Körfubolti

Körfu­bolta­kvöld: Finnur Freyr talinn besti þjálfarinn

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Finnur „Sem allt vinnur“ Freyr Stefánsson, þjálfari Íslandsmeistara Vals.
Finnur „Sem allt vinnur“ Freyr Stefánsson, þjálfari Íslandsmeistara Vals. Vísir/Hulda Margrét

„Framlengingin“ var á sínum stað í síðasta þætti Körfuboltakvölds. Þar leggur Kjartan Atli Kjartansson, þáttastjórnandi, spurningar fyrir sérfræðinga þáttarins sem þeir þurfa að svara og rökstyðja.

Eru Blikar í hættu á að missa af úrslitakeppninni?

„Já, miðað við hvernig þeir voru í kvöld þá eru þeir í hættu,“ var fyrsta svarið en Breiðablik tapaði gegn Keflavík á föstudaginn var.

Besti Bandaríkjamaður sem þið spiluðuð með?

Voru sérfræðingar þáttarins spurðir hver kæmi fyrst upp í hugann.

Hvaða lið falla?

Sérfræðingar þáttarins voru sammála um hvaða lið færu niður: KR og ÍR. Höttur verður svo nálægt því að falla en heldur sæti sínu.

Hver er þjálfari ársins að ykkar mati?

Aftur voru sérfræðingarnir sammála: Finnur Freyr Stefánsson.

Hvaða lið myndi vinna ef bara íslenskir ríkisborgarar myndu spila?

Valur og Tindastóll báru sigur úr bítum hér.

Klippa: Körfuboltakvöld: Framlengingin



Fleiri fréttir

Sjá meira


×