Í desember síðastliðnum gerði óveður víða um land, meðal annars á Reykjanesskaga, með tilheyrandi áhrifum á flugsamgöngur til og frá landinu. Bogi gerir veðrið að sérstöku umtalsefni sínu í tilkynningunni.
„Eru áhrifin af þessum röskunum metin á um einn milljarð króna sem að langmestu leyti má rekja til lokunar Reykjanesbrautarinnar á meðan Keflavíkurflugvöllur var opinn. Það er því ánægjulegt og mikilvægt að innviðaráðherra hafi sett af stað vinnu til að tryggja að slíkt ástand muni ekki skapast aftur við sambærilegar veðuraðstæður.“
Nálægt 2019
Í uppgjörinu kemur fram að rekstrarafkoma félagsins án fjármagnsliða og skattgreiðslna (EBIT) hafi verið 2,6 milljarðar króna, og hafi batnað um 20,9 milljarða króna. Þar kemur einnig fram að flugframboð fjórða ársfjórðungs hafi verið 95 prósent af því sem var á sama tímabili árið 2019. Afkoma félagsins á tímabilinu er þá sögð sú besta á fjórða ársfjórðungi síðan árið 2015.
Efnahagsreikningur félagsins er sagður sterkur í uppgjörinu og lausafjárstaða upp á 45,4 milljarða króna, auk þess sem metsala hafi verið í janúar 2023 og horfur góðar á öllum mörkuðum.
Viðsnúningur
Í tilkynningu um uppgjörið er haft eftir Boga Nils Bogasyni forstjóra að árið 2022 hafi markað viðsnúning í rekstri Icelandair.
„Sterk tekjumyndum með met farþegatekjum á seinni hluta ársins og stórbætt EBIT hlutfall sýnir að viðskiptalíkan félagsins hefur enn og aftur sannað gildi sitt. Við höfum náð vopnum okkar og höldum ótrauð áfram, sterkari en nokkru sinni fyrr, með stærstu flugáætlun í sögu félagsins á þessu ári þegar kemur að tíðni og fjölda áfangastaða.
Stefna okkar og aðgerðir á meðan á faraldrinum stóð gerðu það að verkum að við vorum tilbúin að bregðast við og auka flugframboð hratt til að mæta mikilli eftirspurn. Við tvöfölduðum flugáætlun félagsins á milli ára, fjölguðum áfangastöðum í 51 og fluttum 3,7 milljónir farþega á árinu,“ er haft eftir Boga.