Ólöglegar kökur Þorsteinn Guðmundsson skrifar 17. janúar 2023 13:01 Flestir sem fara um internetið kannast við fyrirbæri sem kallaðar eru vafrakökur. Kökur þessar gera eigendum vefsíðna kleift að fylgjast með hegðun okkar á vefsíðunni og afla þannig gagna sem nýtast í viðskiptum þeirra en þær geta líka nýst þriðju aðilum eins og samfélagsmiðlum. Til einföldunar má skipta vafrakökum í tvo flokka, nauðsynlegar og ónauðsynlegar. Nauðsynlegar kökur muna t.d. eftir því hvað við setjum í körfuna í vefverslun en þær ónauðsynlegu safna t.d. gögnum um staðsetningu notenda og rekja ferðir þeirra um netið í þeim tilgangi að birta þeim viðeigandi auglýsingar. Öflun upplýsinga með vafrakökum telst vera vinnsla persónuupplýsinga og er notkun þeirra einungis heimil á grundvelli samþykkis notenda. Þó með þeirri undantekningu að notkun nauðsynlegra vafrakaka er almennt heimil án samþykkis. Hvað þarf að hafa í huga þegar notast á við vafrakökur? Á árinu 2020 gaf franska Persónuverndarstofnunin út leiðbeiningar um notkun vafrakaka sem meðal annars eru byggðar á niðurstöðum Evrópudómstólsins í máli netverslunarfyrirtækis gegn neytendasamtökum í Þýskalandi, þar sem tekist var á um notkun á vafrakökum fyrir tilstilli „Like“ hnapps frá Facebook á vefsíðu fyrirtækisins. Hér verður stiklað á stóru um það sem fram kemur í leiðbeiningunum. Eigandi vefsíðu sem ætlar að notast við vafrakökur þarf að upplýsa um það með áberandi hætti. Það þarf enn fremur að upplýsa m.a. um hvaða tegund kaka notast er við, tilganginn með þeim og hver ábyrgðaraðili vinnslunnar er. Venjan er að þetta sé gert með vafrakökuborða og vafrakökustefnu. Eins og áður hefur komið fram þarf að afla samþykkis viðskiptavinar eða síðunotenda fyrir notkun ónauðsynlegra vafrakaka. Samþykki þetta verður að uppfylla skilyrði persónuverndarlaga sem þýðir að það þarf að vera upplýst og gefið af fúsum og frjálsum vilja. Þetta leiðir einnig til þess að ekki er hægt að byggja á ætluðu samþykki eða aðgerðarleysi notendans. Setningar eins og „… með því að nota vefinn samþykkir þú notkun á vafrakökum.“ eru því algerlega gagnslausar og teljast ekki lögmætur grundvöllur til notkunar á vafrakökum. Með öðrum orðum þá telst vinnsla persónuupplýsinga með vafrakökum, sem byggir á ætluðu samþykki, vera ólögleg. Jafn mikilvægt og að afla samþykkis fyrir vafrakökum er að veita möguleikann á því að hafna þeim. Vafrakökuborði ætti því að vera útbúinn bæði með hnappi til að samþykkja og hnappi til að hafna kökum. Þá þarf að gera notendum auðvelt fyrir að draga samþykki sitt til baka hvenær sem þeir kjósa að gera svo. Að lokum skal lögð áhersla á að gætt sé að því að engar vafrakökur myndist áður en samþykkis hefur verið aflað, því eins og áður sagði er slík notkun á vafrakökum ólögleg. Hver er staðan á íslenskum vefsíðum? Ef litið er til íslenskra vefsíðna og mið tekið af fyrrgreindum leiðbeiningum frönsku persónuverndarstofnunarinnar þá lítur út fyrir að meirihluti íslenskra fyrirtækja sem notast við vafrakökur á sínum vefsíðum geri það ekki samkvæmt lögum. Þannig er nokkuð algengt að sjá vefsíðueigendur notast við ætlað samþykki, eins og lýst er hér að ofan, og mjög algengt að ekki sé gefinn kostur á því að hafna vafrakökum. Ennfremur er nokkuð um það að notenda ekki sé tilkynnt um notkun á vafrakökum. Öll þessi atriði leiða að öllu jöfnu til þess að viðkomandi vefsíðueigandi telst ekki hafa heimild til að nota ónauðsynlegar vafrakökur. Undirritaður hefur áður fjallað um það á þessum vettvangi hvað sé í húfi fyrir fyrirtæki og opinbera aðila ef ekki er farið að persónuverndarlögum. Rétt er því að hvetja eigendur vefsíðna til að ganga úr skugga um að vinnsla persónuupplýsinga með vafrakökum sé samkvæmt lögum. Að öðrum kosti getur sinnuleysi í þessum málum leitt til þess að viðkomandi teljist stunda ólöglega vinnslu persónuupplýsinga og það verður að teljast meiriháttar brot á persónuverndarlögum. Höfundur er lögfræðingur og starfar sem persónuverndarráðgjafi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Persónuvernd Mest lesið Ég er ekki hættuleg – ég er veik Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun Að henda bókum í börn Hildur Ýr Ísberg Skoðun Vita bændur ekki hvað bændum er fyrir bestu? Trausti Hjálmarsson Skoðun Tími til að endurhugsa hagvöxt! Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Soffia S. Sigurgeisdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir Skoðun Lífsbjörg okkar er í veði Hanna Katrín Friðriksson Skoðun Þögnin í háskólanum Þórdís Hólm Filipsdóttir Skoðun Aðferðarfræði til að auka áfallaþol þjóða Böðvar Tómasson Skoðun Hafnarfjörður er leiðandi í jafnréttismálum Valdimar Víðisson Skoðun Hvernig borgarfulltrúar verðmeta tímann þinn Ragnhildur Alda Vilhjálmsdóttir Skoðun Á hvaða vegferð er heilbrigðisráðherra? Kjartan Helgi Ólafsson Skoðun Skoðun Skoðun Ljósið – samtök úti í bæ Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Af lokuðum búsetuúrræðum og sérlausnum í flugi Þorgerður M Þorbjarnardóttir,Halldór Reynisson skrifar Skoðun Á hvaða vegferð er heilbrigðisráðherra? Kjartan Helgi Ólafsson skrifar Skoðun VR-félagar, ykkar er valið! Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Laufey og brúin milli kynslóðanna Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Árangur skólanna, hvað veist þú um hann? Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Ég er ekki hættuleg – ég er veik Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Kartöflurnar eru of dýrar til að kasta í veiðiþjófa Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Þögnin í háskólanum Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Neyðarkall frá Gaza: Svona getur þú hjálpað skrifar Skoðun Tími til að endurhugsa hagvöxt! Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Soffia S. Sigurgeisdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Hvíti stafur menningarinnar Sigþór U. Hallfreðsson skrifar Skoðun Hafnarfjörður er leiðandi í jafnréttismálum Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Aðferðarfræði til að auka áfallaþol þjóða Böðvar Tómasson skrifar Skoðun Mótum framtíðina saman Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Hvernig borgarfulltrúar verðmeta tímann þinn Ragnhildur Alda Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Lífsbjörg okkar er í veði Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Að henda bókum í börn Hildur Ýr Ísberg skrifar Skoðun Vita bændur ekki hvað bændum er fyrir bestu? Trausti Hjálmarsson skrifar Skoðun Ein stærð passar ekki fyrir öll Sigrún Birgisdóttir ,Þóra Leósdóttir skrifar Skoðun Ömmur án landamæra Signý Jóhannesdóttir skrifar Skoðun Peningar, vald og hvítþvottur þjóðarmorðs: Velkomin í nýja heimsmynd Trumps Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Ísland fyrst svo…hvað? Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hræðilegar aðstæður geta breytt manni til hins betra! Kristján Hafþórsson skrifar Skoðun Hinsegin ungmenni í Hafnarfirði mæta afgangi Óskar Steinn Ómarsson skrifar Skoðun Framtíð Framsóknar byrjar í grasrótinni Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Stöndum saman um félagshyggju og frið Hópur félagshyggjufólks skrifar Skoðun Af hverju eru Íslendingar svona feitir? Einar Baldvin Árnason skrifar Skoðun Íslenskur Pútínismi Diana Burkot,Nadya Tolokonnikova skrifar Skoðun Félagsráðgjafar lykilaðilar í stuðningi við geðheilbrigði Steinunn Bergmann skrifar Sjá meira
Flestir sem fara um internetið kannast við fyrirbæri sem kallaðar eru vafrakökur. Kökur þessar gera eigendum vefsíðna kleift að fylgjast með hegðun okkar á vefsíðunni og afla þannig gagna sem nýtast í viðskiptum þeirra en þær geta líka nýst þriðju aðilum eins og samfélagsmiðlum. Til einföldunar má skipta vafrakökum í tvo flokka, nauðsynlegar og ónauðsynlegar. Nauðsynlegar kökur muna t.d. eftir því hvað við setjum í körfuna í vefverslun en þær ónauðsynlegu safna t.d. gögnum um staðsetningu notenda og rekja ferðir þeirra um netið í þeim tilgangi að birta þeim viðeigandi auglýsingar. Öflun upplýsinga með vafrakökum telst vera vinnsla persónuupplýsinga og er notkun þeirra einungis heimil á grundvelli samþykkis notenda. Þó með þeirri undantekningu að notkun nauðsynlegra vafrakaka er almennt heimil án samþykkis. Hvað þarf að hafa í huga þegar notast á við vafrakökur? Á árinu 2020 gaf franska Persónuverndarstofnunin út leiðbeiningar um notkun vafrakaka sem meðal annars eru byggðar á niðurstöðum Evrópudómstólsins í máli netverslunarfyrirtækis gegn neytendasamtökum í Þýskalandi, þar sem tekist var á um notkun á vafrakökum fyrir tilstilli „Like“ hnapps frá Facebook á vefsíðu fyrirtækisins. Hér verður stiklað á stóru um það sem fram kemur í leiðbeiningunum. Eigandi vefsíðu sem ætlar að notast við vafrakökur þarf að upplýsa um það með áberandi hætti. Það þarf enn fremur að upplýsa m.a. um hvaða tegund kaka notast er við, tilganginn með þeim og hver ábyrgðaraðili vinnslunnar er. Venjan er að þetta sé gert með vafrakökuborða og vafrakökustefnu. Eins og áður hefur komið fram þarf að afla samþykkis viðskiptavinar eða síðunotenda fyrir notkun ónauðsynlegra vafrakaka. Samþykki þetta verður að uppfylla skilyrði persónuverndarlaga sem þýðir að það þarf að vera upplýst og gefið af fúsum og frjálsum vilja. Þetta leiðir einnig til þess að ekki er hægt að byggja á ætluðu samþykki eða aðgerðarleysi notendans. Setningar eins og „… með því að nota vefinn samþykkir þú notkun á vafrakökum.“ eru því algerlega gagnslausar og teljast ekki lögmætur grundvöllur til notkunar á vafrakökum. Með öðrum orðum þá telst vinnsla persónuupplýsinga með vafrakökum, sem byggir á ætluðu samþykki, vera ólögleg. Jafn mikilvægt og að afla samþykkis fyrir vafrakökum er að veita möguleikann á því að hafna þeim. Vafrakökuborði ætti því að vera útbúinn bæði með hnappi til að samþykkja og hnappi til að hafna kökum. Þá þarf að gera notendum auðvelt fyrir að draga samþykki sitt til baka hvenær sem þeir kjósa að gera svo. Að lokum skal lögð áhersla á að gætt sé að því að engar vafrakökur myndist áður en samþykkis hefur verið aflað, því eins og áður sagði er slík notkun á vafrakökum ólögleg. Hver er staðan á íslenskum vefsíðum? Ef litið er til íslenskra vefsíðna og mið tekið af fyrrgreindum leiðbeiningum frönsku persónuverndarstofnunarinnar þá lítur út fyrir að meirihluti íslenskra fyrirtækja sem notast við vafrakökur á sínum vefsíðum geri það ekki samkvæmt lögum. Þannig er nokkuð algengt að sjá vefsíðueigendur notast við ætlað samþykki, eins og lýst er hér að ofan, og mjög algengt að ekki sé gefinn kostur á því að hafna vafrakökum. Ennfremur er nokkuð um það að notenda ekki sé tilkynnt um notkun á vafrakökum. Öll þessi atriði leiða að öllu jöfnu til þess að viðkomandi vefsíðueigandi telst ekki hafa heimild til að nota ónauðsynlegar vafrakökur. Undirritaður hefur áður fjallað um það á þessum vettvangi hvað sé í húfi fyrir fyrirtæki og opinbera aðila ef ekki er farið að persónuverndarlögum. Rétt er því að hvetja eigendur vefsíðna til að ganga úr skugga um að vinnsla persónuupplýsinga með vafrakökum sé samkvæmt lögum. Að öðrum kosti getur sinnuleysi í þessum málum leitt til þess að viðkomandi teljist stunda ólöglega vinnslu persónuupplýsinga og það verður að teljast meiriháttar brot á persónuverndarlögum. Höfundur er lögfræðingur og starfar sem persónuverndarráðgjafi.
Tími til að endurhugsa hagvöxt! Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Soffia S. Sigurgeisdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir Skoðun
Skoðun Af lokuðum búsetuúrræðum og sérlausnum í flugi Þorgerður M Þorbjarnardóttir,Halldór Reynisson skrifar
Skoðun Tími til að endurhugsa hagvöxt! Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Soffia S. Sigurgeisdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar
Skoðun Peningar, vald og hvítþvottur þjóðarmorðs: Velkomin í nýja heimsmynd Trumps Helen Ólafsdóttir skrifar
Tími til að endurhugsa hagvöxt! Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Soffia S. Sigurgeisdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir Skoðun