Af hverju þarf Eflingarfólk að fá meira en landsbyggðarfólk Stefán Ólafsson skrifar 14. janúar 2023 13:32 Mun hærri húsnæðiskostnaður á höfuðborgarsvæðinu en annars staðar á landinu skýrir hvers vegna Eflingarfólk þarf meiri hækkanir en Starfsgreinasambandið (SGS) samdi um nýlega, einfaldlega til að ná endum saman. Greidd húsaleiga er að meðaltali 220.000 krónur á höfuðborgarsvæðinu en um 152.000 kr. á landsbyggðinni, eða um 68.000 krónum hærri – í hverjum mánuði. Kaupverð íbúða er sömuleiðis miklu hærra á höfuðborgarsvæðinu. Enginn kemst undan húsnæðiskostnaðinum. Þetta er sýnt á einfaldan hátt á meðfylgjandi myndum, sem miðast við fullvinnandi einhleypa einstaklinga í verkalýðsstétt, sem búa í leiguhúsnæði (50 fm íbúð) og eru á meðallaunum samkvæmt hinum nýja samningi SGS. Mánaðarlaun eru 426 þúsund. Af þeim er dreginn skattur og iðgjöld í lífeyrissjóði (um 86 þúsund kr.), en við bætast húsaleigubætur (40.633 kr.). Þá standa eftir rúmar 380 þúsund krónur í ráðstöfunartekjur til að greiða framfærslukostnað. Framfærslukostnaður án húsnæðiskostnaðar einhleypra á höfuðborgarsvæðinu er um 256 þúsund kr. um þessar mundir og meðal húsaleiga fyrir litla íbúð (50 fm) er 165.000 kr. Einstaklingur í þessari stöðu nær ekki endum saman. Hann vantar rúmar 40 þúsund kr. aukalega í ráðstöfunartekjur á mánuði til þess. Þess vegna þarf Eflingarfólk meiri launahækkun en SGS samningurinn skilar. Aðstæður eru hins vegar öðruvísi á landsbyggðinni þar sem húsnæðiskostnaður er mun minni, eða sem nemur um 55 þúsund krónum fyrir litla leiguíbúð (50 fm að stærð). Samsvarandi munur er á húsnæði af öðrum stærðum. Á næstu mynd má sjá hvernig samsvarandi afkomudæmi fyrir landsbyggðina lítur út. Allt annað en leiga er eins í þessum samanburði. Meðalleiga skv. uppreiknuðum upplýsingum frá Þjóðskrá fyrir 50 fm íbúð er um 110 þúsund krónur á landsbyggðinni á meðan hún er um 165 þúsund á höfuðborgarsvæðinu. Fyrir svona litlar íbúðir er leigan lægri en meðalleiga á svæðunum, sem nefnd var í byrjun greinarinnar. Þetta skilar þeim sem er á meðaltaxta Starfsgreinasambandsins um 14 þúsund krónum í afgang í hverjum mánuði á meðan Eflingarfólk þarf að glíma við um 40 þúsund króna halla. SGS samningurinn er þannig meira viðunandi fyrir landsbyggðarfólk en fyrir Eflingarfólk, þó ekki séu þetta glæsileg kjör. Allir hljóta að skilja að laun þurfa að duga fyrir framfærslu og ef húsnæðiskostnaður er allur annar þurfa kjarasamningar að reyna að brúa það, ef ekki tekst að gera það með húsnæðisbótum. Þær eru hinar sömu hjá láglaunafólki á meðaltaxta SGS (eins og sést á myndunum) en þegar laun fara upp fyrir það skila þær sér betur til landsbyggðarfólks en á höfuðborgarsvæðið. Það er alvarlegur galli á húsnæðisstuðningnum. Verkalýðsforingjar á landsbyggðinni þurfa að viðurkenna þennan grundvallarmun og ættu að fagna því ef Eflingu tækist að gera stöðu láglaunafólks á höfuðborgarsvæðinu meira viðunandi, í stað þess að ganga í lið með atvinnurekendum við að þvinga ófullnægjandi samning upp á Eflingarfólk. En um 55 þúsund kr. vantar inn í ráðstöfunartekjur verkafólks á HB-svæði til að jafna afkomustöðuna milli Eflingarfólks og landsbyggðarfólks á almennum vinnumarkaði. Höfundur er prófessor emeritus við HÍ og starfar sem sérfræðingur hjá Eflingu-stéttarfélagi. Gögnin koma frá Ríkisskattstjóra, Húsnæðis- og mannvirkjastofnun, félagsmálaráðuneytinu og Hagstofu Íslands. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kjaramál Húsnæðismál Stefán Ólafsson Mest lesið „Ef hún hefði haft val, hefði konan mín þá kosið að láta heilabilunina hafa sinn gang?” Ingrid Kuhlman Skoðun Er sanngjarnt að hækka virðisaukaskatt á mat og gistingu til að láta erlenda ferðamenn borga meira? Þórir Garðarsson Skoðun Vér erum úr sömu sveit Steinþór Logi Arnarsson Skoðun Heiðmörk: Gaddavír og girðingar Auður Kjartansdóttir Skoðun Réttlát leiðrétting veiðigjalda Elín Íris Fanndal Skoðun Sósíalistaflokkurinn kaus breytingar Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun Að vera eða ekki vera – hvað er raunverulegur árangur? Ásta Kristín Sigurjónsdóttir,Inga Hlín Pálsdóttir Skoðun Stéttarkerfi Halldóra Lillý Jóhannsdóttir Skoðun Hamas og átökin við Ísrael – hvað er ekki sagt upphátt? Einar G Harðarson Skoðun Halldór 24.05.2025 Halldór Skoðun Skoðun Sósíalistaflokkurinn kaus breytingar Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Vér erum úr sömu sveit Steinþór Logi Arnarsson skrifar Skoðun „Ef hún hefði haft val, hefði konan mín þá kosið að láta heilabilunina hafa sinn gang?” Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Réttlát leiðrétting veiðigjalda Elín Íris Fanndal skrifar Skoðun Að vera eða ekki vera – hvað er raunverulegur árangur? Ásta Kristín Sigurjónsdóttir,Inga Hlín Pálsdóttir skrifar Skoðun Er sanngjarnt að hækka virðisaukaskatt á mat og gistingu til að láta erlenda ferðamenn borga meira? Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Heiðmörk: Gaddavír og girðingar Auður Kjartansdóttir skrifar Skoðun Tuttugu ár af röddum sem áður voru þaggaðar, og framtíðin er okkar Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun #blessmeta - önnur grein Guðrún Hrefna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Hvers virði er lambakjöt? Hafliði Halldórsson skrifar Skoðun Lífið er eins og konfektkassi, þú veist aldrei hvernig mola þú færð Elín Íris Fanndal skrifar Skoðun Þjóðareign, trú og skattar Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hamas og átökin við Ísrael – hvað er ekki sagt upphátt? Einar G Harðarson skrifar Skoðun Gjaldfrjálsar máltíðir fyrir leikskólabörn Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Næstu sólarhringar á Gaza skipta sköpum Hlynur Már Vilhjálmsson skrifar Skoðun Hvernig gengur nýjum kennurum í grunnskólakennslu? Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Aðalheiður Anna Erlingsdóttir,Andri Rafn Ottesen,Maríanna Jónsdóttir Maríudóttir,Valgerður S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Huglæg réttlætiskennd og skattar á verðmætasköpun Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Loksins fær þyrlan heimili fyrir norðan Njáll Trausti Friðbertsson skrifar Skoðun Opið bréf til stjórnvalda Elín Ýr Arnar Hafdísardóttir skrifar Skoðun Við skuldum þeim að hlusta Ólafur Adolfsson skrifar Skoðun „Litla stúlkan og ruddarnir“ - Hugleiðing um stöðu Íslands á alþj.vettv. Flosi Þorgeirsson skrifar Skoðun Mikilvæg gagnrýni eða tilraun til valdayfirtöku í Sósíalistaflokknum? Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Matvælaverð hefur nær þrefaldast frá stofnun Viðskiptaráðs! Sigríður Ingibjörg Ingadóttir skrifar Skoðun Alvarleg staða í umhverfi fréttamiðla Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Stéttarkerfi Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Stöðvum Hamas. Einungis þannig getum við stöðvað hryllinginn á Gaza BIrgir Finnsson skrifar Skoðun Dagur líffræðilegrar fjölbreytni 2025 Rannveig Magnúsdóttir,Ole Sandberg,Ragnhildur Guðmundsdóttir,Rebecca Thompson,Skúli Skúlason,Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Æfingin skapar meistarann! Sigurjón Már Fox Gunnarsson skrifar Skoðun 140 sinnum líklegra að verða fyrir eldingu Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Konum í afplánun fjölgar: Með flókin áföll á bakinu Tinna Eyberg Örlygsdóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir skrifar Sjá meira
Mun hærri húsnæðiskostnaður á höfuðborgarsvæðinu en annars staðar á landinu skýrir hvers vegna Eflingarfólk þarf meiri hækkanir en Starfsgreinasambandið (SGS) samdi um nýlega, einfaldlega til að ná endum saman. Greidd húsaleiga er að meðaltali 220.000 krónur á höfuðborgarsvæðinu en um 152.000 kr. á landsbyggðinni, eða um 68.000 krónum hærri – í hverjum mánuði. Kaupverð íbúða er sömuleiðis miklu hærra á höfuðborgarsvæðinu. Enginn kemst undan húsnæðiskostnaðinum. Þetta er sýnt á einfaldan hátt á meðfylgjandi myndum, sem miðast við fullvinnandi einhleypa einstaklinga í verkalýðsstétt, sem búa í leiguhúsnæði (50 fm íbúð) og eru á meðallaunum samkvæmt hinum nýja samningi SGS. Mánaðarlaun eru 426 þúsund. Af þeim er dreginn skattur og iðgjöld í lífeyrissjóði (um 86 þúsund kr.), en við bætast húsaleigubætur (40.633 kr.). Þá standa eftir rúmar 380 þúsund krónur í ráðstöfunartekjur til að greiða framfærslukostnað. Framfærslukostnaður án húsnæðiskostnaðar einhleypra á höfuðborgarsvæðinu er um 256 þúsund kr. um þessar mundir og meðal húsaleiga fyrir litla íbúð (50 fm) er 165.000 kr. Einstaklingur í þessari stöðu nær ekki endum saman. Hann vantar rúmar 40 þúsund kr. aukalega í ráðstöfunartekjur á mánuði til þess. Þess vegna þarf Eflingarfólk meiri launahækkun en SGS samningurinn skilar. Aðstæður eru hins vegar öðruvísi á landsbyggðinni þar sem húsnæðiskostnaður er mun minni, eða sem nemur um 55 þúsund krónum fyrir litla leiguíbúð (50 fm að stærð). Samsvarandi munur er á húsnæði af öðrum stærðum. Á næstu mynd má sjá hvernig samsvarandi afkomudæmi fyrir landsbyggðina lítur út. Allt annað en leiga er eins í þessum samanburði. Meðalleiga skv. uppreiknuðum upplýsingum frá Þjóðskrá fyrir 50 fm íbúð er um 110 þúsund krónur á landsbyggðinni á meðan hún er um 165 þúsund á höfuðborgarsvæðinu. Fyrir svona litlar íbúðir er leigan lægri en meðalleiga á svæðunum, sem nefnd var í byrjun greinarinnar. Þetta skilar þeim sem er á meðaltaxta Starfsgreinasambandsins um 14 þúsund krónum í afgang í hverjum mánuði á meðan Eflingarfólk þarf að glíma við um 40 þúsund króna halla. SGS samningurinn er þannig meira viðunandi fyrir landsbyggðarfólk en fyrir Eflingarfólk, þó ekki séu þetta glæsileg kjör. Allir hljóta að skilja að laun þurfa að duga fyrir framfærslu og ef húsnæðiskostnaður er allur annar þurfa kjarasamningar að reyna að brúa það, ef ekki tekst að gera það með húsnæðisbótum. Þær eru hinar sömu hjá láglaunafólki á meðaltaxta SGS (eins og sést á myndunum) en þegar laun fara upp fyrir það skila þær sér betur til landsbyggðarfólks en á höfuðborgarsvæðið. Það er alvarlegur galli á húsnæðisstuðningnum. Verkalýðsforingjar á landsbyggðinni þurfa að viðurkenna þennan grundvallarmun og ættu að fagna því ef Eflingu tækist að gera stöðu láglaunafólks á höfuðborgarsvæðinu meira viðunandi, í stað þess að ganga í lið með atvinnurekendum við að þvinga ófullnægjandi samning upp á Eflingarfólk. En um 55 þúsund kr. vantar inn í ráðstöfunartekjur verkafólks á HB-svæði til að jafna afkomustöðuna milli Eflingarfólks og landsbyggðarfólks á almennum vinnumarkaði. Höfundur er prófessor emeritus við HÍ og starfar sem sérfræðingur hjá Eflingu-stéttarfélagi. Gögnin koma frá Ríkisskattstjóra, Húsnæðis- og mannvirkjastofnun, félagsmálaráðuneytinu og Hagstofu Íslands.
„Ef hún hefði haft val, hefði konan mín þá kosið að láta heilabilunina hafa sinn gang?” Ingrid Kuhlman Skoðun
Er sanngjarnt að hækka virðisaukaskatt á mat og gistingu til að láta erlenda ferðamenn borga meira? Þórir Garðarsson Skoðun
Að vera eða ekki vera – hvað er raunverulegur árangur? Ásta Kristín Sigurjónsdóttir,Inga Hlín Pálsdóttir Skoðun
Skoðun „Ef hún hefði haft val, hefði konan mín þá kosið að láta heilabilunina hafa sinn gang?” Ingrid Kuhlman skrifar
Skoðun Að vera eða ekki vera – hvað er raunverulegur árangur? Ásta Kristín Sigurjónsdóttir,Inga Hlín Pálsdóttir skrifar
Skoðun Er sanngjarnt að hækka virðisaukaskatt á mat og gistingu til að láta erlenda ferðamenn borga meira? Þórir Garðarsson skrifar
Skoðun Tuttugu ár af röddum sem áður voru þaggaðar, og framtíðin er okkar Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar
Skoðun Lífið er eins og konfektkassi, þú veist aldrei hvernig mola þú færð Elín Íris Fanndal skrifar
Skoðun Hvernig gengur nýjum kennurum í grunnskólakennslu? Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Aðalheiður Anna Erlingsdóttir,Andri Rafn Ottesen,Maríanna Jónsdóttir Maríudóttir,Valgerður S. Bjarnadóttir skrifar
Skoðun „Litla stúlkan og ruddarnir“ - Hugleiðing um stöðu Íslands á alþj.vettv. Flosi Þorgeirsson skrifar
Skoðun Mikilvæg gagnrýni eða tilraun til valdayfirtöku í Sósíalistaflokknum? Ása Lind Finnbogadóttir skrifar
Skoðun Matvælaverð hefur nær þrefaldast frá stofnun Viðskiptaráðs! Sigríður Ingibjörg Ingadóttir skrifar
Skoðun Dagur líffræðilegrar fjölbreytni 2025 Rannveig Magnúsdóttir,Ole Sandberg,Ragnhildur Guðmundsdóttir,Rebecca Thompson,Skúli Skúlason,Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir skrifar
Skoðun Konum í afplánun fjölgar: Með flókin áföll á bakinu Tinna Eyberg Örlygsdóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir skrifar
„Ef hún hefði haft val, hefði konan mín þá kosið að láta heilabilunina hafa sinn gang?” Ingrid Kuhlman Skoðun
Er sanngjarnt að hækka virðisaukaskatt á mat og gistingu til að láta erlenda ferðamenn borga meira? Þórir Garðarsson Skoðun
Að vera eða ekki vera – hvað er raunverulegur árangur? Ásta Kristín Sigurjónsdóttir,Inga Hlín Pálsdóttir Skoðun