Guðmundur: „Uppstilling sem var að svínvirka og þá heldur maður í það“ Smári Jökull Jónsson skrifar 14. janúar 2023 22:17 Guðmundur Guðmundsson landsliðsþjálfari lætur í sér heyra á hliðarlínunni í leiknum gegn Ungverjum. Vísir/Vilhelm „Við erum sársvekktir, það er vart hægt að lýsa því með orðum eftir stórkostlegan leik í 52-53 mínútur að minnsta kosti. Það sem mér finnst sárgrætilegast er að það erum við sem köstum þessu frá okkur,“ sagði Guðmundur Guðmundsson landsliðsþjálfari eftir tap Íslands gegn Ungverjum í kvöld. Íslenska liðið var fimm mörkum yfir í hálfleik og byrjaði seinni hálfleik ágætlega. Síðan fór heldur betur að fjara undan. „Við höldum tölfræði yfir tæknifeila og þeir töldu átján stykki. Það þýðir að við erum að henda boltanum upp í stúku að hluta til, línusendingar sem heppnast ekki og það er alltof mikið,“ sagði Guðmundur í samtali við Stefán Árna Pálsson eftir leik. „Svo bætist við í lokin að þá misnotum við færi alveg hægri vinstri. mig minnir að staðan hafi verið 28-25 fyrir okkur, við vorum komnir í þrjú mörk allavega og það var ekki mikið eftir af leiknum. Þá fannst mér þetta vera að koma en þá kemur þetta bara svona á færibandi. Mér finnst við bara færa þeim leikinn og það er það sem er svekkjandi. Liðið var stórkostlegt í 52-54 mínútur,“ bætti Guðmundur við. Stefán Árni spurði Guðmundur að því hvort liðið hefði verið orkulaust undir lokin en Guðmundur vildi ekki taka undir þau orð. „Við erum búnir að hvíla Aron, mér finnst það ekki. Ég set nýjan miðjumann inn og við erum að gera tilraunir með það. Við erum búnir að rúlla á þristunum frá því í byrjun. Þetta var uppstilling sem var að svínvirka og auðvitað þá heldur maður í það. Það var stutt í það að við myndum landa þessu.“ Guðmundur ræðir hér við Gunnar Magnússon aðstoðarþjálfara landsliðsins.Vísir/Vilhelm Guðmundur sagðist óhress með ákvörðunatöku á lykilstundum í leiknum. „Ég var óhress með margar ákvarðanatökurnar, mér fannst koma skot sem eiga ekki rétt á sér. Það er sitt lítið af hverju sem ég er óhress með. Við erum með forystu og þurfum að halda henni. Mér finnst ákveðið kæruleysi gerast þegar við erum 4-6 mörkum yfir, þá þarf að taka næsta skref.“ „Ég er mjög vonsvikinn með það satt best að segja. Við reyndum að gera breytingar. Svo finnst mér líka að boltinn fái ekki að ganga eins og við ætluðum að gera þetta, þetta er of mikið hnoð og boltinn fær ekki að fljóta eins og við vorum búnir að planleggja að gera. Svo sér maður, við vorum frábærir mjög lengi þannig að þetta er svona beggja blands hvernig manni líður með þetta.“ Klippa: Guðmundur - Viðtal eftir Ungverjaland Guðmundur sagði að hann væri ekki farinn að spá í stöðunni í riðlinum en Ísland er nú jafnt Portúgal og Ungverjalandi að stigum með tvö stig. „Maður þarf að fá að vera hryggur í kvöld með þetta og dapur. svo þurfum við að reisa okkur upp á morgun og við sáum að það er ekki hægt að slaka á gegn einu eða neinu liði hér. Portúgal hélt að þetta yrði auðvelt gegn Kóreu og við sáum í hverju þeir lentu. Við þurfum bara að klára það og halda áfram, þetta er bara svona.“ Viðtalið við Guðmund má sjá í spilaranum hér fyrir ofan. Landslið karla í handbolta HM 2023 í handbolta Mest lesið Sjáðu lætin í lokin: „Þetta var algjörlega til skammar“ Enski boltinn „Ísland hafi aldrei átt jafn góða möguleika á að komast í undanúrslit“ Handbolti Jóhann í leyfi frá þjálfun Grindavíkurliðsins Körfubolti Hafa bara rifist á vellinum en ætla að búa saman Fótbolti Alfreð hafði betur gegn Degi í troðfullu húsi Handbolti Skilur stress þjóðarinnar betur Handbolti Bað Liverpool-leikmanninn afsökunar Enski boltinn Svona var stórleikurinn: Átti Liverpool að fá víti? Enski boltinn „Við erum aðhlátursefni,“ segja stuðningsmenn Man Utd Enski boltinn Fékk gjöf frá Karólínu Leu um leið og hún kom úr erfiðri geislameðferð Fótbolti Fleiri fréttir Skilur stress þjóðarinnar betur „Ísland hafi aldrei átt jafn góða möguleika á að komast í undanúrslit“ Alfreð hafði betur gegn Degi í troðfullu húsi Íslenski læknirinn hjá sænska landsliðinu bjartsýnn á að Palicka verði með Hafnaði Val og fer heim til Eyja Markvörður Svía á sjúkrahús eftir að hafa verið skotinn niður „Fáum fullt af svörum um helgina“ Elín Klara hetjan í fyrsta leik á nýju ári Heimsmeistararnir þurftu að fara í átta tíma rútuferð Þorir ekki að lofa undanúrslitum: „Þetta er ekki svo auðvelt“ Ótrúleg óheppni Slóvena Hefur átt mikilvæg samtöl við Snorra Stein Óðinn bætti við titli um jólin og mætir glaður á EM Ýmir ekki sár yfir vali Loga og Kára: „Veit hvar ég stend í þessu liði“ Strákarnir eigi að stefna á verðlaun Erfitt að fara fram úr rúminu Fá vondar fréttir fyrir EM: „Mikið áfall fyrir Norðmenn“ Ágúst vann tvöfalt á hófi Íþróttamanns ársins Skoðar stöðuna eftir helgi og hefur ekki áhyggjur af Bjarka Donni dregur sig úr landsliðshópnum Gísli giftur, Ómar í rannsóknarvinnu og Snorri fagnar ástinni Opin æfing hjá strákunum okkar Giftu sig á gamlársdag „Feginn að þú lifðir krabbameinið af svo þú gætir séð skítaliðið þitt fara niður“ Einar Bragi og félagar áfram á toppnum Fara inn í nýja árið á toppnum Segir Ísland eiga tvo af tíu bestu í heimi Hetjuleg barátta dugði ekki gegn heimsmeisturunum Arnór stoðsendingahæstur þegar Karlskrona hoppaði upp í áttunda Elín Klara endaði árið með hundrað prósent skotleik Sjá meira
Íslenska liðið var fimm mörkum yfir í hálfleik og byrjaði seinni hálfleik ágætlega. Síðan fór heldur betur að fjara undan. „Við höldum tölfræði yfir tæknifeila og þeir töldu átján stykki. Það þýðir að við erum að henda boltanum upp í stúku að hluta til, línusendingar sem heppnast ekki og það er alltof mikið,“ sagði Guðmundur í samtali við Stefán Árna Pálsson eftir leik. „Svo bætist við í lokin að þá misnotum við færi alveg hægri vinstri. mig minnir að staðan hafi verið 28-25 fyrir okkur, við vorum komnir í þrjú mörk allavega og það var ekki mikið eftir af leiknum. Þá fannst mér þetta vera að koma en þá kemur þetta bara svona á færibandi. Mér finnst við bara færa þeim leikinn og það er það sem er svekkjandi. Liðið var stórkostlegt í 52-54 mínútur,“ bætti Guðmundur við. Stefán Árni spurði Guðmundur að því hvort liðið hefði verið orkulaust undir lokin en Guðmundur vildi ekki taka undir þau orð. „Við erum búnir að hvíla Aron, mér finnst það ekki. Ég set nýjan miðjumann inn og við erum að gera tilraunir með það. Við erum búnir að rúlla á þristunum frá því í byrjun. Þetta var uppstilling sem var að svínvirka og auðvitað þá heldur maður í það. Það var stutt í það að við myndum landa þessu.“ Guðmundur ræðir hér við Gunnar Magnússon aðstoðarþjálfara landsliðsins.Vísir/Vilhelm Guðmundur sagðist óhress með ákvörðunatöku á lykilstundum í leiknum. „Ég var óhress með margar ákvarðanatökurnar, mér fannst koma skot sem eiga ekki rétt á sér. Það er sitt lítið af hverju sem ég er óhress með. Við erum með forystu og þurfum að halda henni. Mér finnst ákveðið kæruleysi gerast þegar við erum 4-6 mörkum yfir, þá þarf að taka næsta skref.“ „Ég er mjög vonsvikinn með það satt best að segja. Við reyndum að gera breytingar. Svo finnst mér líka að boltinn fái ekki að ganga eins og við ætluðum að gera þetta, þetta er of mikið hnoð og boltinn fær ekki að fljóta eins og við vorum búnir að planleggja að gera. Svo sér maður, við vorum frábærir mjög lengi þannig að þetta er svona beggja blands hvernig manni líður með þetta.“ Klippa: Guðmundur - Viðtal eftir Ungverjaland Guðmundur sagði að hann væri ekki farinn að spá í stöðunni í riðlinum en Ísland er nú jafnt Portúgal og Ungverjalandi að stigum með tvö stig. „Maður þarf að fá að vera hryggur í kvöld með þetta og dapur. svo þurfum við að reisa okkur upp á morgun og við sáum að það er ekki hægt að slaka á gegn einu eða neinu liði hér. Portúgal hélt að þetta yrði auðvelt gegn Kóreu og við sáum í hverju þeir lentu. Við þurfum bara að klára það og halda áfram, þetta er bara svona.“ Viðtalið við Guðmund má sjá í spilaranum hér fyrir ofan.
Landslið karla í handbolta HM 2023 í handbolta Mest lesið Sjáðu lætin í lokin: „Þetta var algjörlega til skammar“ Enski boltinn „Ísland hafi aldrei átt jafn góða möguleika á að komast í undanúrslit“ Handbolti Jóhann í leyfi frá þjálfun Grindavíkurliðsins Körfubolti Hafa bara rifist á vellinum en ætla að búa saman Fótbolti Alfreð hafði betur gegn Degi í troðfullu húsi Handbolti Skilur stress þjóðarinnar betur Handbolti Bað Liverpool-leikmanninn afsökunar Enski boltinn Svona var stórleikurinn: Átti Liverpool að fá víti? Enski boltinn „Við erum aðhlátursefni,“ segja stuðningsmenn Man Utd Enski boltinn Fékk gjöf frá Karólínu Leu um leið og hún kom úr erfiðri geislameðferð Fótbolti Fleiri fréttir Skilur stress þjóðarinnar betur „Ísland hafi aldrei átt jafn góða möguleika á að komast í undanúrslit“ Alfreð hafði betur gegn Degi í troðfullu húsi Íslenski læknirinn hjá sænska landsliðinu bjartsýnn á að Palicka verði með Hafnaði Val og fer heim til Eyja Markvörður Svía á sjúkrahús eftir að hafa verið skotinn niður „Fáum fullt af svörum um helgina“ Elín Klara hetjan í fyrsta leik á nýju ári Heimsmeistararnir þurftu að fara í átta tíma rútuferð Þorir ekki að lofa undanúrslitum: „Þetta er ekki svo auðvelt“ Ótrúleg óheppni Slóvena Hefur átt mikilvæg samtöl við Snorra Stein Óðinn bætti við titli um jólin og mætir glaður á EM Ýmir ekki sár yfir vali Loga og Kára: „Veit hvar ég stend í þessu liði“ Strákarnir eigi að stefna á verðlaun Erfitt að fara fram úr rúminu Fá vondar fréttir fyrir EM: „Mikið áfall fyrir Norðmenn“ Ágúst vann tvöfalt á hófi Íþróttamanns ársins Skoðar stöðuna eftir helgi og hefur ekki áhyggjur af Bjarka Donni dregur sig úr landsliðshópnum Gísli giftur, Ómar í rannsóknarvinnu og Snorri fagnar ástinni Opin æfing hjá strákunum okkar Giftu sig á gamlársdag „Feginn að þú lifðir krabbameinið af svo þú gætir séð skítaliðið þitt fara niður“ Einar Bragi og félagar áfram á toppnum Fara inn í nýja árið á toppnum Segir Ísland eiga tvo af tíu bestu í heimi Hetjuleg barátta dugði ekki gegn heimsmeisturunum Arnór stoðsendingahæstur þegar Karlskrona hoppaði upp í áttunda Elín Klara endaði árið með hundrað prósent skotleik Sjá meira