Skoðun

Opið bréf til Ás­mundar Einars

Aníta Sóley Scheving Þórðardóttir skrifar

Opið bréf frá grasrótarhreyfingunni Fellum Frumvarpið, til Ásmundar Einars Daðasonar, Mennta-og barnamálaráðherra.

Ásmundur Einar, nú berð þú titilinn Mennta-og barnamálaráðherra, og með þeim titli fylgir gríðarlega mikil ábyrgð. Þitt hlutverk er að vinna að velferð, réttindinum og hagsmunum barna, og er það okkar skoðun að þú sért ekki að sinna því hlutverki með sóma þegar kemur að réttindum barna á flótta.

Þann 23. janúar fer hið umdeilda útlendingafrumvarpið í aðra umræðu á Alþingi. Í frumvarpinu er ákvæði sem heimila stjórnvöldum að senda fólk á flótta, þar á meðal börn, til hvaða land sem er sem geta tekið á móti þeim. Íslensk stjórnvöld eru dugleg að senda fólk sem fá synjun að alþjóðlegri vernd til Grikklands. En þegar Rauði kross Íslands og Mannréttindadómstóll Evrópu hafa greint frá því að aðstæðurnar fyrir fólk á flótta í Grikklandi eru ómannúðlegar, þá er það okkar skoðun að það sé þín ábyrgð að berjast á móti því ákvæði. Enda brýtur það á réttindum hópsins sem þú átt að vernda að leyfa Útlendingastofnun að senda börn í ómannúðlegar aðstæður. Í Grikklandi er ekki tryggt að börn á flótta hljóti fæði, húsnæði og menntun, sem fer beint á móti Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna, sem er lögbundinn í íslenskum lögum.

Við skorum á þig, Ásmundur Einar, að kjósa á móti útlendingafrumvarpinu og berjast fyrir því að ný útlendingalög verði samin í samráði við sérfræðinga í réttindamálum barna.

Fellum Frumvarpið

Höfundur er meðlimur Fellum frumvarpið

Aðsent


Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Skoðun

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.