Segðu frá Jokka G Birnudóttir skrifar 23. janúar 2023 13:00 Virkar svo auðvelt, en getur verið svo erfitt. Er við hittum vini, ættingja, samstarfsfólk er oftar en ekki spurt? „Jæja, hvað segirðu þá?” og áður en viðkomandi getur svarað er bætt við „ertu ekki bara hress?” Eða „Er ekki alltaf nóg að gera hjá þér?”Við spyrjum og svörum fyrir viðkomandi og erum svo farin annað. Samfélagið okkar býður ekki upp á að við getum sagt; „Mér líður bara ekki vel í dag” Samfélagið í dag hvetur okkur til að leita okkur hjálpar ef eitthvað amar að, en við ætlum samt ekki að gefa okkur tíma til að hlusta. Sjálfvígstíðni karlmanna er há, og hefur ekki náðst að lækka þá tölu þrátt fyrir að Norðurlöndin í kringum okkur virðist ganga betur með það. Karlmenn eru sagðir með lítið tilfinningalæsi, og ég spyr afhverju er það? Erum við enn að kenna strákunum okkar að bíta á jaxlinn og harka af sér? Eru karlmenn enn með þá trú að þeir megi ekki gráta og eigi að vera einhverjar hetjur sem fara bara út að vinna og helst vinna sig í hel? Getur verið að við höfum ekki enn „gefið” þeim leyfi til að leita sér hjálpar eftir áföll? Áfall getur verið að af ýmsum toga. Alist upp við vanrækslu, einelti, heimilisofbeldi, kynferðisofbeldi, misst foreldra, vini, maka, allt sem er högg á sálina getur valdið áfalli sem situr í taugakerfinu. Afleiðingar ofbeldis eru margþættar, hjá drengjum getur það verið þunglyndi, kvíði, skert sjálfsmynd, einangrun, líkamleg vanlíðan, ofbeldishneygð, áhættuhegðun, drykkja, fíkniefnaneysla og afbrot. Með því að skoða rannsóknir á afleiðingum ofbeldis má sjá að sjúkraskýrslur kvenna sem lent hafa í ofbeldi eru þykkar, á meðan afbrotaskýrslur karla sem lent hafa í ofbeldi eru langar. Rannsókn sem gerð var á föngum sýndi að stór hópur þar á meðal hafði lent í áfalli á sínum yngri árum. En hvernig getum við hjálpað? Með því að spyrja og hlusta. Með því að gefa strákunum okkar rými og tíma, með því að leyfa þeim að segja frá og hjálpa þeim að vinna úr áföllum. Með því að viðurkenna að strákar verða fyrir ofbeldi. Segjum frá. Höfundur er ráðgjafi fyrir þolendur ofbeldis. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Kveðjur úr Grafarvogi til þeirra sem kasta steinum úr glerhúsi Davíð Már Sigurðsson Skoðun Immigrant Women: Essential Workers, Rising Voices on Labor Day Maru Alemán Skoðun Það sem er ósagt varðandi vinnubrögð hjá Háskólanum á Akureyri Þóra Sigurðardóttir Skoðun Sköpum störf við hæfi! Unnur Hrefna Jóhannsóttir Skoðun Jafnaðarmennskan og verkalýðsbaráttan Sigfús Ómar Höskuldsson Skoðun Opið bréf til fjármálaráðherra, Daða Más Kristóferssonar Íris Róbertsdóttir Skoðun Að undirbúa börnin okkar fyrir heim sem er að hverfa Halldóra Mogensen Skoðun Leiðsöguhundurinn Gaur gerir mig að betri manneskju Þorkell J. Steindal Skoðun Hvað er „furry“ annars? Jóhanna Jódís Antonsdóttir Skoðun Ég kalla hann Isildur; mentorinn minn er gervigreind Björgmundur Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Samtalið um dauðann veldur okkur óöryggi Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Sköpum störf við hæfi! Unnur Hrefna Jóhannsóttir skrifar Skoðun Immigrant Women: Essential Workers, Rising Voices on Labor Day Maru Alemán skrifar Skoðun Tikkað í skipulagsboxin Samúel Torfi Pétursson skrifar Skoðun Það sem er ósagt varðandi vinnubrögð hjá Háskólanum á Akureyri Þóra Sigurðardóttir skrifar Skoðun Sjúklingur settur í fangaklefa Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Opið bréf til fjármálaráðherra, Daða Más Kristóferssonar Íris Róbertsdóttir skrifar Skoðun Ég kalla hann Isildur; mentorinn minn er gervigreind Björgmundur Guðmundsson skrifar Skoðun Hvað er „furry“ annars? Jóhanna Jódís Antonsdóttir skrifar Skoðun Jafnaðarmennskan og verkalýðsbaráttan Sigfús Ómar Höskuldsson skrifar Skoðun Hljóð og mynd íslenskra varna Arnór Sigurjónsson skrifar Skoðun Kveðjur úr Grafarvogi til þeirra sem kasta steinum úr glerhúsi Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Leiðsöguhundurinn Gaur gerir mig að betri manneskju Þorkell J. Steindal skrifar Skoðun Fimmtíu ár frá lokum Víetnamstríðsins Finnur Th. Eiríksson skrifar Skoðun Að undirbúa börnin okkar fyrir heim sem er að hverfa Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Hollar skólamáltíðir fyrir loftslagið og líðan barna Laufey Steingrímsdóttir,Anna Sigríður Ólafsdóttir skrifar Skoðun Bókin er minn óvinur, en mig langar samt í verknám! Davíð Bergmann skrifar Skoðun Ilmurinn af jarðolíu er svo lokkandi Sævar Helgi Lárusson skrifar Skoðun Hvað er að frétta af humrinum? Jónas Páll Jónasson skrifar Skoðun Þeir greiða sem njóta, eða hvað? Jóhannes Þór Skúlason,Pálmi Viðar Snorrason skrifar Skoðun Samskiptasáttmáli; skúffuskjal eða stórgott verkfæri Helena Katrín Hjaltadóttir,Íris Helga G. Baldursdóttir skrifar Skoðun Sigrar og raunir íslenska hestsins Elín Íris Fanndal skrifar Skoðun Reykjavíkurborg á flestar félagslegar íbúðir en Garðabær rekur lestina Heimir Már Pétursson skrifar Skoðun Góðir grannar Landsvirkjunar og við hin Kjartan Ágústsson skrifar Skoðun Hittumst á rauðum sokkum 1. maí Finnbjörn A. Hermannsson,Kolbrún Halldórsdóttir,Magnús Þór Jónsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi orkuspáa Ingvar Júlíus Baldursson skrifar Skoðun Þegar innflutningurinn ræður ríkjum Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Vladímír Pútín: Hvað er að marka hann? Steinar Björgvinsson skrifar Skoðun Örlög Úkraínu varða frið og öryggi á Íslandi Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Vegamál á tímum skattahækkana og vantrausts Benedikt S. Benediktsson skrifar Sjá meira
Virkar svo auðvelt, en getur verið svo erfitt. Er við hittum vini, ættingja, samstarfsfólk er oftar en ekki spurt? „Jæja, hvað segirðu þá?” og áður en viðkomandi getur svarað er bætt við „ertu ekki bara hress?” Eða „Er ekki alltaf nóg að gera hjá þér?”Við spyrjum og svörum fyrir viðkomandi og erum svo farin annað. Samfélagið okkar býður ekki upp á að við getum sagt; „Mér líður bara ekki vel í dag” Samfélagið í dag hvetur okkur til að leita okkur hjálpar ef eitthvað amar að, en við ætlum samt ekki að gefa okkur tíma til að hlusta. Sjálfvígstíðni karlmanna er há, og hefur ekki náðst að lækka þá tölu þrátt fyrir að Norðurlöndin í kringum okkur virðist ganga betur með það. Karlmenn eru sagðir með lítið tilfinningalæsi, og ég spyr afhverju er það? Erum við enn að kenna strákunum okkar að bíta á jaxlinn og harka af sér? Eru karlmenn enn með þá trú að þeir megi ekki gráta og eigi að vera einhverjar hetjur sem fara bara út að vinna og helst vinna sig í hel? Getur verið að við höfum ekki enn „gefið” þeim leyfi til að leita sér hjálpar eftir áföll? Áfall getur verið að af ýmsum toga. Alist upp við vanrækslu, einelti, heimilisofbeldi, kynferðisofbeldi, misst foreldra, vini, maka, allt sem er högg á sálina getur valdið áfalli sem situr í taugakerfinu. Afleiðingar ofbeldis eru margþættar, hjá drengjum getur það verið þunglyndi, kvíði, skert sjálfsmynd, einangrun, líkamleg vanlíðan, ofbeldishneygð, áhættuhegðun, drykkja, fíkniefnaneysla og afbrot. Með því að skoða rannsóknir á afleiðingum ofbeldis má sjá að sjúkraskýrslur kvenna sem lent hafa í ofbeldi eru þykkar, á meðan afbrotaskýrslur karla sem lent hafa í ofbeldi eru langar. Rannsókn sem gerð var á föngum sýndi að stór hópur þar á meðal hafði lent í áfalli á sínum yngri árum. En hvernig getum við hjálpað? Með því að spyrja og hlusta. Með því að gefa strákunum okkar rými og tíma, með því að leyfa þeim að segja frá og hjálpa þeim að vinna úr áföllum. Með því að viðurkenna að strákar verða fyrir ofbeldi. Segjum frá. Höfundur er ráðgjafi fyrir þolendur ofbeldis.
Skoðun Það sem er ósagt varðandi vinnubrögð hjá Háskólanum á Akureyri Þóra Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Hollar skólamáltíðir fyrir loftslagið og líðan barna Laufey Steingrímsdóttir,Anna Sigríður Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Samskiptasáttmáli; skúffuskjal eða stórgott verkfæri Helena Katrín Hjaltadóttir,Íris Helga G. Baldursdóttir skrifar
Skoðun Reykjavíkurborg á flestar félagslegar íbúðir en Garðabær rekur lestina Heimir Már Pétursson skrifar
Skoðun Hittumst á rauðum sokkum 1. maí Finnbjörn A. Hermannsson,Kolbrún Halldórsdóttir,Magnús Þór Jónsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar