Viðskipti innlent

Helga María nýr fram­kvæmda­stjóri Sky Lagoon

Bjarki Sigurðsson skrifar
Helga María Albertsdóttir er nýr framkvæmdastjóri Sky Lagoon.
Helga María Albertsdóttir er nýr framkvæmdastjóri Sky Lagoon.

Helga María Albertsdóttir hefur verið ráðin framkvæmdastjóri Sky Lagoon. Hún tekur við af Dagnýju Pétursdóttur sem hættir störfum í byrjun mars. 

Dagný hefur leitt uppbyggingu Sky Lagoon síðustu ár en hefur ákveðið að hætta sem framkvæmdastjóri félagsins. Hún mun þó en þá sitja í stjórn félagsins. 

„Þetta er búið að vera algjört draumaverkefni og ég er gríðarlega stolt af því sem við höfum áorkað. Planið var ávallt að fylgja verkefninu áfram sem framkvæmdastjóri í tvö ár eftir opnun, enda er ég nú ekki að fara langt. Sem stjórnarkona mun ég halda áfram að styðja þétt við bakið á Helgu sem tekur við daglegum rekstri,“ er haft eftir Dagnýju í tilkynningu. 

Helga María starfaði áður sem framkvæmdastjóri FlyOver Iceland sem er í meirihlutaeigu sama félags og Sky Lagoon, Pursuit. Félagið er hluti af samstæðu Viad.

Helga segist vera full tilhlökkunar að takast á við þau verkefni sem fram undan eru. 

„Að taka við keflinu af Dagnýju er mikill heiður og ótrúlega spennandi að fá að taka þátt í frekari vexti Sky Lagoon,“ er haft eftir Helgu.





Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×