Er siðferði heilbrigðisstétta geðþóttarákvörðun hverju sinni? Málfríður Þórðardóttir, Gyða Ölvisdóttir og Ásta Kristín Andrésdóttir skrifa 30. janúar 2023 14:00 Á undanförnum misserum hafa ýmis erfið mál komið upp innan heilbrigðiskerfisins sem fær fólk til að staldra við og velta fyrir sér siðferðilegum spurningum um gildi, ábyrgð og trúverðugleika innan heilbrigðiskerfisins. Almennt séð snýst siðfræði um manneskjuna, veruleikann sem hún býr við, reglur um það hvernig við tengjum saman athafnir, tökum afstöðu til annarra og metum sjálf okkur og umhverfi okkar. Í þessu samhengi má sjá að siðfræðinni, sem ætti að öllu jöfnu að vera hornsteinn í íslensku heilbrigðiskerfi, er mjög ábótavant. Siðfræði í heilbrigðiskerfinu Ef við skoðum aðeins betur um hvað siðfræðin snýst, þá ætti það að vera grunnkrafa okkar til að geta átt gott mannúðlegt samfélagað kunna að beita henni í okkar daglegu samskiptum. Í heilbrigðiskerfinu standa stjórnendur stöðugt frammi fyrir samstarfsfólki, nemendum, sjúklingum, aðstandendum, rannsóknum, kennslu og upplýsingum, þar sem er um siðferðilegar spurningar er að ræða. Það eru ekki einungis spurningar um líf eða dauða, heldur líka spurningar eins og: Hvernig er ábyrgð mín gagnvart náunga mínum? Hvernig get ég aðstoðað þessa manneskju og sett þarfir hennar í það ferli að hún nái sem bestri líðan og heilbrigði? Hvað um opinber skrif, skjöl og pappíra sem eru gerðir, hvaða afleiðingar hafa þeir fyrir viðkomandi manneskju? Umfjöllun í fjölmiðlum og samfélagsmiðlum Eins og við höfum orðið svo oft vitni að hafa siðferðileg gildi ekki alltaf verið höfð í heiðri. Þar má til dæmis nefna umfjöllun um skjólstæðinga heilbrigðiskerfisins. Stjórnendur heilbrigðisstofnana hafa á undanförnum árum oft fríað sig ábyrgð til að taka á þeim málum sem brýnt hefur verið að taka á. Heilbrigðisstarfsmenn, sjúklingar og aðstandendur hafa því miður oft orðið fyrir óvæginni árás og ósanngjarnri umræðu þar sem siðfræðin hefur vikið fyrir óvönduðum vinnubrögðum og „gaslýsingu“.Yfirmenn halda oft hlífðarskildi yfir hvor öðrum. Þeir vilja ekki falla í ónáð innan stjórnskipulagsins en þeir sem vinna á gólfinu og hafa sett fram gagnrýni verða oft það mein sem er fjarlægt. Skortur á gagnrýnum umræðum þar sem siðfræðinni er beitt er ein af mjög veikum stöðum í heilbrigðisþjónustunni, samt er mikið rætt að rýna til gagns. Stikkorð eins og margar heilbrigðisstofnanir nota s.s. virðing, samvinna, fagmenska, gæðastefna, öryggi, tímanleiki, skilvirk þjónusta, jafnræði, notendamiðuð þjónusta, árangursrík þjónusta, hljómar allt vel, en þegar á reynir virðist þessi stikkorð eiga sér lítið gildi. Því má segja að þetta séu innantóm hugtök sem vantar að leggja áherslu á til að byggja upp góða og árangursríka þjónustu og mannlegt starfsumhverfi. Til hvers er siðfræði í heilbrigðisgeiranum? Góð mannbætandi siðfræði felst í því að fylgja reglum, góðum gildum og lögum og geta í hvívetna sýnt virðingu, kærleika og samkennd í persónulegri nálgun. Siðferðilegar meginreglur og viðmið gefa okkur leiðsögn til að taka á vandamálum sem eru stöðugt á vegi okkar og þurfa úrlausnar við. Allir sjúklingar eiga rétt til mannhelgi lögum samkvæmt og í heilbrigðisstefnunni til ársins 2030 sem samþykkt hefur verið að starfa eftir þar er skýrt tekið fram að standa skulu vörð um mikilvægustu siðferðilegu verðmætin og þau eigi að vera sá grunnur sem heilbrigðisþjónustan byggist á. Þar er viðmiðið um mannhelgi sett framar en um samstöðu og skilvirkni. Af þessum ríku ástæðum er það ljóst að allir heilbrigðisstarfsmenn og stofnanir verða að vanda umfjöllun sína í samræmi við gildandi lög um réttindi sjúklinga. Höfundar eru í stjórn Heilsuhags-hagsmuna samtök í heilbrigðisþjónustu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Heilbrigðismál Mest lesið Tími til að breyta: Lóðaskortur og skipulagsleysi hækkar íbúðaverð Aðalsteinn Leifsson Skoðun Jöfn tækifæri og sterkari skólar Birna Gunnlaugsdóttir Skoðun Nei elskan, við eigum hlutfall af heildarlaxamagni heima Þorgerður María Þorbjarnardóttir Skoðun Fyllerí eru hættuleg Hjalti Már Björnsson Skoðun Fimm ástæður fyrir því að fullyrðing dómsmálaráðherra er röng Askur Hrafn Hannesson,Margrét Rut Eddudóttir Skoðun Ekki urða yfir okkur Brynja Hlíf Hjaltadóttir Skoðun Þegar stæðaleitin verður að umferð: Reykjavík þarf skýrari lausnir Gunnar Einarsson Skoðun Fimm rangfærslur um Byrjendalæsi Gunnar Gíslason,Guðmundur Engilbertsson,Jenný Gunnbjörnsdóttir ,Ragnheiður Lilja Bjarnadóttir,Rannveig Oddsdóttir,Rúnar Sigþórsson Skoðun Óeðlilegu afskipti Hönnu Katrínar Jón Kaldal Skoðun Ég er tilbúinn! Birkir Snær Brynleifsson Skoðun Skoðun Skoðun Rósa Björk Brynjólfsdóttir og aðförin að málfrelsi og frjálslyndi Hjörvar Sigurðsson skrifar Skoðun Flótti ríkisstjórnarinnar frá Flóttamannavegi Guðbjörg Oddný Jónasdóttir skrifar Skoðun Hvernig byggjum við upp hágæða almenningssamgöngur? Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Urðum ekki yfir staðreyndir Anna Sigríður Guðnadóttir skrifar Skoðun Leysum leikskólamálin í Reykjavík Anna Björk Marteinsdóttir skrifar Skoðun Opinber áskorun til borgarstjóra: Hvar er kaffispjallið í Grafarvogi? Elísabet Gísladóttir skrifar Skoðun Þegar stæðaleitin verður að umferð: Reykjavík þarf skýrari lausnir Gunnar Einarsson skrifar Skoðun Bjargráð Heiða Kristín Helgadóttir skrifar Skoðun Prófkjör D-lista í Mosfellsbæ 31. janúar Ásgeir Sveinsson skrifar Skoðun Að framkvæma fyrst og spyrja svo Regína Hreinsdóttir skrifar Skoðun Markmið: Fullkomnasta heilbrigðisþjónusta sem tök eru á að veita Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Hættum að tala niður til barna og ungmenna Ómar Bragi Stefánsson skrifar Skoðun Ekki urða yfir okkur Brynja Hlíf Hjaltadóttir skrifar Skoðun Nei elskan, við eigum hlutfall af heildarlaxamagni heima Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Æska mótar lífið – lærdómar af einstæðri langtímarannsókn Gestur Valgarðsson skrifar Skoðun Miðstýring sýslumanns Íslands Stefán Vagn Stefánsson skrifar Skoðun Fimm ástæður fyrir því að fullyrðing dómsmálaráðherra er röng Askur Hrafn Hannesson,Margrét Rut Eddudóttir skrifar Skoðun Fjarnám – við erum tilbúin, hvar eruð þið? Brynhildur Jónsdóttir,Sandra Sigurðardóttir skrifar Skoðun Óeðlilegu afskipti Hönnu Katrínar Jón Kaldal skrifar Skoðun Fyllerí eru hættuleg Hjalti Már Björnsson skrifar Skoðun Jöfn tækifæri og sterkari skólar Birna Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Frá biðlistum til raunhæfra lausna - Félagsbústaðir fyrr og nú Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Ævintýri á slóðum Vesturfara Karítas Hrundar Pálsdóttir skrifar Skoðun Ég er tilbúinn! Birkir Snær Brynleifsson skrifar Skoðun Lífið er soðin ýsa Björg Magnúsdóttir skrifar Skoðun Fimm rangfærslur um Byrjendalæsi Gunnar Gíslason,Guðmundur Engilbertsson,Jenný Gunnbjörnsdóttir ,Ragnheiður Lilja Bjarnadóttir,Rannveig Oddsdóttir,Rúnar Sigþórsson skrifar Skoðun Hagur okkar allra Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Tími til að breyta: Lóðaskortur og skipulagsleysi hækkar íbúðaverð Aðalsteinn Leifsson skrifar Skoðun Hagur barnsins er leiðarljós að betra samfélagi Heiðdís Geirsdóttir,Orri Hlöðversson skrifar Skoðun Persónuvernd – hvert stefnum við? Helga Þórisdóttir skrifar Sjá meira
Á undanförnum misserum hafa ýmis erfið mál komið upp innan heilbrigðiskerfisins sem fær fólk til að staldra við og velta fyrir sér siðferðilegum spurningum um gildi, ábyrgð og trúverðugleika innan heilbrigðiskerfisins. Almennt séð snýst siðfræði um manneskjuna, veruleikann sem hún býr við, reglur um það hvernig við tengjum saman athafnir, tökum afstöðu til annarra og metum sjálf okkur og umhverfi okkar. Í þessu samhengi má sjá að siðfræðinni, sem ætti að öllu jöfnu að vera hornsteinn í íslensku heilbrigðiskerfi, er mjög ábótavant. Siðfræði í heilbrigðiskerfinu Ef við skoðum aðeins betur um hvað siðfræðin snýst, þá ætti það að vera grunnkrafa okkar til að geta átt gott mannúðlegt samfélagað kunna að beita henni í okkar daglegu samskiptum. Í heilbrigðiskerfinu standa stjórnendur stöðugt frammi fyrir samstarfsfólki, nemendum, sjúklingum, aðstandendum, rannsóknum, kennslu og upplýsingum, þar sem er um siðferðilegar spurningar er að ræða. Það eru ekki einungis spurningar um líf eða dauða, heldur líka spurningar eins og: Hvernig er ábyrgð mín gagnvart náunga mínum? Hvernig get ég aðstoðað þessa manneskju og sett þarfir hennar í það ferli að hún nái sem bestri líðan og heilbrigði? Hvað um opinber skrif, skjöl og pappíra sem eru gerðir, hvaða afleiðingar hafa þeir fyrir viðkomandi manneskju? Umfjöllun í fjölmiðlum og samfélagsmiðlum Eins og við höfum orðið svo oft vitni að hafa siðferðileg gildi ekki alltaf verið höfð í heiðri. Þar má til dæmis nefna umfjöllun um skjólstæðinga heilbrigðiskerfisins. Stjórnendur heilbrigðisstofnana hafa á undanförnum árum oft fríað sig ábyrgð til að taka á þeim málum sem brýnt hefur verið að taka á. Heilbrigðisstarfsmenn, sjúklingar og aðstandendur hafa því miður oft orðið fyrir óvæginni árás og ósanngjarnri umræðu þar sem siðfræðin hefur vikið fyrir óvönduðum vinnubrögðum og „gaslýsingu“.Yfirmenn halda oft hlífðarskildi yfir hvor öðrum. Þeir vilja ekki falla í ónáð innan stjórnskipulagsins en þeir sem vinna á gólfinu og hafa sett fram gagnrýni verða oft það mein sem er fjarlægt. Skortur á gagnrýnum umræðum þar sem siðfræðinni er beitt er ein af mjög veikum stöðum í heilbrigðisþjónustunni, samt er mikið rætt að rýna til gagns. Stikkorð eins og margar heilbrigðisstofnanir nota s.s. virðing, samvinna, fagmenska, gæðastefna, öryggi, tímanleiki, skilvirk þjónusta, jafnræði, notendamiðuð þjónusta, árangursrík þjónusta, hljómar allt vel, en þegar á reynir virðist þessi stikkorð eiga sér lítið gildi. Því má segja að þetta séu innantóm hugtök sem vantar að leggja áherslu á til að byggja upp góða og árangursríka þjónustu og mannlegt starfsumhverfi. Til hvers er siðfræði í heilbrigðisgeiranum? Góð mannbætandi siðfræði felst í því að fylgja reglum, góðum gildum og lögum og geta í hvívetna sýnt virðingu, kærleika og samkennd í persónulegri nálgun. Siðferðilegar meginreglur og viðmið gefa okkur leiðsögn til að taka á vandamálum sem eru stöðugt á vegi okkar og þurfa úrlausnar við. Allir sjúklingar eiga rétt til mannhelgi lögum samkvæmt og í heilbrigðisstefnunni til ársins 2030 sem samþykkt hefur verið að starfa eftir þar er skýrt tekið fram að standa skulu vörð um mikilvægustu siðferðilegu verðmætin og þau eigi að vera sá grunnur sem heilbrigðisþjónustan byggist á. Þar er viðmiðið um mannhelgi sett framar en um samstöðu og skilvirkni. Af þessum ríku ástæðum er það ljóst að allir heilbrigðisstarfsmenn og stofnanir verða að vanda umfjöllun sína í samræmi við gildandi lög um réttindi sjúklinga. Höfundar eru í stjórn Heilsuhags-hagsmuna samtök í heilbrigðisþjónustu.
Fimm ástæður fyrir því að fullyrðing dómsmálaráðherra er röng Askur Hrafn Hannesson,Margrét Rut Eddudóttir Skoðun
Fimm rangfærslur um Byrjendalæsi Gunnar Gíslason,Guðmundur Engilbertsson,Jenný Gunnbjörnsdóttir ,Ragnheiður Lilja Bjarnadóttir,Rannveig Oddsdóttir,Rúnar Sigþórsson Skoðun
Skoðun Rósa Björk Brynjólfsdóttir og aðförin að málfrelsi og frjálslyndi Hjörvar Sigurðsson skrifar
Skoðun Opinber áskorun til borgarstjóra: Hvar er kaffispjallið í Grafarvogi? Elísabet Gísladóttir skrifar
Skoðun Þegar stæðaleitin verður að umferð: Reykjavík þarf skýrari lausnir Gunnar Einarsson skrifar
Skoðun Nei elskan, við eigum hlutfall af heildarlaxamagni heima Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar
Skoðun Fimm ástæður fyrir því að fullyrðing dómsmálaráðherra er röng Askur Hrafn Hannesson,Margrét Rut Eddudóttir skrifar
Skoðun Fjarnám – við erum tilbúin, hvar eruð þið? Brynhildur Jónsdóttir,Sandra Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Frá biðlistum til raunhæfra lausna - Félagsbústaðir fyrr og nú Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Fimm rangfærslur um Byrjendalæsi Gunnar Gíslason,Guðmundur Engilbertsson,Jenný Gunnbjörnsdóttir ,Ragnheiður Lilja Bjarnadóttir,Rannveig Oddsdóttir,Rúnar Sigþórsson skrifar
Skoðun Tími til að breyta: Lóðaskortur og skipulagsleysi hækkar íbúðaverð Aðalsteinn Leifsson skrifar
Skoðun Hagur barnsins er leiðarljós að betra samfélagi Heiðdís Geirsdóttir,Orri Hlöðversson skrifar
Fimm ástæður fyrir því að fullyrðing dómsmálaráðherra er röng Askur Hrafn Hannesson,Margrét Rut Eddudóttir Skoðun
Fimm rangfærslur um Byrjendalæsi Gunnar Gíslason,Guðmundur Engilbertsson,Jenný Gunnbjörnsdóttir ,Ragnheiður Lilja Bjarnadóttir,Rannveig Oddsdóttir,Rúnar Sigþórsson Skoðun