„Fannst liðið heilt yfir ekkert rosalega sjarmerandi“ Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 24. janúar 2023 07:00 Ásgeir Örn Hallgrímsson var sérfræðingur Seinni bylgjunnar áður en hann tók við uppeldisfélaginu Haukum á yfirstandandi leiktíð. Seinni bylgjan „Ég myndi segja að það væri hægt á einhverjum forsendum að hugsa þetta þannig,“sagði Ásgeir Örn Hallgrímsson, fyrrverandi landsliðsmaður í handbolta og núverandi þjálfari Hauka í Olís deild karla, aðspurður hvort mögulega hefðu væntingar íslensku þjóðarinnar borið íslenska landsliðið ofurliði í Svíþjóð. Ásgeir Örn ræddi við Guðjón Guðmundsson, Gaupa, um frammistöðu Íslands á mótinu. „Við eigum að vera með töluvert betra lið en spilamennskan var í þessu móti. Við byrjuðum vel, frábær sigur á móti Portúgal. Svo hrinur þetta á 20 mínútna kafla og það er að mínu mati einhverjir andlegir þættir sem eru mikilvægir þar.“ Liðið í heild sinni átti góða kafla en þeir voru ekki nægilega margir. „Mér fannst heilt yfir liðið ekkert rosalega sjarmerandi, spilamennskan ekkert frábær. Mér finnst gaman að horfa á þá, þetta eru frábærir strákar og geggjaðir í handbolta en það var eitthvað. Held það hafi líka mikið með format-ið á mótinu að gera. Þetta er alveg vonlaust format, fáum rosa leik á móti Svíum en hinir leikirnir eru hálfgert drasl. Það er erfitt að rýna í þetta og segja til um hvort þeir hafi spilað vel eða illa.“ Klippa: Fannst heilt yfir liðið ekkert rosalega sjarmerandi Niðurstaðan mikil vonbrigði en þjálfarinn Guðmundur Guðmundsson hlýtur að bera ábyrgð á stöðu og gengi liðsins. „Hann er maðurinn í brúnni og klárlega er ábyrgðin hans. Hann hlýtur að virkilega fara í naflaskoðun og athuga hvað hann gat gert betur, hvað hann á að gera og hvernig hann getur fengið meira út úr liðinu. Hann gerir það pottþétt, hann er ekkert að gera þetta í fyrsta skipti.“ Er hann rétti maðurinn til að leiða liðið inn í næsta Evrópumót? „Ég held það sé hollt fyrir alla að spyrja sig að því hvort hann sé rétti maðurinn og hann að spyrja sjálfan sig. Mín skoðun er held ég sú að hann eigi að halda áfram með þá, hann gerir nýjan samning í maí á síðasta ári. Það er enn örlítill séns á Ólympíuleikunum, það var stóra markmiðið held ég. Þá held ég sé bara fínt að miða við það og leyfa honum að spila það út ef það er þannig.“ Eru menn vissir um að leikmennirnir hafi trú á þjálfaranum? „Ég hef ekki hugmynd um það. Ég hef ekki talað um það við þá. Þeir verða að svara fyrir það. Handbolti HM 2023 í handbolta Landslið karla í handbolta Tengdar fréttir Ekki boðlegt fyrir landsliðsþjálfara Íslands Guðjón Guðmundsson gerði upp frammistöðu Íslands á HM karla í handbolta í Bítinu á Bylgjunni í morgun og sagði niðurstöðuna mikil vonbrigði, þó að hann hefði alltaf talið það ofmat að ætla liðinu verðlaun. Hann sagði viðbrögð landsliðsþjálfarans í viðtali eftir mótið ekki boðleg. 23. janúar 2023 11:27 Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Aserbaísjan 5-0 | Algjör einstefna í seinni hálfleik Fótbolti Anníe Mist selur CrossFit Reykjavíkur og BKG meðal kaupenda Sport Leik lokið: Ísland - Frakkland 114 - 74 | Afleitur endir á EM Körfubolti Styðja þrettán ára strák sem var kýldur af pabba mótherja Fótbolti Stórsér á stjörnunni eftir leikfang dótturinnar Golf Allir lögðust niður eftir óvænta og ágenga truflun í fótboltaleik Fótbolti Þróttur lánar sextán ára strák til Inter Milan Íslenski boltinn Uppgjörið: Ísland - Færeyjar 1-2 | Íslendingar í gjafastuði Fótbolti Skandall í NBA: Borguðu honum milljarða fyrir að gera ekki neitt Körfubolti Einkunnagjöf íslenska landsliðsins: Albert maður leiksins Fótbolti Fleiri fréttir Nýliðarnir byrja á góðum sigri Afturelding marði Hauka í Hafnafirði Fram byrjar tímabilið á sterkum útisigri í Kaplakrika Íslendingarnir tryggði Gummersbach sigur Ómar Ingi með sex marka forskot á Gidsel „Gott að ná í tvö stig strax í byrjun“ Uppgjör: Stjarnan - Valur 27-32 | Ágúst Þór fékk óskabyrjun með Valsliðið Ómar með átta úr átta og Donni allt í öllu í sigri „Taugalaus“ Óðinn með þrettán mörk Viggó lék stóra rullu þegar lærisveinar Arnórs frusu Mætti sköllótt til baka aðeins fimm dögum eftir lyfjameðferð Aron hefur engan áhuga á að þjálfa Sjáðu Viktor Gísla fá hópknús eftir að hafa tryggt Barcelona titil Sigursteinn framlengir við FH HSÍ skiptir út merki sambandsins Valur meistari meistaranna Stjörnumenn gerðu vel úti í Rúmeníu Íslensku stelpurnar með tíu mörk saman í flottum sigri „Stórkostlegur dagur og stórkostlegt kvöld“ Ómar Ingi skoraði úr ellefu fyrstu skotunum og endaði með fimmtán mörk Haukur Þrastar byrjar mjög vel með Ljónunum Uppgjörið: FH - Veszprém 22-32 | Takk Aron Aron spilar síðasta leikinn: „Held að ég sé ekki búinn að gleyma öllu“ Strákarnir hans Guðjóns Vals byrja tímabilið vel Ágúst strax kominn með titil hjá Álaborg Íslenska tríóið grátlega nálægt titli Gat ekki skammað frænda því hann þurfti að fara upp á spítala Stjarnan er meistari meistaranna „Magnað að við séum enn að leita í vinskap hvors annars“ Með krabbamein í brjósti en hættir ekki að spila Sjá meira
Ásgeir Örn ræddi við Guðjón Guðmundsson, Gaupa, um frammistöðu Íslands á mótinu. „Við eigum að vera með töluvert betra lið en spilamennskan var í þessu móti. Við byrjuðum vel, frábær sigur á móti Portúgal. Svo hrinur þetta á 20 mínútna kafla og það er að mínu mati einhverjir andlegir þættir sem eru mikilvægir þar.“ Liðið í heild sinni átti góða kafla en þeir voru ekki nægilega margir. „Mér fannst heilt yfir liðið ekkert rosalega sjarmerandi, spilamennskan ekkert frábær. Mér finnst gaman að horfa á þá, þetta eru frábærir strákar og geggjaðir í handbolta en það var eitthvað. Held það hafi líka mikið með format-ið á mótinu að gera. Þetta er alveg vonlaust format, fáum rosa leik á móti Svíum en hinir leikirnir eru hálfgert drasl. Það er erfitt að rýna í þetta og segja til um hvort þeir hafi spilað vel eða illa.“ Klippa: Fannst heilt yfir liðið ekkert rosalega sjarmerandi Niðurstaðan mikil vonbrigði en þjálfarinn Guðmundur Guðmundsson hlýtur að bera ábyrgð á stöðu og gengi liðsins. „Hann er maðurinn í brúnni og klárlega er ábyrgðin hans. Hann hlýtur að virkilega fara í naflaskoðun og athuga hvað hann gat gert betur, hvað hann á að gera og hvernig hann getur fengið meira út úr liðinu. Hann gerir það pottþétt, hann er ekkert að gera þetta í fyrsta skipti.“ Er hann rétti maðurinn til að leiða liðið inn í næsta Evrópumót? „Ég held það sé hollt fyrir alla að spyrja sig að því hvort hann sé rétti maðurinn og hann að spyrja sjálfan sig. Mín skoðun er held ég sú að hann eigi að halda áfram með þá, hann gerir nýjan samning í maí á síðasta ári. Það er enn örlítill séns á Ólympíuleikunum, það var stóra markmiðið held ég. Þá held ég sé bara fínt að miða við það og leyfa honum að spila það út ef það er þannig.“ Eru menn vissir um að leikmennirnir hafi trú á þjálfaranum? „Ég hef ekki hugmynd um það. Ég hef ekki talað um það við þá. Þeir verða að svara fyrir það.
Handbolti HM 2023 í handbolta Landslið karla í handbolta Tengdar fréttir Ekki boðlegt fyrir landsliðsþjálfara Íslands Guðjón Guðmundsson gerði upp frammistöðu Íslands á HM karla í handbolta í Bítinu á Bylgjunni í morgun og sagði niðurstöðuna mikil vonbrigði, þó að hann hefði alltaf talið það ofmat að ætla liðinu verðlaun. Hann sagði viðbrögð landsliðsþjálfarans í viðtali eftir mótið ekki boðleg. 23. janúar 2023 11:27 Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Aserbaísjan 5-0 | Algjör einstefna í seinni hálfleik Fótbolti Anníe Mist selur CrossFit Reykjavíkur og BKG meðal kaupenda Sport Leik lokið: Ísland - Frakkland 114 - 74 | Afleitur endir á EM Körfubolti Styðja þrettán ára strák sem var kýldur af pabba mótherja Fótbolti Stórsér á stjörnunni eftir leikfang dótturinnar Golf Allir lögðust niður eftir óvænta og ágenga truflun í fótboltaleik Fótbolti Þróttur lánar sextán ára strák til Inter Milan Íslenski boltinn Uppgjörið: Ísland - Færeyjar 1-2 | Íslendingar í gjafastuði Fótbolti Skandall í NBA: Borguðu honum milljarða fyrir að gera ekki neitt Körfubolti Einkunnagjöf íslenska landsliðsins: Albert maður leiksins Fótbolti Fleiri fréttir Nýliðarnir byrja á góðum sigri Afturelding marði Hauka í Hafnafirði Fram byrjar tímabilið á sterkum útisigri í Kaplakrika Íslendingarnir tryggði Gummersbach sigur Ómar Ingi með sex marka forskot á Gidsel „Gott að ná í tvö stig strax í byrjun“ Uppgjör: Stjarnan - Valur 27-32 | Ágúst Þór fékk óskabyrjun með Valsliðið Ómar með átta úr átta og Donni allt í öllu í sigri „Taugalaus“ Óðinn með þrettán mörk Viggó lék stóra rullu þegar lærisveinar Arnórs frusu Mætti sköllótt til baka aðeins fimm dögum eftir lyfjameðferð Aron hefur engan áhuga á að þjálfa Sjáðu Viktor Gísla fá hópknús eftir að hafa tryggt Barcelona titil Sigursteinn framlengir við FH HSÍ skiptir út merki sambandsins Valur meistari meistaranna Stjörnumenn gerðu vel úti í Rúmeníu Íslensku stelpurnar með tíu mörk saman í flottum sigri „Stórkostlegur dagur og stórkostlegt kvöld“ Ómar Ingi skoraði úr ellefu fyrstu skotunum og endaði með fimmtán mörk Haukur Þrastar byrjar mjög vel með Ljónunum Uppgjörið: FH - Veszprém 22-32 | Takk Aron Aron spilar síðasta leikinn: „Held að ég sé ekki búinn að gleyma öllu“ Strákarnir hans Guðjóns Vals byrja tímabilið vel Ágúst strax kominn með titil hjá Álaborg Íslenska tríóið grátlega nálægt titli Gat ekki skammað frænda því hann þurfti að fara upp á spítala Stjarnan er meistari meistaranna „Magnað að við séum enn að leita í vinskap hvors annars“ Með krabbamein í brjósti en hættir ekki að spila Sjá meira
Ekki boðlegt fyrir landsliðsþjálfara Íslands Guðjón Guðmundsson gerði upp frammistöðu Íslands á HM karla í handbolta í Bítinu á Bylgjunni í morgun og sagði niðurstöðuna mikil vonbrigði, þó að hann hefði alltaf talið það ofmat að ætla liðinu verðlaun. Hann sagði viðbrögð landsliðsþjálfarans í viðtali eftir mótið ekki boðleg. 23. janúar 2023 11:27