Fluglest óraunhæfur valkostur Sigurður P. Sigmundsson skrifar 10. janúar 2023 07:31 Merkilegt að nokkrir óveðursdagar á suðvesturhorni landsins skuli hafa vakið upp umræðu um hraðlest milli Reykjanesbæjar og Reykjavíkur. Þessi svokallaða fluglest var mest í umræðunni árið 2014 í kjölfar skýrslu áhugahóps um málið. Í nýlegu viðtali við Bylgjuna staðhæfir Runólfur Ágústsson, ritstjóri skýrslunnar, að málið hafi strandað á Hafnarfjarðarbæ sem hafi ekki verið til viðræðu um samninga um skipulagsmál. Það tel ég vera mikla einföldun. Þessi hugmynd var einfaldlega að mati flestra talin óraunhæf og framkvæmdin alltof kostnaðarsöm. Í skýrslu áhugahópsins segir að stærstu óvissuþættirnir við mat á arðsemi verkefnisins séu stofnkostnaður og fjöldi farþega. Skoðum það aðeins nánar. Þannig er gert ráð fyrir mikilli og stöðugri fjölgun flugfarþega og að 50% allra ferðamanna í millilandaflugi muni nýta sér lestina. Þetta verður að telja nokkra bjartsýni. Ísland gæti dottið úr tísku sem áfangastaður og Íslendingar eru vanafastir. Erfitt er að stjórna kauphegðun ferðamanna sem ekki endilega leggja kapp á að komast milli staða á sem stystum tíma. Velja hugsanlega frekar bílaleigubíl eða eru í pakkaferðum þar sem rútuferð er innifalin. Ef ekkert millistopp er á leiðinni til endastöðvarinnar í Vatnsmýri mun það væntanlega draga úr áhuga Hafnfirðinga, Garðbæinga og Kópavogsbúa á að nýta sér lestina. Aðalatriðið er hins vegar það að íbúar á Suðurnesjum, og í raun landinu öllu, eru alltof fáir og það eru takmörk á því hversu mikið flugumferð til Keflavíkurflugvallar getur aukist í næstu framtíð sem valda því að rekstur fluglestarinnar er ólíklegur til að borga sig. Í skýrslunni er gert ráð fyrir því að lengd lestarteina verði 47 km frá Reykjanesbæ að Vatnsmýrinni. Lestarteinar verði ofanjarðar að Straumsvík og fari þá í 12-14 km undirgöng alla leiðina í Vatnsmýrina. Í skýrslunni segir að stærsti áhættuþátturinn við gerð jarðgangna tengist oftast vatnsinnrennsli og lélegu bergi. Einmitt það. Þennan veigamikla þátt þarf að rannsaka miklu betur. Fyrir liggur þó að í Hafnarfirði og Garðabæ er víðast hvar að finna hraun og undir því móbergsmyndanir en þessi berglög eru gisin og henta síður til gangnagerðar en þar sem eru grágrýtislög. Upphaflega var gert ráð fyrir því að stofnkostnaður yrði á bilinu rúmlega kr. 100 milljarðar en gera má ráð fyrir að kostnaðurinn á núvirði færi í kr. 200 – 300 milljaða, allt eftir því hversu mikil tenging yrði við borgarlínuna. Og þá er ótalinn rekstrarkostnaðurinn sem er hár í slíkri starfsemi. Skipulag höfuðborgarsvæðisins hefur aldrei gert ráð fyrir lestarsamgöngum, kannski því miður. Þess vegna er ekkert pláss ofanjarðar fyrir lestarteina. Bygging lestargangna undir höfuðborgarsvæðið myndi valda miklu raski. Eru íbúar tilbúnir að láta það yfir sig ganga? Í mínum huga er engum greiði gerður með því að gera umræðu um fluglestina hátt undir höfði því svo óraunhæf er hún. Gefum okkur að sveitarfélögin myndu gera allt til að breyta skipulagi sínu svo af þessu geti orðið. Hvað þá með fjármögnunina en hingað til hefur verið gert ráð fyrir einkafjármögnun. Stjórnvöld hafa ekki haft þennan möguleika til skoðunar enn sem komið er. Er líklegt að fjárfestar séu tilbúnir til að leggja allt að kr. 300 milljarða í slíka framkvæmd með þeirri óvissu sem fylgir? Ég vildi gjarnan sjá framan í þá fjárfesta. Vissulega þarf að bæta samgöngur víðast hvar á landinu en verum skynsöm í þeim umbótum. Höfundur er hagfræðingur og býr í Hafnarfirði. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Samgöngur Mest lesið Vilja komast í orku Íslands Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Ökuréttindi á beinskiptan og sjálfskiptan bíl Þuríður B. Ægisdóttir Skoðun 57 eignir óska eftir eigendum Sæunn Gísladóttir Skoðun Tölum um 7.645 íbúðirnar sem einstaklingar hafa safnað upp Arna Lára Jónsdóttir Skoðun Skilin eftir á SAk Gunnhildur H Gunnlaugsdóttir Skoðun Vegið að heilbrigðri samkeppni Herdís Dröfn Fjeldsted Skoðun Plan sem er sett í framkvæmd í stað áralangrar kyrrstöðu Ása Berglind Hjálmarsdóttir Skoðun Röng klukka siðan 1968: Kominn tími á breytingar Erla Björnsdóttir Skoðun Ríkislögreglustjóri verður að víkja Einar Steingrímsson Skoðun Vindhanagal Helgi Brynjarsson Skoðun Skoðun Skoðun Traust, von og tækifæri á Norðausturlandi Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Tími til að endurskoða persónuverndarlög sem kæfa nýsköpun Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir ,Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar Skoðun Skilin eftir á SAk Gunnhildur H Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Hagræn áhrif íþrótta og mikilvægi þeirra á Íslandi Helgi Sigurður Haraldsson skrifar Skoðun Vegið að heilbrigðri samkeppni Herdís Dröfn Fjeldsted skrifar Skoðun Frjósemisvitund ungs fólks Sigríður Auðunsdóttir skrifar Skoðun Ökuréttindi á beinskiptan og sjálfskiptan bíl Þuríður B. Ægisdóttir skrifar Skoðun Á eineltisdaginn minnum við á eineltisdaginn Helga Björk Magnúsdóttir Grétudóttir,Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Ísland á krossgötum: Gervigreindarver í stað álvera! Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Endurreisn Grindavíkur Kristín María Birgisdóttir skrifar Skoðun Plan sem er sett í framkvæmd í stað áralangrar kyrrstöðu Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun 57 eignir óska eftir eigendum Sæunn Gísladóttir skrifar Skoðun Vindhanagal Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Vilja komast í orku Íslands Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Tölum um 7.645 íbúðirnar sem einstaklingar hafa safnað upp Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Ríkislögreglustjóri verður að víkja Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Röng klukka siðan 1968: Kominn tími á breytingar Erla Björnsdóttir skrifar Skoðun Ísland 2040: Veljum við Star Trek - eða Star Wars leiðina? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hærri vörugjöld á bíla: Vondar fréttir fyrir okkur öll Jóhannes Þór Skúlason skrifar Skoðun Hvar er skýrslan um Arnarholt? Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Fólkið á landsbyggðinni lendir í sleggjunni Margrét Rós Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Höldum fast í auðjöfnuð Íslands Víðir Þór Rúnarsson skrifar Skoðun Fjárfesting í fólki Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Evran getur verið handan við hornið Kristján Reykjalín Vigfússon skrifar Skoðun Um vændi Drífa Snædal skrifar Skoðun Leikskólinn og þarfir barna og foreldra á árinu 2025 Ólafur Grétar Gunnarsson skrifar Skoðun Hvernig hjálpargögnin komast (ekki) til Gasa Birna Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Vestfirðir gullkista Íslands Gylfi Ólafsson skrifar Skoðun Iceland Airwaves – hjartsláttur íslenskrar tónlistar Einar Bárðarson skrifar Skoðun 3003 Elliði Vignisson skrifar Sjá meira
Merkilegt að nokkrir óveðursdagar á suðvesturhorni landsins skuli hafa vakið upp umræðu um hraðlest milli Reykjanesbæjar og Reykjavíkur. Þessi svokallaða fluglest var mest í umræðunni árið 2014 í kjölfar skýrslu áhugahóps um málið. Í nýlegu viðtali við Bylgjuna staðhæfir Runólfur Ágústsson, ritstjóri skýrslunnar, að málið hafi strandað á Hafnarfjarðarbæ sem hafi ekki verið til viðræðu um samninga um skipulagsmál. Það tel ég vera mikla einföldun. Þessi hugmynd var einfaldlega að mati flestra talin óraunhæf og framkvæmdin alltof kostnaðarsöm. Í skýrslu áhugahópsins segir að stærstu óvissuþættirnir við mat á arðsemi verkefnisins séu stofnkostnaður og fjöldi farþega. Skoðum það aðeins nánar. Þannig er gert ráð fyrir mikilli og stöðugri fjölgun flugfarþega og að 50% allra ferðamanna í millilandaflugi muni nýta sér lestina. Þetta verður að telja nokkra bjartsýni. Ísland gæti dottið úr tísku sem áfangastaður og Íslendingar eru vanafastir. Erfitt er að stjórna kauphegðun ferðamanna sem ekki endilega leggja kapp á að komast milli staða á sem stystum tíma. Velja hugsanlega frekar bílaleigubíl eða eru í pakkaferðum þar sem rútuferð er innifalin. Ef ekkert millistopp er á leiðinni til endastöðvarinnar í Vatnsmýri mun það væntanlega draga úr áhuga Hafnfirðinga, Garðbæinga og Kópavogsbúa á að nýta sér lestina. Aðalatriðið er hins vegar það að íbúar á Suðurnesjum, og í raun landinu öllu, eru alltof fáir og það eru takmörk á því hversu mikið flugumferð til Keflavíkurflugvallar getur aukist í næstu framtíð sem valda því að rekstur fluglestarinnar er ólíklegur til að borga sig. Í skýrslunni er gert ráð fyrir því að lengd lestarteina verði 47 km frá Reykjanesbæ að Vatnsmýrinni. Lestarteinar verði ofanjarðar að Straumsvík og fari þá í 12-14 km undirgöng alla leiðina í Vatnsmýrina. Í skýrslunni segir að stærsti áhættuþátturinn við gerð jarðgangna tengist oftast vatnsinnrennsli og lélegu bergi. Einmitt það. Þennan veigamikla þátt þarf að rannsaka miklu betur. Fyrir liggur þó að í Hafnarfirði og Garðabæ er víðast hvar að finna hraun og undir því móbergsmyndanir en þessi berglög eru gisin og henta síður til gangnagerðar en þar sem eru grágrýtislög. Upphaflega var gert ráð fyrir því að stofnkostnaður yrði á bilinu rúmlega kr. 100 milljarðar en gera má ráð fyrir að kostnaðurinn á núvirði færi í kr. 200 – 300 milljaða, allt eftir því hversu mikil tenging yrði við borgarlínuna. Og þá er ótalinn rekstrarkostnaðurinn sem er hár í slíkri starfsemi. Skipulag höfuðborgarsvæðisins hefur aldrei gert ráð fyrir lestarsamgöngum, kannski því miður. Þess vegna er ekkert pláss ofanjarðar fyrir lestarteina. Bygging lestargangna undir höfuðborgarsvæðið myndi valda miklu raski. Eru íbúar tilbúnir að láta það yfir sig ganga? Í mínum huga er engum greiði gerður með því að gera umræðu um fluglestina hátt undir höfði því svo óraunhæf er hún. Gefum okkur að sveitarfélögin myndu gera allt til að breyta skipulagi sínu svo af þessu geti orðið. Hvað þá með fjármögnunina en hingað til hefur verið gert ráð fyrir einkafjármögnun. Stjórnvöld hafa ekki haft þennan möguleika til skoðunar enn sem komið er. Er líklegt að fjárfestar séu tilbúnir til að leggja allt að kr. 300 milljarða í slíka framkvæmd með þeirri óvissu sem fylgir? Ég vildi gjarnan sjá framan í þá fjárfesta. Vissulega þarf að bæta samgöngur víðast hvar á landinu en verum skynsöm í þeim umbótum. Höfundur er hagfræðingur og býr í Hafnarfirði.
Skoðun Tími til að endurskoða persónuverndarlög sem kæfa nýsköpun Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir ,Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar
Skoðun Á eineltisdaginn minnum við á eineltisdaginn Helga Björk Magnúsdóttir Grétudóttir,Ögmundur Jónasson skrifar
Skoðun Plan sem er sett í framkvæmd í stað áralangrar kyrrstöðu Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar