Er siðferði heilbrigðisstétta geðþóttarákvörðun hverju sinni? Málfríður Þórðardóttir, Gyða Ölvisdóttir og Ásta Kristín Andrésdóttir skrifa 30. janúar 2023 14:00 Á undanförnum misserum hafa ýmis erfið mál komið upp innan heilbrigðiskerfisins sem fær fólk til að staldra við og velta fyrir sér siðferðilegum spurningum um gildi, ábyrgð og trúverðugleika innan heilbrigðiskerfisins. Almennt séð snýst siðfræði um manneskjuna, veruleikann sem hún býr við, reglur um það hvernig við tengjum saman athafnir, tökum afstöðu til annarra og metum sjálf okkur og umhverfi okkar. Í þessu samhengi má sjá að siðfræðinni, sem ætti að öllu jöfnu að vera hornsteinn í íslensku heilbrigðiskerfi, er mjög ábótavant. Siðfræði í heilbrigðiskerfinu Ef við skoðum aðeins betur um hvað siðfræðin snýst, þá ætti það að vera grunnkrafa okkar til að geta átt gott mannúðlegt samfélagað kunna að beita henni í okkar daglegu samskiptum. Í heilbrigðiskerfinu standa stjórnendur stöðugt frammi fyrir samstarfsfólki, nemendum, sjúklingum, aðstandendum, rannsóknum, kennslu og upplýsingum, þar sem er um siðferðilegar spurningar er að ræða. Það eru ekki einungis spurningar um líf eða dauða, heldur líka spurningar eins og: Hvernig er ábyrgð mín gagnvart náunga mínum? Hvernig get ég aðstoðað þessa manneskju og sett þarfir hennar í það ferli að hún nái sem bestri líðan og heilbrigði? Hvað um opinber skrif, skjöl og pappíra sem eru gerðir, hvaða afleiðingar hafa þeir fyrir viðkomandi manneskju? Umfjöllun í fjölmiðlum og samfélagsmiðlum Eins og við höfum orðið svo oft vitni að hafa siðferðileg gildi ekki alltaf verið höfð í heiðri. Þar má til dæmis nefna umfjöllun um skjólstæðinga heilbrigðiskerfisins. Stjórnendur heilbrigðisstofnana hafa á undanförnum árum oft fríað sig ábyrgð til að taka á þeim málum sem brýnt hefur verið að taka á. Heilbrigðisstarfsmenn, sjúklingar og aðstandendur hafa því miður oft orðið fyrir óvæginni árás og ósanngjarnri umræðu þar sem siðfræðin hefur vikið fyrir óvönduðum vinnubrögðum og „gaslýsingu“.Yfirmenn halda oft hlífðarskildi yfir hvor öðrum. Þeir vilja ekki falla í ónáð innan stjórnskipulagsins en þeir sem vinna á gólfinu og hafa sett fram gagnrýni verða oft það mein sem er fjarlægt. Skortur á gagnrýnum umræðum þar sem siðfræðinni er beitt er ein af mjög veikum stöðum í heilbrigðisþjónustunni, samt er mikið rætt að rýna til gagns. Stikkorð eins og margar heilbrigðisstofnanir nota s.s. virðing, samvinna, fagmenska, gæðastefna, öryggi, tímanleiki, skilvirk þjónusta, jafnræði, notendamiðuð þjónusta, árangursrík þjónusta, hljómar allt vel, en þegar á reynir virðist þessi stikkorð eiga sér lítið gildi. Því má segja að þetta séu innantóm hugtök sem vantar að leggja áherslu á til að byggja upp góða og árangursríka þjónustu og mannlegt starfsumhverfi. Til hvers er siðfræði í heilbrigðisgeiranum? Góð mannbætandi siðfræði felst í því að fylgja reglum, góðum gildum og lögum og geta í hvívetna sýnt virðingu, kærleika og samkennd í persónulegri nálgun. Siðferðilegar meginreglur og viðmið gefa okkur leiðsögn til að taka á vandamálum sem eru stöðugt á vegi okkar og þurfa úrlausnar við. Allir sjúklingar eiga rétt til mannhelgi lögum samkvæmt og í heilbrigðisstefnunni til ársins 2030 sem samþykkt hefur verið að starfa eftir þar er skýrt tekið fram að standa skulu vörð um mikilvægustu siðferðilegu verðmætin og þau eigi að vera sá grunnur sem heilbrigðisþjónustan byggist á. Þar er viðmiðið um mannhelgi sett framar en um samstöðu og skilvirkni. Af þessum ríku ástæðum er það ljóst að allir heilbrigðisstarfsmenn og stofnanir verða að vanda umfjöllun sína í samræmi við gildandi lög um réttindi sjúklinga. Höfundar eru í stjórn Heilsuhags-hagsmuna samtök í heilbrigðisþjónustu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Heilbrigðismál Mest lesið Grunnskóli fyrir suma, biðlisti fyrir aðra, en „skref í rétta átt“ Sigurbjörg Erla Egilsdóttir,Theodóra S. Þorsteinsdóttir Skoðun Kæru samborgarar, ég er ástæðan fyrir mögulegum skertum lífsgæðum ykkar Andri Valgeirsson Skoðun Kennum þeim íslensku Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Hættum eltingarleiknum við „gervigreindarsvindl“ – endurhönnum prófin í staðinn Sigvaldi Einarsson Skoðun „Ég verð að vera fræg til að geta eignast vini“ – ranghugmynd sem stjórnaði lífi mínu í næstum því 30 ár Mamiko Dís Ragnarsdóttir Skoðun Kynjuð vísindi, leikskólaráð á villigötum, klámsýki, svipmyndir frá Norður-Kóreu Fastir pennar Dráp á börnum halda áfram þrátt fyrir vopnahlé Sveinn Rúnar Hauksson Skoðun Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir Skoðun Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun Ónýtt dekk undir rándýrum bíl Kristján Ra. Kristjánsson Skoðun Skoðun Skoðun „Ég veit alltaf hvar þú ert druslan þín!“ Linda Dröfn Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Sólheimar – á milli tveggja heima Hallbjörn V. Fríðhólm skrifar Skoðun „Ég verð að vera fræg til að geta eignast vini“ – ranghugmynd sem stjórnaði lífi mínu í næstum því 30 ár Mamiko Dís Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Hættum eltingarleiknum við „gervigreindarsvindl“ – endurhönnum prófin í staðinn Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Dráp á börnum halda áfram þrátt fyrir vopnahlé Sveinn Rúnar Hauksson skrifar Skoðun Kennum þeim íslensku Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Grunnskóli fyrir suma, biðlisti fyrir aðra, en „skref í rétta átt“ Sigurbjörg Erla Egilsdóttir,Theodóra S. Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Erum ekki mætt í biðsal elliáranna Ragnheiður K. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Að vera eða ekki vera aumingi Helgi Guðnason skrifar Skoðun Kæru samborgarar, ég er ástæðan fyrir mögulegum skertum lífsgæðum ykkar Andri Valgeirsson skrifar Skoðun Setjum velferð barna og ungmenna í forgang og sameinumst um bætta lýðheilsu María Heimisdóttir,Dóra Guðrún Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Rangfærslur sveitarfélaga um réttindi fatlaðs fólks Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Sameinumst í að enda stafrænt ofbeldi gegn fötluðum konum Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Áskoranir í iðnnámi Íslendinga! Böðvar Ingi Guðbjartsson skrifar Skoðun Opin eða lokuð landamæri? Pétur Björgvin Sveinsson skrifar Skoðun Góð samviska er gulli betri Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Móttökudeildir: Brú til þátttöku – ekki aðskilnaður Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Fimm áherslur sem hafa bætt lífsgæði Kópavogsbúa Ásdís Kristjánsdóttir,Orri Hlöðversson skrifar Skoðun Réttindi allra að tala íslensku Hrafn Splidt skrifar Skoðun Tryggjum öryggi eldri borgara Sigurður Ágúst Sigurðsson skrifar Skoðun Bætt stjórnsýsla fyrir framhaldsskólana Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Ónýtt dekk undir rándýrum bíl Kristján Ra. Kristjánsson skrifar Skoðun Kemur málinu ekki við Inga Sæland skrifar Skoðun Mótum framtíðina með sterku skólakerfi Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Jákvæð áhrif millilandaflugs til Akureyrar eru miklu meiri en þú heldur Lára Halldóra Eiríksdóttir skrifar Skoðun Fögnum degi sjúkraliða og störfum þeirra alla daga Alma D. Möller skrifar Skoðun Þegar stórútgerðin gleypir allt – er kominn tími á norskar lausnir? Kjartan Sveinsson skrifar Skoðun Óstaðsettir í hús Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Flokkur fólksins hefur bætt hag aldraðra og öryrkja Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Láttu ekki svindla á þér við jólainnkaupin Inga María Backman skrifar Sjá meira
Á undanförnum misserum hafa ýmis erfið mál komið upp innan heilbrigðiskerfisins sem fær fólk til að staldra við og velta fyrir sér siðferðilegum spurningum um gildi, ábyrgð og trúverðugleika innan heilbrigðiskerfisins. Almennt séð snýst siðfræði um manneskjuna, veruleikann sem hún býr við, reglur um það hvernig við tengjum saman athafnir, tökum afstöðu til annarra og metum sjálf okkur og umhverfi okkar. Í þessu samhengi má sjá að siðfræðinni, sem ætti að öllu jöfnu að vera hornsteinn í íslensku heilbrigðiskerfi, er mjög ábótavant. Siðfræði í heilbrigðiskerfinu Ef við skoðum aðeins betur um hvað siðfræðin snýst, þá ætti það að vera grunnkrafa okkar til að geta átt gott mannúðlegt samfélagað kunna að beita henni í okkar daglegu samskiptum. Í heilbrigðiskerfinu standa stjórnendur stöðugt frammi fyrir samstarfsfólki, nemendum, sjúklingum, aðstandendum, rannsóknum, kennslu og upplýsingum, þar sem er um siðferðilegar spurningar er að ræða. Það eru ekki einungis spurningar um líf eða dauða, heldur líka spurningar eins og: Hvernig er ábyrgð mín gagnvart náunga mínum? Hvernig get ég aðstoðað þessa manneskju og sett þarfir hennar í það ferli að hún nái sem bestri líðan og heilbrigði? Hvað um opinber skrif, skjöl og pappíra sem eru gerðir, hvaða afleiðingar hafa þeir fyrir viðkomandi manneskju? Umfjöllun í fjölmiðlum og samfélagsmiðlum Eins og við höfum orðið svo oft vitni að hafa siðferðileg gildi ekki alltaf verið höfð í heiðri. Þar má til dæmis nefna umfjöllun um skjólstæðinga heilbrigðiskerfisins. Stjórnendur heilbrigðisstofnana hafa á undanförnum árum oft fríað sig ábyrgð til að taka á þeim málum sem brýnt hefur verið að taka á. Heilbrigðisstarfsmenn, sjúklingar og aðstandendur hafa því miður oft orðið fyrir óvæginni árás og ósanngjarnri umræðu þar sem siðfræðin hefur vikið fyrir óvönduðum vinnubrögðum og „gaslýsingu“.Yfirmenn halda oft hlífðarskildi yfir hvor öðrum. Þeir vilja ekki falla í ónáð innan stjórnskipulagsins en þeir sem vinna á gólfinu og hafa sett fram gagnrýni verða oft það mein sem er fjarlægt. Skortur á gagnrýnum umræðum þar sem siðfræðinni er beitt er ein af mjög veikum stöðum í heilbrigðisþjónustunni, samt er mikið rætt að rýna til gagns. Stikkorð eins og margar heilbrigðisstofnanir nota s.s. virðing, samvinna, fagmenska, gæðastefna, öryggi, tímanleiki, skilvirk þjónusta, jafnræði, notendamiðuð þjónusta, árangursrík þjónusta, hljómar allt vel, en þegar á reynir virðist þessi stikkorð eiga sér lítið gildi. Því má segja að þetta séu innantóm hugtök sem vantar að leggja áherslu á til að byggja upp góða og árangursríka þjónustu og mannlegt starfsumhverfi. Til hvers er siðfræði í heilbrigðisgeiranum? Góð mannbætandi siðfræði felst í því að fylgja reglum, góðum gildum og lögum og geta í hvívetna sýnt virðingu, kærleika og samkennd í persónulegri nálgun. Siðferðilegar meginreglur og viðmið gefa okkur leiðsögn til að taka á vandamálum sem eru stöðugt á vegi okkar og þurfa úrlausnar við. Allir sjúklingar eiga rétt til mannhelgi lögum samkvæmt og í heilbrigðisstefnunni til ársins 2030 sem samþykkt hefur verið að starfa eftir þar er skýrt tekið fram að standa skulu vörð um mikilvægustu siðferðilegu verðmætin og þau eigi að vera sá grunnur sem heilbrigðisþjónustan byggist á. Þar er viðmiðið um mannhelgi sett framar en um samstöðu og skilvirkni. Af þessum ríku ástæðum er það ljóst að allir heilbrigðisstarfsmenn og stofnanir verða að vanda umfjöllun sína í samræmi við gildandi lög um réttindi sjúklinga. Höfundar eru í stjórn Heilsuhags-hagsmuna samtök í heilbrigðisþjónustu.
Grunnskóli fyrir suma, biðlisti fyrir aðra, en „skref í rétta átt“ Sigurbjörg Erla Egilsdóttir,Theodóra S. Þorsteinsdóttir Skoðun
Hættum eltingarleiknum við „gervigreindarsvindl“ – endurhönnum prófin í staðinn Sigvaldi Einarsson Skoðun
„Ég verð að vera fræg til að geta eignast vini“ – ranghugmynd sem stjórnaði lífi mínu í næstum því 30 ár Mamiko Dís Ragnarsdóttir Skoðun
Skoðun „Ég verð að vera fræg til að geta eignast vini“ – ranghugmynd sem stjórnaði lífi mínu í næstum því 30 ár Mamiko Dís Ragnarsdóttir skrifar
Skoðun Hættum eltingarleiknum við „gervigreindarsvindl“ – endurhönnum prófin í staðinn Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Grunnskóli fyrir suma, biðlisti fyrir aðra, en „skref í rétta átt“ Sigurbjörg Erla Egilsdóttir,Theodóra S. Þorsteinsdóttir skrifar
Skoðun Kæru samborgarar, ég er ástæðan fyrir mögulegum skertum lífsgæðum ykkar Andri Valgeirsson skrifar
Skoðun Setjum velferð barna og ungmenna í forgang og sameinumst um bætta lýðheilsu María Heimisdóttir,Dóra Guðrún Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Fimm áherslur sem hafa bætt lífsgæði Kópavogsbúa Ásdís Kristjánsdóttir,Orri Hlöðversson skrifar
Skoðun Jákvæð áhrif millilandaflugs til Akureyrar eru miklu meiri en þú heldur Lára Halldóra Eiríksdóttir skrifar
Skoðun Þegar stórútgerðin gleypir allt – er kominn tími á norskar lausnir? Kjartan Sveinsson skrifar
Grunnskóli fyrir suma, biðlisti fyrir aðra, en „skref í rétta átt“ Sigurbjörg Erla Egilsdóttir,Theodóra S. Þorsteinsdóttir Skoðun
Hættum eltingarleiknum við „gervigreindarsvindl“ – endurhönnum prófin í staðinn Sigvaldi Einarsson Skoðun
„Ég verð að vera fræg til að geta eignast vini“ – ranghugmynd sem stjórnaði lífi mínu í næstum því 30 ár Mamiko Dís Ragnarsdóttir Skoðun