Vika6: Kynfræðsla eða klámfræðsla? Kolbrún Hrund Sigurgeirsdóttir skrifar 7. febrúar 2023 08:01 Þrátt fyrir að einhverjum þyki eflaust umræðan um kynlíf komin út fyrir öll mörk er mikilvægt að við fullorðna fólkið tökum höndum saman og ræðum við börnin okkar með þeim hætti að þau upplifi kynheilbrigði sem jákvæðan og mikilvægan þátt í eigin lífi. Snjalltæki hafa breytt veruleika barna svo um munar. Þrátt fyrir mikla kosti nýrrar tækni þá eru börnin okkar komin með í vasann aðgengi að upplýsingum sem oft eiga ekkert erindi við þau. Í gegnum snjalltækin geta ókunnugir nálgast börnin okkar á einfaldan hátt í vafasömum tilgangi. Einelti og áreitni tekur á sig nýjar myndir og börn geta auðveldlega séð allskonar viðbjóð sem getur valdið þeim vanlíðan og jafnvel skaða. Við fullorðna fólkið þurfum því að vera á vaktinni með börnunum okkar. Eitt af því sem aukist hefur gríðarlega samhliða snjallvæðingunni er aðgengi að klámi. Mjög ung börn geta séð klám óumbeðið auk þess sem mörg börn leita sjálf eftir klámi þegar þau verða forvitin um kynlíf. Í nýrri rannsókn Fjölmiðlanefndar kemur fram að 78% stráka og 42% stelpna í 10. bekk á Íslandi hafa horft á klám. Í niðurstöðum frá Rannsóknum og greiningu frá febrúar 2022 kemur fram að 47% stráka í 10. bekk hafa ekki eingöngu séð klám heldur horfa á það nokkrum sinnum í viku eða jafnvel nokkrum sinnum á dag. Í báðum rannsóknum er ljóst að strákar horfa mun meira en stelpur og áhorfið eykst með hverju árinu í unglingadeild. Ekki eru aðgengilegar tölur um kynsegin börn í þessum rannsóknum. Váviðvörun, hér á eftir koma óþægilegar lýsingar. Það er eðlilegt að unglingar séu forvitnir um kynlíf og upplifi bæði kynlöngun og ýmsar fantasíur. Margar rannsóknir hafa sýnt að unglingar horfa ekki bara á klám til að fá kynferðislega örvun heldur einnig til að læra um kynlíf. Með það í huga er mikilvægt að muna að klám er ekki búið til í fræðslutilgangi eða með hagsmuni ungs fólks í huga. Klám snýst um peninga. Ef klám verður kynfræðsla barna þá læra þau meðal annars lítið sem ekkert um mörk, samþykki, nánd, forleik, gælur, djúpa innilega kossa, væntumþykju, samtal um hvað skal gera og hvernig, eða kynsjúkdóma- og getnaðarvarnir. Þegar börn horfa á klám sjá þau ósamþykkt valdaójafnvægi, mikið og oft afar gróft ofbeldi, ýkta kynferðislega ánægju, ýkt útlit kynfæra, afar skökk samskipti og óheilbrigð tengsl. Á netinu má m.a. finna tugi þúsunda myndskeiða sem eiga að snúast um kynlíf milli fjölskyldumeðlima þar sem myndskeiðin heita t.d. „Fyrsta skiptið með afa“ eða „Stjúpfaðir kennir stjúpdóttur sinni…“ og myndskeið þar sem konur líta út fyrir að vera börn. Þeim er þá gjarnan lýst sem þröngum, litlum og óspjölluðum. Það er enginn filter inn á slíkt efni, börn geta dottið inn á það á örfáum sekúndum hvar sem er og hvenær sem er ef þau hafa snjalltæki við höndina. Sýnt hefur verið fram á að á stærstu klámsíðunum leynist fjöldinn allur af myndskeiðum sem sýna raunverulegt kynferðisofbeldi, barnaníð og mansal. Fjölmargar rannsóknir hafa einnig sýnt fram á ýmiskonar skaðleg áhrif kláms á sambönd, samskipti, viðhorf til kvenna, andlega líðan, kynsvörun og fleira. Sjá m.a. hér. Hljómar þetta eins og kynfræðsla sem er ásættanleg fyrir barnið þitt? Til að vinna gegn skökkum skilaboðum í klámi og víða annarsstaðar á netinu þarf að bæta kynfræðslu verulega. Bjóða þarf upp á markvissa alhliða kynfræðslu, þar sem áhersla er lögð á andlegar, félagslegar, tilfinningalegar og líkamlegar hliðar kynheilbrigðis. Byrja þarf snemma og byggja smátt og smátt upp betri þekkingu í samræmi við aldur barna og þroska. Það er sýn sem vonandi verður að veruleika fyrr en síðar um allt land. Jafnréttisskóli Reykjavíkur sem er hluti af skóla- og frístundasviði Reykjavíkurborgar heldur árlega upp á Viku6. Það er kynheilbrigðisátak sem haldið er í sjöttu viku hvers árs og fá allar félagsmiðstöðvar og grunnskólar borgarinnar hvatningu til að bjóða upp á fjölbreytta kynfræðslu. Unglingar kjósa þema hvers árs og taka virkan þátt í undirbúningi og skipulagi Viku6 hverju sinni. Í ár er þemað Kynlíf og kynferðisleg hegðun og hófst vikan í gær 06. febrúar. Markmið Viku6 er að hvetja starfsfólk til að sýna ungu fólki að kynheilbrigði skipti máli og einnig að brjóta niður tabú í tengslum við heilbrigða umræðu um kynlíf, sambönd og samskipti. Jafnréttisskólinn framleiðir fræðsluefni eins og veggspjöld, stuttermaboli fyrir starfsfólk félagsmiðstöðva, stutt myndbönd í samstarfi við UngRÚV, tekur saman kennsluefni og kennsluhugmyndir, býður upp á opna viðburði, heldur úti heimasíðu og Instagramsíðu #vika6_island og sendir nemendum í 10. bekk smokka. Hver starfsstaður útfærir svo kennslu vikunnar eftir sínu höfði. Önnur sveitarfélög og aðrir sem áhuga hafa er velkomið að taka þátt í Viku6 á þann hátt sem hentar. Ein vika á ári er sannarlega ekki næg kynfræðsla en þessi vika er góð áminning fyrir okkur öll um mikilvægi kynfræðslu. Í lok Viku6 verður tilkynnt um úrslit í stuttmyndasamkeppninni SEXAN sem er fyrir nemendur í 7. bekk og er samstarfsverkefni fjölmargra aðila. Þema keppninnar er stafrænt ofbeldi og í gegnum myndirnar sýna nemendur hvað stafrænt ofbeldi er, hversu slæmt það er og hvernig hægt er að vinna gegn því. Þeirra sýn og þeirra raddir fá að njóta sín. Þrjár bestu myndirnar verða verðlaunaðar, sýndar á UngRÚV og þær verða einnig sendar sem hluti af fræðsluefni um stafrænt ofbeldi í alla skóla landsins. Kæra fullorðna fólk, ekki beita þögn á unga fólkið okkar. Við þurfum að tala upphátt um kynlíf og ýta undir jákvæðar hliðar kynheilbrigðis. Klámvæðingin er hávær og börnin okkar eiga betra skilið en að fá sína fræðslu þaðan. Gleðilega Viku6! Höfundur er verkefnastýra Jafnréttisskóla Reykjavíkur Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kynlíf Skóla - og menntamál Klám Mest lesið Hví borgar útgerðin – ekki malarnáman? Guðmundur Edgarsson Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson Skoðun Opið bréf til fullorðna fólksins Úlfhildur Elísa Hróbjartsdóttir Skoðun Ertu nú alveg viss um að hafa læst hurðinni? Sanna Magdalena Mörtudóttir Skoðun Vill Sjálfstæðisflokkurinn láta taka sig alvarlega? Dagbjört Hákonardóttir Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun Vantraust Flokks fólksins á Viðreisn Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Ómeðvituð vörn í orðræðu – þegar vald ver sjálft sig Þórdís Hólm Filipsdóttir Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald Skoðun Hverjir eiga Ísland? Jón Baldvin Hannibalsson Skoðun Skoðun Skoðun Opið bréf til fullorðna fólksins Úlfhildur Elísa Hróbjartsdóttir skrifar Skoðun Vill Sjálfstæðisflokkurinn láta taka sig alvarlega? Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Undirbúum börnin fyrir skólann með hjálp gervigreindar Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Enginn skilinn eftir á götunni Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Ég hef ofurtrú á manneskjunni í forvörnum og öryggi á bæjarhátíðunum Arnrún María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stúdentar eiga ekki að borga fyrir vanfjármögnun háskólanna Ármann Leifsson,María Björk Stefánsdóttir skrifar Skoðun Hví borgar útgerðin – ekki malarnáman? Guðmundur Edgarsson skrifar Skoðun Vantraust Flokks fólksins á Viðreisn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun 48 daga blekking: Loforð sem leiðir til lögbrota? Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald skrifar Skoðun Málþóf á kostnað ungs fólks Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Ómeðvituð vörn í orðræðu – þegar vald ver sjálft sig Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Við krefjumst sanngirni og aðgerð strax Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Úrsúla og öryggismálin - Stöndum gegn vígvæðingu Guttormur Þorsteinsson skrifar Skoðun Verðmætatap auðlindagjaldanna – Hverra og hvernig? Haukur V. Alfreðsson skrifar Skoðun Ertu nú alveg viss um að hafa læst hurðinni? Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Sanngirni að brenna 230 milljarða króna? Björn Leví Gunnarsson skrifar Skoðun Strandveiðar eru ekki sóun Örn Pálsson skrifar Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar Skoðun SFS skuldar Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Hvar er hjálpin sem okkur var lofað? Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Áform um fleiri strandveiðidaga: Áhættusöm ákvörðun Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson skrifar Skoðun Flugnám - Fjórði hluti: Hlutverk Reykjavíkurflugvallar í flugnámi Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Slítum stjórnmálasambandi við Ísrael! Ólafur Ingólfsson skrifar Skoðun Aukið við sóun með einhverjum ráðum Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Kæru valkyrjur, hatrið sigraði líklega í þetta skiptið Arnar Laxdal skrifar Sjá meira
Þrátt fyrir að einhverjum þyki eflaust umræðan um kynlíf komin út fyrir öll mörk er mikilvægt að við fullorðna fólkið tökum höndum saman og ræðum við börnin okkar með þeim hætti að þau upplifi kynheilbrigði sem jákvæðan og mikilvægan þátt í eigin lífi. Snjalltæki hafa breytt veruleika barna svo um munar. Þrátt fyrir mikla kosti nýrrar tækni þá eru börnin okkar komin með í vasann aðgengi að upplýsingum sem oft eiga ekkert erindi við þau. Í gegnum snjalltækin geta ókunnugir nálgast börnin okkar á einfaldan hátt í vafasömum tilgangi. Einelti og áreitni tekur á sig nýjar myndir og börn geta auðveldlega séð allskonar viðbjóð sem getur valdið þeim vanlíðan og jafnvel skaða. Við fullorðna fólkið þurfum því að vera á vaktinni með börnunum okkar. Eitt af því sem aukist hefur gríðarlega samhliða snjallvæðingunni er aðgengi að klámi. Mjög ung börn geta séð klám óumbeðið auk þess sem mörg börn leita sjálf eftir klámi þegar þau verða forvitin um kynlíf. Í nýrri rannsókn Fjölmiðlanefndar kemur fram að 78% stráka og 42% stelpna í 10. bekk á Íslandi hafa horft á klám. Í niðurstöðum frá Rannsóknum og greiningu frá febrúar 2022 kemur fram að 47% stráka í 10. bekk hafa ekki eingöngu séð klám heldur horfa á það nokkrum sinnum í viku eða jafnvel nokkrum sinnum á dag. Í báðum rannsóknum er ljóst að strákar horfa mun meira en stelpur og áhorfið eykst með hverju árinu í unglingadeild. Ekki eru aðgengilegar tölur um kynsegin börn í þessum rannsóknum. Váviðvörun, hér á eftir koma óþægilegar lýsingar. Það er eðlilegt að unglingar séu forvitnir um kynlíf og upplifi bæði kynlöngun og ýmsar fantasíur. Margar rannsóknir hafa sýnt að unglingar horfa ekki bara á klám til að fá kynferðislega örvun heldur einnig til að læra um kynlíf. Með það í huga er mikilvægt að muna að klám er ekki búið til í fræðslutilgangi eða með hagsmuni ungs fólks í huga. Klám snýst um peninga. Ef klám verður kynfræðsla barna þá læra þau meðal annars lítið sem ekkert um mörk, samþykki, nánd, forleik, gælur, djúpa innilega kossa, væntumþykju, samtal um hvað skal gera og hvernig, eða kynsjúkdóma- og getnaðarvarnir. Þegar börn horfa á klám sjá þau ósamþykkt valdaójafnvægi, mikið og oft afar gróft ofbeldi, ýkta kynferðislega ánægju, ýkt útlit kynfæra, afar skökk samskipti og óheilbrigð tengsl. Á netinu má m.a. finna tugi þúsunda myndskeiða sem eiga að snúast um kynlíf milli fjölskyldumeðlima þar sem myndskeiðin heita t.d. „Fyrsta skiptið með afa“ eða „Stjúpfaðir kennir stjúpdóttur sinni…“ og myndskeið þar sem konur líta út fyrir að vera börn. Þeim er þá gjarnan lýst sem þröngum, litlum og óspjölluðum. Það er enginn filter inn á slíkt efni, börn geta dottið inn á það á örfáum sekúndum hvar sem er og hvenær sem er ef þau hafa snjalltæki við höndina. Sýnt hefur verið fram á að á stærstu klámsíðunum leynist fjöldinn allur af myndskeiðum sem sýna raunverulegt kynferðisofbeldi, barnaníð og mansal. Fjölmargar rannsóknir hafa einnig sýnt fram á ýmiskonar skaðleg áhrif kláms á sambönd, samskipti, viðhorf til kvenna, andlega líðan, kynsvörun og fleira. Sjá m.a. hér. Hljómar þetta eins og kynfræðsla sem er ásættanleg fyrir barnið þitt? Til að vinna gegn skökkum skilaboðum í klámi og víða annarsstaðar á netinu þarf að bæta kynfræðslu verulega. Bjóða þarf upp á markvissa alhliða kynfræðslu, þar sem áhersla er lögð á andlegar, félagslegar, tilfinningalegar og líkamlegar hliðar kynheilbrigðis. Byrja þarf snemma og byggja smátt og smátt upp betri þekkingu í samræmi við aldur barna og þroska. Það er sýn sem vonandi verður að veruleika fyrr en síðar um allt land. Jafnréttisskóli Reykjavíkur sem er hluti af skóla- og frístundasviði Reykjavíkurborgar heldur árlega upp á Viku6. Það er kynheilbrigðisátak sem haldið er í sjöttu viku hvers árs og fá allar félagsmiðstöðvar og grunnskólar borgarinnar hvatningu til að bjóða upp á fjölbreytta kynfræðslu. Unglingar kjósa þema hvers árs og taka virkan þátt í undirbúningi og skipulagi Viku6 hverju sinni. Í ár er þemað Kynlíf og kynferðisleg hegðun og hófst vikan í gær 06. febrúar. Markmið Viku6 er að hvetja starfsfólk til að sýna ungu fólki að kynheilbrigði skipti máli og einnig að brjóta niður tabú í tengslum við heilbrigða umræðu um kynlíf, sambönd og samskipti. Jafnréttisskólinn framleiðir fræðsluefni eins og veggspjöld, stuttermaboli fyrir starfsfólk félagsmiðstöðva, stutt myndbönd í samstarfi við UngRÚV, tekur saman kennsluefni og kennsluhugmyndir, býður upp á opna viðburði, heldur úti heimasíðu og Instagramsíðu #vika6_island og sendir nemendum í 10. bekk smokka. Hver starfsstaður útfærir svo kennslu vikunnar eftir sínu höfði. Önnur sveitarfélög og aðrir sem áhuga hafa er velkomið að taka þátt í Viku6 á þann hátt sem hentar. Ein vika á ári er sannarlega ekki næg kynfræðsla en þessi vika er góð áminning fyrir okkur öll um mikilvægi kynfræðslu. Í lok Viku6 verður tilkynnt um úrslit í stuttmyndasamkeppninni SEXAN sem er fyrir nemendur í 7. bekk og er samstarfsverkefni fjölmargra aðila. Þema keppninnar er stafrænt ofbeldi og í gegnum myndirnar sýna nemendur hvað stafrænt ofbeldi er, hversu slæmt það er og hvernig hægt er að vinna gegn því. Þeirra sýn og þeirra raddir fá að njóta sín. Þrjár bestu myndirnar verða verðlaunaðar, sýndar á UngRÚV og þær verða einnig sendar sem hluti af fræðsluefni um stafrænt ofbeldi í alla skóla landsins. Kæra fullorðna fólk, ekki beita þögn á unga fólkið okkar. Við þurfum að tala upphátt um kynlíf og ýta undir jákvæðar hliðar kynheilbrigðis. Klámvæðingin er hávær og börnin okkar eiga betra skilið en að fá sína fræðslu þaðan. Gleðilega Viku6! Höfundur er verkefnastýra Jafnréttisskóla Reykjavíkur
Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson Skoðun
Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun
Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald Skoðun
Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson skrifar
Skoðun Ég hef ofurtrú á manneskjunni í forvörnum og öryggi á bæjarhátíðunum Arnrún María Magnúsdóttir skrifar
Skoðun Stúdentar eiga ekki að borga fyrir vanfjármögnun háskólanna Ármann Leifsson,María Björk Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald skrifar
Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar
Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar
Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson skrifar
Skoðun Flugnám - Fjórði hluti: Hlutverk Reykjavíkurflugvallar í flugnámi Matthías Arngrímsson skrifar
Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson Skoðun
Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun
Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald Skoðun