Hvað eiga handklæði og skrásetningargjöld sameiginlegt? Sigurbjörg Lovísa Árnadóttir skrifar 2. febrúar 2023 12:00 Það er okkur Íslendingum mikilvægt að varðveita íslenska tungu. Við erum iðin við að búa til nýyrði, iðin við að leiðrétta þágufallssýki þó þörfin á því sé ekki endilega mikil. Við erum líka iðin við að nota orð sem lýsa nákvæmlega því sem fólk myndi einmitt halda að þau þýði. Þar má nefna orð eins og ostaskeri, rúðupiss og svitalyktareyðir. Svo eigum við líka orð sem gefa þeim sem ekki eru íslenskumælandi litla vísbendingu um hvað þau þýða eins og til dæmis orðin lampi, rúntur eða bolli. En svo er líka flokkur orða sem við myndum eflaust halda að merki eitt en þýða í raun annað. Þar má nefna orð eins og til dæmis handklæði sem er svo sannarlega ekki orð með svipaða merkingu og orðið hanski eða vettlingur. En svo er það mitt uppáhalds orð: skrásetningargjald. Skrásetningargjald er orð sem ég gerði ráð fyrir að merkti að ef ég myndi, sem dæmi, skrá mig á námskeið sem kostar að þá þyrfti ég hugsanleg að borga einskonar staðfestingargjald. Skrásetningargjaldið færi þá í að greiða fyrir vinnuna sem það kostar að skrá mig á námskeiðið og væri eitthvað smotterí. Hljómar einfalt, en er því miður ekki merking orðsins þegar nemendur skrá sig í nám við Háskóla Íslands. Skrásetningargjaldið siglir nefnilega undir fölsku flaggi í opinberum háskólum hér á landi, það er notað í hitt og þetta sem á alls ekkert skylt við skrásetningu. Röskvuliðar í Stúdentaráði og háskólaráði hafa margbent á þetta og telja að með þessu sé verið að rukka stúdenta meira en það sem lög um opinbera háskóla heimila að skrásetningargjaldið sé notað í. Skrásetningargjöld Háskóla Íslands fela í sér leynd skólagjöld sem ekki er heimild í lögum til að innheimta og þau skerða jafnrétti til náms. Það tíðkast almennt hvorki að innheimta skrásetningar- né skólagjöld af stúdentum í opinberum háskólum á Norðurlöndunum. Helsta undantekningin er Noregur þar sem nemendur greiða gjöld á bilinu 4.100 – 22.000 krónur, samkvæmt landssamtökum stúdenta í Noregi. Stúdentar við Háskóla Íslands greiða 75.000 krónur á ári sem er rúmlega þrefalt meira en í sambærilegum opinberum háskólum í Noregi, eða 340% meira. Þessi háu skrásetningargjöld hér á landi eru ein birtingarmynd undirfjármagnaðs háskólastigs. Háskóli Íslands hefur verið undirfjármagnaður um árabil og þarf því að hluta til að reiða sig á fjármagn úr vösum stúdenta. Á dögunum bárust fréttir af því að allt að milljarð vanti upp á til þess Háskóli Íslands nái endum saman fyrir komandi ár. Gripið hefur verið til ýmissa aðgerða sem leiða til lakari gæða náms og hefta aðgengi til þess hreinlega að stunda nám. Ein af aðgerðunum sem lögð hefur verið til er nefnilega að hækka þetta svokalla skrásetningargjald úr 75.000 krónum upp í 95.000 krónur. Hér er um að ræða örvæntingarfulla tilraun háskólayfirvalda til þess að loka þessu risa gati í fjárhagsáætluninni sem þau standa frammi fyrir. Það er sorglegt að þetta sé staðan á sama tíma og ráðherra háskólamála boðar stórsókn í menntun. Röskva leggst alfarið gegn hækkun skrásetningargjaldanna og munu Röskvuliðar halda áfram að beita sér markvisst fyrir lækkun eða afnámi gjaldsins líkt og undanfarin ár. Skrásetningargjöldin skerða aðgengi að námi og það er ótækt að jafn íþyngjandi gjöld og þessi eigi að hækka alltaf þegar að upp á vantar í rekstur háskólans. Orðið handklæði mun aldrei verða að vettling, en skrásetningargjald í Háskóla Íslands á að þýða það sem orðið gefur til kynna. Við krefjumst þess að brugðist sé tafarlaust við, fallið verði frá niðurskurðarkröfu og fjárframlög stóraukin til Háskóla Íslands. Háskóli Íslands á ekki að þurfa að teygja sig í vasa stúdenta til viðbótar við fjárframlög ríkisins. Það er á ábyrgð stjórnvalda að sjá til þess að opinber háskólamenntun sé fjármögnuð sem skyldi. Höfundur er varaforseti Röskvu og varafulltrúi í Stúdentaráði Háskóla Íslands. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hagsmunir stúdenta Mest lesið Jöfn tækifæri og sterkari skólar Birna Gunnlaugsdóttir Skoðun Tími til að breyta: Lóðaskortur og skipulagsleysi hækkar íbúðaverð Aðalsteinn Leifsson Skoðun Fyllerí eru hættuleg Hjalti Már Björnsson Skoðun Nei elskan, við eigum hlutfall af heildarlaxamagni heima Þorgerður María Þorbjarnardóttir Skoðun Ekki urða yfir okkur Brynja Hlíf Hjaltadóttir Skoðun Fimm ástæður fyrir því að fullyrðing dómsmálaráðherra er röng Askur Hrafn Hannesson,Margrét Rut Eddudóttir Skoðun Fimm rangfærslur um Byrjendalæsi Gunnar Gíslason,Guðmundur Engilbertsson,Jenný Gunnbjörnsdóttir ,Ragnheiður Lilja Bjarnadóttir,Rannveig Oddsdóttir,Rúnar Sigþórsson Skoðun Þegar stæðaleitin verður að umferð: Reykjavík þarf skýrari lausnir Gunnar Einarsson Skoðun Óeðlilegu afskipti Hönnu Katrínar Jón Kaldal Skoðun Ég er tilbúinn! Birkir Snær Brynleifsson Skoðun Skoðun Skoðun Hvernig byggjum við upp hágæða almenningssamgöngur? Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Urðum ekki yfir staðreyndir Anna Sigríður Guðnadóttir skrifar Skoðun Leysum leikskólamálin í Reykjavík Anna Björk Marteinsdóttir skrifar Skoðun Opinber áskorun til borgarstjóra: Hvar er kaffispjallið í Grafarvogi? Elísabet Gísladóttir skrifar Skoðun Þegar stæðaleitin verður að umferð: Reykjavík þarf skýrari lausnir Gunnar Einarsson skrifar Skoðun Bjargráð Heiða Kristín Helgadóttir skrifar Skoðun Prófkjör D-lista í Mosfellsbæ 31. janúar Ásgeir Sveinsson skrifar Skoðun Að framkvæma fyrst og spyrja svo Regína Hreinsdóttir skrifar Skoðun Markmið: Fullkomnasta heilbrigðisþjónusta sem tök eru á að veita Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Hættum að tala niður til barna og ungmenna Ómar Bragi Stefánsson skrifar Skoðun Ekki urða yfir okkur Brynja Hlíf Hjaltadóttir skrifar Skoðun Nei elskan, við eigum hlutfall af heildarlaxamagni heima Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Æska mótar lífið – lærdómar af einstæðri langtímarannsókn Gestur Valgarðsson skrifar Skoðun Miðstýring sýslumanns Íslands Stefán Vagn Stefánsson skrifar Skoðun Fimm ástæður fyrir því að fullyrðing dómsmálaráðherra er röng Askur Hrafn Hannesson,Margrét Rut Eddudóttir skrifar Skoðun Fjarnám – við erum tilbúin, hvar eruð þið? Brynhildur Jónsdóttir,Sandra Sigurðardóttir skrifar Skoðun Óeðlilegu afskipti Hönnu Katrínar Jón Kaldal skrifar Skoðun Fyllerí eru hættuleg Hjalti Már Björnsson skrifar Skoðun Jöfn tækifæri og sterkari skólar Birna Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Frá biðlistum til raunhæfra lausna - Félagsbústaðir fyrr og nú Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Ævintýri á slóðum Vesturfara Karítas Hrundar Pálsdóttir skrifar Skoðun Ég er tilbúinn! Birkir Snær Brynleifsson skrifar Skoðun Lífið er soðin ýsa Björg Magnúsdóttir skrifar Skoðun Fimm rangfærslur um Byrjendalæsi Gunnar Gíslason,Guðmundur Engilbertsson,Jenný Gunnbjörnsdóttir ,Ragnheiður Lilja Bjarnadóttir,Rannveig Oddsdóttir,Rúnar Sigþórsson skrifar Skoðun Hagur okkar allra Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Tími til að breyta: Lóðaskortur og skipulagsleysi hækkar íbúðaverð Aðalsteinn Leifsson skrifar Skoðun Hagur barnsins er leiðarljós að betra samfélagi Heiðdís Geirsdóttir,Orri Hlöðversson skrifar Skoðun Persónuvernd – hvert stefnum við? Helga Þórisdóttir skrifar Skoðun Eru mannréttindi martröð? Þórarinn Snorri Sigurgeirsson skrifar Skoðun Hvað er velsældarhagkerfið? Kristín Vala Ragnarsdóttir,Ásgeir Brynjar Torfason,Brynhildur Davíðsdóttir,Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Silja Elvarsdóttir skrifar Sjá meira
Það er okkur Íslendingum mikilvægt að varðveita íslenska tungu. Við erum iðin við að búa til nýyrði, iðin við að leiðrétta þágufallssýki þó þörfin á því sé ekki endilega mikil. Við erum líka iðin við að nota orð sem lýsa nákvæmlega því sem fólk myndi einmitt halda að þau þýði. Þar má nefna orð eins og ostaskeri, rúðupiss og svitalyktareyðir. Svo eigum við líka orð sem gefa þeim sem ekki eru íslenskumælandi litla vísbendingu um hvað þau þýða eins og til dæmis orðin lampi, rúntur eða bolli. En svo er líka flokkur orða sem við myndum eflaust halda að merki eitt en þýða í raun annað. Þar má nefna orð eins og til dæmis handklæði sem er svo sannarlega ekki orð með svipaða merkingu og orðið hanski eða vettlingur. En svo er það mitt uppáhalds orð: skrásetningargjald. Skrásetningargjald er orð sem ég gerði ráð fyrir að merkti að ef ég myndi, sem dæmi, skrá mig á námskeið sem kostar að þá þyrfti ég hugsanleg að borga einskonar staðfestingargjald. Skrásetningargjaldið færi þá í að greiða fyrir vinnuna sem það kostar að skrá mig á námskeiðið og væri eitthvað smotterí. Hljómar einfalt, en er því miður ekki merking orðsins þegar nemendur skrá sig í nám við Háskóla Íslands. Skrásetningargjaldið siglir nefnilega undir fölsku flaggi í opinberum háskólum hér á landi, það er notað í hitt og þetta sem á alls ekkert skylt við skrásetningu. Röskvuliðar í Stúdentaráði og háskólaráði hafa margbent á þetta og telja að með þessu sé verið að rukka stúdenta meira en það sem lög um opinbera háskóla heimila að skrásetningargjaldið sé notað í. Skrásetningargjöld Háskóla Íslands fela í sér leynd skólagjöld sem ekki er heimild í lögum til að innheimta og þau skerða jafnrétti til náms. Það tíðkast almennt hvorki að innheimta skrásetningar- né skólagjöld af stúdentum í opinberum háskólum á Norðurlöndunum. Helsta undantekningin er Noregur þar sem nemendur greiða gjöld á bilinu 4.100 – 22.000 krónur, samkvæmt landssamtökum stúdenta í Noregi. Stúdentar við Háskóla Íslands greiða 75.000 krónur á ári sem er rúmlega þrefalt meira en í sambærilegum opinberum háskólum í Noregi, eða 340% meira. Þessi háu skrásetningargjöld hér á landi eru ein birtingarmynd undirfjármagnaðs háskólastigs. Háskóli Íslands hefur verið undirfjármagnaður um árabil og þarf því að hluta til að reiða sig á fjármagn úr vösum stúdenta. Á dögunum bárust fréttir af því að allt að milljarð vanti upp á til þess Háskóli Íslands nái endum saman fyrir komandi ár. Gripið hefur verið til ýmissa aðgerða sem leiða til lakari gæða náms og hefta aðgengi til þess hreinlega að stunda nám. Ein af aðgerðunum sem lögð hefur verið til er nefnilega að hækka þetta svokalla skrásetningargjald úr 75.000 krónum upp í 95.000 krónur. Hér er um að ræða örvæntingarfulla tilraun háskólayfirvalda til þess að loka þessu risa gati í fjárhagsáætluninni sem þau standa frammi fyrir. Það er sorglegt að þetta sé staðan á sama tíma og ráðherra háskólamála boðar stórsókn í menntun. Röskva leggst alfarið gegn hækkun skrásetningargjaldanna og munu Röskvuliðar halda áfram að beita sér markvisst fyrir lækkun eða afnámi gjaldsins líkt og undanfarin ár. Skrásetningargjöldin skerða aðgengi að námi og það er ótækt að jafn íþyngjandi gjöld og þessi eigi að hækka alltaf þegar að upp á vantar í rekstur háskólans. Orðið handklæði mun aldrei verða að vettling, en skrásetningargjald í Háskóla Íslands á að þýða það sem orðið gefur til kynna. Við krefjumst þess að brugðist sé tafarlaust við, fallið verði frá niðurskurðarkröfu og fjárframlög stóraukin til Háskóla Íslands. Háskóli Íslands á ekki að þurfa að teygja sig í vasa stúdenta til viðbótar við fjárframlög ríkisins. Það er á ábyrgð stjórnvalda að sjá til þess að opinber háskólamenntun sé fjármögnuð sem skyldi. Höfundur er varaforseti Röskvu og varafulltrúi í Stúdentaráði Háskóla Íslands.
Fimm ástæður fyrir því að fullyrðing dómsmálaráðherra er röng Askur Hrafn Hannesson,Margrét Rut Eddudóttir Skoðun
Fimm rangfærslur um Byrjendalæsi Gunnar Gíslason,Guðmundur Engilbertsson,Jenný Gunnbjörnsdóttir ,Ragnheiður Lilja Bjarnadóttir,Rannveig Oddsdóttir,Rúnar Sigþórsson Skoðun
Skoðun Opinber áskorun til borgarstjóra: Hvar er kaffispjallið í Grafarvogi? Elísabet Gísladóttir skrifar
Skoðun Þegar stæðaleitin verður að umferð: Reykjavík þarf skýrari lausnir Gunnar Einarsson skrifar
Skoðun Nei elskan, við eigum hlutfall af heildarlaxamagni heima Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar
Skoðun Fimm ástæður fyrir því að fullyrðing dómsmálaráðherra er röng Askur Hrafn Hannesson,Margrét Rut Eddudóttir skrifar
Skoðun Fjarnám – við erum tilbúin, hvar eruð þið? Brynhildur Jónsdóttir,Sandra Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Frá biðlistum til raunhæfra lausna - Félagsbústaðir fyrr og nú Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Fimm rangfærslur um Byrjendalæsi Gunnar Gíslason,Guðmundur Engilbertsson,Jenný Gunnbjörnsdóttir ,Ragnheiður Lilja Bjarnadóttir,Rannveig Oddsdóttir,Rúnar Sigþórsson skrifar
Skoðun Tími til að breyta: Lóðaskortur og skipulagsleysi hækkar íbúðaverð Aðalsteinn Leifsson skrifar
Skoðun Hagur barnsins er leiðarljós að betra samfélagi Heiðdís Geirsdóttir,Orri Hlöðversson skrifar
Skoðun Hvað er velsældarhagkerfið? Kristín Vala Ragnarsdóttir,Ásgeir Brynjar Torfason,Brynhildur Davíðsdóttir,Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Silja Elvarsdóttir skrifar
Fimm ástæður fyrir því að fullyrðing dómsmálaráðherra er röng Askur Hrafn Hannesson,Margrét Rut Eddudóttir Skoðun
Fimm rangfærslur um Byrjendalæsi Gunnar Gíslason,Guðmundur Engilbertsson,Jenný Gunnbjörnsdóttir ,Ragnheiður Lilja Bjarnadóttir,Rannveig Oddsdóttir,Rúnar Sigþórsson Skoðun