Ók 300 kílómetra til að fá áritanir Vals fyrir stórleikinn í kvöld Sindri Sverrisson skrifar 7. febrúar 2023 13:01 Stiven Tobar Valencia skrifar nafnið sitt á mynd í möppu mannsins sem heilsaði upp á leikmenn Vals. @Valur.Handbolti Valsmenn eiga fyrir höndum sannkallaðan stórleik í kvöld þegar þeir mæta Flensburg í Þýskalandi í Evrópudeildinni í handbolta. Ljóst er að um erfiðasta leik Vals á leiktíðinni er að ræða enda Flensburg í fimmta sæti bestu landsdeildar heims, þeirrar þýsku, og á toppi riðilsins sem liðin leika í í Evrópudeildinni. Þýskur handboltaáhugamaður virðist hafa verið öðrum fremur spenntari fyrir komu Valsliðsins. Á Facebook-síðu Valsara er sagt frá því að sá hafi ekið hátt í 300 kílómetra til að fá eiginhandaráritanir frá leikmönnum Vals, sem að sjálfsögðu urðu við því og virtust hafa gaman af. Valsmenn hafa staðið sig vel í Evrópudeildinni í vetur og náð í fimm stig úr sex leikjum en Flensburg er með tíu stig á toppi riðilsins. Valsmenn töpuðu 37-32 fyrir Flensburg á Hlíðarenda í nóvember en máttu vera stoltir af sinni frammistöðu. Þegar fjórar umferðir eru eftir er Valur í 4. sæti af sex liðum en fjögur efstu lið riðilsins komast einmitt áfram í sextán liða úrslit. Valur er aðeins stigi fyrir ofan Benidorm en spænska liðið mætir á Hlíðarenda eftir viku í afar þýðingarmiklum leik. Staðan í riðli Vals í Evrópudeildinni. Fjögur efstu liðin komast áfram í 16-liða úrslit.EHF Valsmenn eiga svo einnig eftir að taka á móti PAUC frá Frakklandi, 21. febrúar, áður en þeir sækja Ystad heim til Svíþjóðar 28. febrúar í lokaumferð riðlakeppninnar. Leikur Flensburg og Vals í kvöld hefst klukkan 19.45 og er í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport líkt og allir leikir Vals í Evrópudeildinni. Evrópudeild karla í handbolta Valur Mest lesið Knorr lofaði Alfreð: Enginn egóisti og róaði okkur Handbolti Dagur henti tveimur leikmönnum sínum upp í stúku Handbolti Utan vallar: Ég get ekki meir Handbolti „Besta íslenska landslið sem við höfum mætt“ Handbolti Ísland - Ungverjaland | Úrslitaleikur um efsta sætið í riðlinum Sport Aldrei hlegið jafnmikið og við að horfa á Nablann Körfubolti Mikil trú á íslenskum sigri meðal stuðningsmanna Íslands Handbolti Átján ára orðin næstfljótust í sögu Íslands Sport Gleðin snerist í sorg hjá Danmörku Handbolti „Sumir ungir þjálfarar nú til dags eru hrokafullir“ Enski boltinn Fleiri fréttir Svartfellingar hjálpuðu alls ekki Færeyingum Kemst loksins á leik og styður Ísland til sigurs Mikil trú á íslenskum sigri meðal stuðningsmanna Íslands Viktor Gísli líka frábær í Fantasy Utan vallar: Ég get ekki meir „Besta íslenska landslið sem við höfum mætt“ „Sáru töpin sitja í okkur“ „Örugglega orðinn hundleiður á umræðunni“ „Það er mjög slæm minning“ Knorr lofaði Alfreð: Enginn egóisti og róaði okkur Alfreð mætti með sína menn klára í leik upp á líf eða dauða „Það trompast allt þarna“ Dagur henti tveimur leikmönnum sínum upp í stúku Austurríkismenn hjálpuðu Alfreð Dagur fagnaði sigri á móti Faxa EM í dag: Það eru engar afsakanir í boði „Lífshættulegt“ gólf losnaði í einni af EM-höllunum Einar í ræktina en fær ekki að æfa með hópnum Gleðin snerist í sorg hjá Danmörku Íslendingar sitja fastir í Svíþjóð Íslendingar ættu frekar að vera hræddir „Elvar og Ýmir voru rosalegir“ Úthúðuðu Alfreð og starfið talið í húfi í kvöld Miðar á milliriðil Íslands rjúka út: „Mikilvægt að tryggja sér miða strax“ Skýrsla Vals: Haukur í horni Gefur Snorra toppeinkunn: „Gríðarleg pressa á honum“ Sigur Ungverja stillir upp úrslitaleik við Ísland um toppsætið EM í dag: Stóra Hauks Þrastar leiknum fagnað með pylsuveislu Skandall á EM í handbolta: „Hefði aldrei átt að gerast“ Eiga vart orð yfir mögnuðum árangri Færeyja: „Algjörlega einstakt“ Sjá meira
Ljóst er að um erfiðasta leik Vals á leiktíðinni er að ræða enda Flensburg í fimmta sæti bestu landsdeildar heims, þeirrar þýsku, og á toppi riðilsins sem liðin leika í í Evrópudeildinni. Þýskur handboltaáhugamaður virðist hafa verið öðrum fremur spenntari fyrir komu Valsliðsins. Á Facebook-síðu Valsara er sagt frá því að sá hafi ekið hátt í 300 kílómetra til að fá eiginhandaráritanir frá leikmönnum Vals, sem að sjálfsögðu urðu við því og virtust hafa gaman af. Valsmenn hafa staðið sig vel í Evrópudeildinni í vetur og náð í fimm stig úr sex leikjum en Flensburg er með tíu stig á toppi riðilsins. Valsmenn töpuðu 37-32 fyrir Flensburg á Hlíðarenda í nóvember en máttu vera stoltir af sinni frammistöðu. Þegar fjórar umferðir eru eftir er Valur í 4. sæti af sex liðum en fjögur efstu lið riðilsins komast einmitt áfram í sextán liða úrslit. Valur er aðeins stigi fyrir ofan Benidorm en spænska liðið mætir á Hlíðarenda eftir viku í afar þýðingarmiklum leik. Staðan í riðli Vals í Evrópudeildinni. Fjögur efstu liðin komast áfram í 16-liða úrslit.EHF Valsmenn eiga svo einnig eftir að taka á móti PAUC frá Frakklandi, 21. febrúar, áður en þeir sækja Ystad heim til Svíþjóðar 28. febrúar í lokaumferð riðlakeppninnar. Leikur Flensburg og Vals í kvöld hefst klukkan 19.45 og er í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport líkt og allir leikir Vals í Evrópudeildinni.
Evrópudeild karla í handbolta Valur Mest lesið Knorr lofaði Alfreð: Enginn egóisti og róaði okkur Handbolti Dagur henti tveimur leikmönnum sínum upp í stúku Handbolti Utan vallar: Ég get ekki meir Handbolti „Besta íslenska landslið sem við höfum mætt“ Handbolti Ísland - Ungverjaland | Úrslitaleikur um efsta sætið í riðlinum Sport Aldrei hlegið jafnmikið og við að horfa á Nablann Körfubolti Mikil trú á íslenskum sigri meðal stuðningsmanna Íslands Handbolti Átján ára orðin næstfljótust í sögu Íslands Sport Gleðin snerist í sorg hjá Danmörku Handbolti „Sumir ungir þjálfarar nú til dags eru hrokafullir“ Enski boltinn Fleiri fréttir Svartfellingar hjálpuðu alls ekki Færeyingum Kemst loksins á leik og styður Ísland til sigurs Mikil trú á íslenskum sigri meðal stuðningsmanna Íslands Viktor Gísli líka frábær í Fantasy Utan vallar: Ég get ekki meir „Besta íslenska landslið sem við höfum mætt“ „Sáru töpin sitja í okkur“ „Örugglega orðinn hundleiður á umræðunni“ „Það er mjög slæm minning“ Knorr lofaði Alfreð: Enginn egóisti og róaði okkur Alfreð mætti með sína menn klára í leik upp á líf eða dauða „Það trompast allt þarna“ Dagur henti tveimur leikmönnum sínum upp í stúku Austurríkismenn hjálpuðu Alfreð Dagur fagnaði sigri á móti Faxa EM í dag: Það eru engar afsakanir í boði „Lífshættulegt“ gólf losnaði í einni af EM-höllunum Einar í ræktina en fær ekki að æfa með hópnum Gleðin snerist í sorg hjá Danmörku Íslendingar sitja fastir í Svíþjóð Íslendingar ættu frekar að vera hræddir „Elvar og Ýmir voru rosalegir“ Úthúðuðu Alfreð og starfið talið í húfi í kvöld Miðar á milliriðil Íslands rjúka út: „Mikilvægt að tryggja sér miða strax“ Skýrsla Vals: Haukur í horni Gefur Snorra toppeinkunn: „Gríðarleg pressa á honum“ Sigur Ungverja stillir upp úrslitaleik við Ísland um toppsætið EM í dag: Stóra Hauks Þrastar leiknum fagnað með pylsuveislu Skandall á EM í handbolta: „Hefði aldrei átt að gerast“ Eiga vart orð yfir mögnuðum árangri Færeyja: „Algjörlega einstakt“ Sjá meira