Meint þagnarskylda um lífslokameðferð Eva Hauksdóttir skrifar 22. janúar 2023 16:30 Skúli Tómas Gunnlaugsson, læknir sem grunaður er um stórfelld brot í starfi, virðist eiga í nokkuð sérstöku sambandi við veruleikann. Hann er m.a. grunaður um að hafa sett sjúklinga á lífslokameðferð án tilefnis en það eru bara alvarlegustu brotin. Þar til í síðustu viku hafði ekkert heyrst um afstöðu Skúla síðan í desember 2021 þegar fjölmiðlar greindu frá því að hann teldi kærumál gegn sér byggð á misskilningi. Nú hefur lögreglan lokið rannsókn og misskilningurinn er ekki stærri en svo að málinu hefur verið vísað til ákærusviðs. Undarleg túlkun á matsgerð Skúli Tómas hefur nú rofið þögnina, segist borinn röngum sökum, gefur til kynna að matsgerðir dómkvaddra matsmanna sanni sakleysi sitt, og kvartar undan einhliða umfjöllun fjölmiðla. Ég hef aðeins séð matsgerðir sem varða mál móður minnar. Þær eru í fullu samræmi við mat annarra sérfræðinga. Samkvæmt matsgerð sem varðar hjúkrun var reglum fylgt við umönnun en samkvæmt matsgerð sem varðar læknisfræðilega meðferð, sem Skúli bar ábyrgð á, sætti móðir mín lífslokameðferð sem ekki voru forsendur fyrir. Staðan er einfaldlega sú að; óháður sérfræðingur sem vann álitsgerð fyrir embætti landlæknis telur að ekki hafi verið forsendur fyrir lífslokameðferð, sérfræðingar embættis landlæknis telja að ekki hafi verið forsendur fyrir lífslokameðferð, dómkvaddir matsmenn hafa í tvígang komist að þeirri niðurstöðu að ekki hafi verið forsendur fyrir lífslokameðferð. Þá er undarleg sú staðhæfing Skúla að sjúklingar hans hafi látist af náttúrulegum orsökum því eðli máls samkvæmt deyr fólk af náttúrulegum orsökum ef það er sett á lífslokameðferð. Þess vegna á ekki að beita lífslokameðferð fyrr en sjúklingurinn er sannarlega deyjandi. Réttargæslumaður móður minnar hefur greint nánar frá efni matgerðinnar sem Skúli telur sér svo hagstæða. Hversu langt nær þagnarskyldan? Það er rétt hjá Skúla að umfjöllun fjölmiðla hefur verið einhliða, enda lítið hægt um hans hlið að segja þegar hann neitar að ræða hana. Skúli ber fyrir sig þagnarskyldu, sem hann heldur fram að geri sér ómögulegt að tjá sig um málið. Það er fyrirsláttur. Þagnarskyldan varðar sjúklinga - ekki verklag á heilbrigðisstofnunum. Skúli getur ekki rætt sjúkdóma eða önnur persónuleg mál sjúklinga en málið snýst ekki um heilsufar þeirra sem hann er talinn hafa brotið gegn, heldur um það hvernig staðið var að meðferð þeirra. Skúli getur að sjálfsögðu lýst því hvernig almennt var staðið að lífslokameðferð undir hans stjórn á HSS. Hann getur útskýrt hvernig ákvörðun um lífslokameðferð var tekin, hvaða forsendur lágu ákvörðun til grundvallar, hvernig skráningu var háttað, hvort samráð var haft við annað starfsfólk og hvernig brugðist var við ef annað starfsfólk en ábyrgur læknir taldi eitthvað athugavert. Hann getur líka sagt frá því hvenær og hvernig það mat læknis að sjúklingur væri deyjandi var kynnt aðstandendum og þeim sjúklingum sem voru með meðvitund. Hann getur lýst því hvernig samþykkis var aflað frá sjúklingi og/eða aðstandendum og hvernig hann brást við þegar aðstandendur töldu slíka meðferð ótímabæra eða vildu að ákvörðun yrði endurskoðuð. Hann getur sagt frá þeim áhrifum sem það hafði á framvindu meðferðar þegar sjúklingi fór fram þrátt fyrir meðferð sem felur ekki í sér lækningatilraunir og er eingöngu ætlað að lina þjáningar manneskju sem sannarlega er deyjandi. Blaðamenn gefi Skúla færi á skýringum Skúli getur líka útskýrt af hverju svo margir voru óánægðir með störf hans að lögregla hefur nú lokið rannsókn ellefu mála þar sem hann bar ábyrgð á meðferð sjúklinga. Þar af eru sex mál þar sem grunur er uppi um ótímabæra lífslokameðferð. Ef málið snýst ekki um meðferð sjúklinganna, um hvað snýst það þá? Allt þetta getur Skúli tjáð sig um opinberlega án þess að brjóta trúnað við nokkurn mann. Heiðarleg svör yrðu mjög upplýsandi fyrir almenning. Nú þegar Skúli er loks tilbúinn að tjá sig væri upplagt að blaðamenn gengju eftir svörum um þessi atriði. Vonandi veitir Skúli viðtal og vonandi verður hann þá kominn í betra samband við raunveruleikann. Höfundur er lögmaður. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Læknamistök á HSS Eva Hauksdóttir Mest lesið Er þetta virkilega svarið frá Þjóðkirkjunni? – þegar barn þarf að flýja úr helgidóm Hilmar Kristinsson Skoðun Glerbrotin í ryksugupokanum Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir Skoðun Draghi-skýrslan og veikleikar Íslands Pawel Bartoszek Skoðun Túrverkir og hitakóf – má ræða það í vinnunni? Já endilega! Katrín Björg Ríkarðsdóttir Skoðun Nokkur orð um sérlausn í flugi Birna Sigrún Hallsdóttir,Hrafnhildur Bragadóttir Skoðun Kína mun ekki bjarga Vesturlöndum að þessu sinni Sæþór Randalsson Skoðun Stóriðjutíminn á Íslandi er að renna sitt skeið Guðmundur Franklin Jónsson Skoðun Átta mýtur klesstar inn í raunveruleikann - hvað er satt og hvað er logið um gervigreindina? Sigvaldi Einarsson Skoðun Geta öll dýrin í skóginum verið vinir? Steinar Bragi Sigurjónsson Skoðun Iðjuþjálfun í verki Þóra Leósdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Kína mun ekki bjarga Vesturlöndum að þessu sinni Sæþór Randalsson skrifar Skoðun Er þetta virkilega svarið frá Þjóðkirkjunni? – þegar barn þarf að flýja úr helgidóm Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Átta mýtur klesstar inn í raunveruleikann - hvað er satt og hvað er logið um gervigreindina? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Glerbrotin í ryksugupokanum Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir skrifar Skoðun Túrverkir og hitakóf – má ræða það í vinnunni? Já endilega! Katrín Björg Ríkarðsdóttir skrifar Skoðun Draghi-skýrslan og veikleikar Íslands Pawel Bartoszek skrifar Skoðun Nokkur orð um sérlausn í flugi Birna Sigrún Hallsdóttir,Hrafnhildur Bragadóttir skrifar Skoðun Geta öll dýrin í skóginum verið vinir? Steinar Bragi Sigurjónsson skrifar Skoðun Iðjuþjálfun í verki Þóra Leósdóttir skrifar Skoðun Mannfræðingar á atvinnumarkaði: opið bréf til íslenskra atvinnuveitenda Elísabet Dröfn Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Íbúðalán Landsbankans og fyrstu kaupendur Helgi Teitur Helgason skrifar Skoðun Að læra íslensku sem annað mál: ný brú milli íslensku og ensku Guðrún Nordal skrifar Skoðun Hamona Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Ógn og ofbeldi á vinnustöðum – hvað er til ráða Gísli Níls Einarsson skrifar Skoðun Lesum meira með börnunum okkar Steinn Jóhannsson skrifar Skoðun Kynjajafnrétti á ekki að stöðvast við hurð heilbrigðiskerfisins Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Stóriðjutíminn á Íslandi er að renna sitt skeið Guðmundur Franklin Jónsson skrifar Skoðun Núll mínútur og þrjátíuogeittþúsund Grétar Birgisson skrifar Skoðun Barnvæn borg byggist á traustu leikskólakerfi Stefán Pettersson skrifar Skoðun Kirkjur og kynfræðsla Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Ójöfnuður í fjármögnun nýsköpunarverkefna Elinóra Inga Sigurðardóttir skrifar Skoðun „Dánaraðstoð er viðurkenning á sjálfræði sjúklings og mannlegri reisn” Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Þjóð án máls – hver þegir, hver fær að tala? Guðjón Heiðar Pálsson skrifar Skoðun Hvað vilja sumarbústaðaeigendur í Grímsnes- og Grafningshreppi? Bergdís Linda Kjartansdóttir skrifar Skoðun Lýðræði og samfélagsmiðlar Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun „Þú þarft ekki að skilja, bara virða“ Hanna Birna Valdimarsdóttir skrifar Skoðun Þetta er ekki tölfræði, heldu líf fólks Sandra B. Franks skrifar Skoðun Stjórnmálaklækir og hræsni Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Samfélag sem stendur saman Benóný Valur Jakobsson skrifar Skoðun Er biðin á enda? Halla Thoroddsen skrifar Sjá meira
Skúli Tómas Gunnlaugsson, læknir sem grunaður er um stórfelld brot í starfi, virðist eiga í nokkuð sérstöku sambandi við veruleikann. Hann er m.a. grunaður um að hafa sett sjúklinga á lífslokameðferð án tilefnis en það eru bara alvarlegustu brotin. Þar til í síðustu viku hafði ekkert heyrst um afstöðu Skúla síðan í desember 2021 þegar fjölmiðlar greindu frá því að hann teldi kærumál gegn sér byggð á misskilningi. Nú hefur lögreglan lokið rannsókn og misskilningurinn er ekki stærri en svo að málinu hefur verið vísað til ákærusviðs. Undarleg túlkun á matsgerð Skúli Tómas hefur nú rofið þögnina, segist borinn röngum sökum, gefur til kynna að matsgerðir dómkvaddra matsmanna sanni sakleysi sitt, og kvartar undan einhliða umfjöllun fjölmiðla. Ég hef aðeins séð matsgerðir sem varða mál móður minnar. Þær eru í fullu samræmi við mat annarra sérfræðinga. Samkvæmt matsgerð sem varðar hjúkrun var reglum fylgt við umönnun en samkvæmt matsgerð sem varðar læknisfræðilega meðferð, sem Skúli bar ábyrgð á, sætti móðir mín lífslokameðferð sem ekki voru forsendur fyrir. Staðan er einfaldlega sú að; óháður sérfræðingur sem vann álitsgerð fyrir embætti landlæknis telur að ekki hafi verið forsendur fyrir lífslokameðferð, sérfræðingar embættis landlæknis telja að ekki hafi verið forsendur fyrir lífslokameðferð, dómkvaddir matsmenn hafa í tvígang komist að þeirri niðurstöðu að ekki hafi verið forsendur fyrir lífslokameðferð. Þá er undarleg sú staðhæfing Skúla að sjúklingar hans hafi látist af náttúrulegum orsökum því eðli máls samkvæmt deyr fólk af náttúrulegum orsökum ef það er sett á lífslokameðferð. Þess vegna á ekki að beita lífslokameðferð fyrr en sjúklingurinn er sannarlega deyjandi. Réttargæslumaður móður minnar hefur greint nánar frá efni matgerðinnar sem Skúli telur sér svo hagstæða. Hversu langt nær þagnarskyldan? Það er rétt hjá Skúla að umfjöllun fjölmiðla hefur verið einhliða, enda lítið hægt um hans hlið að segja þegar hann neitar að ræða hana. Skúli ber fyrir sig þagnarskyldu, sem hann heldur fram að geri sér ómögulegt að tjá sig um málið. Það er fyrirsláttur. Þagnarskyldan varðar sjúklinga - ekki verklag á heilbrigðisstofnunum. Skúli getur ekki rætt sjúkdóma eða önnur persónuleg mál sjúklinga en málið snýst ekki um heilsufar þeirra sem hann er talinn hafa brotið gegn, heldur um það hvernig staðið var að meðferð þeirra. Skúli getur að sjálfsögðu lýst því hvernig almennt var staðið að lífslokameðferð undir hans stjórn á HSS. Hann getur útskýrt hvernig ákvörðun um lífslokameðferð var tekin, hvaða forsendur lágu ákvörðun til grundvallar, hvernig skráningu var háttað, hvort samráð var haft við annað starfsfólk og hvernig brugðist var við ef annað starfsfólk en ábyrgur læknir taldi eitthvað athugavert. Hann getur líka sagt frá því hvenær og hvernig það mat læknis að sjúklingur væri deyjandi var kynnt aðstandendum og þeim sjúklingum sem voru með meðvitund. Hann getur lýst því hvernig samþykkis var aflað frá sjúklingi og/eða aðstandendum og hvernig hann brást við þegar aðstandendur töldu slíka meðferð ótímabæra eða vildu að ákvörðun yrði endurskoðuð. Hann getur sagt frá þeim áhrifum sem það hafði á framvindu meðferðar þegar sjúklingi fór fram þrátt fyrir meðferð sem felur ekki í sér lækningatilraunir og er eingöngu ætlað að lina þjáningar manneskju sem sannarlega er deyjandi. Blaðamenn gefi Skúla færi á skýringum Skúli getur líka útskýrt af hverju svo margir voru óánægðir með störf hans að lögregla hefur nú lokið rannsókn ellefu mála þar sem hann bar ábyrgð á meðferð sjúklinga. Þar af eru sex mál þar sem grunur er uppi um ótímabæra lífslokameðferð. Ef málið snýst ekki um meðferð sjúklinganna, um hvað snýst það þá? Allt þetta getur Skúli tjáð sig um opinberlega án þess að brjóta trúnað við nokkurn mann. Heiðarleg svör yrðu mjög upplýsandi fyrir almenning. Nú þegar Skúli er loks tilbúinn að tjá sig væri upplagt að blaðamenn gengju eftir svörum um þessi atriði. Vonandi veitir Skúli viðtal og vonandi verður hann þá kominn í betra samband við raunveruleikann. Höfundur er lögmaður.
Er þetta virkilega svarið frá Þjóðkirkjunni? – þegar barn þarf að flýja úr helgidóm Hilmar Kristinsson Skoðun
Átta mýtur klesstar inn í raunveruleikann - hvað er satt og hvað er logið um gervigreindina? Sigvaldi Einarsson Skoðun
Skoðun Er þetta virkilega svarið frá Þjóðkirkjunni? – þegar barn þarf að flýja úr helgidóm Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Átta mýtur klesstar inn í raunveruleikann - hvað er satt og hvað er logið um gervigreindina? Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Túrverkir og hitakóf – má ræða það í vinnunni? Já endilega! Katrín Björg Ríkarðsdóttir skrifar
Skoðun Mannfræðingar á atvinnumarkaði: opið bréf til íslenskra atvinnuveitenda Elísabet Dröfn Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Kynjajafnrétti á ekki að stöðvast við hurð heilbrigðiskerfisins Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Skoðun „Dánaraðstoð er viðurkenning á sjálfræði sjúklings og mannlegri reisn” Ingrid Kuhlman skrifar
Skoðun Hvað vilja sumarbústaðaeigendur í Grímsnes- og Grafningshreppi? Bergdís Linda Kjartansdóttir skrifar
Er þetta virkilega svarið frá Þjóðkirkjunni? – þegar barn þarf að flýja úr helgidóm Hilmar Kristinsson Skoðun
Átta mýtur klesstar inn í raunveruleikann - hvað er satt og hvað er logið um gervigreindina? Sigvaldi Einarsson Skoðun