Handbolti

Haukar fóru auðveldlega í undanúrslitin

Smári Jökull Jónsson skrifar
Haukakonur eru komnar í undanúrslit.
Haukakonur eru komnar í undanúrslit. Vísir/Hulda Margrét

Haukar verða eitt fjögurra liða í undanúrslitum Powerrade-bikar kvenna í handknattleik eftir öruggan tólf marka sigur á Víkingi í kvöld.

Fyrir leikinn í kvöld var búist við sigri Hauka enda liðið í Olís-deildinni á meðan Víkingar sitja í 6.sæti Grill 66-deildar kvenna.

Víkingskonur náðu að halda í við Haukana í fyrri hálfleik sem náðu þó góðu forskoti fyrir hlé, staðan að loknum fyrri hálfleik 18-12 fyrir Hauka.

Í síðari hálfleik héldu Haukar frumkvæði sínu. Víkingar náðu þó að minnka muninn í 24-21 um miðjan hálfleikinn en þá gáfu Haukar í á nýjan leik og unnu að lokum öruggan tólf marka sigur, lokatölur 34-22. 

Sara Odden skoraði fimm mörk fyrir Hauka og þær Elín Klara Þorkelsdóttir, Ragnheiður Ragnarsdóttir, Natasja Hammer, Ena Car, Birta Lind Jóhannsdóttir og Ragnheiður Sveinsdóttir skoruðu allar fjögur mörk.

Hjá Víkingi var Ída Bjarklind Magnúsdóttir mest eða sjö mörk og Arna Þyrí Ólafsdóttir skoraði fjögur.
Fleiri fréttir

Sjá meira


×