Hafnarfjörður, fremstir í rafvæðingu Guðmundur Fylkisson skrifar 19. janúar 2023 07:30 Fyrsta vatnsaflsvirkjun á Íslandi var Reykdalsvirkjun í Hafnarfirði, árið 1904, og stigu Hafnfirðingar þá fyrsta skrefið í rafvæðingunni. Núna undanfarið hefur verið nokkur umræða, um mikla fjölgun skemmtiferðaskipa og mengun þeim fylgjandi. Umræðan hefur einhvern veginn verið þannig að enginn sé að gera neitt eða hafi gert neitt og hefur það meðal annars mátt skiljast á orðum ráðherra málaflokks orku og loftslagsmála, Guðlaugi Þór. Í dag eru líklega aðeins 3 hafnir sem bjóða upp á háspennutengingu skipa. Landeyjarhöfn fyrir Herjólf. Hafnarfjarðarhöfn fyrir togara og skemmtiferðaskip og síðan hefur Síldarvinnslan á Neskaupstað komi upp tengingu fyrir uppsjávarskip á Neskaupstað. Í aðgerðaráætlun stjórnvalda frá 2020 í loftslagsmálum er gert ráð fyrir að fyrir árið 2025 eigi að vera búið að tryggja aðgengi að raftengingu til að fullnægja raforkuþörf til allrar almennrar starfsemi skipa í höfnum. Allar hafnir bjóða upp á landtengingu með 230 v og eða 400V spennu fyrir heimaflota, fiskiskip og báta skv. svari innviðaráðuneytis til blaðamanns MBL sl.vor. Ekki sé í boði öflugri tenging fyrir t.d. uppsjávarskip sem þurfi talsverða orku t.d. við löndum. Erlendir togarar séu almennt ekki tengdir vegna annarrar spennu rafmagns. Vöruflutningaskip séu almennt ekki með landtengingu þar sem ekki sé nægjanlega öflugar tengingar fyrir þá. Þann 15. Júní 2022, 118 árum eftir að Reykdalsvirkjun var gangsett, var fyrsta skemmtiferðaskipið landtengt við rafmagn í Hafnarfjarðarhöfn og hefur höfnin fjárfest í búnaði til að tengja skip með mismunandi spennu og orkuþörf og því hægt að landtengja öflugustu frystitogara og flutningaskip, auk meðalstórra farþegaskipa. Árlega koma um 30 farþegaskip, þó ekki mjög stór, til Hafnarfjarðarhafnar og fjölgar þeim hægt en örugglega og þá meðal annars vegna þessarar aðstöðu. Síðan er frystitogarinn Baldvin Njálsson GK með ,,heimahöfn“ í Hafnarfirði og nýtir hann þetta. Grænlendingar eru að láta smíða nýja togara og hafa þeir komið og kynnt sér möguleikana hjá okkur. Árlega koma 50-60 togarar og landa í Hafnarfirði. Landtengingin er ekki bara umhverfisvæn heldur er hún útgerðunum hagkvæm og er mun ódýrar að kaupa rafmagn en keyra vélar á olíu á meðan dvöl við höfn stendur. Á þetta einnig við með frystiskip sem þurfa að keyra frystibúnað skipana og svo löndunarbúnað. Til að tengja betur saman Reykdalsvirkjun og svo rafvæðingu Hafnarfjarðarhafnar þá er rétt að geta þess að formaður hafnarstjórnar Hafnarfjarðarhafnar er afkomandi Jóhannesar J. Reykdals, sem kom Reykdalsvirkjun fyrir í Hamarskotslæknum í Hafnarfirði. Það er síðan efni í meiri skrif þegar kemur að fjármögnun á svona verkefni og síðan gjaldtöku. Höfundur er nefndarmaður í hafnarstjórn Hafnarfjarðarhafnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Guðmundur Fylkisson Hafnarmál Hafnarfjörður Vatnsaflsvirkjanir Mest lesið Óvelkomnar alls staðar Kristín Davíðsdóttir Skoðun Við elskum pizzur Herdís Magna Gunnarsdóttir Skoðun Furðuleg meðvirkni með fúskurum Jón Kaldal Skoðun Grafið undan grunnstoð samfélagsins Skoðun Þegar viska breytist í vopn Þórdís Hólm Filipsdóttir Skoðun Hæfniviðmið eða tölulegar einkunnir, hvað segir okkur meira um nám? Bryngeir Valdimarsson Skoðun Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer Skoðun Þingmálaskrá og fjárlagafrumvarp 2026: „Tiltekt“ á kostnað lífskjara Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson Skoðun Vindorkuvæðing í skjóli nætur Kristín Helga Gunnarsdóttir Skoðun Hinsegin samfélagið á heimili í Hafnarfirði Valdimar Víðisson Skoðun Skoðun Skoðun Óvelkomnar alls staðar Kristín Davíðsdóttir skrifar Skoðun Samstillt átak um öryggi Íslands Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir,Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Við elskum pizzur Herdís Magna Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Grafið undan grunnstoð samfélagsins skrifar Skoðun Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar Skoðun Hæfniviðmið eða tölulegar einkunnir, hvað segir okkur meira um nám? Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Gætum eggja og forðumst náttúruleysi! Pétur Heimisson skrifar Skoðun Hraðara regluverk fyrir ómissandi innviði! Sólrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Lesblinda og skólahald á Norðurlöndunum Snævar Ívarsson skrifar Skoðun Heimspeki og hugmyndaheimur Kína Jón Sigurgeirsson skrifar Skoðun Furðuleg meðvirkni með fúskurum Jón Kaldal skrifar Skoðun Þegar viska breytist í vopn Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Þingmálaskrá og fjárlagafrumvarp 2026: „Tiltekt“ á kostnað lífskjara Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Jafnréttisstofa í 25 ár: Er þetta ekki komið? Martha Lilja Olsen skrifar Skoðun Hvar er textinn? Sigurlín Margrét Sigurðardóttir skrifar Skoðun Berklar, Krakk og Rough Sleep Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Blóðugar afleiðingar lyga Hjörvar Sigurðsson skrifar Skoðun Hinsegin samfélagið á heimili í Hafnarfirði Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Áhrif Vesturlanda og vöxtur Kína Jón Sigurgeirsson skrifar Skoðun Alvöru fjárlög fyrir venjulegt fólk Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Hafa börn frjálsan vilja? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson skrifar Skoðun Hvers vegna halda Íslendingar með Dönum? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Hvað varð um þinn minnsta bróður? Birna Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Rétturinn til að verða bergnuminn Dofri Hermannsson skrifar Skoðun Þriðja leiðin í námsmati stuðlar að snemmtækri íhlutun Íris E. Gísladóttir skrifar Skoðun Alþjóðadagur sjálfsvígsforvarna Alma D. Möller skrifar Skoðun Hækkun skrásetningargjalds – Segjum sannleikann Eiríkur Kúld Viktorsson skrifar Skoðun Alþjóðlegur sjálfsvígsforvarnardagur – mikilvægi samtals og samkenndar Ellen Calmon skrifar Sjá meira
Fyrsta vatnsaflsvirkjun á Íslandi var Reykdalsvirkjun í Hafnarfirði, árið 1904, og stigu Hafnfirðingar þá fyrsta skrefið í rafvæðingunni. Núna undanfarið hefur verið nokkur umræða, um mikla fjölgun skemmtiferðaskipa og mengun þeim fylgjandi. Umræðan hefur einhvern veginn verið þannig að enginn sé að gera neitt eða hafi gert neitt og hefur það meðal annars mátt skiljast á orðum ráðherra málaflokks orku og loftslagsmála, Guðlaugi Þór. Í dag eru líklega aðeins 3 hafnir sem bjóða upp á háspennutengingu skipa. Landeyjarhöfn fyrir Herjólf. Hafnarfjarðarhöfn fyrir togara og skemmtiferðaskip og síðan hefur Síldarvinnslan á Neskaupstað komi upp tengingu fyrir uppsjávarskip á Neskaupstað. Í aðgerðaráætlun stjórnvalda frá 2020 í loftslagsmálum er gert ráð fyrir að fyrir árið 2025 eigi að vera búið að tryggja aðgengi að raftengingu til að fullnægja raforkuþörf til allrar almennrar starfsemi skipa í höfnum. Allar hafnir bjóða upp á landtengingu með 230 v og eða 400V spennu fyrir heimaflota, fiskiskip og báta skv. svari innviðaráðuneytis til blaðamanns MBL sl.vor. Ekki sé í boði öflugri tenging fyrir t.d. uppsjávarskip sem þurfi talsverða orku t.d. við löndum. Erlendir togarar séu almennt ekki tengdir vegna annarrar spennu rafmagns. Vöruflutningaskip séu almennt ekki með landtengingu þar sem ekki sé nægjanlega öflugar tengingar fyrir þá. Þann 15. Júní 2022, 118 árum eftir að Reykdalsvirkjun var gangsett, var fyrsta skemmtiferðaskipið landtengt við rafmagn í Hafnarfjarðarhöfn og hefur höfnin fjárfest í búnaði til að tengja skip með mismunandi spennu og orkuþörf og því hægt að landtengja öflugustu frystitogara og flutningaskip, auk meðalstórra farþegaskipa. Árlega koma um 30 farþegaskip, þó ekki mjög stór, til Hafnarfjarðarhafnar og fjölgar þeim hægt en örugglega og þá meðal annars vegna þessarar aðstöðu. Síðan er frystitogarinn Baldvin Njálsson GK með ,,heimahöfn“ í Hafnarfirði og nýtir hann þetta. Grænlendingar eru að láta smíða nýja togara og hafa þeir komið og kynnt sér möguleikana hjá okkur. Árlega koma 50-60 togarar og landa í Hafnarfirði. Landtengingin er ekki bara umhverfisvæn heldur er hún útgerðunum hagkvæm og er mun ódýrar að kaupa rafmagn en keyra vélar á olíu á meðan dvöl við höfn stendur. Á þetta einnig við með frystiskip sem þurfa að keyra frystibúnað skipana og svo löndunarbúnað. Til að tengja betur saman Reykdalsvirkjun og svo rafvæðingu Hafnarfjarðarhafnar þá er rétt að geta þess að formaður hafnarstjórnar Hafnarfjarðarhafnar er afkomandi Jóhannesar J. Reykdals, sem kom Reykdalsvirkjun fyrir í Hamarskotslæknum í Hafnarfirði. Það er síðan efni í meiri skrif þegar kemur að fjármögnun á svona verkefni og síðan gjaldtöku. Höfundur er nefndarmaður í hafnarstjórn Hafnarfjarðarhafnar.
Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer Skoðun
Þingmálaskrá og fjárlagafrumvarp 2026: „Tiltekt“ á kostnað lífskjara Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson Skoðun
Skoðun Samstillt átak um öryggi Íslands Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir,Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar
Skoðun Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar
Skoðun Hæfniviðmið eða tölulegar einkunnir, hvað segir okkur meira um nám? Bryngeir Valdimarsson skrifar
Skoðun Þingmálaskrá og fjárlagafrumvarp 2026: „Tiltekt“ á kostnað lífskjara Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar
Skoðun Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar
Skoðun Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson skrifar
Skoðun Alþjóðlegur sjálfsvígsforvarnardagur – mikilvægi samtals og samkenndar Ellen Calmon skrifar
Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer Skoðun
Þingmálaskrá og fjárlagafrumvarp 2026: „Tiltekt“ á kostnað lífskjara Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson Skoðun