Fyrsta skref barnanna okkar er stafrænt fótspor Skúli Bragi Geirdal skrifar 4. janúar 2023 10:02 Börn eru ótrúlega frábær! Á því leikur engin vafi. Þau geta verið svo sæt, klár og sniðug að við erum bókstaflega við það að springa úr stolti. Á slíkum stundum færist yfir okkur foreldra sú löngun að vilja fanga augnablikið og deila því með öðrum. Til að sýna hversu vel okkur tókst til að færa þennan magnaða einstakling í heiminn. Þá náum við í símann og tökum eins og eina mynd eða fimmtán. Stundum eru börn alveg óborganleg með sína svipi, skapsveiflur og prakkarastrik. Stundum eru þau svo bráðfyndin að við veltumst um úr hlátri. Stundum eru þau alveg æðislega gott efni fyrir samfélagsmiðilinn okkar. Um það bil 80% barna og ungmenna á aldrinum 9-18 ára segja foreldra sína deila oft eða stundum myndum af sér á Instagram, Facebook eða Snapchat. Foreldrar stúlkna eru þá aðeins líklegri til þess að deila myndum af þeim en foreldrar stráka. Rétt tæplega 40% sögðu foreldra sína hafa spurt um leyfi áður en myndinni af þeim var deilt. Auðvitað viljum við eiga myndir af börnunum okkar, rétt eins og foreldrar okkar vildu eiga myndir af okkur þegar að við vorum börn. Munurinn er hinsvegar sá að þær myndir enduðu í römmum, jólakortum eða myndaalbúmum en ekki á netinu. Með öðrum orðum á stöðum sem safna ryki en ekki hjá stórfyrirtækjum sem byggja afkomu sína á því að safna upplýsingum. Um 17% barna og ungmenna á aldrinum 9-18 ára eru ósátt við mynddeilingar foreldra sinna af þeim eða þykir þær vandræðalegar en hlutfallið er hæst meðal stúlkna á efsta stigi grunnskóla (8.-10. bekk). Við þekkjum sjálf þessa vandræðalegu tilfinningu þegar að foreldrar okkar rifu óumbeðin fram myndaalbúmið til þess að sýna frænkum, frændum, tilvonandi mökum eða öðrum gestum myndir af okkur í baði þegar að við vorum lítil börn. „Æji sjáðu bara hvað hann er með krúttlegt og krumpað lítið typpi...“ Nú þarf ekki lengur að kíkja í heimsókn til að sjá vandræðalegar barnamyndir því nógu fljótlegt og einfalt er að fletta þeim í staðinn upp á samfélagsmiðlum. Hefðum við verið sátt við það á viðkvæmum mótunarárum ef myndaalbúm heimilisins væru til sýnis fyrir hvern þann sem hefði áhuga á að skoða þau? Ég held ekki. Á netinu get ég séð myndir af börnum fólks sem ég þekki ekki neitt. Jafnvel í baði, nakin og berskjölduð. Ég get líka séð myndir af börnum sem eru ekki einu sinni fædd! Því strax í móðurkviði byrjum við að taka sónarmyndir af börnunum okkar og deila með heiminum. Það þarf enga rannsókn til þess að vita hversu mörg börn gáfu leyfi fyrir þeirri deilingu. Já fyrsta skrefið hjá ófæddu barninu okkar var stafrænt fótspor.. Stafrænt fótspor eru allar þær upplýsingar sem verða til um okkur þegar að við notum netið ásamt því sem aðrir setja inn um okkur. Þetta eru upplýsingar sem við meðvitað setjum inn eins og t.d. myndir, myndbönd, komment o.fl. Þetta eru líka upplýsingar um hegðun okkar sem oft og tíðum er safnað um okkur ómeðvitað t.d. hvaða atriði við stöldrum við, eftir hverju leitum við, hversu oft heimsækjum við ákveðnar síður, frá hvaða síðum komum við o.fl. Öll þessi like og deilingar, allt sem við kaupum og seljum á netinu, allir póstlistar sem við skráum okkur á... og svo aldrei aftur af. Svona mætti lengi telja áfram. Þessar upplýsingar má nota til þess að flokka okkur sem notendur. Í heildina eru þetta um 52.000 flokkar sem samfélagsmiðlar og leitarvélar skipa notendum sínum í. Þessar upplýsingar eru síðan notaðar til þess að spá fyrir um hegðun okkar og þær seldar. Tæknin er slík að til eru algóritmar sem geta með nógu mörgum like-um í bland við upplýsingar um persónuleika okkar spáð betur fyrir um okkar hegðun en okkar nánustu vinir og fjölskylda gætu gert. Börnin okkar eru ótrúlega frábær og klár í að tileinka sér nýja tækni eins og netið og samfélagsmiðla, það er þó ekki þar með sagt að þau hafi þroskann til þess að takast á við þær hættur, það áreiti og það skaðlega efni sem þar er að finna. Það er okkar hlutverk sem foreldra að vernda börnin okkar. 10 hlutir sem er gott að hafa í huga varðandi netnotkun barna Látum börnin okkar vita að þau geti alltaf leitað til okkar með það sem þau sjá á netinu, í símanum eða tölvuleikjum. Byggjum samtalið á trausti þar sem við bregðumst í sameiningu við skaðlegu efni sem þau sjá. Það er oft alls ekki þeim sjálfum að kenna að þau hafi ratað inn á síður með skaðlegu efni, þau gætu hafa fengið efnið sent eða algóritmar samfélagsmiðla eða leitarvéla leitt þau þangað. Notum netið, símann og tölvuleiki líka sem samverustund enekki einungis sem pössun fyrir börnin. Munum að netið er umhverfi sem börn þurfa að læra inn á og þá er eðlilegt að þau geri mistök. Mistök eru til að læra af þeim og þau þurfa aðstoð okkar til þess. Komum fram við aðra í netheimum eins og við myndum gera í raunheimum. Að tjá sig nafnlaust á netinu réttlætir ekki hatursfulla og skaðlega tjáningu. Virðum friðhelgi annarra og deilum ekki efni í leyfisleysi sem gæti valdið öðrum skaða. Verum góðar fyrirmyndir og hugum að því sjálf hvernig við tölum við hvert annað á netinu. Höfum börnin með í að ákveða reglur heimilisins um net-, síma- og tölvuleikjanotkun. Það er auðveldara að fylgja reglum þegar börnin þekkja ástæðurnar sem liggja þar að baki. Mæli með að reglurnar gildi ekki aðeins um börnin á heimilinu, heldur einnig þá fullorðnu. Nýtum öpp, öryggisstillingar og vefsíur til þess að gera umhverfi barna á netinu öruggara á meðan að þau eru enn að læra og taka út mikilvægan þroska. Það má sem dæmi nýta ókeypis lausnir eins og Family Sharing hjá Apple og Google Family Link. Virðum aldurstakmörk á samfélagsmiðlum sem eru í flestum tilfellum ætlaðir fyrir 13 ára og eldri. Höfundur er verkefnastjóri miðlalæsis hjá Fjölmiðlanefnd. Heimildir: Börn og netmiðlar - Rannsókn Fjölmiðlanefndar og Menntavísindastofnunar Háskóla Íslands. Youyou W. Kosinski M. Stillwell D. (2015). Computer-based personality judgments are more accurate than those made by humans. Proceedings of the National Academy of Sciences. https://doi.org/10.1073/pnas.1418680112 Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skúli Bragi Geirdal Börn og uppeldi Stafræn þróun Mest lesið Er kominn tími á Útlendingafrí? Marion Poilvez Skoðun 1. maí er líka fyrir fatlað fólk! Geirdís Hanna Kristjánsdóttir Skoðun Börnin á Gasa Ebba Margrét Magnúsdóttir Skoðun Janus og jakkalakkarnir Óskar Guðmundsson Skoðun Immigrant Women: Essential Workers, Rising Voices on Labor Day Maru Alemán Skoðun Verkalýðshreyfingin á næsta leik í Evrópuumræðunni Dagbjört Hákonardóttir Skoðun Hvað ert þú að gera? Eiður Welding Skoðun Á milli steins og sleggju Heinemann Ólafur Stephensen Skoðun Samtalið um dauðann veldur okkur óöryggi Ingrid Kuhlman Skoðun Allir eiga rétt á virku lífi — líka fatlað fólk Anna Margrét Bjarnadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Sigursaga Evrópu í 21 ár Pawel Bartoszek skrifar Skoðun Verkalýðshreyfingin, Dagbjört og ESB Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Börnin á Gasa Ebba Margrét Magnúsdóttir skrifar Skoðun Myndir þú ráða fatlað fólk í vinnu? Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Hvað ert þú að gera? Eiður Welding skrifar Skoðun Rauðir sokkar á 1. maí Sveinn Ólafsson skrifar Skoðun 1. maí er líka fyrir fatlað fólk! Geirdís Hanna Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Verkalýðshreyfingin á næsta leik í Evrópuumræðunni Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Á milli steins og sleggju Heinemann Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Heiðrum íslenska hestinn Berglind Margo Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Allir eiga rétt á virku lífi — líka fatlað fólk Anna Margrét Bjarnadóttir skrifar Skoðun Er kominn tími á Útlendingafrí? Marion Poilvez skrifar Skoðun Janus og jakkalakkarnir Óskar Guðmundsson skrifar Skoðun Jafnréttisbaráttan er brýnni en nokkru sinni fyrr Kolbrún Halldórsdóttir,Sunna Kristín Símonardóttir skrifar Skoðun Hvað ætlar þú að vera þegar þú verður stór? Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Samtalið um dauðann veldur okkur óöryggi Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Sköpum störf við hæfi! Unnur Hrefna Jóhannsóttir skrifar Skoðun Immigrant Women: Essential Workers, Rising Voices on Labor Day Maru Alemán skrifar Skoðun Tikkað í skipulagsboxin Samúel Torfi Pétursson skrifar Skoðun Það sem er ósagt varðandi vinnubrögð hjá Háskólanum á Akureyri Þóra Sigurðardóttir skrifar Skoðun Sjúklingur settur í fangaklefa Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Opið bréf til fjármálaráðherra, Daða Más Kristóferssonar Íris Róbertsdóttir skrifar Skoðun Ég kalla hann Isildur; mentorinn minn er gervigreind Björgmundur Guðmundsson skrifar Skoðun Hvað er „furry“ annars? Jóhanna Jódís Antonsdóttir skrifar Skoðun Jafnaðarmennskan og verkalýðsbaráttan Sigfús Ómar Höskuldsson skrifar Skoðun Hljóð og mynd íslenskra varna Arnór Sigurjónsson skrifar Skoðun Kveðjur úr Grafarvogi til þeirra sem kasta steinum úr glerhúsi Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Leiðsöguhundurinn Gaur gerir mig að betri manneskju Þorkell J. Steindal skrifar Skoðun Fimmtíu ár frá lokum Víetnamstríðsins Finnur Th. Eiríksson skrifar Skoðun Að undirbúa börnin okkar fyrir heim sem er að hverfa Halldóra Mogensen skrifar Sjá meira
Börn eru ótrúlega frábær! Á því leikur engin vafi. Þau geta verið svo sæt, klár og sniðug að við erum bókstaflega við það að springa úr stolti. Á slíkum stundum færist yfir okkur foreldra sú löngun að vilja fanga augnablikið og deila því með öðrum. Til að sýna hversu vel okkur tókst til að færa þennan magnaða einstakling í heiminn. Þá náum við í símann og tökum eins og eina mynd eða fimmtán. Stundum eru börn alveg óborganleg með sína svipi, skapsveiflur og prakkarastrik. Stundum eru þau svo bráðfyndin að við veltumst um úr hlátri. Stundum eru þau alveg æðislega gott efni fyrir samfélagsmiðilinn okkar. Um það bil 80% barna og ungmenna á aldrinum 9-18 ára segja foreldra sína deila oft eða stundum myndum af sér á Instagram, Facebook eða Snapchat. Foreldrar stúlkna eru þá aðeins líklegri til þess að deila myndum af þeim en foreldrar stráka. Rétt tæplega 40% sögðu foreldra sína hafa spurt um leyfi áður en myndinni af þeim var deilt. Auðvitað viljum við eiga myndir af börnunum okkar, rétt eins og foreldrar okkar vildu eiga myndir af okkur þegar að við vorum börn. Munurinn er hinsvegar sá að þær myndir enduðu í römmum, jólakortum eða myndaalbúmum en ekki á netinu. Með öðrum orðum á stöðum sem safna ryki en ekki hjá stórfyrirtækjum sem byggja afkomu sína á því að safna upplýsingum. Um 17% barna og ungmenna á aldrinum 9-18 ára eru ósátt við mynddeilingar foreldra sinna af þeim eða þykir þær vandræðalegar en hlutfallið er hæst meðal stúlkna á efsta stigi grunnskóla (8.-10. bekk). Við þekkjum sjálf þessa vandræðalegu tilfinningu þegar að foreldrar okkar rifu óumbeðin fram myndaalbúmið til þess að sýna frænkum, frændum, tilvonandi mökum eða öðrum gestum myndir af okkur í baði þegar að við vorum lítil börn. „Æji sjáðu bara hvað hann er með krúttlegt og krumpað lítið typpi...“ Nú þarf ekki lengur að kíkja í heimsókn til að sjá vandræðalegar barnamyndir því nógu fljótlegt og einfalt er að fletta þeim í staðinn upp á samfélagsmiðlum. Hefðum við verið sátt við það á viðkvæmum mótunarárum ef myndaalbúm heimilisins væru til sýnis fyrir hvern þann sem hefði áhuga á að skoða þau? Ég held ekki. Á netinu get ég séð myndir af börnum fólks sem ég þekki ekki neitt. Jafnvel í baði, nakin og berskjölduð. Ég get líka séð myndir af börnum sem eru ekki einu sinni fædd! Því strax í móðurkviði byrjum við að taka sónarmyndir af börnunum okkar og deila með heiminum. Það þarf enga rannsókn til þess að vita hversu mörg börn gáfu leyfi fyrir þeirri deilingu. Já fyrsta skrefið hjá ófæddu barninu okkar var stafrænt fótspor.. Stafrænt fótspor eru allar þær upplýsingar sem verða til um okkur þegar að við notum netið ásamt því sem aðrir setja inn um okkur. Þetta eru upplýsingar sem við meðvitað setjum inn eins og t.d. myndir, myndbönd, komment o.fl. Þetta eru líka upplýsingar um hegðun okkar sem oft og tíðum er safnað um okkur ómeðvitað t.d. hvaða atriði við stöldrum við, eftir hverju leitum við, hversu oft heimsækjum við ákveðnar síður, frá hvaða síðum komum við o.fl. Öll þessi like og deilingar, allt sem við kaupum og seljum á netinu, allir póstlistar sem við skráum okkur á... og svo aldrei aftur af. Svona mætti lengi telja áfram. Þessar upplýsingar má nota til þess að flokka okkur sem notendur. Í heildina eru þetta um 52.000 flokkar sem samfélagsmiðlar og leitarvélar skipa notendum sínum í. Þessar upplýsingar eru síðan notaðar til þess að spá fyrir um hegðun okkar og þær seldar. Tæknin er slík að til eru algóritmar sem geta með nógu mörgum like-um í bland við upplýsingar um persónuleika okkar spáð betur fyrir um okkar hegðun en okkar nánustu vinir og fjölskylda gætu gert. Börnin okkar eru ótrúlega frábær og klár í að tileinka sér nýja tækni eins og netið og samfélagsmiðla, það er þó ekki þar með sagt að þau hafi þroskann til þess að takast á við þær hættur, það áreiti og það skaðlega efni sem þar er að finna. Það er okkar hlutverk sem foreldra að vernda börnin okkar. 10 hlutir sem er gott að hafa í huga varðandi netnotkun barna Látum börnin okkar vita að þau geti alltaf leitað til okkar með það sem þau sjá á netinu, í símanum eða tölvuleikjum. Byggjum samtalið á trausti þar sem við bregðumst í sameiningu við skaðlegu efni sem þau sjá. Það er oft alls ekki þeim sjálfum að kenna að þau hafi ratað inn á síður með skaðlegu efni, þau gætu hafa fengið efnið sent eða algóritmar samfélagsmiðla eða leitarvéla leitt þau þangað. Notum netið, símann og tölvuleiki líka sem samverustund enekki einungis sem pössun fyrir börnin. Munum að netið er umhverfi sem börn þurfa að læra inn á og þá er eðlilegt að þau geri mistök. Mistök eru til að læra af þeim og þau þurfa aðstoð okkar til þess. Komum fram við aðra í netheimum eins og við myndum gera í raunheimum. Að tjá sig nafnlaust á netinu réttlætir ekki hatursfulla og skaðlega tjáningu. Virðum friðhelgi annarra og deilum ekki efni í leyfisleysi sem gæti valdið öðrum skaða. Verum góðar fyrirmyndir og hugum að því sjálf hvernig við tölum við hvert annað á netinu. Höfum börnin með í að ákveða reglur heimilisins um net-, síma- og tölvuleikjanotkun. Það er auðveldara að fylgja reglum þegar börnin þekkja ástæðurnar sem liggja þar að baki. Mæli með að reglurnar gildi ekki aðeins um börnin á heimilinu, heldur einnig þá fullorðnu. Nýtum öpp, öryggisstillingar og vefsíur til þess að gera umhverfi barna á netinu öruggara á meðan að þau eru enn að læra og taka út mikilvægan þroska. Það má sem dæmi nýta ókeypis lausnir eins og Family Sharing hjá Apple og Google Family Link. Virðum aldurstakmörk á samfélagsmiðlum sem eru í flestum tilfellum ætlaðir fyrir 13 ára og eldri. Höfundur er verkefnastjóri miðlalæsis hjá Fjölmiðlanefnd. Heimildir: Börn og netmiðlar - Rannsókn Fjölmiðlanefndar og Menntavísindastofnunar Háskóla Íslands. Youyou W. Kosinski M. Stillwell D. (2015). Computer-based personality judgments are more accurate than those made by humans. Proceedings of the National Academy of Sciences. https://doi.org/10.1073/pnas.1418680112
Skoðun Jafnréttisbaráttan er brýnni en nokkru sinni fyrr Kolbrún Halldórsdóttir,Sunna Kristín Símonardóttir skrifar
Skoðun Það sem er ósagt varðandi vinnubrögð hjá Háskólanum á Akureyri Þóra Sigurðardóttir skrifar