Jólin eru hátíð barnanna Helga Þóra Helgadóttir skrifar 22. desember 2022 12:00 ‘Jólin eru hátíð barnanna’ er hugtak sem ég tengdi lítið við þangað til ég eignaðist mitt fyrsta barn. Þegar hún var ekki orðin tveggja ára skildu leiðir mín og pabba hennar. Tilveran fyrir „skilnaðarbarn” er ekki einföld. Tvö heimili, tvær fjölskyldur, tengslabrýr til þess að mynda upp á nýtt í hverri viku og síðan rjúfa þær í þeirri næstu. Færa sínar stoðir og traust á milli einstaklinga. Í mínum eyrum hljómar þetta eins og stórt verkefni fyrir lítið barn. Lítil orð eins og ég sakna þín geta verið skaðleg fyrir barn í þessum aðstæðum að heyra. Það stimplar inn samviskubiti hjá þeim að láta foreldrið hafa gengið í gegnum söknuð af því þau voru ekki hjá þeim, semsagt þeim að kenna. Sama gildir um endalaus símtöl til og frá, það hefur áhrif á tengslabrúnna sem þau þurfa að mynda sér við sitthvort foreldrið. Sérstaklega á yngri árum þegar þau hafa ekki enn fullkomin skilning á þessu. Það getur gert verra frekar enn betra. Það er margt í þessu ferli sem krefst lærdóms foreldra og við barnsfaðir minn höfum lukkulega verið samstíga frá degi eitt. Það vorum við sem ákváðum að slíta sambandi, ekki barnið okkar. Það er því okkar verkefni að gera hennar tilveru í flóknum aðstæðum sem besta. Jól og áramót geta verið erfiður tími fyrir fjölskyldur í þessum aðstæðum. Litla ljósið mitt er núna komin til kanarý með pabba sínum og hans stórfjölskyldu yfir jól og áramót. Hversu dásamlegt fyrir hana að upplifa? Ég mun líklega gráta úr mér augun á aðfangadag enn það er ekki hennar mál. Alveg eins þegar hún fór, ég rétt hélt niðri tárunum þangað til hún fór útum hurðina. Mín sorg og söknuður er ekki fyrir hana að hafa á samviskunni. Hvað þá þegar hún er á leiðinni í drauma sólarlandaferð með yndislegri föðurfjölskyldunni sinni. Við pabbi hennar erum ekki heppinn með okkar samvinnu og samstöðu í dag. Við höfum þurft að vinna fyrir henni, lesa okkur til, læra og ræða mikið saman til þess að skapa okkur öllum þetta umhverfi. Það má vera að við höfum ágæta tilfinningagreind enn samskipti og samvinna skipta bara öllu máli, barnsins vegna. Við erum einungis sammála um eitt og það er koma barninu okkar til manns og veita henni áhyggjulausa tilveru í þessu öllu saman. Ég myndi í grunninn halda að það væri markmið allra foreldra. Jólin eru hátíð barnanna, þau eru vansvefta af spenning yfir öllu þessu ævintýri. Leyfum þeim að eiga þessa gleði óspillta. Án samviskubits eða áhyggjum foreldra sinna, hvort þau verði ein og án þeirra. Þau eiga ekki að hafa neitt slíkt á samviskunni. Hugsum um þau og vöndum okkur, í einu og öllu. Stöndum saman þó við séum í sundur. Gleðileg jól! Höfundur er móðir. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Jól Börn og uppeldi Mest lesið Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Jarðvegstilskipun Evrópu Anna María Ágústsdóttir Skoðun Staðreyndir um móttöku flóttafólks í Hafnarfirði Margrét Vala Marteinsdóttir Skoðun Siðferðileg reiði er ekki staðreynd Hilmar Kristinsson Skoðun Er pláss fyrir unga karlmenn í kvennaheimi? Hnikarr Bjarmi Franklínsson Skoðun „Rússland hefur hins vegar ráðist inn í 19 ríki“ Einar Ólafsson Skoðun „Fullkominn fjandskapur í garð smáríkis“ Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Fiktið byrjar ekki sem sjúkdómur Gunnar Salvarsson Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson Skoðun Borgar það sig að panta mat á netinu? Jóhann Már Helgason Skoðun Skoðun Skoðun Gamla fólkið okkar býr við óöryggi – kerfið okkar er að bregðast Valný Óttarsdóttir skrifar Skoðun Siðferðileg reiði er ekki staðreynd Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Fiktið byrjar ekki sem sjúkdómur Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Jólagjöf ríkisstjórnarinnar Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Einfaldlega íslenskt, líka um jólin Hafliði Halldórsson skrifar Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir skrifar Skoðun Vönduð lagasetning á undanhaldi Diljá Matthíasardóttir skrifar Skoðun Borgar það sig að panta mat á netinu? Jóhann Már Helgason skrifar Skoðun Staðreyndir um móttöku flóttafólks í Hafnarfirði Margrét Vala Marteinsdóttir skrifar Skoðun „Fullkominn fjandskapur í garð smáríkis“ Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar Hr. X bjargaði jólunum Anna Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Öll lífsins gæði mynda skattstofn Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Þegar lögheimilið verður að útilokunartæki Jack Hrafnkell Daníelsson skrifar Skoðun Vandfýsin og útilokandi samstaða: Ólýðræðislegir tilburðir íslensku elítunnar gegn réttindabaráttu verkaðlýðsins Armando Garcia skrifar Skoðun Mýtuvaxtarækt loftslagsafneitunar Sveinn Atli Gunnarsson skrifar Skoðun Hvað ætlið þið að gera fyrir okkur Seyðfirðinga? Júlíana Björk Garðarsdóttir skrifar Skoðun Jarðvegstilskipun Evrópu Anna María Ágústsdóttir skrifar Skoðun Jólagjöfin í ár Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Samsköttun, samnýting eða skattahækkun? Kristófer Már Maronsson skrifar Skoðun Framkvæmdir við gatnamót Höfðabakka Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Á krossgötum í Atlantshafi Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Börnin fyrst – er framtíðarsýn Vestmannaeyja að fjara út? Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Skoðun Jólahugvekja trans konu Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Erum við sérstökust í heimi? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Gerum betur í borgarstjórn. Endurheimtum traust og bætum þjónustu við borgarbúa á öllum aldri Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Stóra myndin í fjárlögum Daði Már Kristófersson skrifar Skoðun „Rússland hefur hins vegar ráðist inn í 19 ríki“ Einar Ólafsson skrifar Skoðun Blessuð jólin, bókhaldið og börnin Kristín Lúðvíksdóttir skrifar Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson skrifar Sjá meira
‘Jólin eru hátíð barnanna’ er hugtak sem ég tengdi lítið við þangað til ég eignaðist mitt fyrsta barn. Þegar hún var ekki orðin tveggja ára skildu leiðir mín og pabba hennar. Tilveran fyrir „skilnaðarbarn” er ekki einföld. Tvö heimili, tvær fjölskyldur, tengslabrýr til þess að mynda upp á nýtt í hverri viku og síðan rjúfa þær í þeirri næstu. Færa sínar stoðir og traust á milli einstaklinga. Í mínum eyrum hljómar þetta eins og stórt verkefni fyrir lítið barn. Lítil orð eins og ég sakna þín geta verið skaðleg fyrir barn í þessum aðstæðum að heyra. Það stimplar inn samviskubiti hjá þeim að láta foreldrið hafa gengið í gegnum söknuð af því þau voru ekki hjá þeim, semsagt þeim að kenna. Sama gildir um endalaus símtöl til og frá, það hefur áhrif á tengslabrúnna sem þau þurfa að mynda sér við sitthvort foreldrið. Sérstaklega á yngri árum þegar þau hafa ekki enn fullkomin skilning á þessu. Það getur gert verra frekar enn betra. Það er margt í þessu ferli sem krefst lærdóms foreldra og við barnsfaðir minn höfum lukkulega verið samstíga frá degi eitt. Það vorum við sem ákváðum að slíta sambandi, ekki barnið okkar. Það er því okkar verkefni að gera hennar tilveru í flóknum aðstæðum sem besta. Jól og áramót geta verið erfiður tími fyrir fjölskyldur í þessum aðstæðum. Litla ljósið mitt er núna komin til kanarý með pabba sínum og hans stórfjölskyldu yfir jól og áramót. Hversu dásamlegt fyrir hana að upplifa? Ég mun líklega gráta úr mér augun á aðfangadag enn það er ekki hennar mál. Alveg eins þegar hún fór, ég rétt hélt niðri tárunum þangað til hún fór útum hurðina. Mín sorg og söknuður er ekki fyrir hana að hafa á samviskunni. Hvað þá þegar hún er á leiðinni í drauma sólarlandaferð með yndislegri föðurfjölskyldunni sinni. Við pabbi hennar erum ekki heppinn með okkar samvinnu og samstöðu í dag. Við höfum þurft að vinna fyrir henni, lesa okkur til, læra og ræða mikið saman til þess að skapa okkur öllum þetta umhverfi. Það má vera að við höfum ágæta tilfinningagreind enn samskipti og samvinna skipta bara öllu máli, barnsins vegna. Við erum einungis sammála um eitt og það er koma barninu okkar til manns og veita henni áhyggjulausa tilveru í þessu öllu saman. Ég myndi í grunninn halda að það væri markmið allra foreldra. Jólin eru hátíð barnanna, þau eru vansvefta af spenning yfir öllu þessu ævintýri. Leyfum þeim að eiga þessa gleði óspillta. Án samviskubits eða áhyggjum foreldra sinna, hvort þau verði ein og án þeirra. Þau eiga ekki að hafa neitt slíkt á samviskunni. Hugsum um þau og vöndum okkur, í einu og öllu. Stöndum saman þó við séum í sundur. Gleðileg jól! Höfundur er móðir.
Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson Skoðun
Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar
Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir skrifar
Skoðun Vandfýsin og útilokandi samstaða: Ólýðræðislegir tilburðir íslensku elítunnar gegn réttindabaráttu verkaðlýðsins Armando Garcia skrifar
Skoðun Gerum betur í borgarstjórn. Endurheimtum traust og bætum þjónustu við borgarbúa á öllum aldri Magnea Marinósdóttir skrifar
Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson Skoðun