„Þau þurftu að skapa sér allt úr því sem þau höfðu hér“ Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 1. janúar 2023 16:07 Bryndís Fiona Ford, skólameistari Hallormsstaðaskóla, sem þekkir sögu skólans manna best. Magnús Hlynur Hreiðarsson Námið í Hússtjórnarskólanum á Hallormsstað var fyrst til að byrja með tveggja vetra nám í húsmóðurfræðum en þó með mesta áherslu á fög eins og íslensku, dönsku,stærðfræði og matarefnafræði. Einnig var súrkálsgerð kennd. Stúlkur fengu eingöngu inngöngu í skólann á fyrstu árum hans. Hallormsstaðarskóli var fyrst settur 1. nóvember 1930 en það var Sigrún P. Blöndal, sem stofnaði skólann, ásamt eiginmanni sínum, Benedikt Gísla Magnússyni. Þau hafa alltaf verið miklar fyrirmyndir fyrir skólann. Skólinn var fyrst og fremst byggður af hugsjónafólki, sem mislíkaði hvernig menntastefna landsins var að þróast. Bryndís Fiona Ford, skólameistari Hallormsstaðaskóla, þekkir sögu skólans manna best. „Það eru ekki margir, sem vita það að námið hér var tveggja vetra nám í húsmæðrafræðum með mesta áherslu á akademísk fræði. Það var kennd hér íslenska, danska, stærfræði, rekstrarreikningur og bókhald, heilbrigðisfræði, matarefnafræði og bókmenntir og menning. Það var lögð gríðarleg áhersla á að mennta stúlkur en það voru eingöngu stúlkur, sem fengu að koma hingað því þær fengu ekki aðgang að annarri menntun í landinu,“ segir Bryndís. Hallormsstaðarskóli var fyrst settur 1. nóvember 1930 en það var Sigrún P. Blöndal, sem stofnaði skólann, ásamt eiginmanni sínum, Benedikt Gísla Magnússyni.Aðsend Bryndís segir að stúlkurnar hafi oftast komið af fátækum heimilum og áttu kannski ekki mikil tækifæri í lífinu en með skólagöngu á Hallormsstað hafi heimurinn opnast fyrir þeim og tækifærin fyrir þær hafi verið mikil til að skapa sér nýtt líf. Hún segist enn þá hugsa um kennsluna á fyrstu árum skólans og hvað þau Sigrún og Benedikt voru mögnuð í sínu starfi fyrir skólann. „Þau kenndu hér grænmetisræktun og á vorin voru opin námskeið um hvernig á að rækta grænmeti. Þau kenndu súrkálsgerð, þau kenndu fullnýtingu á öllu í tengslum við sláturtíðina en það verk var meira til að lifa af því í dag erum við orðin svo háð kerfinu, við förum bara út í búð og kaupum það sem við viljum. Þau þurftu að skapa sér allt úr því, sem þau höfðu hér,“ segir Bryndís Fiona enn fremur. Í dag eru 15 nemendur í staðarnámi í skólanum en fjöldinn allur sækir allskonar námskeið á vegum skólans á hverri önn. Múlaþing Skóla - og menntamál Mest lesið „Eini rasisminn sem ég hef upplifað á Íslandi er frá lögreglunni“ Innlent Greindist með MND 27 ára: „Lífið er of stutt til að vera neikvæður“ Innlent Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Innlent Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Erlent Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Innlent Tókust á um veiðigjöld og þinglok Innlent Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Innlent Velti bílnum út í sjó í Súgandafirði Innlent Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Innlent Maðurinn sem var stunginn í Mjóddinni liggur enn þungt haldinn Innlent Fleiri fréttir „Langþreytt á að það séu boðaðir fundir þegar eitthvað kemur upp á“ Leita logandi ljósi af nýju svæði undir kirkjugarð á Selfossi Greindist með MND 27 ára: „Lífið er of stutt til að vera neikvæður“ Barátta við illvígan sjúkdóm, furðuleg uppátæki fanga og svakalegar hitatölur Maðurinn sem var stunginn í Mjóddinni liggur enn þungt haldinn Gámurinn á bak og burt Velti bílnum út í sjó í Súgandafirði „Eini rasisminn sem ég hef upplifað á Íslandi er frá lögreglunni“ Tókust á um veiðigjöld og þinglok Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Þurfi að bæta skráningu ofbeldisbrota gegn fangavörðum Ursula von der Leyen kemur til Íslands Formenn takast á, fangelsismál og Trump á völlinn Ekki farið fram á gæsluvarðhald yfir fimmmenningunum Ingi Garðar er Reykvíkingur ársins Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Kristrún og Guðrún mætast í Sprengisandi Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Fundu kannabisplöntur við húsleit Dettifoss komið til hafnar Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Ofbeldi í garð fangavarða eykst Hnífstungumaður úrskurðaður í gæsluvarðhald Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Þinglokasamningur í höfn Þingfundi slitið eftir ítrekaðar frestanir og snörp orðaskipti Eldfimt ástand á þingi, árásir á fangaverði og full ungmenni á víðavangi Segir enga sérstaka ástæðu fyrir áhuga á 71. greininni Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Þingfundur hafinn eftir ítrekaðar frestanir Sjá meira
Hallormsstaðarskóli var fyrst settur 1. nóvember 1930 en það var Sigrún P. Blöndal, sem stofnaði skólann, ásamt eiginmanni sínum, Benedikt Gísla Magnússyni. Þau hafa alltaf verið miklar fyrirmyndir fyrir skólann. Skólinn var fyrst og fremst byggður af hugsjónafólki, sem mislíkaði hvernig menntastefna landsins var að þróast. Bryndís Fiona Ford, skólameistari Hallormsstaðaskóla, þekkir sögu skólans manna best. „Það eru ekki margir, sem vita það að námið hér var tveggja vetra nám í húsmæðrafræðum með mesta áherslu á akademísk fræði. Það var kennd hér íslenska, danska, stærfræði, rekstrarreikningur og bókhald, heilbrigðisfræði, matarefnafræði og bókmenntir og menning. Það var lögð gríðarleg áhersla á að mennta stúlkur en það voru eingöngu stúlkur, sem fengu að koma hingað því þær fengu ekki aðgang að annarri menntun í landinu,“ segir Bryndís. Hallormsstaðarskóli var fyrst settur 1. nóvember 1930 en það var Sigrún P. Blöndal, sem stofnaði skólann, ásamt eiginmanni sínum, Benedikt Gísla Magnússyni.Aðsend Bryndís segir að stúlkurnar hafi oftast komið af fátækum heimilum og áttu kannski ekki mikil tækifæri í lífinu en með skólagöngu á Hallormsstað hafi heimurinn opnast fyrir þeim og tækifærin fyrir þær hafi verið mikil til að skapa sér nýtt líf. Hún segist enn þá hugsa um kennsluna á fyrstu árum skólans og hvað þau Sigrún og Benedikt voru mögnuð í sínu starfi fyrir skólann. „Þau kenndu hér grænmetisræktun og á vorin voru opin námskeið um hvernig á að rækta grænmeti. Þau kenndu súrkálsgerð, þau kenndu fullnýtingu á öllu í tengslum við sláturtíðina en það verk var meira til að lifa af því í dag erum við orðin svo háð kerfinu, við förum bara út í búð og kaupum það sem við viljum. Þau þurftu að skapa sér allt úr því, sem þau höfðu hér,“ segir Bryndís Fiona enn fremur. Í dag eru 15 nemendur í staðarnámi í skólanum en fjöldinn allur sækir allskonar námskeið á vegum skólans á hverri önn.
Múlaþing Skóla - og menntamál Mest lesið „Eini rasisminn sem ég hef upplifað á Íslandi er frá lögreglunni“ Innlent Greindist með MND 27 ára: „Lífið er of stutt til að vera neikvæður“ Innlent Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Innlent Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Erlent Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Innlent Tókust á um veiðigjöld og þinglok Innlent Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Innlent Velti bílnum út í sjó í Súgandafirði Innlent Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Innlent Maðurinn sem var stunginn í Mjóddinni liggur enn þungt haldinn Innlent Fleiri fréttir „Langþreytt á að það séu boðaðir fundir þegar eitthvað kemur upp á“ Leita logandi ljósi af nýju svæði undir kirkjugarð á Selfossi Greindist með MND 27 ára: „Lífið er of stutt til að vera neikvæður“ Barátta við illvígan sjúkdóm, furðuleg uppátæki fanga og svakalegar hitatölur Maðurinn sem var stunginn í Mjóddinni liggur enn þungt haldinn Gámurinn á bak og burt Velti bílnum út í sjó í Súgandafirði „Eini rasisminn sem ég hef upplifað á Íslandi er frá lögreglunni“ Tókust á um veiðigjöld og þinglok Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Þurfi að bæta skráningu ofbeldisbrota gegn fangavörðum Ursula von der Leyen kemur til Íslands Formenn takast á, fangelsismál og Trump á völlinn Ekki farið fram á gæsluvarðhald yfir fimmmenningunum Ingi Garðar er Reykvíkingur ársins Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Kristrún og Guðrún mætast í Sprengisandi Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Fundu kannabisplöntur við húsleit Dettifoss komið til hafnar Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Ofbeldi í garð fangavarða eykst Hnífstungumaður úrskurðaður í gæsluvarðhald Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Þinglokasamningur í höfn Þingfundi slitið eftir ítrekaðar frestanir og snörp orðaskipti Eldfimt ástand á þingi, árásir á fangaverði og full ungmenni á víðavangi Segir enga sérstaka ástæðu fyrir áhuga á 71. greininni Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Þingfundur hafinn eftir ítrekaðar frestanir Sjá meira