Ofvirkur hleypti liðsfélögunum ekki að í 16–0 sigri á Fylki

Snorri Rafn Hallsson skrifar
ofvirkur

Ármann vann hnífalotuna gegn Fylki í Nuke og byrjuðu í vörn. Brnr, sem kom frá Fylki til Ármanns um jólin hóf leikinn á fjórfaldri fellu gegn sínum fyrri liðsfélögum og lagði línurnar fyrir leikinn. Allir leikmenn Fylkis keyptu Scout í næstu umferð en Vargur og Brnr sáu auðveldlega um þá. Raunar skipti engu máli hvað Fylkir reyndi, alltaf sá Ármann við þeim.

Leikmenn Ármanns héldu uppi stöðugri pressu og gáfu hvergi færi á sér og útkoman varð mest einhliða leikur sem sést hefur á tímabilinu. Sá leikur sem næst kemst því er svo fyrri leikur liðanna sem einnig fór fram í Nuke, en Ármann vann hann 16–1. 

Svo fór að Ármann vann allar lotur fyrri hálfleiks með því að fella alla leikmenn Fylkis. Fylkismenn náðu þannig aldrei að koma sprengjunni fyrir og var það Ofvirkur sem átti flestar fellur. Í 13. lotu komst Fylkir nálægt því að planta en Ofvirkur sá um Snæ og Eika47 á síðustu stundu. Lítil þörf var fyrir þá Hyperactive og Varg, því Brnr og Hundzi léta einnig að sér kveða.

Staðan í hálfleik: Ármann 15 – 0 Fylkir

Síðari hálfleikur var eins stuttur og hugsast getur, einungis ein skammbyssulota. Hundzi byrjaði á því að taka Eika47 út. Vikki endaði einn eftir Fylkismegin og Brnr krækti í sína tuttugustu fellu til að klára leikinn.

Lokastaða: Ármann 16 – 0 Fylkir

Með sigrinum kom Ármann sé upp í fjórða sætið í deildinni, sætið sem LAVA hafði stolið af Breiðabliki á þriðjudaginn en liðin þrjú eru nú jöfn með 14 stig hvert. Fylkir er áfram á botni deildarinnar.

Næstu leikir:

  • Dusty – Fylkir, fimmtudaginn 19/1 kl 20:30
  • Ármann – Atlantic, fimmtudaginn 19/1 kl 21:30

Sýnt verður frá leikjunum á Stöð 2 Esport og á Twitch síðu Rafíþróttasamtaka Íslands.

Leikirnir






    Fleiri fréttir

    Sjá meira