Hættir fólk að vinna á spítalanum af því það kann ekki að lesa fjárlög? Jóhann Páll Jóhannsson skrifar 9. janúar 2023 12:30 Ástandið á Landspítalanum kemur peningum ekki við, segir Bjarni Benediktsson, og læknirinn sem sagði upp störfum vegna óboðlegra starfsaðstæðna á Landspítalanum er eitthvað að ruglast, kann ekki að lesa fjárlög. Stöldrum aðeins við þennan málflutning. Hefur útskriftarvandinn – það að tugir eldri borgara dúsi á spítalagöngum vegna skorts á hjúkrunarrýmum og öðrum búsetuúrræðum – ekkert með peninga að gera? Jú. Það kostar peninga að fjölga hjúkrunarrýmum og efla heimaþjónustu og heimahjúkrun svo hægt sé að létta álagi af spítalanum. Landspítalinn á að vera hátækni- og háskólasjúkrahús – ekki risastórt hjúkrunarheimili, sem er hætt við að hann verði meðan nauðsynleg þjónusta við eldra fólk er vanfjármögnuð og uppbygging hjúkrunarheimila situr á hakanum. Hvað með mönnunarvandann, hefur sá vandi spítalans ekkert með peninga að gera? Jú. Það kostar peninga að bæta starfsaðstæður og gera launakjör heilbrigðisstétta samkeppnishæf við kjör í nágrannalöndunum. Það kostar peninga að halda í og laða fagmenntað fólk til starfa í heilbrigðiskerfinu á Íslandi. Mönnunarvandinn er fjármögnunarvandi. Þetta veit fólkið sem vinnur í heilbrigðiskerfinu. Heilbrigðisstarfsfólk, sjáiði ekki veisluna? Árið 2007 voru sjúkrahúsrými í landinu samtals 1.283 talsins en árið 2020 voru þau orðin 1.039. Á sama tíma fjölgaði landsmönnum um 56 þúsund, þjóðin hélt áfram að eldast og veldisvöxtur varð í komu ferðamanna til landsins. Raunframlög til rekstrar Landspítala miðað við íbúafjölda hafa svo gott sem staðið í staðá undanförum árum. Þar hefur rúmanýting verið um of yfir 100%, langt umfram það sem talið er ásættanlegt á bráðasjúkrahúsum í löndum sem við berum okkur saman við. Hvergi á Norðurlöndunum er jafn lágu hlutfalli vergrar landsframleiðslu varið til reksturs heilbrigðisþjónustu og á Íslandi. Eins og formaður Læknafélags Íslands bendir á verður að teljast „óhugsandi að hægt sé að reka heilbrigðisþjónustu sem stenst kröfur almennings fyrir svo lág framlög í landi sem er fámennt og strjálbýlt og þar af leiðandi óhagkvæm rekstrareining, auk þess að vera með eitt hæsta verðlag sem þekkist, sem svo sannarlega hefur áhrif á kostnað við aðföng og rekstur kerfisins hér“. En hvað ef Bjarni hefur rétt fyrir sér? En gott og vel. Segjum að fjármálaráðherra hafi rétt fyrir sér, að vandi Landspítalans – sem er samofinn vanda heilbrigðiskerfisins í heild – hafi raunverulega ekkert með peninga að gera og verði ekki leystur með því að veita auknu fé til heilbrigðismála. Hvað er Bjarni þá í raun og veru að segja eftir tíu ára setu í ríkisstjórn? Þá er ráðherra að viðurkenna mjög alvarlegan stjórnunar- og skipulagsvanda. Viðurkenna að síðustu ríkisstjórnir hafi brugðist í að tryggja skilvirka nýtingu fjármuna til að byggja upp heilbrigðiskerfi sem virkar. Ef fjármálaráðherra hefur rétt fyrir sér vakna alvarlegar spurningar um embættisverk þeirra stjórnmálamanna sem farið hafa með yfirstjórn heilbrigðismála á undanförnum árum. En þá vakna líka spurningar um ábyrgð fjármálaráðherra sjálfs sem á að tryggja skilvirka og hagkvæma opinbera fjárstjórn samkvæmt lögum um opinber fjármál. Engin innri endurskoðun þrátt fyrir lagafyrirmæli Samkvæmt 65. gr. laga um opinber fjármál skal framkvæmd innri endurskoðun hjá ríkisaðilum til að tryggja að takmarkaðir fjármunir nýtist með eins hagkvæmum hætti og unnt er. Hér er auðvitað mest í húfi þegar stórar ríkisstofnanir eiga í hlut, til að mynda Landspítalinn sem kostar um 90 milljarða á ári og er stærsti vinnustaður landsins, með 6 þúsund manns í vinnu. Það er með nokkrum ólíkindum að nú, þegar meira en sjö ár eru liðin frá gildistöku laga um opinber fjármál, hefur enn ekki verið komið á innri endurskoðun hjá Landspítalanum né öðrum stofnunum heilbrigðiskerfisins. Þannig er staðan þrátt fyrir síendurteknar pillur ráðherra um að skipulagningu og verkefnastjórnun í heilbrigðiskerfinu sé ábótavant. Hvernig stendur á því að innri endurskoðun hefur ekki verið komið á? Hver stendur í vegi fyrir því? Það er fjármálaráðherra sjálfur. Hann hefur ekki hirt um að setja reglugerðina sem er forsenda þess að innri endurskoðun geti farið fram hjá stærri ríkisaðilum samkvæmt alþjóðlega viðurkenndum stöðlum, reglugerð sem hann á að setja samkvæmt lögum. Talandi um að fara vel með ríkisfé! Er hagkvæmt að fjársvelta stofnunina sem semur við einkaaðila og kostnaðargreinir þjónustu? En líklega gegna fáar stofnanir eins mikilvægu hlutverki og Sjúkratryggingar Íslands þegar kemur að því að tryggja hagkvæma nýtingu fjármuna í okkar blandaða heilbrigðiskerfi. Sjúkratryggingar halda utan um kaup ríkisins á heilbrigðisþjónustu, semja bæði við einkaaðila og opinbera aðila, kostnaðargreina og hafa eftirlit með framkvæmd samninga. Nú er stofnunin til að mynda að fylgja eftir innleiðingu framleiðslutengdrar fjármögnunar á Landspítalanum sem er lykilaðgerð til að tryggja hagkvæma nýtingu fjármuna. Og hver er staðan hjá Sjúkratryggingum? Jú, forstjóri stofnunarinnar, María Heimisdóttir, var að segja upp störfum og vísar til þess að stofnunin sé of vanfjármögnuð til að geta sinnt almennilega þeim verkefnum sem henni eru falin. Þetta segir meira en mörg orð um metnað ríkisstjórnarinnar til að tryggja skilvirka fjárstjórn í heilbrigðiskerfinu Fjármálalæsi lækna er ekki vandamálið Nú hafa sex af níu sérfræðilæknum á bráðamóttöku sagt upp störfum og tugir hjúkrunarfræðinga flúið óboðlegar starfsaðstæður. Og nei Bjarni, það er ekki vegna þess að fólkið kann ekki að lesa fjárlög. Það er vegna þess að flokkunum sem stjórna landinu hefur mistekist að hlúa að og byggja upp heilbrigðiskerfi sem stenst þær kröfur sem við gerum í velferðarþjóðfélagi á 21. öld. Við verðum að gera betur. Við erum eitt ríkasta land í heimi og við getum það. En það kallar á gjörbreytta forgangsröðun í ríkisfjármálum, alvöru velferðarpólitík og hæfnina til að fylgja henni eftir. Höfundur er þingmaður Samfylkingarinnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Jóhann Páll Jóhannsson Alþingi Mest lesið „Ef hún hefði haft val, hefði konan mín þá kosið að láta heilabilunina hafa sinn gang?” Ingrid Kuhlman Skoðun Er sanngjarnt að hækka virðisaukaskatt á mat og gistingu til að láta erlenda ferðamenn borga meira? Þórir Garðarsson Skoðun Vér erum úr sömu sveit Steinþór Logi Arnarsson Skoðun Réttlát leiðrétting veiðigjalda Elín Íris Fanndal Skoðun Heiðmörk: Gaddavír og girðingar Auður Kjartansdóttir Skoðun Að vera eða ekki vera – hvað er raunverulegur árangur? Ásta Kristín Sigurjónsdóttir,Inga Hlín Pálsdóttir Skoðun Sósíalistaflokkurinn kaus breytingar Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun Stéttarkerfi Halldóra Lillý Jóhannsdóttir Skoðun Hamas og átökin við Ísrael – hvað er ekki sagt upphátt? Einar G Harðarson Skoðun Halldór 24.05.2025 Halldór Skoðun Skoðun Sósíalistaflokkurinn kaus breytingar Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Vér erum úr sömu sveit Steinþór Logi Arnarsson skrifar Skoðun „Ef hún hefði haft val, hefði konan mín þá kosið að láta heilabilunina hafa sinn gang?” Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Réttlát leiðrétting veiðigjalda Elín Íris Fanndal skrifar Skoðun Að vera eða ekki vera – hvað er raunverulegur árangur? Ásta Kristín Sigurjónsdóttir,Inga Hlín Pálsdóttir skrifar Skoðun Er sanngjarnt að hækka virðisaukaskatt á mat og gistingu til að láta erlenda ferðamenn borga meira? Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Heiðmörk: Gaddavír og girðingar Auður Kjartansdóttir skrifar Skoðun Tuttugu ár af röddum sem áður voru þaggaðar, og framtíðin er okkar Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun #blessmeta - önnur grein Guðrún Hrefna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Hvers virði er lambakjöt? Hafliði Halldórsson skrifar Skoðun Lífið er eins og konfektkassi, þú veist aldrei hvernig mola þú færð Elín Íris Fanndal skrifar Skoðun Þjóðareign, trú og skattar Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hamas og átökin við Ísrael – hvað er ekki sagt upphátt? Einar G Harðarson skrifar Skoðun Gjaldfrjálsar máltíðir fyrir leikskólabörn Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Næstu sólarhringar á Gaza skipta sköpum Hlynur Már Vilhjálmsson skrifar Skoðun Hvernig gengur nýjum kennurum í grunnskólakennslu? Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Aðalheiður Anna Erlingsdóttir,Andri Rafn Ottesen,Maríanna Jónsdóttir Maríudóttir,Valgerður S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Huglæg réttlætiskennd og skattar á verðmætasköpun Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Loksins fær þyrlan heimili fyrir norðan Njáll Trausti Friðbertsson skrifar Skoðun Opið bréf til stjórnvalda Elín Ýr Arnar Hafdísardóttir skrifar Skoðun Við skuldum þeim að hlusta Ólafur Adolfsson skrifar Skoðun „Litla stúlkan og ruddarnir“ - Hugleiðing um stöðu Íslands á alþj.vettv. Flosi Þorgeirsson skrifar Skoðun Mikilvæg gagnrýni eða tilraun til valdayfirtöku í Sósíalistaflokknum? Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Matvælaverð hefur nær þrefaldast frá stofnun Viðskiptaráðs! Sigríður Ingibjörg Ingadóttir skrifar Skoðun Alvarleg staða í umhverfi fréttamiðla Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Stéttarkerfi Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Stöðvum Hamas. Einungis þannig getum við stöðvað hryllinginn á Gaza BIrgir Finnsson skrifar Skoðun Dagur líffræðilegrar fjölbreytni 2025 Rannveig Magnúsdóttir,Ole Sandberg,Ragnhildur Guðmundsdóttir,Rebecca Thompson,Skúli Skúlason,Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Æfingin skapar meistarann! Sigurjón Már Fox Gunnarsson skrifar Skoðun 140 sinnum líklegra að verða fyrir eldingu Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Konum í afplánun fjölgar: Með flókin áföll á bakinu Tinna Eyberg Örlygsdóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir skrifar Sjá meira
Ástandið á Landspítalanum kemur peningum ekki við, segir Bjarni Benediktsson, og læknirinn sem sagði upp störfum vegna óboðlegra starfsaðstæðna á Landspítalanum er eitthvað að ruglast, kann ekki að lesa fjárlög. Stöldrum aðeins við þennan málflutning. Hefur útskriftarvandinn – það að tugir eldri borgara dúsi á spítalagöngum vegna skorts á hjúkrunarrýmum og öðrum búsetuúrræðum – ekkert með peninga að gera? Jú. Það kostar peninga að fjölga hjúkrunarrýmum og efla heimaþjónustu og heimahjúkrun svo hægt sé að létta álagi af spítalanum. Landspítalinn á að vera hátækni- og háskólasjúkrahús – ekki risastórt hjúkrunarheimili, sem er hætt við að hann verði meðan nauðsynleg þjónusta við eldra fólk er vanfjármögnuð og uppbygging hjúkrunarheimila situr á hakanum. Hvað með mönnunarvandann, hefur sá vandi spítalans ekkert með peninga að gera? Jú. Það kostar peninga að bæta starfsaðstæður og gera launakjör heilbrigðisstétta samkeppnishæf við kjör í nágrannalöndunum. Það kostar peninga að halda í og laða fagmenntað fólk til starfa í heilbrigðiskerfinu á Íslandi. Mönnunarvandinn er fjármögnunarvandi. Þetta veit fólkið sem vinnur í heilbrigðiskerfinu. Heilbrigðisstarfsfólk, sjáiði ekki veisluna? Árið 2007 voru sjúkrahúsrými í landinu samtals 1.283 talsins en árið 2020 voru þau orðin 1.039. Á sama tíma fjölgaði landsmönnum um 56 þúsund, þjóðin hélt áfram að eldast og veldisvöxtur varð í komu ferðamanna til landsins. Raunframlög til rekstrar Landspítala miðað við íbúafjölda hafa svo gott sem staðið í staðá undanförum árum. Þar hefur rúmanýting verið um of yfir 100%, langt umfram það sem talið er ásættanlegt á bráðasjúkrahúsum í löndum sem við berum okkur saman við. Hvergi á Norðurlöndunum er jafn lágu hlutfalli vergrar landsframleiðslu varið til reksturs heilbrigðisþjónustu og á Íslandi. Eins og formaður Læknafélags Íslands bendir á verður að teljast „óhugsandi að hægt sé að reka heilbrigðisþjónustu sem stenst kröfur almennings fyrir svo lág framlög í landi sem er fámennt og strjálbýlt og þar af leiðandi óhagkvæm rekstrareining, auk þess að vera með eitt hæsta verðlag sem þekkist, sem svo sannarlega hefur áhrif á kostnað við aðföng og rekstur kerfisins hér“. En hvað ef Bjarni hefur rétt fyrir sér? En gott og vel. Segjum að fjármálaráðherra hafi rétt fyrir sér, að vandi Landspítalans – sem er samofinn vanda heilbrigðiskerfisins í heild – hafi raunverulega ekkert með peninga að gera og verði ekki leystur með því að veita auknu fé til heilbrigðismála. Hvað er Bjarni þá í raun og veru að segja eftir tíu ára setu í ríkisstjórn? Þá er ráðherra að viðurkenna mjög alvarlegan stjórnunar- og skipulagsvanda. Viðurkenna að síðustu ríkisstjórnir hafi brugðist í að tryggja skilvirka nýtingu fjármuna til að byggja upp heilbrigðiskerfi sem virkar. Ef fjármálaráðherra hefur rétt fyrir sér vakna alvarlegar spurningar um embættisverk þeirra stjórnmálamanna sem farið hafa með yfirstjórn heilbrigðismála á undanförnum árum. En þá vakna líka spurningar um ábyrgð fjármálaráðherra sjálfs sem á að tryggja skilvirka og hagkvæma opinbera fjárstjórn samkvæmt lögum um opinber fjármál. Engin innri endurskoðun þrátt fyrir lagafyrirmæli Samkvæmt 65. gr. laga um opinber fjármál skal framkvæmd innri endurskoðun hjá ríkisaðilum til að tryggja að takmarkaðir fjármunir nýtist með eins hagkvæmum hætti og unnt er. Hér er auðvitað mest í húfi þegar stórar ríkisstofnanir eiga í hlut, til að mynda Landspítalinn sem kostar um 90 milljarða á ári og er stærsti vinnustaður landsins, með 6 þúsund manns í vinnu. Það er með nokkrum ólíkindum að nú, þegar meira en sjö ár eru liðin frá gildistöku laga um opinber fjármál, hefur enn ekki verið komið á innri endurskoðun hjá Landspítalanum né öðrum stofnunum heilbrigðiskerfisins. Þannig er staðan þrátt fyrir síendurteknar pillur ráðherra um að skipulagningu og verkefnastjórnun í heilbrigðiskerfinu sé ábótavant. Hvernig stendur á því að innri endurskoðun hefur ekki verið komið á? Hver stendur í vegi fyrir því? Það er fjármálaráðherra sjálfur. Hann hefur ekki hirt um að setja reglugerðina sem er forsenda þess að innri endurskoðun geti farið fram hjá stærri ríkisaðilum samkvæmt alþjóðlega viðurkenndum stöðlum, reglugerð sem hann á að setja samkvæmt lögum. Talandi um að fara vel með ríkisfé! Er hagkvæmt að fjársvelta stofnunina sem semur við einkaaðila og kostnaðargreinir þjónustu? En líklega gegna fáar stofnanir eins mikilvægu hlutverki og Sjúkratryggingar Íslands þegar kemur að því að tryggja hagkvæma nýtingu fjármuna í okkar blandaða heilbrigðiskerfi. Sjúkratryggingar halda utan um kaup ríkisins á heilbrigðisþjónustu, semja bæði við einkaaðila og opinbera aðila, kostnaðargreina og hafa eftirlit með framkvæmd samninga. Nú er stofnunin til að mynda að fylgja eftir innleiðingu framleiðslutengdrar fjármögnunar á Landspítalanum sem er lykilaðgerð til að tryggja hagkvæma nýtingu fjármuna. Og hver er staðan hjá Sjúkratryggingum? Jú, forstjóri stofnunarinnar, María Heimisdóttir, var að segja upp störfum og vísar til þess að stofnunin sé of vanfjármögnuð til að geta sinnt almennilega þeim verkefnum sem henni eru falin. Þetta segir meira en mörg orð um metnað ríkisstjórnarinnar til að tryggja skilvirka fjárstjórn í heilbrigðiskerfinu Fjármálalæsi lækna er ekki vandamálið Nú hafa sex af níu sérfræðilæknum á bráðamóttöku sagt upp störfum og tugir hjúkrunarfræðinga flúið óboðlegar starfsaðstæður. Og nei Bjarni, það er ekki vegna þess að fólkið kann ekki að lesa fjárlög. Það er vegna þess að flokkunum sem stjórna landinu hefur mistekist að hlúa að og byggja upp heilbrigðiskerfi sem stenst þær kröfur sem við gerum í velferðarþjóðfélagi á 21. öld. Við verðum að gera betur. Við erum eitt ríkasta land í heimi og við getum það. En það kallar á gjörbreytta forgangsröðun í ríkisfjármálum, alvöru velferðarpólitík og hæfnina til að fylgja henni eftir. Höfundur er þingmaður Samfylkingarinnar.
„Ef hún hefði haft val, hefði konan mín þá kosið að láta heilabilunina hafa sinn gang?” Ingrid Kuhlman Skoðun
Er sanngjarnt að hækka virðisaukaskatt á mat og gistingu til að láta erlenda ferðamenn borga meira? Þórir Garðarsson Skoðun
Að vera eða ekki vera – hvað er raunverulegur árangur? Ásta Kristín Sigurjónsdóttir,Inga Hlín Pálsdóttir Skoðun
Skoðun „Ef hún hefði haft val, hefði konan mín þá kosið að láta heilabilunina hafa sinn gang?” Ingrid Kuhlman skrifar
Skoðun Að vera eða ekki vera – hvað er raunverulegur árangur? Ásta Kristín Sigurjónsdóttir,Inga Hlín Pálsdóttir skrifar
Skoðun Er sanngjarnt að hækka virðisaukaskatt á mat og gistingu til að láta erlenda ferðamenn borga meira? Þórir Garðarsson skrifar
Skoðun Tuttugu ár af röddum sem áður voru þaggaðar, og framtíðin er okkar Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar
Skoðun Lífið er eins og konfektkassi, þú veist aldrei hvernig mola þú færð Elín Íris Fanndal skrifar
Skoðun Hvernig gengur nýjum kennurum í grunnskólakennslu? Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Aðalheiður Anna Erlingsdóttir,Andri Rafn Ottesen,Maríanna Jónsdóttir Maríudóttir,Valgerður S. Bjarnadóttir skrifar
Skoðun „Litla stúlkan og ruddarnir“ - Hugleiðing um stöðu Íslands á alþj.vettv. Flosi Þorgeirsson skrifar
Skoðun Mikilvæg gagnrýni eða tilraun til valdayfirtöku í Sósíalistaflokknum? Ása Lind Finnbogadóttir skrifar
Skoðun Matvælaverð hefur nær þrefaldast frá stofnun Viðskiptaráðs! Sigríður Ingibjörg Ingadóttir skrifar
Skoðun Dagur líffræðilegrar fjölbreytni 2025 Rannveig Magnúsdóttir,Ole Sandberg,Ragnhildur Guðmundsdóttir,Rebecca Thompson,Skúli Skúlason,Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir skrifar
Skoðun Konum í afplánun fjölgar: Með flókin áföll á bakinu Tinna Eyberg Örlygsdóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir skrifar
„Ef hún hefði haft val, hefði konan mín þá kosið að láta heilabilunina hafa sinn gang?” Ingrid Kuhlman Skoðun
Er sanngjarnt að hækka virðisaukaskatt á mat og gistingu til að láta erlenda ferðamenn borga meira? Þórir Garðarsson Skoðun
Að vera eða ekki vera – hvað er raunverulegur árangur? Ásta Kristín Sigurjónsdóttir,Inga Hlín Pálsdóttir Skoðun