Lífið

For­­sprakki hljóm­sveitarinnar Television er látinn

Viktor Örn Ásgeirsson skrifar
Myndin er tekin í Kanada árið 2019 þegar Television steig á stokk á Canadian Music Week.
Myndin er tekin í Kanada árið 2019 þegar Television steig á stokk á Canadian Music Week. Getty/Eagles

Tom Verlaine, söngvari og gítarleikari bandarísku hljómsveitarinnar Television, er látinn. Verlaine lést 73 ára eftir skammvinn veikindi. 

Tom Verlaine fæddist í Denville í New Jersey og hóf snemma að læra á píanó. Því næst tók hann upp saxafóninn eftir að hafa heillast af tónlist saxófónleikarans Stan Getz. Það var ekki fyrr en á unglingsárunum sem Verlaine ákvað að læra á gítar.

Þegar Verlaine hafði náð tökum á gítarnum stofnaði hann hljómsveitina Television ásamt félögum sínum í New York árið 1973. Gefnar voru út tvær hljómplötur, Marquee Moon og Adventure. Plöturnar seldust sæmilega en Marquee Moon er talin hafa haft gríðarleg áhrif á pönksenuna. Sumir gagnrýnendur hafa gengið svo langt að segja hana eina bestu plötu fyrr og síðar.

Hljómsveitin leystist upp árið 1978 en Verlaine hélt áfram að gefa út tónlist undir eigin nafni. Félagarnir tóku saman aftur árið 1992 og gáfu þeir út plötu samnefndri hljómsveitinni í kjölfarið. Hafa þeir reglulega komið fram síðan, að því er fram kemur hjá Guardian.


Fleiri fréttir

Sjá meira


×

Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.