Háskóli allra landsmanna... sem búa við strætóskýli Júlíus Viggó Ólafsson skrifar 23. janúar 2023 08:30 Háskóli Íslands er oft talinn háskóli allra landsmanna. Nú á dögunum hefur skotið upp kollinum umræða um gjaldskyldu á öllum bílastæðum háskólans. Samkvæmt viðtali Vísis við Kristinn Jóhannesson, sviðsstjóra framkvæmda- og tæknisviðs HÍ, stendur til að þessi breyting verði væntanlega tekin upp á fundi háskólaráðs á þessu ári. Eðli málsins samkvæmt gengur slík gjaldtaka þvert á yfirlýst eþos skólans, enda augljóst að námsmenn hafa misjafnar ferðaþarfir eins og þeir eru margir. Það gefur augaleið að almenn gjaldskylda á bílastæðum háskólans myndi bitna hlutfallslega meira á þeim fjölmörgu stúdentum sem þurfa að keyra til að sækja nám sitt, þ.e.a.s. þeim sem búa á ytri svæðum höfuðborgarsvæðisins eða landsbyggðinni. Stúdentar sem bera nú þegar hærri kostnað við að sækja nám sitt og geta ekki reitt sig á strætókerfið til að komast leiða sinna. Svo má heldur ekki gleyma stúdentum sem eru foreldrar eða þurfa að sinna skyldum eins og vinnu, sem valda því að þeir einfaldlega þurfa að keyra til og frá skóla. Kristinn segir ástæðu þessarar mögulegu breytingar vera útvíkkun Reykjavíkurborgar á gjaldskyldum stæðum, og þar með þurfi innleiðingu á gjaldskyldu á stæðum háskólans til þess að sporna gegn því að aðilar sem ekki eiga erindi við skólann leggi í bílastæði hans. Hann bendir þó í sömu andrá á aðra lausn, sem er að mínu mati sú rétta, að setja einfaldlega upp lokunarpósta við bílastæðin sem veita starfsmönnum og nemendum aðgang án endurgjalds á meðan aðrir þurfa að greiða. En Kristinn telur þá lausn líklegri til að lúta í lægra haldi fyrir almennri gjaldskyldu á alla sem leggja. Málið er að háskólinn notar nú þegar kerfi sem veitir nemendum aðgang að svæðum skólans á sama tíma og það heldur öðrum frá: aðgangskort stúdenta, sem veita aðgang að byggingum skólans utan opnunartíma. Því er ekki langsótt að samskonar kerfi ætti að taka upp á bílastæðum skólans. Annað væri aðeins til þess að þyngja kostnað við nám hjá stórum hluta stúdenta að ástæðulausu. Þar sem um er að ræða mögulega aukningu á kostnaði náms fyrir stóran hluta stúdenta þá er þrúgandi þögn Röskvu gagnvart þessari gjaldtöku vægast sagt fíllinn í herberginu. Röskva sem leiðir Stúdentaráð með miklum meirihluta, 15 gegn 2, og segir grundvallarstefnu sína alltaf hafa verið þá sömu: Jafn réttur til náms. Maður hefði einmitt ímyndað sér að slíkt „sterkt hagsmunafélag stúdenta” myndi berjast með kjafti og klóm gegn því að stór hluti stúdenta þyrfti, að óþörfu, að greiða meira en aðrir fyrir það að sækja nám sitt. Af hverju hefur ekkert heyrst frá Röskvu? Er ástæða þess að fulltrúar Röskvu sofa á verðinum almenn andúð þeirraá bílum? Sambandsleysi þeirra við hinn almenna stúdent og útópískar hugmyndir þeirra um samgöngumáta framtíðarinnar? Blindar hugmyndafræðin þau frá grundvallarskyldu þeirra til að verja hagsmuni stúdentsins? Staðreyndin er sú að forystumenn Röskvu hafa á undanförnum árum markvisst talað fyrir fækkun bílastæða og gjaldskyldu, bæði opinberlega og á fundum Stúdentaráðs og háskólaþingum HÍ. Röskva hefur tekið þátt í og keyrt þessa umræðu áfram, þvert á vilja meirihluta stúdenta og helst utan heyrna þeirra. Ég hef áhyggjur af því að án inngrips munu núverandi fulltrúar Röskvu halda þeirri stefnu áfram, eða í það minnsta ekki standa á móti henni, á kostnað hins almenna stúdents. Höfundur er formaður málefnanefndar Vöku og býr í göngufjarlægð við Háskóla Íslands. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hagsmunir stúdenta Bílastæði Háskólar Mest lesið Ónýtt dekk undir rándýrum bíl Kristján Ra. Kristjánsson Skoðun Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir Skoðun Kemur málinu ekki við Inga Sæland Skoðun Fimm áherslur sem hafa bætt lífsgæði Kópavogsbúa Ásdís Kristjánsdóttir,Orri Hlöðversson Skoðun Móttökudeildir: Brú til þátttöku – ekki aðskilnaður Friðþjófur Helgi Karlsson Skoðun Góð samviska er gulli betri Árni Sigurðsson Skoðun Réttindi allra að tala íslensku Hrafn Splidt Skoðun Opin eða lokuð landamæri? Pétur Björgvin Sveinsson Skoðun Mótum framtíðina með sterku skólakerfi Magnús Þór Jónsson Skoðun Bætt stjórnsýsla fyrir framhaldsskólana Guðmundur Ingi Kristinsson Skoðun Skoðun Skoðun Setjum velferð barna og ungmenna í forgang og sameinumst um bætta lýðheilsu María Heimisdóttir,Dóra Guðrún Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Rangfærslur sveitarfélaga um réttindi fatlaðs fólks Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Sameinumst í að enda stafrænt ofbeldi gegn fötluðum konum Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Áskoranir í iðnnámi Íslendinga! Böðvar Ingi Guðbjartsson skrifar Skoðun Opin eða lokuð landamæri? Pétur Björgvin Sveinsson skrifar Skoðun Góð samviska er gulli betri Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Móttökudeildir: Brú til þátttöku – ekki aðskilnaður Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Fimm áherslur sem hafa bætt lífsgæði Kópavogsbúa Ásdís Kristjánsdóttir,Orri Hlöðversson skrifar Skoðun Réttindi allra að tala íslensku Hrafn Splidt skrifar Skoðun Tryggjum öryggi eldri borgara Sigurður Ágúst Sigurðsson skrifar Skoðun Bætt stjórnsýsla fyrir framhaldsskólana Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Ónýtt dekk undir rándýrum bíl Kristján Ra. Kristjánsson skrifar Skoðun Kemur málinu ekki við Inga Sæland skrifar Skoðun Mótum framtíðina með sterku skólakerfi Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Erum ekki mætt í biðsal elliáranna Ragnheiður K. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Jákvæð áhrif millilandaflugs til Akureyrar eru miklu meiri en þú heldur Lára Halldóra Eiríksdóttir skrifar Skoðun Fögnum degi sjúkraliða og störfum þeirra alla daga Alma D. Möller skrifar Skoðun Þegar stórútgerðin gleypir allt – er kominn tími á norskar lausnir? Kjartan Sveinsson skrifar Skoðun Óstaðsettir í hús Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Flokkur fólksins hefur bætt hag aldraðra og öryrkja Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Láttu ekki svindla á þér við jólainnkaupin Inga María Backman skrifar Skoðun Duga aðgerðir ríkistjórnarinnar til að rífa fjölda eldri borgara úr fátæktargildrunni? Björn Snæbjörnsson skrifar Skoðun Túlkun gagna er ábyrgð Joanna Marcinkowska skrifar Skoðun Lífsstílshljómkviðan: öndun í köldum potti Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Bandaríkjaher, upphaf og innleiðing vatnsúðakerfa Snæbjörn R Rafnsson skrifar Skoðun Sameinumst í að enda stafrænt ofbeldi gegn fötluðum konum Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Er munur á trú og trúarbrögðum? Árni Gunnarsson skrifar Skoðun Hvaða einkennir góðan stjórnmálamann? Berglind Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Samstarf og samhæfing á breiðum grunni þjóðaröryggis Víðir Reynisson skrifar Skoðun 10 tonn af textíl á dag Birgitta Stefánsdóttir,Freyja Pétursdóttir skrifar Sjá meira
Háskóli Íslands er oft talinn háskóli allra landsmanna. Nú á dögunum hefur skotið upp kollinum umræða um gjaldskyldu á öllum bílastæðum háskólans. Samkvæmt viðtali Vísis við Kristinn Jóhannesson, sviðsstjóra framkvæmda- og tæknisviðs HÍ, stendur til að þessi breyting verði væntanlega tekin upp á fundi háskólaráðs á þessu ári. Eðli málsins samkvæmt gengur slík gjaldtaka þvert á yfirlýst eþos skólans, enda augljóst að námsmenn hafa misjafnar ferðaþarfir eins og þeir eru margir. Það gefur augaleið að almenn gjaldskylda á bílastæðum háskólans myndi bitna hlutfallslega meira á þeim fjölmörgu stúdentum sem þurfa að keyra til að sækja nám sitt, þ.e.a.s. þeim sem búa á ytri svæðum höfuðborgarsvæðisins eða landsbyggðinni. Stúdentar sem bera nú þegar hærri kostnað við að sækja nám sitt og geta ekki reitt sig á strætókerfið til að komast leiða sinna. Svo má heldur ekki gleyma stúdentum sem eru foreldrar eða þurfa að sinna skyldum eins og vinnu, sem valda því að þeir einfaldlega þurfa að keyra til og frá skóla. Kristinn segir ástæðu þessarar mögulegu breytingar vera útvíkkun Reykjavíkurborgar á gjaldskyldum stæðum, og þar með þurfi innleiðingu á gjaldskyldu á stæðum háskólans til þess að sporna gegn því að aðilar sem ekki eiga erindi við skólann leggi í bílastæði hans. Hann bendir þó í sömu andrá á aðra lausn, sem er að mínu mati sú rétta, að setja einfaldlega upp lokunarpósta við bílastæðin sem veita starfsmönnum og nemendum aðgang án endurgjalds á meðan aðrir þurfa að greiða. En Kristinn telur þá lausn líklegri til að lúta í lægra haldi fyrir almennri gjaldskyldu á alla sem leggja. Málið er að háskólinn notar nú þegar kerfi sem veitir nemendum aðgang að svæðum skólans á sama tíma og það heldur öðrum frá: aðgangskort stúdenta, sem veita aðgang að byggingum skólans utan opnunartíma. Því er ekki langsótt að samskonar kerfi ætti að taka upp á bílastæðum skólans. Annað væri aðeins til þess að þyngja kostnað við nám hjá stórum hluta stúdenta að ástæðulausu. Þar sem um er að ræða mögulega aukningu á kostnaði náms fyrir stóran hluta stúdenta þá er þrúgandi þögn Röskvu gagnvart þessari gjaldtöku vægast sagt fíllinn í herberginu. Röskva sem leiðir Stúdentaráð með miklum meirihluta, 15 gegn 2, og segir grundvallarstefnu sína alltaf hafa verið þá sömu: Jafn réttur til náms. Maður hefði einmitt ímyndað sér að slíkt „sterkt hagsmunafélag stúdenta” myndi berjast með kjafti og klóm gegn því að stór hluti stúdenta þyrfti, að óþörfu, að greiða meira en aðrir fyrir það að sækja nám sitt. Af hverju hefur ekkert heyrst frá Röskvu? Er ástæða þess að fulltrúar Röskvu sofa á verðinum almenn andúð þeirraá bílum? Sambandsleysi þeirra við hinn almenna stúdent og útópískar hugmyndir þeirra um samgöngumáta framtíðarinnar? Blindar hugmyndafræðin þau frá grundvallarskyldu þeirra til að verja hagsmuni stúdentsins? Staðreyndin er sú að forystumenn Röskvu hafa á undanförnum árum markvisst talað fyrir fækkun bílastæða og gjaldskyldu, bæði opinberlega og á fundum Stúdentaráðs og háskólaþingum HÍ. Röskva hefur tekið þátt í og keyrt þessa umræðu áfram, þvert á vilja meirihluta stúdenta og helst utan heyrna þeirra. Ég hef áhyggjur af því að án inngrips munu núverandi fulltrúar Röskvu halda þeirri stefnu áfram, eða í það minnsta ekki standa á móti henni, á kostnað hins almenna stúdents. Höfundur er formaður málefnanefndar Vöku og býr í göngufjarlægð við Háskóla Íslands.
Skoðun Setjum velferð barna og ungmenna í forgang og sameinumst um bætta lýðheilsu María Heimisdóttir,Dóra Guðrún Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Fimm áherslur sem hafa bætt lífsgæði Kópavogsbúa Ásdís Kristjánsdóttir,Orri Hlöðversson skrifar
Skoðun Jákvæð áhrif millilandaflugs til Akureyrar eru miklu meiri en þú heldur Lára Halldóra Eiríksdóttir skrifar
Skoðun Þegar stórútgerðin gleypir allt – er kominn tími á norskar lausnir? Kjartan Sveinsson skrifar
Skoðun Duga aðgerðir ríkistjórnarinnar til að rífa fjölda eldri borgara úr fátæktargildrunni? Björn Snæbjörnsson skrifar