Atvinnulíf

Vont veður ömurlegt nema fyrir vinnuveitendur

Rakel Sveinsdóttir skrifar
Vetur í miðbæ Reykjavíkur: Er veðrið að hafa áhrif á vinnugleðina þína? Hvernig? Rannsóknir hafa sýnt að við erum oft duglegri við vinnu þegar veður er vont. En erum annars hugar þegar sólin skín á góðum sumardögum. Og að í sól geta fjárfestar jafnvel verið áhættusæknari en þegar veðrið er leiðinlegt.
Vetur í miðbæ Reykjavíkur: Er veðrið að hafa áhrif á vinnugleðina þína? Hvernig? Rannsóknir hafa sýnt að við erum oft duglegri við vinnu þegar veður er vont. En erum annars hugar þegar sólin skín á góðum sumardögum. Og að í sól geta fjárfestar jafnvel verið áhættusæknari en þegar veðrið er leiðinlegt. Vísir/Vilhelm

Veður hefur áhrif á okkur. Við erum í sólskinsskapi á sumrin þegar veðrið er gott og sólin skín. En finnst kannski erfiðara að bretta upp ermar og gera hlutina þegar veðrið er vont, myrkur, snjór og kuldi eins og einkennt hefur veðrið síðustu daga.

Eða hvað?

Þótt því hafi oft verið haldið fram að vont veður dragi úr afkastagetu okkar og vinnugleði, hafa rannsóknir sýnt annað.

Því þegar að veðrið er gott, erum við svo mikið með hugann við það sem okkur langar helst til að vera að gera annað en að vinna.

Á meðan vont veður hefur þveröfug áhrif. Við horfum út um gluggann, langar ekkert út og því bara fínt að bretta upp ermar og reyna að afkasta sem mest og best.

Rannsóknir um áhrif veðurs á vinnussemi og framleiðni starfsfólks hafa verið gerðar víða um heim. Í dag tökum við nokkur dæmi frá rannsóknum sem gerðar voru í Japan og Bandaríkjunum.  

Í Japan var rannsóknin til dæmis gerð þannig að starfsfólk vinnustaða með góðum gluggum, svaraði spurningum. Niðurstöðurnar sýndu að sól og gott veður truflaði fólk meira við vinnu en til dæmis rigning og leiðindi.

Ekki nóg með það að fólk væri duglegri í vinnunni þegar veðrið var leiðinlegt. Heldur sýndu niðurstöður einnig að fólk var nákvæmari við vinnu sína. Athyglin við verkefnin sem unnið var að, var meiri.

Í Bandaríkjunum hafa rannsóknir sýnt að starfsfólk ver meiri tíma við vinnu þegar veðrið er leiðinlegt. Og að þegar það er sól og gott veður, upplifir starfsfólk meiri letitilfinningu í vinnu.

Veðurfarið hefur meira að segja verið rannsakað sem áhrifavaldur á verðbréfamiðlun og fjárfestingar. Til dæmis hefur það verið skoðað hvernig áhættusækni fjárfesta getur verið mismunandi eftir því hvernig veðrið er. Þannig var það skoðað sérstaklega hvernig hlutabréfaviðskipti mældust tímabilið 1948 – 2010 í New York, með tilliti til veðurs. Þar sem líkurnar á meiri áhættusækni fjárfesta var sýnilegri þegar sólin skein. Kannski meira kæruleysi í gangi þá daga?

Svo mikið hefur verið rýnt í rannsóknir sem þessar að stjórnendum hefur jafnvel verið bent á að týna til léttari verk og viðvik á sólardögum. En að teymi vinni í flóknari og þyngri verkefnum á þeim tímabilum þar sem veðrið getur verið leiðinlegt.

Þá hefur því verið fleygt fram að efnahagslegur ávinningur getur mælst næstu árin á þeim svæðum þar sem loftlagsbreytingar munu leiða til kaldara veðurs og verri veðurskilyrða.

Enn aðrir hafa bent á að vont veður sé í rauninni ömurlegt fyrir alla. Nema vinnuveitendur.


Tengdar fréttir

Trendin 2023: Hæfni en ekki starfsheiti eða prófgráður verður málið

„Hæfniþættir verða miðjan í vinnunni, ekki starfsheiti eða prófgráður. Við munum gera spár um mannaflaþörf, ráðningar, skipulag fræðslu, starfsþróun og fleira út frá hæfniþáttum en ekki starfsheitum eða deildum,“ segir Herdís Pála Pálsdóttir stjórnunarráðgjafi og annar stofnenda Opus Futura meðal annars um áherslur í mannauðsmálum árið 2023.

Z kyn­slóðin er allt öðru­vísi en eldri kyn­slóðir og mun breyta öllu

„Við þurfum alltaf að taka samtalið. Við þurfum alltaf að passa að vera í samráði við unga fólkið því að þau munu breyta öllu. Z kynslóðin, sem nú er 10 til 27 ára, er kynslóð sem er allt öðruvísi en kynslóðin sem er ríkjandi stjórnendahópur í dag,“ segir Anna Steinsen einn eigandi KVAN.





Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×