Velsæld og árangur? Agnes Barkardóttir skrifar 22. janúar 2023 21:07 Flest óskum við eftir því að vera farsæl í lífinu, gera það sem veitir okkur ánægju og búa við starfsöryggi. En hvernig vitum við að við séum á réttri leið, í rétta starfinu eða að við séum að byggja okkur upp á farsælan máta? Markþjálfun, sjálfsögð verkfærakista Eitt af þeim verkfærum sem hægt er að nýta sér til árangurs er markþjálfun. Fagleg aðferðarfræði sem mjög margir nýta til að komast fyrir vind í verkefnunum sínum, ná betri fókus og setja sér og öðrum mörk. Markþjálfun hefur verið sjálfsögð í verkfærakistu erlendra stjórnenda í áratugi og síðustu ár hefur hún verið að ryðja sér til rúms í íslensku atvinnulífi. Við sem störfum innan fagsins sjáum það á hverjum degi hvernig stjórnendur og aðrir sem nýta markþjálfun reglulega eiga auðveldara með að taka nýjum áskorunum, streita verður minni við álag og leiðin að markmiðum yfirstíganleg. Reynslan á Íslandi Reynslan hefur sýnt okkur að þeir stjórnendur sem sækja markþjálfun öðlast skarpari yfirsýn og meira sjálfsöryggi við störf sín. Eins og fyrr segir hefur markþjálfun verið mikið notuð hjá erlendum stjórnendum en nú sjáum við það æ oftar að fleiri og fleiri fyrirtæki og stofnanir eru farin að nýta hana hérlendis í m.a. starfsmannamálum og stefnumótun, sem er staðfesting þess að aðferðafræðin virkar sem skildi. Þá þekkist það einnig að nýjar og ferskar hugmyndir sem hafa verið mótaðar með markþjálfa ná frekar til stjórnenda fyrirtækjanna því þær hafa farið í gegnum síu spurningaflóðs, ígrundunar og íhugunar. Það eru sannkölluð forréttindi að sjá fólk vaxa og dafna í lífi og starfi og ekki síður að sjá árangurinn koma í ljós. Það gerir okkur kleift að halda áfram að styrkja fagstétt markþjálfa á Íslandi. Árangur í fleiru en krónum og aurum Ný nálgun að árangri fyrirtækja sem starfa í umhverfi hraða og óvissu byggir á þeirri trú að blómstrandi fólk og teymi séu grunnforsenda árangurs. Sú nálgun gerir enn ríkari kröfur á starfsfólk fyrirtækja, þá aðallega leiðtoga og að þeir séu tilbúnari í óvissu, að treysta ferlinu, gera tilraunir, aðlagast hratt og sjá árangur í fleiru en krónum og aurum. Höfundur er markþjálfi og formaður ICF Iceland, félags markþjálfa á Íslandi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið „Múslimahjörðin“ að taka yfir Ísland? Árni Þór Þórsson Skoðun Halldór 10.01.2026 Halldór Sjálfstæðisflokkurinn yfirgefur okkur Lárus Bl. Sigurðsson Skoðun Að elska nóg til að sleppa takinu Ingrid Kuhlman Skoðun Af hverju efast fólk enn – þegar loftslagsvísindin eru skýr? Eyþór Eðvarðsson Skoðun Málið of stórt fyrir þjóðina Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Reykjavík má ekki bregðast eldri borgurum Gunnar Einarsson Skoðun Manst þú eftir hverfinu þínu? Pétur Marteinsson Skoðun Ný kynslóð Björg Magnúsdóttir Skoðun Bókun 35: Þegar Alþingi missir síðasta orðið Júlíus Valsson Skoðun Skoðun Skoðun Traust: Hinn ósýnilegi hornsteinn íslenskrar heilbrigðisþjónustu Jón Magnús Kristjánsson skrifar Skoðun Að vera vakandi karlmaður Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Mýtuvaxtarverkin - inngangskúrs í loftslagsafneitun Sveinn Atli Gunnarsson skrifar Skoðun Af hverju efast fólk enn – þegar loftslagsvísindin eru skýr? Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Reykjavík má ekki bregðast eldri borgurum Gunnar Einarsson skrifar Skoðun Að elska nóg til að sleppa takinu Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Ábyrgð og aðgerðir – fyrsta ár Flokks fólksins í meirihluta borgarstjórnar Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Ný kynslóð Björg Magnúsdóttir skrifar Skoðun Manst þú eftir hverfinu þínu? Pétur Marteinsson skrifar Skoðun Málið of stórt fyrir þjóðina Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn yfirgefur okkur Lárus Bl. Sigurðsson skrifar Skoðun Bókun 35: Þegar Alþingi missir síðasta orðið Júlíus Valsson skrifar Skoðun „Múslimahjörðin“ að taka yfir Ísland? Árni Þór Þórsson skrifar Skoðun Ahhh! Þess vegna vill Trump eignast Grænland! Ágúst Kvaran skrifar Skoðun 35% aukning í millilandaflugi um Akureyrarflugvöll Ásthildur Sturludóttir skrifar Skoðun Við erum hjartað í boltanum Ásgeir Sveinsson skrifar Skoðun Áramótaheit sem endast Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Vernd hvala er þjóðaröryggismál Micah Garen skrifar Skoðun Tímabært að koma böndum á gjaldskyldufrumskóginn Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Uppgjöf í barnamálum Bozena Raczkowska skrifar Skoðun Að óttast að það verði sem orðið er Helga Þórólfsdóttir skrifar Skoðun Börnin okkar eiga betra skilið en ókunnugar afleysingar Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir skrifar Skoðun Að nýta atvinnustefnu til að móta hagvöxt Mariana Mazzucato skrifar Skoðun Villi er allt sem þarf Birgir Liljar Soltani skrifar Skoðun Börnin borga verðið þegar kerfið bregst Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Ómissandi innviðir – undirstaða öryggis og viðnáms samfélagsins Sólrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Atvinnuþátttaka eldra fólks og sjálfbærni Halldór S. Guðmundsson,Kolbeinn H. Stefánsson skrifar Skoðun Mannasættir Teitur Atlason skrifar Skoðun ESB og Kvótahopp Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Meirihluti vill lögfesta rétt til leikskólapláss Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Sjá meira
Flest óskum við eftir því að vera farsæl í lífinu, gera það sem veitir okkur ánægju og búa við starfsöryggi. En hvernig vitum við að við séum á réttri leið, í rétta starfinu eða að við séum að byggja okkur upp á farsælan máta? Markþjálfun, sjálfsögð verkfærakista Eitt af þeim verkfærum sem hægt er að nýta sér til árangurs er markþjálfun. Fagleg aðferðarfræði sem mjög margir nýta til að komast fyrir vind í verkefnunum sínum, ná betri fókus og setja sér og öðrum mörk. Markþjálfun hefur verið sjálfsögð í verkfærakistu erlendra stjórnenda í áratugi og síðustu ár hefur hún verið að ryðja sér til rúms í íslensku atvinnulífi. Við sem störfum innan fagsins sjáum það á hverjum degi hvernig stjórnendur og aðrir sem nýta markþjálfun reglulega eiga auðveldara með að taka nýjum áskorunum, streita verður minni við álag og leiðin að markmiðum yfirstíganleg. Reynslan á Íslandi Reynslan hefur sýnt okkur að þeir stjórnendur sem sækja markþjálfun öðlast skarpari yfirsýn og meira sjálfsöryggi við störf sín. Eins og fyrr segir hefur markþjálfun verið mikið notuð hjá erlendum stjórnendum en nú sjáum við það æ oftar að fleiri og fleiri fyrirtæki og stofnanir eru farin að nýta hana hérlendis í m.a. starfsmannamálum og stefnumótun, sem er staðfesting þess að aðferðafræðin virkar sem skildi. Þá þekkist það einnig að nýjar og ferskar hugmyndir sem hafa verið mótaðar með markþjálfa ná frekar til stjórnenda fyrirtækjanna því þær hafa farið í gegnum síu spurningaflóðs, ígrundunar og íhugunar. Það eru sannkölluð forréttindi að sjá fólk vaxa og dafna í lífi og starfi og ekki síður að sjá árangurinn koma í ljós. Það gerir okkur kleift að halda áfram að styrkja fagstétt markþjálfa á Íslandi. Árangur í fleiru en krónum og aurum Ný nálgun að árangri fyrirtækja sem starfa í umhverfi hraða og óvissu byggir á þeirri trú að blómstrandi fólk og teymi séu grunnforsenda árangurs. Sú nálgun gerir enn ríkari kröfur á starfsfólk fyrirtækja, þá aðallega leiðtoga og að þeir séu tilbúnari í óvissu, að treysta ferlinu, gera tilraunir, aðlagast hratt og sjá árangur í fleiru en krónum og aurum. Höfundur er markþjálfi og formaður ICF Iceland, félags markþjálfa á Íslandi.
Skoðun Traust: Hinn ósýnilegi hornsteinn íslenskrar heilbrigðisþjónustu Jón Magnús Kristjánsson skrifar
Skoðun Ábyrgð og aðgerðir – fyrsta ár Flokks fólksins í meirihluta borgarstjórnar Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Börnin okkar eiga betra skilið en ókunnugar afleysingar Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir skrifar
Skoðun Ómissandi innviðir – undirstaða öryggis og viðnáms samfélagsins Sólrún Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Atvinnuþátttaka eldra fólks og sjálfbærni Halldór S. Guðmundsson,Kolbeinn H. Stefánsson skrifar