Endurhæfing Reykjalundar á sannarlega mikilvæga bakhjarla Bryndís Haraldsdóttir og Pétur Magnússon skrifa 3. febrúar 2023 09:01 Heilbrigðisþjónusta er einn af hornsteinum samfélagsins. Til að við hlúum sem best að þessum dýrmæta grunni samfélagsins er mikilvægt að þeir fjármunir sem fara í heilbrigðisþjónustu séu nýttir eins markvisst og mögulegt er með það að leiðarljósi að hámarka þjónustu og gæði. Með fjölgun þjóðarinnar og vaxandi meðalaldri er nauðsynlegt að horfa til bættrar þátta eins og lýðheilsu og endurhæfingu í auknum mæli þegar fjallað er um heilbrigðismál. Endurhæfing eflir fólk á öllum aldri til að viðhalda eða ná aftur færni í daglegu lífi eftir sjúkdóma eða slys. Endurhæfing miðar að því að auka lífsgæði einstaklingsins og þeirra sem næst honum standa og er sannarlega þjóðhagslega hagkvæm þegar horft er til nýtingu fjármagns í samfélaginu. Reykjalundur er í dag stærsta endurhæfingarstofnun landsins og þjónar öllu landinu. Starfsemin hófst árið 1945 og var hún byggð upp af eldhugum og frumkvöðlum í upphafi til að berjast við berkla. Þó hlutverkið hafi breyst er Reykjalundur nú sem fyrr í eigu SÍBS. Á Reykjalundi fer fram alhliða endurhæfing sem miðar að bættum lífsgæðum, aukinni færni og sjálfsbjargargetu þeirra sem þangað leita. Endurhæfing Reykjalundar er byggð upp samkvæmt alþjóðlegum, klínískum leiðbeiningum. Meðferðin einkennist af þverfaglegri samvinnu fagfólks sem myndar átta sérhæfð teymi, sem starfrækt eru á dagvinnutíma að mestu. Auk þess er þverfagleg legudeild, Miðgarður, opin allan sólarhringinn. Einnig er fjöldi gistirýma í boði fyrir sjúklinga sem þess þurfa vegna aðstæðna sinna. Markmið endurhæfingar er að endurheimta fyrri getu eða bæta heilsu. Um 110-130 sjúklingar sækja þjónustuna á degi hverjum. Á hverju ári fara um það bil 1.300 manns í gegnum endurhæfingarmeðferð á Reykjalundi, flestir í 4-6 vikur í senn. Auk þess kemur fjöldi sjúklinga í viðtöl á göngudeild á hverju ári. Hollvinasamtök Reykjalundar mikilvægur bakhjarl Hollvinasamtök Reykjalundar eru samtök fólks sem þykir vænt um Reykjalund og er tilbúið til að leggja sitt af mörkum til að efla starfsemina og styrkja frekari uppbyggingu hennar. Margir eiga þessari stofnun líf sitt að þakka, eða eiga vini og ættingja sem hafa komist aftur út í lífið sem virkir þátttakendur eftir dvöl á Reykjalundi. Um fjögur hundruð manns eru í Hollvinasamtökunum og við tökum vel á móti nýjum hollvinum. Engin skuldbinding fylgir því að vera félagi, önnur en sú að borga hóflegt árgjald sem nýtt er í þágu starfsemi Reykjalundar. Aðrir sem vilja leggja Reykjalundi lið geta haft samband við samtökin, sem sjá þá um að koma fjármunum rétta leið. Tilgangur Hollvinasamtakanna er að styðja við þá endurhæfingarstarfsemi sem fram fer á vegum Reykjalundar og er það gert með þrennum hætti: Með Fjáröflun og fjárstuðningi frá hollvinum og öðrum aðilum, með kynningarstarfsemi á opinberum vettvangi og með ýmsum öðrum stuðningi við starfsemi Reykjalundar Samtökunum hafa borist miklar og góðar gjafir frá einstaklingum, félagasamtökum og fyrirtækjum á undanförnum árum. Hollvinasamtökin hafa staðið fyrir kaupum á ýmsum tækjum sem gagnast starfseminni vel. Hollvinasamtökin voru stofnuð í lok árs 2013 og hafa frá þeim tíma gefið Reykjalundi gjafir fyrir um 70 milljónir. Aðalfundur Hollvinasamtaka Reykjalundar á laugardaginn Eftir hlé á fundarhöldum samtakanna vegna Covid, verður aðalfundur Hollvinasamtaka Reykjalundar haldinn í hátíðarsal Reykjalundar nú á laugardaginn 4. febrúar 2023, kl. 14:00. Á dagskrá verða auk venjulegra aðalfundarstafa tvö stutt fræðsluerindi um meðhöndlun á langtímaeinkennum Covid og endurhæfingu hjartasjúklinga. Gaman er að segja frá því að á fundinum munu Hollvinir afhenda Reykjalundi hjartarafrit og sex senda af fullkomnustu gerð, til að fylgjast með hjartalínuriti einstaklinga í þjálfun en gjöfin er að verðmæti tæplega 4 miljónir króna. Hollvinir eru hvattir til að mæta og nýir félagar velkomnir. Mikilvægi endurhæfingar til að bæta samfélagið okkar hefur aldrei verið mikilvægara en einmitt núna og þar gegnir starfsemi Reykjalundar lykilhlutverki. Hvernig hljómar að gerast Hollvinur með okkur? Nánari upplýsingar um Hollvinasamtökin má finna hér. Bryndís Haraldsdóttir er formaður Hollvinasamtaka Reykjalundar. Pétur Magnússon er forstjóri Reykjalundar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Heilbrigðismál Félagasamtök Mest lesið Halldór 24.05.2025 Halldór #blessmeta - önnur grein Guðrún Hrefna Guðmundsdóttir Skoðun Hvers virði er lambakjöt? Hafliði Halldórsson Skoðun Hamas og átökin við Ísrael – hvað er ekki sagt upphátt? Einar G Harðarson Skoðun Hvernig gengur nýjum kennurum í grunnskólakennslu? Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Aðalheiður Anna Erlingsdóttir,Andri Rafn Ottesen,Maríanna Jónsdóttir Maríudóttir,Valgerður S. Bjarnadóttir Skoðun „Litla stúlkan og ruddarnir“ - Hugleiðing um stöðu Íslands á alþj.vettv. Flosi Þorgeirsson Skoðun Daði Már týnir sjálfum sér Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Þjóðareign, trú og skattar Svanur Guðmundsson Skoðun Nú þurfa foreldrar að vera hugrakkir Jón Pétur Zimsen Skoðun Næstu sólarhringar á Gaza skipta sköpum Hlynur Már Vilhjálmsson Skoðun Skoðun Skoðun #blessmeta - önnur grein Guðrún Hrefna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Hvers virði er lambakjöt? Hafliði Halldórsson skrifar Skoðun Lífið er eins og konfektkassi, þú veist aldrei hvernig mola þú færð Elín Íris Fanndal skrifar Skoðun Þjóðareign, trú og skattar Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hamas og átökin við Ísrael – hvað er ekki sagt upphátt? Einar G Harðarson skrifar Skoðun Gjaldfrjálsar máltíðir fyrir leikskólabörn Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Næstu sólarhringar á Gaza skipta sköpum Hlynur Már Vilhjálmsson skrifar Skoðun Hvernig gengur nýjum kennurum í grunnskólakennslu? Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Aðalheiður Anna Erlingsdóttir,Andri Rafn Ottesen,Maríanna Jónsdóttir Maríudóttir,Valgerður S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Huglæg réttlætiskennd og skattar á verðmætasköpun Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Loksins fær þyrlan heimili fyrir norðan Njáll Trausti Friðbertsson skrifar Skoðun Opið bréf til stjórnvalda Elín Ýr Arnar Hafdísardóttir skrifar Skoðun Við skuldum þeim að hlusta Ólafur Adolfsson skrifar Skoðun „Litla stúlkan og ruddarnir“ - Hugleiðing um stöðu Íslands á alþj.vettv. Flosi Þorgeirsson skrifar Skoðun Mikilvæg gagnrýni eða tilraun til valdayfirtöku í Sósíalistaflokknum? Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Matvælaverð hefur nær þrefaldast frá stofnun Viðskiptaráðs! Sigríður Ingibjörg Ingadóttir skrifar Skoðun Alvarleg staða í umhverfi fréttamiðla Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Stéttarkerfi Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Stöðvum Hamas. Einungis þannig getum við stöðvað hryllinginn á Gaza BIrgir Finnsson skrifar Skoðun Dagur líffræðilegrar fjölbreytni 2025 Rannveig Magnúsdóttir,Ole Sandberg,Ragnhildur Guðmundsdóttir,Rebecca Thompson,Skúli Skúlason,Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Æfingin skapar meistarann! Sigurjón Már Fox Gunnarsson skrifar Skoðun 140 sinnum líklegra að verða fyrir eldingu Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Konum í afplánun fjölgar: Með flókin áföll á bakinu Tinna Eyberg Örlygsdóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir skrifar Skoðun Traust í húfi Eyjólfur Ármannsson skrifar Skoðun Verðmætasköpun án virðingar Berglind Harpa Svavarsdóttir skrifar Skoðun Daði Már týnir sjálfum sér Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Samhljómur við náttúruna og sjálfbæra þróun Anna María Ágústsdóttir skrifar Skoðun Aðgerðir gegn mansali í forgangi Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Enginn á verðinum – um ábyrgð, framtíðarsýn og mikilvægi forvirkrar stjórnsýslu Guðjón Heiðar Pálsson skrifar Skoðun Framtíðin fær húsnæði Ingunn Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Börnin sem deyja á Gaza Elín Pjetursdóttir skrifar Sjá meira
Heilbrigðisþjónusta er einn af hornsteinum samfélagsins. Til að við hlúum sem best að þessum dýrmæta grunni samfélagsins er mikilvægt að þeir fjármunir sem fara í heilbrigðisþjónustu séu nýttir eins markvisst og mögulegt er með það að leiðarljósi að hámarka þjónustu og gæði. Með fjölgun þjóðarinnar og vaxandi meðalaldri er nauðsynlegt að horfa til bættrar þátta eins og lýðheilsu og endurhæfingu í auknum mæli þegar fjallað er um heilbrigðismál. Endurhæfing eflir fólk á öllum aldri til að viðhalda eða ná aftur færni í daglegu lífi eftir sjúkdóma eða slys. Endurhæfing miðar að því að auka lífsgæði einstaklingsins og þeirra sem næst honum standa og er sannarlega þjóðhagslega hagkvæm þegar horft er til nýtingu fjármagns í samfélaginu. Reykjalundur er í dag stærsta endurhæfingarstofnun landsins og þjónar öllu landinu. Starfsemin hófst árið 1945 og var hún byggð upp af eldhugum og frumkvöðlum í upphafi til að berjast við berkla. Þó hlutverkið hafi breyst er Reykjalundur nú sem fyrr í eigu SÍBS. Á Reykjalundi fer fram alhliða endurhæfing sem miðar að bættum lífsgæðum, aukinni færni og sjálfsbjargargetu þeirra sem þangað leita. Endurhæfing Reykjalundar er byggð upp samkvæmt alþjóðlegum, klínískum leiðbeiningum. Meðferðin einkennist af þverfaglegri samvinnu fagfólks sem myndar átta sérhæfð teymi, sem starfrækt eru á dagvinnutíma að mestu. Auk þess er þverfagleg legudeild, Miðgarður, opin allan sólarhringinn. Einnig er fjöldi gistirýma í boði fyrir sjúklinga sem þess þurfa vegna aðstæðna sinna. Markmið endurhæfingar er að endurheimta fyrri getu eða bæta heilsu. Um 110-130 sjúklingar sækja þjónustuna á degi hverjum. Á hverju ári fara um það bil 1.300 manns í gegnum endurhæfingarmeðferð á Reykjalundi, flestir í 4-6 vikur í senn. Auk þess kemur fjöldi sjúklinga í viðtöl á göngudeild á hverju ári. Hollvinasamtök Reykjalundar mikilvægur bakhjarl Hollvinasamtök Reykjalundar eru samtök fólks sem þykir vænt um Reykjalund og er tilbúið til að leggja sitt af mörkum til að efla starfsemina og styrkja frekari uppbyggingu hennar. Margir eiga þessari stofnun líf sitt að þakka, eða eiga vini og ættingja sem hafa komist aftur út í lífið sem virkir þátttakendur eftir dvöl á Reykjalundi. Um fjögur hundruð manns eru í Hollvinasamtökunum og við tökum vel á móti nýjum hollvinum. Engin skuldbinding fylgir því að vera félagi, önnur en sú að borga hóflegt árgjald sem nýtt er í þágu starfsemi Reykjalundar. Aðrir sem vilja leggja Reykjalundi lið geta haft samband við samtökin, sem sjá þá um að koma fjármunum rétta leið. Tilgangur Hollvinasamtakanna er að styðja við þá endurhæfingarstarfsemi sem fram fer á vegum Reykjalundar og er það gert með þrennum hætti: Með Fjáröflun og fjárstuðningi frá hollvinum og öðrum aðilum, með kynningarstarfsemi á opinberum vettvangi og með ýmsum öðrum stuðningi við starfsemi Reykjalundar Samtökunum hafa borist miklar og góðar gjafir frá einstaklingum, félagasamtökum og fyrirtækjum á undanförnum árum. Hollvinasamtökin hafa staðið fyrir kaupum á ýmsum tækjum sem gagnast starfseminni vel. Hollvinasamtökin voru stofnuð í lok árs 2013 og hafa frá þeim tíma gefið Reykjalundi gjafir fyrir um 70 milljónir. Aðalfundur Hollvinasamtaka Reykjalundar á laugardaginn Eftir hlé á fundarhöldum samtakanna vegna Covid, verður aðalfundur Hollvinasamtaka Reykjalundar haldinn í hátíðarsal Reykjalundar nú á laugardaginn 4. febrúar 2023, kl. 14:00. Á dagskrá verða auk venjulegra aðalfundarstafa tvö stutt fræðsluerindi um meðhöndlun á langtímaeinkennum Covid og endurhæfingu hjartasjúklinga. Gaman er að segja frá því að á fundinum munu Hollvinir afhenda Reykjalundi hjartarafrit og sex senda af fullkomnustu gerð, til að fylgjast með hjartalínuriti einstaklinga í þjálfun en gjöfin er að verðmæti tæplega 4 miljónir króna. Hollvinir eru hvattir til að mæta og nýir félagar velkomnir. Mikilvægi endurhæfingar til að bæta samfélagið okkar hefur aldrei verið mikilvægara en einmitt núna og þar gegnir starfsemi Reykjalundar lykilhlutverki. Hvernig hljómar að gerast Hollvinur með okkur? Nánari upplýsingar um Hollvinasamtökin má finna hér. Bryndís Haraldsdóttir er formaður Hollvinasamtaka Reykjalundar. Pétur Magnússon er forstjóri Reykjalundar.
Hvernig gengur nýjum kennurum í grunnskólakennslu? Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Aðalheiður Anna Erlingsdóttir,Andri Rafn Ottesen,Maríanna Jónsdóttir Maríudóttir,Valgerður S. Bjarnadóttir Skoðun
Skoðun Lífið er eins og konfektkassi, þú veist aldrei hvernig mola þú færð Elín Íris Fanndal skrifar
Skoðun Hvernig gengur nýjum kennurum í grunnskólakennslu? Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Aðalheiður Anna Erlingsdóttir,Andri Rafn Ottesen,Maríanna Jónsdóttir Maríudóttir,Valgerður S. Bjarnadóttir skrifar
Skoðun „Litla stúlkan og ruddarnir“ - Hugleiðing um stöðu Íslands á alþj.vettv. Flosi Þorgeirsson skrifar
Skoðun Mikilvæg gagnrýni eða tilraun til valdayfirtöku í Sósíalistaflokknum? Ása Lind Finnbogadóttir skrifar
Skoðun Matvælaverð hefur nær þrefaldast frá stofnun Viðskiptaráðs! Sigríður Ingibjörg Ingadóttir skrifar
Skoðun Dagur líffræðilegrar fjölbreytni 2025 Rannveig Magnúsdóttir,Ole Sandberg,Ragnhildur Guðmundsdóttir,Rebecca Thompson,Skúli Skúlason,Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir skrifar
Skoðun Konum í afplánun fjölgar: Með flókin áföll á bakinu Tinna Eyberg Örlygsdóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir skrifar
Skoðun Enginn á verðinum – um ábyrgð, framtíðarsýn og mikilvægi forvirkrar stjórnsýslu Guðjón Heiðar Pálsson skrifar
Hvernig gengur nýjum kennurum í grunnskólakennslu? Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Aðalheiður Anna Erlingsdóttir,Andri Rafn Ottesen,Maríanna Jónsdóttir Maríudóttir,Valgerður S. Bjarnadóttir Skoðun