Sátu alvarlega fundi um tómatsósu og guacamole Kristín Ólafsdóttir skrifar 31. janúar 2023 07:01 Páll Gunnar Pálsson, forstjóri Samkeppniseftirlitsins. Vísir/arnar Sérfræðingar Samkeppniseftirlitsins sátu alvarlega fundi um tómatsósu og guacamole þegar þeir unnu að ógildingu á samruna tveggja majónesrisa. Ítarlegar sósuskilgreiningar í úrskurði málsins hafa vakið kátínu, sem forstjóri segir skiljanlegt. En hagsmunir neytenda hafi verið í húfi. Samkeppniseftirlitið stöðvaði á dögunum kaup kaupfélags Skagfirðinga á Gunnars sem hefði sett í eina sæng vörumerkin E. Finnsson og Vogabær annars vegar og Gunnars hins vegar. Eftirlitið telur að samruninn hefði leitt til alltof ráðandi stöðu sameinaðs félags á markaði hreins majóness og annarra tilbúinna, kaldra sósa. Og þennan markað þurfti eftirlitið að skilgreina því að um hann reyndist ágreiningur. „Samrunaaðilar töldu að við ættum að taka með guacamole, BBQ-sósu, tómatsósu og svoleiðis sem kæmi þá í staðinn fyrir kokteilblönduðu sósurnar. Það er ástæðan fyrir því að við þurftum að skrifa um þetta allt saman og við áttum okkur á því að þetta hljómar pínu fyndið,“ segir Páll Gunnar Pálsson, forstjóri Samkeppniseftirlitsins. Alvarlegt mál Úrskurður Samkeppniseftirlitsins er 130 blaðsíður og mesta athygli vekja hinar löngu og ítarlegu sósuskilgreiningar í undirköflum á borð við: Tómatsósa og BBQ-sósa, Tabasco, salsa, guacamole, Sýrður rjómi og Sinnep. Ekki reyndist þó þörf á að fjalla um sinnep í löngu máli, eins og stendur í úrskurðinum. Það virðist eiginlega sem engin sósa sé samkeppniseftirlitinu óviðkomandi. Við fáum dæmi úr úrskurði Samkeppniseftirlitsins: Er óhjákvæmilegt að líta til þess að mati Samkeppniseftirlitsins að sterkt bragð og sérstök áferð Tabasco sósu greinir sig verulega frá bragði og áferð fituríkra kaldra sósa úr majónesi. Kafli 1.4.5. Tabasco, salsa, guacamole, bls. 32 Nauðsynleg rannsóknarvinna, segir Páll, sem fól meðal annars í sér vettvangsferðir í sósuverksmiðjur. Ekki kom þó til sósusmökkunar. „Vissulega áttum við hérna alvörugefna fundi um hvort tómatsósa kæmi í staðinn fyrir kokteilsósu á hamborgurum og hvort að sýrður rjómi kæmi í staðinn fyrir majónesið þannig að í huga þessara fyrirtækja og okkar líka skiptir þetta máli. Og þetta skiptir máli fyrir neytendur,“ segir Páll. Mikilvægt fordæmi Sjálfir mótmæltu majónesrisarnir. Bent var á að samhengi gæti til dæmis skipt miklu máli. Þannig væri jafnvel hægt að leggja tómatsósu og kokteilsósu að jöfnu, þegar þær eru borðaðar með frönskum kartöflum. En burtséð frá kómíkinni segir Páll málið setja mikilvægt fordæmi. „Á eftir þessum samruna gætu komið aðrar matvörur sem fólki finnst ekki eins fyndið að fjalla um en eru jafnvel enn mikilvægari að fjalla um í hugum neytenda.“ Neytendur Matvælaframleiðsla Samkeppnismál Tengdar fréttir Kaup KS á Gunnars ógild Samkeppniseftirlitið hefur með ákvörðun sinni í dag ógilt kaup Kaupfélags Skagfirðinga á Gunnars ehf., sem framleiðir meðal annars Gunnars mæjónes. Segir í ákvörðuninni að samruni fyrirtækjanna myndi leiða til alvarlegrar röskunar á samkeppni í framleiðslu og sölu á mæjónesi og köldum sósum. 26. janúar 2023 18:46 Mest lesið „Beindu skammbyssu að höfðinu á mér og sögðu: I will kill you“ Atvinnulíf Kaffi Ó-le opið á ný Viðskipti innlent Hættir sem þjálfari kokkalandsliðsins Viðskipti innlent Bíða enn eftir tæpri milljón í endurgreiðslu eftir fall Play Neytendur Félögin þeirra högnuðust mest Viðskipti innlent Framkvæmdastjóri Bónus: „Ég er svona „aulahúmor“-stríðinn“ Atvinnulíf Kostnaður við tónleika útskýri hátt miðaverð Neytendur Opnar útibú Forréttabarsins á kunnuglegum stað Viðskipti innlent Gagnrýna að seljendur og verktakar þurfi einir að lækka verð Viðskipti innlent Klæddu sig í bestu fötin til að virka eldri meðal fræga fólksins Atvinnulíf Fleiri fréttir Kaffi Ó-le opið á ný Hættir sem þjálfari kokkalandsliðsins Veiðigjald á þorski nánast tvöfaldað milli ára Ákvörðun um fjárhæð veiðigjalds seinni á ferðinni en venjulega Leggur til þrjár aðgerðir á ögurstundu fjölmiðla Áttatíu hafa sótt um nýju leiðina, Stefnir fagnar ákvörðun Seðlabankans Gervigreind á jólaísnum hafi komið á óvart Bein útsending: Orkan, álið og kísillinn Opnar útibú Forréttabarsins á kunnuglegum stað Nefndarmaður hefði kosið að halda stýrivöxtunum óbreyttum Gagnrýna að seljendur og verktakar þurfi einir að lækka verð Stefnir í að eitt minkabú verði eftir á landinu Ráðin nýr markaðsstjóri Nettó og Kjörbúðanna Félögin þeirra högnuðust mest Útspilið hafi komið á óvart og hætta sé á minni uppbyggingu „Mikilvægt að skrifa ekki undir neitt nema vita hvað það er“ Margrét hættir hjá RÚV um áramótin Herða lánþegaskilyrði: „Við víkjum ekki frá þeim markmiðum“ 55 sagt upp í tveimur hópuppsögnum Bein útsending: Kynna yfirlýsingu fjármálastöðugleikanefndar Seðlabankinn breytir reglum um greiðslubyrðarhlutfall Þorvaldur tekur við af Kristjáni hjá Samherja Rúmur milljarður til Viðskiptaráðs og SA á fimm árum Prada gengur frá kaupunum á Versace Afrek að verkáætlun hafi staðist samhliða níu eldgosum Ketill nýr framkvæmdastjóri hjá Heilsugæslunni Hvernig bý ég mig undir barneignir? Allir í limbói vegna fyrirhugaðra breytinga á vörugjaldi Rekja aukna bílasölu til komandi vörugjaldahækkunar Orðin hluti af mannlífinu: „Án okkar væri heldur tómlegt að vera til“ Sjá meira
Samkeppniseftirlitið stöðvaði á dögunum kaup kaupfélags Skagfirðinga á Gunnars sem hefði sett í eina sæng vörumerkin E. Finnsson og Vogabær annars vegar og Gunnars hins vegar. Eftirlitið telur að samruninn hefði leitt til alltof ráðandi stöðu sameinaðs félags á markaði hreins majóness og annarra tilbúinna, kaldra sósa. Og þennan markað þurfti eftirlitið að skilgreina því að um hann reyndist ágreiningur. „Samrunaaðilar töldu að við ættum að taka með guacamole, BBQ-sósu, tómatsósu og svoleiðis sem kæmi þá í staðinn fyrir kokteilblönduðu sósurnar. Það er ástæðan fyrir því að við þurftum að skrifa um þetta allt saman og við áttum okkur á því að þetta hljómar pínu fyndið,“ segir Páll Gunnar Pálsson, forstjóri Samkeppniseftirlitsins. Alvarlegt mál Úrskurður Samkeppniseftirlitsins er 130 blaðsíður og mesta athygli vekja hinar löngu og ítarlegu sósuskilgreiningar í undirköflum á borð við: Tómatsósa og BBQ-sósa, Tabasco, salsa, guacamole, Sýrður rjómi og Sinnep. Ekki reyndist þó þörf á að fjalla um sinnep í löngu máli, eins og stendur í úrskurðinum. Það virðist eiginlega sem engin sósa sé samkeppniseftirlitinu óviðkomandi. Við fáum dæmi úr úrskurði Samkeppniseftirlitsins: Er óhjákvæmilegt að líta til þess að mati Samkeppniseftirlitsins að sterkt bragð og sérstök áferð Tabasco sósu greinir sig verulega frá bragði og áferð fituríkra kaldra sósa úr majónesi. Kafli 1.4.5. Tabasco, salsa, guacamole, bls. 32 Nauðsynleg rannsóknarvinna, segir Páll, sem fól meðal annars í sér vettvangsferðir í sósuverksmiðjur. Ekki kom þó til sósusmökkunar. „Vissulega áttum við hérna alvörugefna fundi um hvort tómatsósa kæmi í staðinn fyrir kokteilsósu á hamborgurum og hvort að sýrður rjómi kæmi í staðinn fyrir majónesið þannig að í huga þessara fyrirtækja og okkar líka skiptir þetta máli. Og þetta skiptir máli fyrir neytendur,“ segir Páll. Mikilvægt fordæmi Sjálfir mótmæltu majónesrisarnir. Bent var á að samhengi gæti til dæmis skipt miklu máli. Þannig væri jafnvel hægt að leggja tómatsósu og kokteilsósu að jöfnu, þegar þær eru borðaðar með frönskum kartöflum. En burtséð frá kómíkinni segir Páll málið setja mikilvægt fordæmi. „Á eftir þessum samruna gætu komið aðrar matvörur sem fólki finnst ekki eins fyndið að fjalla um en eru jafnvel enn mikilvægari að fjalla um í hugum neytenda.“
Neytendur Matvælaframleiðsla Samkeppnismál Tengdar fréttir Kaup KS á Gunnars ógild Samkeppniseftirlitið hefur með ákvörðun sinni í dag ógilt kaup Kaupfélags Skagfirðinga á Gunnars ehf., sem framleiðir meðal annars Gunnars mæjónes. Segir í ákvörðuninni að samruni fyrirtækjanna myndi leiða til alvarlegrar röskunar á samkeppni í framleiðslu og sölu á mæjónesi og köldum sósum. 26. janúar 2023 18:46 Mest lesið „Beindu skammbyssu að höfðinu á mér og sögðu: I will kill you“ Atvinnulíf Kaffi Ó-le opið á ný Viðskipti innlent Hættir sem þjálfari kokkalandsliðsins Viðskipti innlent Bíða enn eftir tæpri milljón í endurgreiðslu eftir fall Play Neytendur Félögin þeirra högnuðust mest Viðskipti innlent Framkvæmdastjóri Bónus: „Ég er svona „aulahúmor“-stríðinn“ Atvinnulíf Kostnaður við tónleika útskýri hátt miðaverð Neytendur Opnar útibú Forréttabarsins á kunnuglegum stað Viðskipti innlent Gagnrýna að seljendur og verktakar þurfi einir að lækka verð Viðskipti innlent Klæddu sig í bestu fötin til að virka eldri meðal fræga fólksins Atvinnulíf Fleiri fréttir Kaffi Ó-le opið á ný Hættir sem þjálfari kokkalandsliðsins Veiðigjald á þorski nánast tvöfaldað milli ára Ákvörðun um fjárhæð veiðigjalds seinni á ferðinni en venjulega Leggur til þrjár aðgerðir á ögurstundu fjölmiðla Áttatíu hafa sótt um nýju leiðina, Stefnir fagnar ákvörðun Seðlabankans Gervigreind á jólaísnum hafi komið á óvart Bein útsending: Orkan, álið og kísillinn Opnar útibú Forréttabarsins á kunnuglegum stað Nefndarmaður hefði kosið að halda stýrivöxtunum óbreyttum Gagnrýna að seljendur og verktakar þurfi einir að lækka verð Stefnir í að eitt minkabú verði eftir á landinu Ráðin nýr markaðsstjóri Nettó og Kjörbúðanna Félögin þeirra högnuðust mest Útspilið hafi komið á óvart og hætta sé á minni uppbyggingu „Mikilvægt að skrifa ekki undir neitt nema vita hvað það er“ Margrét hættir hjá RÚV um áramótin Herða lánþegaskilyrði: „Við víkjum ekki frá þeim markmiðum“ 55 sagt upp í tveimur hópuppsögnum Bein útsending: Kynna yfirlýsingu fjármálastöðugleikanefndar Seðlabankinn breytir reglum um greiðslubyrðarhlutfall Þorvaldur tekur við af Kristjáni hjá Samherja Rúmur milljarður til Viðskiptaráðs og SA á fimm árum Prada gengur frá kaupunum á Versace Afrek að verkáætlun hafi staðist samhliða níu eldgosum Ketill nýr framkvæmdastjóri hjá Heilsugæslunni Hvernig bý ég mig undir barneignir? Allir í limbói vegna fyrirhugaðra breytinga á vörugjaldi Rekja aukna bílasölu til komandi vörugjaldahækkunar Orðin hluti af mannlífinu: „Án okkar væri heldur tómlegt að vera til“ Sjá meira
Kaup KS á Gunnars ógild Samkeppniseftirlitið hefur með ákvörðun sinni í dag ógilt kaup Kaupfélags Skagfirðinga á Gunnars ehf., sem framleiðir meðal annars Gunnars mæjónes. Segir í ákvörðuninni að samruni fyrirtækjanna myndi leiða til alvarlegrar röskunar á samkeppni í framleiðslu og sölu á mæjónesi og köldum sósum. 26. janúar 2023 18:46