Hafnarfjörður, fremstir í rafvæðingu Guðmundur Fylkisson skrifar 19. janúar 2023 07:30 Fyrsta vatnsaflsvirkjun á Íslandi var Reykdalsvirkjun í Hafnarfirði, árið 1904, og stigu Hafnfirðingar þá fyrsta skrefið í rafvæðingunni. Núna undanfarið hefur verið nokkur umræða, um mikla fjölgun skemmtiferðaskipa og mengun þeim fylgjandi. Umræðan hefur einhvern veginn verið þannig að enginn sé að gera neitt eða hafi gert neitt og hefur það meðal annars mátt skiljast á orðum ráðherra málaflokks orku og loftslagsmála, Guðlaugi Þór. Í dag eru líklega aðeins 3 hafnir sem bjóða upp á háspennutengingu skipa. Landeyjarhöfn fyrir Herjólf. Hafnarfjarðarhöfn fyrir togara og skemmtiferðaskip og síðan hefur Síldarvinnslan á Neskaupstað komi upp tengingu fyrir uppsjávarskip á Neskaupstað. Í aðgerðaráætlun stjórnvalda frá 2020 í loftslagsmálum er gert ráð fyrir að fyrir árið 2025 eigi að vera búið að tryggja aðgengi að raftengingu til að fullnægja raforkuþörf til allrar almennrar starfsemi skipa í höfnum. Allar hafnir bjóða upp á landtengingu með 230 v og eða 400V spennu fyrir heimaflota, fiskiskip og báta skv. svari innviðaráðuneytis til blaðamanns MBL sl.vor. Ekki sé í boði öflugri tenging fyrir t.d. uppsjávarskip sem þurfi talsverða orku t.d. við löndum. Erlendir togarar séu almennt ekki tengdir vegna annarrar spennu rafmagns. Vöruflutningaskip séu almennt ekki með landtengingu þar sem ekki sé nægjanlega öflugar tengingar fyrir þá. Þann 15. Júní 2022, 118 árum eftir að Reykdalsvirkjun var gangsett, var fyrsta skemmtiferðaskipið landtengt við rafmagn í Hafnarfjarðarhöfn og hefur höfnin fjárfest í búnaði til að tengja skip með mismunandi spennu og orkuþörf og því hægt að landtengja öflugustu frystitogara og flutningaskip, auk meðalstórra farþegaskipa. Árlega koma um 30 farþegaskip, þó ekki mjög stór, til Hafnarfjarðarhafnar og fjölgar þeim hægt en örugglega og þá meðal annars vegna þessarar aðstöðu. Síðan er frystitogarinn Baldvin Njálsson GK með ,,heimahöfn“ í Hafnarfirði og nýtir hann þetta. Grænlendingar eru að láta smíða nýja togara og hafa þeir komið og kynnt sér möguleikana hjá okkur. Árlega koma 50-60 togarar og landa í Hafnarfirði. Landtengingin er ekki bara umhverfisvæn heldur er hún útgerðunum hagkvæm og er mun ódýrar að kaupa rafmagn en keyra vélar á olíu á meðan dvöl við höfn stendur. Á þetta einnig við með frystiskip sem þurfa að keyra frystibúnað skipana og svo löndunarbúnað. Til að tengja betur saman Reykdalsvirkjun og svo rafvæðingu Hafnarfjarðarhafnar þá er rétt að geta þess að formaður hafnarstjórnar Hafnarfjarðarhafnar er afkomandi Jóhannesar J. Reykdals, sem kom Reykdalsvirkjun fyrir í Hamarskotslæknum í Hafnarfirði. Það er síðan efni í meiri skrif þegar kemur að fjármögnun á svona verkefni og síðan gjaldtöku. Höfundur er nefndarmaður í hafnarstjórn Hafnarfjarðarhafnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Guðmundur Fylkisson Hafnarmál Hafnarfjörður Vatnsaflsvirkjanir Mest lesið Hvernig er þetta með erfðafjárskattinn? Jóhann Óli Eiðsson Skoðun Meira fjármagn til Rússlands en Úkraínu Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Opið bréf til Kristrúnar Frostadóttur, forsætisráðherra Íslands Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir,Martin Swift Skoðun Á milli heima: blætisvæðing erlendra kvenna, klámdrifin viðhorf og stafrænt ofbeldi á Íslandi Mahdya Malik Skoðun Börnin okkar þurfa meira en dýrt parket og snaga úr epal Jóhann Ingi Óskarsson Skoðun Lögmaður á villigötum Magnús M. Norðdahl Skoðun Væri Albert ekki frægur, íslenskur íþróttamaður Drífa Snædal Skoðun Hverjir hagnast á húsnæðisvandanum? – Ungt fólk er blekkt og tíminn að renna út Arnar Helgi Lárusson Skoðun Hvers vegna er RÚV eitt um að sýna í verki andstöðu okkar gegn þjóðarmorðinu á Gaza? Björn B. Björnsson Skoðun Hættuleg hegðun Jón Pétur Zimsen Skoðun Skoðun Skoðun Tómstundamenntun sem meðferðarúrræði Brynja Dögg Árnadóttir skrifar Skoðun Partíið er búið – allir þurfa að fóta sig í breyttum heimi Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun „Stuttflutt“ Auður Kjartansdóttir skrifar Skoðun Landssamband smábátaeigenda 40 ára – hverju hefur baráttan skilað? Kjartan Páll Sveinsson,Örn Pálsson skrifar Skoðun Frá séreignarstefnu til fjárfestingarmarkaðar: hvað fór úrskeiðis? Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar Skoðun Íslenska til sýnis – Icelandic for display Matthías Aron Ólafsson skrifar Skoðun Opið bréf til Kristrúnar Frostadóttur, forsætisráðherra Íslands Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir,Martin Swift skrifar Skoðun Skekkjan á fjölmiðlamarkaði: Ríkisrisinn og raunveruleikinn Herdís Dröfn Fjeldsted skrifar Skoðun Hvernig er þetta með erfðafjárskattinn? Jóhann Óli Eiðsson skrifar Skoðun Hverjir hagnast á húsnæðisvandanum? – Ungt fólk er blekkt og tíminn að renna út Arnar Helgi Lárusson skrifar Skoðun Hafnarfjörður í blóma: Sókn og stöðugleiki Guðbjörg Oddný Jónasdóttir skrifar Skoðun Hugmynd um að loka glufu - tilgangurinn helgar sennilega meðalið skrifar Skoðun Börnin okkar þurfa meira en dýrt parket og snaga úr epal Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Skoðun Vegið að eigin veski Steinþór Ólafur Guðrúnarson skrifar Skoðun Könnun sýnir að almenningur er fylgjandi stjórnvaldsaðgerðum gegn ofþyngd og offitu barna Sigrún Elva Einarsdóttir skrifar Skoðun „Það er kalt á toppnum“ – félagsleg einangrun og afreksíþróttafólk Líney Úlfarsdóttir,Svavar Knútur skrifar Skoðun Á milli heima: blætisvæðing erlendra kvenna, klámdrifin viðhorf og stafrænt ofbeldi á Íslandi Mahdya Malik skrifar Skoðun Hættuleg hegðun Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Þú eykur ekki tekjurnar þínar með því að taka lán Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Sjálfboðaliðar - Til hamingju með daginn! Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson skrifar Skoðun Meira fjármagn til Rússlands en Úkraínu Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Lögmaður á villigötum – eða hvað? Agnar Þór Guðmundsson skrifar Skoðun Falleg herferð - Tómur kross Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Velferðarkerfi eða velferð kerfisins? Jódís Helga Káradóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin bregst fólkinu í landinu Helgi Héðinsson skrifar Skoðun Gera framtíðarnefnd varanlega! Damien Degeorges skrifar Skoðun Réttur brotinn á fötluðu fólki með fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Hvað þarftu að vera mikils virði til að fá skattaafslátt? Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Lögmaður á villigötum Magnús M. Norðdahl skrifar Skoðun Hvers vegna er RÚV eitt um að sýna í verki andstöðu okkar gegn þjóðarmorðinu á Gaza? Björn B. Björnsson skrifar Sjá meira
Fyrsta vatnsaflsvirkjun á Íslandi var Reykdalsvirkjun í Hafnarfirði, árið 1904, og stigu Hafnfirðingar þá fyrsta skrefið í rafvæðingunni. Núna undanfarið hefur verið nokkur umræða, um mikla fjölgun skemmtiferðaskipa og mengun þeim fylgjandi. Umræðan hefur einhvern veginn verið þannig að enginn sé að gera neitt eða hafi gert neitt og hefur það meðal annars mátt skiljast á orðum ráðherra málaflokks orku og loftslagsmála, Guðlaugi Þór. Í dag eru líklega aðeins 3 hafnir sem bjóða upp á háspennutengingu skipa. Landeyjarhöfn fyrir Herjólf. Hafnarfjarðarhöfn fyrir togara og skemmtiferðaskip og síðan hefur Síldarvinnslan á Neskaupstað komi upp tengingu fyrir uppsjávarskip á Neskaupstað. Í aðgerðaráætlun stjórnvalda frá 2020 í loftslagsmálum er gert ráð fyrir að fyrir árið 2025 eigi að vera búið að tryggja aðgengi að raftengingu til að fullnægja raforkuþörf til allrar almennrar starfsemi skipa í höfnum. Allar hafnir bjóða upp á landtengingu með 230 v og eða 400V spennu fyrir heimaflota, fiskiskip og báta skv. svari innviðaráðuneytis til blaðamanns MBL sl.vor. Ekki sé í boði öflugri tenging fyrir t.d. uppsjávarskip sem þurfi talsverða orku t.d. við löndum. Erlendir togarar séu almennt ekki tengdir vegna annarrar spennu rafmagns. Vöruflutningaskip séu almennt ekki með landtengingu þar sem ekki sé nægjanlega öflugar tengingar fyrir þá. Þann 15. Júní 2022, 118 árum eftir að Reykdalsvirkjun var gangsett, var fyrsta skemmtiferðaskipið landtengt við rafmagn í Hafnarfjarðarhöfn og hefur höfnin fjárfest í búnaði til að tengja skip með mismunandi spennu og orkuþörf og því hægt að landtengja öflugustu frystitogara og flutningaskip, auk meðalstórra farþegaskipa. Árlega koma um 30 farþegaskip, þó ekki mjög stór, til Hafnarfjarðarhafnar og fjölgar þeim hægt en örugglega og þá meðal annars vegna þessarar aðstöðu. Síðan er frystitogarinn Baldvin Njálsson GK með ,,heimahöfn“ í Hafnarfirði og nýtir hann þetta. Grænlendingar eru að láta smíða nýja togara og hafa þeir komið og kynnt sér möguleikana hjá okkur. Árlega koma 50-60 togarar og landa í Hafnarfirði. Landtengingin er ekki bara umhverfisvæn heldur er hún útgerðunum hagkvæm og er mun ódýrar að kaupa rafmagn en keyra vélar á olíu á meðan dvöl við höfn stendur. Á þetta einnig við með frystiskip sem þurfa að keyra frystibúnað skipana og svo löndunarbúnað. Til að tengja betur saman Reykdalsvirkjun og svo rafvæðingu Hafnarfjarðarhafnar þá er rétt að geta þess að formaður hafnarstjórnar Hafnarfjarðarhafnar er afkomandi Jóhannesar J. Reykdals, sem kom Reykdalsvirkjun fyrir í Hamarskotslæknum í Hafnarfirði. Það er síðan efni í meiri skrif þegar kemur að fjármögnun á svona verkefni og síðan gjaldtöku. Höfundur er nefndarmaður í hafnarstjórn Hafnarfjarðarhafnar.
Opið bréf til Kristrúnar Frostadóttur, forsætisráðherra Íslands Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir,Martin Swift Skoðun
Á milli heima: blætisvæðing erlendra kvenna, klámdrifin viðhorf og stafrænt ofbeldi á Íslandi Mahdya Malik Skoðun
Hverjir hagnast á húsnæðisvandanum? – Ungt fólk er blekkt og tíminn að renna út Arnar Helgi Lárusson Skoðun
Hvers vegna er RÚV eitt um að sýna í verki andstöðu okkar gegn þjóðarmorðinu á Gaza? Björn B. Björnsson Skoðun
Skoðun Landssamband smábátaeigenda 40 ára – hverju hefur baráttan skilað? Kjartan Páll Sveinsson,Örn Pálsson skrifar
Skoðun Frá séreignarstefnu til fjárfestingarmarkaðar: hvað fór úrskeiðis? Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar
Skoðun Opið bréf til Kristrúnar Frostadóttur, forsætisráðherra Íslands Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir,Martin Swift skrifar
Skoðun Skekkjan á fjölmiðlamarkaði: Ríkisrisinn og raunveruleikinn Herdís Dröfn Fjeldsted skrifar
Skoðun Hverjir hagnast á húsnæðisvandanum? – Ungt fólk er blekkt og tíminn að renna út Arnar Helgi Lárusson skrifar
Skoðun Könnun sýnir að almenningur er fylgjandi stjórnvaldsaðgerðum gegn ofþyngd og offitu barna Sigrún Elva Einarsdóttir skrifar
Skoðun „Það er kalt á toppnum“ – félagsleg einangrun og afreksíþróttafólk Líney Úlfarsdóttir,Svavar Knútur skrifar
Skoðun Á milli heima: blætisvæðing erlendra kvenna, klámdrifin viðhorf og stafrænt ofbeldi á Íslandi Mahdya Malik skrifar
Skoðun Réttur brotinn á fötluðu fólki með fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Hvers vegna er RÚV eitt um að sýna í verki andstöðu okkar gegn þjóðarmorðinu á Gaza? Björn B. Björnsson skrifar
Opið bréf til Kristrúnar Frostadóttur, forsætisráðherra Íslands Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir,Martin Swift Skoðun
Á milli heima: blætisvæðing erlendra kvenna, klámdrifin viðhorf og stafrænt ofbeldi á Íslandi Mahdya Malik Skoðun
Hverjir hagnast á húsnæðisvandanum? – Ungt fólk er blekkt og tíminn að renna út Arnar Helgi Lárusson Skoðun
Hvers vegna er RÚV eitt um að sýna í verki andstöðu okkar gegn þjóðarmorðinu á Gaza? Björn B. Björnsson Skoðun