Skógar eru frábærir! Þröstur Eysteinsson skrifar 24. janúar 2023 16:31 Mér hefur alla tíð þótt vænt um skóga. Meðal elstu minninganna er að ganga með pabba í rökkrinu í skógi í Svíþjóð, þar sem hann var þá í námi. Þar var hlýtt og stillt, fuglar sungu, allt ilmaði dásamlega og bolir trjánna voru gríðarstórir. Í svoleiðis kvöldgöngur var ekki hægt að fara á Íslandi árið 1960. Allir þéttbýlisstaðir voru skjóllausir og auðnalegir og einungis hægt að ganga um í skógi með því að gera sér sérstaka ferð í Vaglaskóg eða Hallormsstaðaskóg. Fáum árum áður hafði Sigurður Blöndal, þá nýorðinn skógarvörður á Hallormsstað, spáð því að tré gætu e.t.v. náð allt að 15 m hæð á Íslandi. Hann sagði mér miklu seinna að hann hefði séð eftir þeirri spá, því á hafísárunum efaðist hann um að hún myndi standast. Nú er hæsta tréð 30 m hátt. Fyrir áratug síðan tók ég þátt í mikilli ferð um vestanverða Norður-Ameríku. Einn daginn í þeirri ferð byrjuðum við á því að keyra upp í 4000 m hæð í Hvítufjöllum í Kaliforníu, þar sem vaxa elstu tré veraldar – broddfurur. Þar efst uppi á tindum fjallanna er gisinn skógur þar sem finnast tré allt að 5000 ára gömul. Hugsa sér, tré sem hafa lifað helminginn af tímanum sem liðinn er frá lokum síðasta jökulskeiðs. Þetta var svo mikil upplifun að við gengum lengi um í þessum skógi og nutum þess að vera innan um svo tignarlegar lífverur. Fyrir kvöldið ætluðum við svo að koma okkur til næsta fjallgarðs fyrir vestan og skoða þar stærstu lífverur heims, mammúttrén eða risafururnar. Það gerðum við líka, og seinnipartinn var áð í slíkum skógi. Í þeim skógi misstum við alla tilfinningu fyrir tímanum ekkert síður en innan um broddfururnar, góndum upp í loftið, sáum ekki trjátoppana því þeir voru svo langt í burtu og lékum okkur að því að ganga hringinn í kringum einstök tré. Engin lýsingarorð duga. Þú verður að fara þangað. Á Íslandi er ekki hægt að upplifa elstu eða stærstu tré heims, en hér er þó núna hægt að ganga í skógi þar sem trén eru svo há að ekki sést í toppa þeirra. Hægt er að ganga innan um svera boli sem ekki næst utanum með faðmlagi. Fuglarnir syngja og ilmurinn er dásamlegur. Þetta er hægt af því að síðustu leifum birkiskóga var bjargað fyrir 120 árum síðan. Þetta er hægt af því að fólk hefur gróðursett til skóga stórvaxinna trjátegunda á borð við sitkagreni, stafafuru, rússalerki og alaskaösp. Ef ekki væri fyrir réttar ákvarðanir í tæka tíð og góða stefnu í málefnum skógræktar byðist ekki á Íslandi sú einstaka upplifun að ganga í stórum, fallegum og fjölbreyttum skógum. Það var ekki hægt fyrir fáum áratugum síðan og það er ekki sjálfgefið að slíkt sé hægt. Allt frá upphafi skógverndar og skógræktar á Íslandi steig fólk fram sem var á móti. Það sagði á mismunandi tímum að þetta væri ekki hægt því allir vissu að tré yxu ekki á Íslandi. Þetta væri peningasóun af því að skógar væru óþarfir, gras handa búfé væri það sem skipti máli. Þetta væri vitleysa af því að hér gæti aldrei orðið til timburiðnaður. Þetta væri vont af því að barrtré væru ljót og eyðilegðu útsýni. Þetta væri stórhættulegt af því að sum trén væru útlensk. Þetta væru náttúruspjöll af því að útlensku trén sáðu sér í alíslenskar auðnir. Fólk sem heldur þessum skoðunum fram á það sameiginlegt að hafa ekki áttað síg á því sem ég fattaði fimm ára gamall – skógar eru frábærir! Ég er þakklátur því að raddirnar með skógrækt hafi verið úrtöluröddunum yfirsterkari. Ég vona að svo verði áfram og að barnbörnin mín geti áfram gengið um í fallegum og fjölbreyttum skógum. Höfundur er skógræktarstjóri. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skógrækt og landgræðsla Mest lesið Er kominn tími á Útlendingafrí? Marion Poilvez Skoðun 1. maí er líka fyrir fatlað fólk! Geirdís Hanna Kristjánsdóttir Skoðun Börnin á Gasa Ebba Margrét Magnúsdóttir Skoðun Janus og jakkalakkarnir Óskar Guðmundsson Skoðun Immigrant Women: Essential Workers, Rising Voices on Labor Day Maru Alemán Skoðun Verkalýðshreyfingin á næsta leik í Evrópuumræðunni Dagbjört Hákonardóttir Skoðun Hvað ert þú að gera? Eiður Welding Skoðun Á milli steins og sleggju Heinemann Ólafur Stephensen Skoðun Samtalið um dauðann veldur okkur óöryggi Ingrid Kuhlman Skoðun Allir eiga rétt á virku lífi — líka fatlað fólk Anna Margrét Bjarnadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Hver á dómur að vera hjá ungmenni fyrir að fremja alvarlegt afbrot, jafnvel morð? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Sigursaga Evrópu í 21 ár Pawel Bartoszek skrifar Skoðun Verkalýðshreyfingin, Dagbjört og ESB Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Börnin á Gasa Ebba Margrét Magnúsdóttir skrifar Skoðun Myndir þú ráða fatlað fólk í vinnu? Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Hvað ert þú að gera? Eiður Welding skrifar Skoðun Rauðir sokkar á 1. maí Sveinn Ólafsson skrifar Skoðun 1. maí er líka fyrir fatlað fólk! Geirdís Hanna Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Verkalýðshreyfingin á næsta leik í Evrópuumræðunni Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Á milli steins og sleggju Heinemann Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Heiðrum íslenska hestinn Berglind Margo Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Allir eiga rétt á virku lífi — líka fatlað fólk Anna Margrét Bjarnadóttir skrifar Skoðun Er kominn tími á Útlendingafrí? Marion Poilvez skrifar Skoðun Janus og jakkalakkarnir Óskar Guðmundsson skrifar Skoðun Jafnréttisbaráttan er brýnni en nokkru sinni fyrr Kolbrún Halldórsdóttir,Sunna Kristín Símonardóttir skrifar Skoðun Hvað ætlar þú að vera þegar þú verður stór? Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Samtalið um dauðann veldur okkur óöryggi Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Sköpum störf við hæfi! Unnur Hrefna Jóhannsóttir skrifar Skoðun Immigrant Women: Essential Workers, Rising Voices on Labor Day Maru Alemán skrifar Skoðun Tikkað í skipulagsboxin Samúel Torfi Pétursson skrifar Skoðun Það sem er ósagt varðandi vinnubrögð hjá Háskólanum á Akureyri Þóra Sigurðardóttir skrifar Skoðun Sjúklingur settur í fangaklefa Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Opið bréf til fjármálaráðherra, Daða Más Kristóferssonar Íris Róbertsdóttir skrifar Skoðun Ég kalla hann Isildur; mentorinn minn er gervigreind Björgmundur Guðmundsson skrifar Skoðun Hvað er „furry“ annars? Jóhanna Jódís Antonsdóttir skrifar Skoðun Jafnaðarmennskan og verkalýðsbaráttan Sigfús Ómar Höskuldsson skrifar Skoðun Hljóð og mynd íslenskra varna Arnór Sigurjónsson skrifar Skoðun Kveðjur úr Grafarvogi til þeirra sem kasta steinum úr glerhúsi Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Leiðsöguhundurinn Gaur gerir mig að betri manneskju Þorkell J. Steindal skrifar Sjá meira
Mér hefur alla tíð þótt vænt um skóga. Meðal elstu minninganna er að ganga með pabba í rökkrinu í skógi í Svíþjóð, þar sem hann var þá í námi. Þar var hlýtt og stillt, fuglar sungu, allt ilmaði dásamlega og bolir trjánna voru gríðarstórir. Í svoleiðis kvöldgöngur var ekki hægt að fara á Íslandi árið 1960. Allir þéttbýlisstaðir voru skjóllausir og auðnalegir og einungis hægt að ganga um í skógi með því að gera sér sérstaka ferð í Vaglaskóg eða Hallormsstaðaskóg. Fáum árum áður hafði Sigurður Blöndal, þá nýorðinn skógarvörður á Hallormsstað, spáð því að tré gætu e.t.v. náð allt að 15 m hæð á Íslandi. Hann sagði mér miklu seinna að hann hefði séð eftir þeirri spá, því á hafísárunum efaðist hann um að hún myndi standast. Nú er hæsta tréð 30 m hátt. Fyrir áratug síðan tók ég þátt í mikilli ferð um vestanverða Norður-Ameríku. Einn daginn í þeirri ferð byrjuðum við á því að keyra upp í 4000 m hæð í Hvítufjöllum í Kaliforníu, þar sem vaxa elstu tré veraldar – broddfurur. Þar efst uppi á tindum fjallanna er gisinn skógur þar sem finnast tré allt að 5000 ára gömul. Hugsa sér, tré sem hafa lifað helminginn af tímanum sem liðinn er frá lokum síðasta jökulskeiðs. Þetta var svo mikil upplifun að við gengum lengi um í þessum skógi og nutum þess að vera innan um svo tignarlegar lífverur. Fyrir kvöldið ætluðum við svo að koma okkur til næsta fjallgarðs fyrir vestan og skoða þar stærstu lífverur heims, mammúttrén eða risafururnar. Það gerðum við líka, og seinnipartinn var áð í slíkum skógi. Í þeim skógi misstum við alla tilfinningu fyrir tímanum ekkert síður en innan um broddfururnar, góndum upp í loftið, sáum ekki trjátoppana því þeir voru svo langt í burtu og lékum okkur að því að ganga hringinn í kringum einstök tré. Engin lýsingarorð duga. Þú verður að fara þangað. Á Íslandi er ekki hægt að upplifa elstu eða stærstu tré heims, en hér er þó núna hægt að ganga í skógi þar sem trén eru svo há að ekki sést í toppa þeirra. Hægt er að ganga innan um svera boli sem ekki næst utanum með faðmlagi. Fuglarnir syngja og ilmurinn er dásamlegur. Þetta er hægt af því að síðustu leifum birkiskóga var bjargað fyrir 120 árum síðan. Þetta er hægt af því að fólk hefur gróðursett til skóga stórvaxinna trjátegunda á borð við sitkagreni, stafafuru, rússalerki og alaskaösp. Ef ekki væri fyrir réttar ákvarðanir í tæka tíð og góða stefnu í málefnum skógræktar byðist ekki á Íslandi sú einstaka upplifun að ganga í stórum, fallegum og fjölbreyttum skógum. Það var ekki hægt fyrir fáum áratugum síðan og það er ekki sjálfgefið að slíkt sé hægt. Allt frá upphafi skógverndar og skógræktar á Íslandi steig fólk fram sem var á móti. Það sagði á mismunandi tímum að þetta væri ekki hægt því allir vissu að tré yxu ekki á Íslandi. Þetta væri peningasóun af því að skógar væru óþarfir, gras handa búfé væri það sem skipti máli. Þetta væri vitleysa af því að hér gæti aldrei orðið til timburiðnaður. Þetta væri vont af því að barrtré væru ljót og eyðilegðu útsýni. Þetta væri stórhættulegt af því að sum trén væru útlensk. Þetta væru náttúruspjöll af því að útlensku trén sáðu sér í alíslenskar auðnir. Fólk sem heldur þessum skoðunum fram á það sameiginlegt að hafa ekki áttað síg á því sem ég fattaði fimm ára gamall – skógar eru frábærir! Ég er þakklátur því að raddirnar með skógrækt hafi verið úrtöluröddunum yfirsterkari. Ég vona að svo verði áfram og að barnbörnin mín geti áfram gengið um í fallegum og fjölbreyttum skógum. Höfundur er skógræktarstjóri.
Skoðun Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty skrifar
Skoðun Hver á dómur að vera hjá ungmenni fyrir að fremja alvarlegt afbrot, jafnvel morð? Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Jafnréttisbaráttan er brýnni en nokkru sinni fyrr Kolbrún Halldórsdóttir,Sunna Kristín Símonardóttir skrifar
Skoðun Það sem er ósagt varðandi vinnubrögð hjá Háskólanum á Akureyri Þóra Sigurðardóttir skrifar