er hugmyndafræði framtíðarhönnunar mjög mikilvæg. Við getum ekki leyft okkur að taka ákvarðanir bara fyrir okkur. Mikið vald í okkar höndum Það getur auðveldlega valdið fólki kvíða og vanmáttarkennd að hugsa á þessum nótum. Það má þó auðveldlega snúa dæminu við og hugsa sem svo að nú er allt vald í okkar höndum. Við getum breytt því sem við viljum og haft áhrif á svo ótal margt. Ef við lítum yfir okkar áhrifasvið og okkar tengslanet þá finnum við öll staði þar sem við getum mótað stefnu eða lagt línur með einhverjum hætti. Eins og Andri Snær bendir á þá erum við öll tímaflakkarar og ákvarðnir okkar í dag geta enn verið ljóslifandi þeim sem verða uppi eftir tugi ára. Framtíðin er núna og það sem við gerum í dag teygir anga sína víðar en við höldum. Höfundur er framkvæmdastjóri Svansins á Íslandi. Umhverfismerkið Svanurinn stendur fyrir morgunfundinum Fortíðin er búin, framtíðin er snúin í Hörpu 15. febrúar og öll eru velkomin að taka þátt. Dagskrána má sjá á heimasíðu Svansins, www.svanurinn.is og á síðu viðburðarins á facebook. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Umhverfismál Mest lesið Líf eftir afplánun Eva Sóley Kristjánsdóttir Skoðun Þjónn, það er bakslag í beinasoðinu mínu Hlédís Maren Guðmundsdóttir Skoðun Hvers virði er starfsleyfið okkar? Eva Hauksdóttir,Katrín Sigurðardóttir,Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir Skoðun Fáni okkar allra Hörður Lárusson Skoðun Ákall til stjórnvalda - Ekki skattleggja útivist og áhugamál enn frekar Arnar Þór Hafsteinsson Skoðun Séríslensk hávaxtastefna Sigurjón Þórðarson Skoðun Ég hef… Karólína Helga Símonardóttir Skoðun Mér var sagt að þegja á meðan fréttatíminn var Haukur Brynjarsson Skoðun Leikur að lýðræðinu Ása Valdís Árnadóttir,Björn Kristinn Pálmarsson,Smári Bergmann Kolbeinsson Skoðun Pyrrosar sigur Helgi Tómasson Skoðun Skoðun Skoðun Er kominn tími til að loka álverinu á Grundartanga og kísilverinu á Húsavík – fyrir framtíð íslands? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Ólögleg veðmálastarfsemi á Íslandi Hákon Skúlason skrifar Skoðun Bætum fleiri stólum við borðið Ingibjörg Lilja Þórmundsdóttir skrifar Skoðun Hvers virði er starfsleyfið okkar? Eva Hauksdóttir,Katrín Sigurðardóttir,Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir skrifar Skoðun Pyrrosar sigur Helgi Tómasson skrifar Skoðun Ákall til stjórnvalda - Ekki skattleggja útivist og áhugamál enn frekar Arnar Þór Hafsteinsson skrifar Skoðun Mér var sagt að þegja á meðan fréttatíminn var Haukur Brynjarsson skrifar Skoðun Allt fyrir Brussel og Nató, hitt reddast einhvern veginn Davíð Bergmann skrifar Skoðun Forljót grá hús Hjalti Andrason skrifar Skoðun Líf eftir afplánun Eva Sóley Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Fáni okkar allra Hörður Lárusson skrifar Skoðun Séríslensk hávaxtastefna Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Leikur að lýðræðinu Ása Valdís Árnadóttir,Björn Kristinn Pálmarsson,Smári Bergmann Kolbeinsson skrifar Skoðun Ég hef… Karólína Helga Símonardóttir skrifar Skoðun Vísindin geta læknað krabbamein en ekki grænmetissafar og kaffistólpípur Dögg Guðmundsdóttir,Guðrún Nanna Egilsdóttir,Vilborg Kolbrún Vilmundardóttir skrifar Skoðun Þöggun, hroki og afneitun voru móttökur Samfylkingarinnar til okkar Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Er yfirvöldum alveg sama um fólk á bifhjólum? Njáll Gunnlaugsson skrifar Skoðun Ekki mamman í hópnum - leiðtoginn í hópnum Katrín Ásta Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Rannsóknarnefnd styrjalda Gunnar Einarsson skrifar Skoðun Börn eiga ekki heima í fangelsi Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Aðförin að einkabílnum eða bara meira frelsi? Kristín Hrefna Halldórsdóttir skrifar Skoðun Kvöld sem er ekki bara fyrir börnin Alicja Lei skrifar Skoðun Verkakonur samtímans – og nýtt skeið í kvennabaráttu! Guðrún Margrét Guðmundsdóttir,Aleksandra Leonardsdóttir skrifar Skoðun Málið er dautt (A Modest Proposal) skrifar Skoðun Femínísk utanríkisstefna: aukin samstaða og aðgerðir Guillaume Bazard skrifar Skoðun Hagsmunir flugrekstrar á Íslandi eru miklir Jóhannes Bjarni Guðmundsson skrifar Skoðun Þjónn, það er bakslag í beinasoðinu mínu Hlédís Maren Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Samhljómur á meðal ÍSÍ og Íslandsspila um endursköpun spilaumhverfisins Ingvar Örn Ingvarsson skrifar Skoðun Kvennabarátta á tímum bakslags Tatjana Latinovic skrifar Skoðun Líttupp - ertu að missa af einhverju? Skúli Bragi Geirdal skrifar Sjá meira
Allt sem við gerðum í fortíðinni mótaði hvernig samtíminn okkar lítur út. Allt sem við ákveðum í dag hefur áhrif á framtíð okkar,framtíð barna okkar og barnabarna. Sjálfsagt núna, róttækt þá Fyrir 100 árum var hafist handa við að færa húshitun Íslendinga frá kolakyndingu og yfir í hitaveitu. Fyrir 30 árum var hætt að urða allan úrgang frá höfuðborgarsvæðinu í sömu holunni í Gufunesi og lagður grunnur að endurvinnslu. Fyrir tugum ára varð bannað að nota blý í málningu, asbest í byggingarplötum og DDT skordýraeitur. Nýlega var fært í lög að ekki mætti afhenda plastpoka við búðarkassa án endurgjalds. Allar þessar ákvarðanir urðu uppspretta heitra umræðna í samfélaginu og jafnvel deilna. Það sem eitt sinni þótti róttækt þykir oft sjálfsagt í dag. Áhrif af ákvörðunum sem þessum snúast ekki eingöngu um hvort opnaður verði nýr urðunarstaður eða hvort ný lög taka gildi um byggingarplötur. Þvert á móti geta áhrifin verið margræð og bæði lagt grunn að nýsköpun í heilu atvinnugeirunum og staðið vörð um heilnæmi umhverfis fyrir landsmenn alla. Verum betri forverar Ef við hugsum okkur að allt sem við gerum í dag muni móta og skapa framtíðina með beinum hætti, hefur það áhrif á ákvarðanir okkar? Tom Fletcher, fyrrverandi starfsmaður í utanríkisþjónustu Breta, skrifaði bók sem fjallaði um hvernig við gætum orðið betri forverar. Hann benti á að í misfjarlægri framtíð gætum við talist vera forfeður og -mæður þeirra sem þá verða uppi. Því ættum við að hafa það sem markmið í dag að verða strax betri forverar næstu kynslóða. Þessi hugsun er ekki ný af nálinni, en hún hjálpar okkur virkilega að setja hlutina í samhengi. Ef þú rekur fyrirtæki, ert stjórnandi í stofnun, sinnir trúnaðarstöðu í félagasamtökum eða heldur úti heimili, hvernig myndu ákvarðanir þínar líta út ef þú tækir þær allar eingöngu með hag barnabarna þinna í huga? Hvernig myndir þú haga þínum innkaupum og framkvæmdum? Hvernig myndirðu nýta þann kraft og áhrif sem þú býrð yfir til að velja vel og breyta heiminum til góðs? Betri ákvarðanir fyrir framtíðina Þessi hugmyndafræði, sem hefur hlotið nafnið framtíðarhönnun (e. future design) var þróuð af japanska hagfræðingnum Tatsuyoshi Saijo hjá Kochi tækniháskólanum. Hún byggir á reglunni um ákvarðanatöku sjöundu kynslóðarinnar. Gerðar hafa verið tilraunir í Japan með hvaða áhrif þessi hugmyndafræði hefur á ákvarðanir sem teknar eru við borgarskipulag. Áhugaverðar rannsóknir í borgum eins og Kyoto, Yahaba og Suita sýndu fram á að ákvarðnir okkar breytast ef við eigum ekki bara að hugsa um hagsmuni okkar sjálfra og samtímamanna. Skipulagsákvarðanir borgarinnar stórbreyttust þegar vissum aðilum í ákvörðunarferlinu var fyrst og fremst gefið það hlutverk að halda uppi sjónarmiðum barnabarna sinna. Ákvarðanir sem þessi hópur tók voru yfirleitt betri fyrir samfélagið og vægi eigin hagsmuna minni. Þegar kemur að umhverfismálum er hugmyndafræði framtíðarhönnunar mjög mikilvæg. Við getum ekki leyft okkur að taka ákvarðanir bara fyrir okkur. Mikið vald í okkar höndum Það getur auðveldlega valdið fólki kvíða og vanmáttarkennd að hugsa á þessum nótum. Það má þó auðveldlega snúa dæminu við og hugsa sem svo að nú er allt vald í okkar höndum. Við getum breytt því sem við viljum og haft áhrif á svo ótal margt. Ef við lítum yfir okkar áhrifasvið og okkar tengslanet þá finnum við öll staði þar sem við getum mótað stefnu eða lagt línur með einhverjum hætti. Eins og Andri Snær bendir á þá erum við öll tímaflakkarar og ákvarðnir okkar í dag geta enn verið ljóslifandi þeim sem verða uppi eftir tugi ára. Framtíðin er núna og það sem við gerum í dag teygir anga sína víðar en við höldum. Höfundur er framkvæmdastjóri Svansins á Íslandi. Umhverfismerkið Svanurinn stendur fyrir morgunfundinum Fortíðin er búin, framtíðin er snúin í Hörpu 15. febrúar og öll eru velkomin að taka þátt. Dagskrána má sjá á heimasíðu Svansins, www.svanurinn.is og á síðu viðburðarins á facebook.
Hvers virði er starfsleyfið okkar? Eva Hauksdóttir,Katrín Sigurðardóttir,Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir Skoðun
Ákall til stjórnvalda - Ekki skattleggja útivist og áhugamál enn frekar Arnar Þór Hafsteinsson Skoðun
Leikur að lýðræðinu Ása Valdís Árnadóttir,Björn Kristinn Pálmarsson,Smári Bergmann Kolbeinsson Skoðun
Skoðun Er kominn tími til að loka álverinu á Grundartanga og kísilverinu á Húsavík – fyrir framtíð íslands? Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Hvers virði er starfsleyfið okkar? Eva Hauksdóttir,Katrín Sigurðardóttir,Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir skrifar
Skoðun Ákall til stjórnvalda - Ekki skattleggja útivist og áhugamál enn frekar Arnar Þór Hafsteinsson skrifar
Skoðun Leikur að lýðræðinu Ása Valdís Árnadóttir,Björn Kristinn Pálmarsson,Smári Bergmann Kolbeinsson skrifar
Skoðun Vísindin geta læknað krabbamein en ekki grænmetissafar og kaffistólpípur Dögg Guðmundsdóttir,Guðrún Nanna Egilsdóttir,Vilborg Kolbrún Vilmundardóttir skrifar
Skoðun Þöggun, hroki og afneitun voru móttökur Samfylkingarinnar til okkar Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Skoðun Verkakonur samtímans – og nýtt skeið í kvennabaráttu! Guðrún Margrét Guðmundsdóttir,Aleksandra Leonardsdóttir skrifar
Skoðun Samhljómur á meðal ÍSÍ og Íslandsspila um endursköpun spilaumhverfisins Ingvar Örn Ingvarsson skrifar
Hvers virði er starfsleyfið okkar? Eva Hauksdóttir,Katrín Sigurðardóttir,Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir Skoðun
Ákall til stjórnvalda - Ekki skattleggja útivist og áhugamál enn frekar Arnar Þór Hafsteinsson Skoðun
Leikur að lýðræðinu Ása Valdís Árnadóttir,Björn Kristinn Pálmarsson,Smári Bergmann Kolbeinsson Skoðun