Mozar7 með mikið pláss í sigri Viðstöðu

Snorri Rafn Hallsson skrifar
mozar7

Fyrri leikur Fylkis og Viðstöðu fór fram í Mirage og hafði Viðstöðu betur 16–4. Í kvöld mættust liðin hins vegar í Nuke.

Viðstöðu vann hnífalotuna, kaus að byrja í vörn og tryggði sér fyrstu fyrstu lotur leiksins án nokkurrar viðspyrnu frá Fylki. Allt of oft virtust Fylkismenn varla reyna neitt í lotunum og höfðu lítið upp úr því en þegar þeir tóku sig til gátu þeir náð fellum og skapað sér tækifæri sem þeir einfaldlega nýttu sér svo ekki.

Fylkir náði sér í fyrsta stigið í sjöundu lotu og tengdi saman þrjár lotur með góðu framtak Mikka24 sem kom nýr inn í liðið á dögunum. Staðan var þá 6–3 fyrir Viðstöðu sem jók forskot sitt á ný. Eftir að Allee og Tony fóru yfir til Þórs hafa Blazter og Mozar7 fengið meira pláss í liðinu og sá síðarnefndi stóð sig afar vel í vappahlutverkinu gegn Fylki. Þannig lokaði lið Viðstöðu á Fylki og vann forskotið upp aftur og gott betur.

Staðan í hálfleik: Fylkir 4 – 11 Viðstöðu

Mozar7 hélt áfram að raða inn fellunum gegn óskipulögðum Fylkismönnum og vann Viðstöðu fyrstu þrjár loturnar. Þreföld fella frá Vikka minnkaði muninn í 14–5 og hröð sókn Viðstöðu í næstu lotu féll algjörlega um sjálfa sig. Blazter tókst næstum að gera hið ómögulega og fella þrjá einn síns liðs en aftur var það Vikki sem skilaði stiginu fyrir Fylki. Virtist liðið loks hafa tekið við sér og geta unnið einvígin. Viðstöðu komst varla að og náði ekki að klára lotur þegar á reið. 

Þreföld fella og glæsileg endurtaka Eika47 minnkaði muninn enn frekar í 14–11 og Fylkir því heldur betur búið að skapa sér möguleika í leiknum. Loks hafðist það þó hjá Viðstöðu þegar Mozar7 átti síðustu fellu leiksins í 27. lotu.

Lokastaða: Fylkir 11 – 16 Viðstöðu

Næstu leikir liðanna:

  • Viðstöðu – TEN5ION, þriðjudaginn 31/1 kl. 20:30
  • Fylkir – FH, fimmtudaginn, 2/2, kl. 20:30

Sýnt verður frá leikjunum í beinni á Stöð 2 Esport og á Twitch síðu Rafíþróttasamtaka Íslands.

Leikirnir
    Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.