Upprunaábyrgðir lækka raforkuverð Tinna Traustadóttir og Valur Ægisson skrifa 19. desember 2022 08:01 Kostnaður við nýjar virkjanir hefur hækkað. Þá hækkun má rekja til ýmissa þátta, t.d. hefur orðið töluverð hækkun á aðföngum sem rekja má m.a. til covid-faraldursins og stríðsins í Úkraínu. Önnur ástæða er að hagkvæmustu virkjanakostir hafa þegar verið nýttir. Þá geta atriði eins og miklar tafir á leyfisveitingum aukið kostnað við virkjun, eins og nýlegt dæmi af Hvammsvirkjun sannar. Á móti þessum aukna kostnaði vega hins vegar síaukin verðmæti græna þáttar raforkunnar í gegnum upprunaábyrgðir. Sala á upprunaábyrgðum skilar Landsvirkjun 2 milljörðum króna á þessu ári og miðað við núverandi markaðsverð er verðmæti upprunaábyrgða vegna allrar orkuvinnslu Landsvirkjunar um 15 milljarðar árlega. Hið evrópska kerfi upprunaábyrgða er því loks að skila því sem til var ætlast, að tryggja þeim sem vinna endurnýjanlega orku hærra verð en ella og hvetja þannig til orkuskipta. Góð staða orkufyrirtækis þjóðarinnar Hvammsvirkjun verður 8. virkjun Landsvirkjunar á Þjórsársvæði og nú þegar virkjunarleyfi er í höfn bendir allt til að framkvæmdir geti hafist á næsta ári. Orkufyrirtæki þjóðarinnar stendur vissulega vel að vígi um þessar mundir, skuldir íþyngja fyrirtækinu ekki og tekjur þess og hagnaður aldrei verið meiri. Okkur ber að fara vel með auðlindir þjóðarinnar og eign hennar í Landsvirkjun og því munum við ávallt meta hagkvæmustu leiðina til að afla frekari endurnýjanlegrar orku, sem er nauðsynleg til orkuskipta. IRENA, alþjóðleg samtök 165 ríkja og Evrópusambandsins um endurnýjanlega orkuvinnslu, gáfu út meðalframleiðslukostnað nýrra virkjana árið 2021. Meðaltalið fyrir vatnsafl er 48 USD/MWst og vindorku á landi, án jöfnunar, 33 USD/MWst. Miðað við núverandi verð á upprunaábyrgðum (meðalverð nóv. 2022) standa þær undir um 10-20% af þeim kostnaði. Því er ljóst að vægi upprunaábyrgða er að aukast og munu þær hafa áhrif á ákvörðun um nýtt framboð endurnýjanlegra orkugjafa á Íslandi og annars staðar. Vissulega er mikil einföldun að líta á heildarsölu Landsvirkjunar á upprunaábyrgðum og vega á móti einum virkjunarkosti, eins og t.d. Hvammsvirkjun, enda byggir sú sala á allri orkuvinnslu Landsvirkjunar. Hún á t.d. að hluta rætur sínar að rekja til Búðarhálsvirkjunar (2014), Þeistareykja (2017) og Búrfellsvirkjunar II (2018) og vinnur á móti kostnaði við gerð þeirra nýlegu virkjana. En þessi einföldun skýrir stöðuna hins vegar ágætlega: Ef verðmæti allra upprunaábyrgða vegna orkuvinnslu Landsvirkjunar á núverandi markaðsverði vægi á móti kostnaði við Hvammsvirkjun eina myndi gerð þess mannvirkis borga sig á nokkrum árum. Upprunaábyrgðirnar eru í raun og sann að standa undir uppbyggingu endurnýjanlegrar orkuvinnslu. Heldur orkuverði í skefjum Aukið verðmæti upprunaábyrgðanna, sérstaklega á allra síðustu misserum, hefur leitt til þess að Landsvirkjun lítur sérstaklega til þess verðmætis við fjárhagslega greiningu virkjanakosta. Kostnaðarverð raforku frá nýjum virkjunum setur í raun það lámarksverð sem orkufyrirtækin þurfa að fá í nýjum raforkusamningum eða við endurnýjun eldri raforkusamninga. Sérstakar tekjur af upprunaábyrgðum vegna nýrra virkjana draga því beint úr þeim hækkunum á raforkuverði sem annars hefðu óhjákvæmilega orðið. Tinna er framkvæmdastjóri Sölu og þjónustu hjá Landsvirkjun og Valur er forstöðumaður á sama sviði. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Landsvirkjun Orkumál Vatnsaflsvirkjanir Mest lesið Mikilvæg gagnrýni eða tilraun til valdayfirtöku í Sósíalistaflokknum? Ása Lind Finnbogadóttir Skoðun Daði Már týnir sjálfum sér Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Matvælaverð hefur nær þrefaldast frá stofnun Viðskiptaráðs! Sigríður Ingibjörg Ingadóttir Skoðun „Litla stúlkan og ruddarnir“ - Hugleiðing um stöðu Íslands á alþj.vettv. Flosi Þorgeirsson Skoðun Við skuldum þeim að hlusta Ólafur Adolfsson Skoðun Stöðvum Hamas. Einungis þannig getum við stöðvað hryllinginn á Gaza BIrgir Finnsson Skoðun Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun Dagur líffræðilegrar fjölbreytni 2025 Rannveig Magnúsdóttir,Ole Sandberg,Ragnhildur Guðmundsdóttir,Rebecca Thompson,Skúli Skúlason,Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir Skoðun Verðmætasköpun án virðingar Berglind Harpa Svavarsdóttir Skoðun Traust í húfi Eyjólfur Ármannsson Skoðun Skoðun Skoðun Við skuldum þeim að hlusta Ólafur Adolfsson skrifar Skoðun „Litla stúlkan og ruddarnir“ - Hugleiðing um stöðu Íslands á alþj.vettv. Flosi Þorgeirsson skrifar Skoðun Mikilvæg gagnrýni eða tilraun til valdayfirtöku í Sósíalistaflokknum? Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Matvælaverð hefur nær þrefaldast frá stofnun Viðskiptaráðs! Sigríður Ingibjörg Ingadóttir skrifar Skoðun Alvarleg staða í umhverfi fréttamiðla Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Stéttarkerfi Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Stöðvum Hamas. Einungis þannig getum við stöðvað hryllinginn á Gaza BIrgir Finnsson skrifar Skoðun Dagur líffræðilegrar fjölbreytni 2025 Rannveig Magnúsdóttir,Ole Sandberg,Ragnhildur Guðmundsdóttir,Rebecca Thompson,Skúli Skúlason,Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Æfingin skapar meistarann! Sigurjón Már Fox Gunnarsson skrifar Skoðun 140 sinnum líklegra að verða fyrir eldingu Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Konum í afplánun fjölgar: Með flókin áföll á bakinu Tinna Eyberg Örlygsdóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir skrifar Skoðun Traust í húfi Eyjólfur Ármannsson skrifar Skoðun Verðmætasköpun án virðingar Berglind Harpa Svavarsdóttir skrifar Skoðun Daði Már týnir sjálfum sér Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Samhljómur við náttúruna og sjálfbæra þróun Anna María Ágústsdóttir skrifar Skoðun Aðgerðir gegn mansali í forgangi Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Enginn á verðinum – um ábyrgð, framtíðarsýn og mikilvægi forvirkrar stjórnsýslu Guðjón Heiðar Pálsson skrifar Skoðun Framtíðin fær húsnæði Ingunn Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Börnin sem deyja á Gaza Elín Pjetursdóttir skrifar Skoðun Brýr, sýkingar og börn Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Konum í afplánun fjölgar: Með flókin áföll á bakinu Tinna Eyberg Örlygsdóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir skrifar Skoðun Hvað er lýðskóli eiginlega? Margrét Gauja Magnúsdóttir skrifar Skoðun Búum til pláss fyrir framtíðina Birna Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Hættuleg ofnotkun svefnlyfja á Íslandi Drífa Sigfúsdóttir skrifar Skoðun Kveikjum neistann um allt land Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Ætlar Ísland að fara sömu leið og Evrópa í útlendingamálum? Kári Allansson skrifar Skoðun Samtökin 78 verðlauna sögufölsun Böðvar Björnsson skrifar Skoðun Afstaða – á vaktinni í 20 ár Arndís Vilhjálmsdóttir,Guðbjörg Sveinsdóttir skrifar Skoðun Menntun sem mannréttindi – ekki forréttindi París Anna Bergmann,Sigurður Kári Harðarson skrifar Skoðun Varað við embætti sérstaks saksóknara Gestur Jónsson skrifar Sjá meira
Kostnaður við nýjar virkjanir hefur hækkað. Þá hækkun má rekja til ýmissa þátta, t.d. hefur orðið töluverð hækkun á aðföngum sem rekja má m.a. til covid-faraldursins og stríðsins í Úkraínu. Önnur ástæða er að hagkvæmustu virkjanakostir hafa þegar verið nýttir. Þá geta atriði eins og miklar tafir á leyfisveitingum aukið kostnað við virkjun, eins og nýlegt dæmi af Hvammsvirkjun sannar. Á móti þessum aukna kostnaði vega hins vegar síaukin verðmæti græna þáttar raforkunnar í gegnum upprunaábyrgðir. Sala á upprunaábyrgðum skilar Landsvirkjun 2 milljörðum króna á þessu ári og miðað við núverandi markaðsverð er verðmæti upprunaábyrgða vegna allrar orkuvinnslu Landsvirkjunar um 15 milljarðar árlega. Hið evrópska kerfi upprunaábyrgða er því loks að skila því sem til var ætlast, að tryggja þeim sem vinna endurnýjanlega orku hærra verð en ella og hvetja þannig til orkuskipta. Góð staða orkufyrirtækis þjóðarinnar Hvammsvirkjun verður 8. virkjun Landsvirkjunar á Þjórsársvæði og nú þegar virkjunarleyfi er í höfn bendir allt til að framkvæmdir geti hafist á næsta ári. Orkufyrirtæki þjóðarinnar stendur vissulega vel að vígi um þessar mundir, skuldir íþyngja fyrirtækinu ekki og tekjur þess og hagnaður aldrei verið meiri. Okkur ber að fara vel með auðlindir þjóðarinnar og eign hennar í Landsvirkjun og því munum við ávallt meta hagkvæmustu leiðina til að afla frekari endurnýjanlegrar orku, sem er nauðsynleg til orkuskipta. IRENA, alþjóðleg samtök 165 ríkja og Evrópusambandsins um endurnýjanlega orkuvinnslu, gáfu út meðalframleiðslukostnað nýrra virkjana árið 2021. Meðaltalið fyrir vatnsafl er 48 USD/MWst og vindorku á landi, án jöfnunar, 33 USD/MWst. Miðað við núverandi verð á upprunaábyrgðum (meðalverð nóv. 2022) standa þær undir um 10-20% af þeim kostnaði. Því er ljóst að vægi upprunaábyrgða er að aukast og munu þær hafa áhrif á ákvörðun um nýtt framboð endurnýjanlegra orkugjafa á Íslandi og annars staðar. Vissulega er mikil einföldun að líta á heildarsölu Landsvirkjunar á upprunaábyrgðum og vega á móti einum virkjunarkosti, eins og t.d. Hvammsvirkjun, enda byggir sú sala á allri orkuvinnslu Landsvirkjunar. Hún á t.d. að hluta rætur sínar að rekja til Búðarhálsvirkjunar (2014), Þeistareykja (2017) og Búrfellsvirkjunar II (2018) og vinnur á móti kostnaði við gerð þeirra nýlegu virkjana. En þessi einföldun skýrir stöðuna hins vegar ágætlega: Ef verðmæti allra upprunaábyrgða vegna orkuvinnslu Landsvirkjunar á núverandi markaðsverði vægi á móti kostnaði við Hvammsvirkjun eina myndi gerð þess mannvirkis borga sig á nokkrum árum. Upprunaábyrgðirnar eru í raun og sann að standa undir uppbyggingu endurnýjanlegrar orkuvinnslu. Heldur orkuverði í skefjum Aukið verðmæti upprunaábyrgðanna, sérstaklega á allra síðustu misserum, hefur leitt til þess að Landsvirkjun lítur sérstaklega til þess verðmætis við fjárhagslega greiningu virkjanakosta. Kostnaðarverð raforku frá nýjum virkjunum setur í raun það lámarksverð sem orkufyrirtækin þurfa að fá í nýjum raforkusamningum eða við endurnýjun eldri raforkusamninga. Sérstakar tekjur af upprunaábyrgðum vegna nýrra virkjana draga því beint úr þeim hækkunum á raforkuverði sem annars hefðu óhjákvæmilega orðið. Tinna er framkvæmdastjóri Sölu og þjónustu hjá Landsvirkjun og Valur er forstöðumaður á sama sviði.
Mikilvæg gagnrýni eða tilraun til valdayfirtöku í Sósíalistaflokknum? Ása Lind Finnbogadóttir Skoðun
Matvælaverð hefur nær þrefaldast frá stofnun Viðskiptaráðs! Sigríður Ingibjörg Ingadóttir Skoðun
Dagur líffræðilegrar fjölbreytni 2025 Rannveig Magnúsdóttir,Ole Sandberg,Ragnhildur Guðmundsdóttir,Rebecca Thompson,Skúli Skúlason,Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir Skoðun
Skoðun „Litla stúlkan og ruddarnir“ - Hugleiðing um stöðu Íslands á alþj.vettv. Flosi Þorgeirsson skrifar
Skoðun Mikilvæg gagnrýni eða tilraun til valdayfirtöku í Sósíalistaflokknum? Ása Lind Finnbogadóttir skrifar
Skoðun Matvælaverð hefur nær þrefaldast frá stofnun Viðskiptaráðs! Sigríður Ingibjörg Ingadóttir skrifar
Skoðun Dagur líffræðilegrar fjölbreytni 2025 Rannveig Magnúsdóttir,Ole Sandberg,Ragnhildur Guðmundsdóttir,Rebecca Thompson,Skúli Skúlason,Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir skrifar
Skoðun Konum í afplánun fjölgar: Með flókin áföll á bakinu Tinna Eyberg Örlygsdóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir skrifar
Skoðun Enginn á verðinum – um ábyrgð, framtíðarsýn og mikilvægi forvirkrar stjórnsýslu Guðjón Heiðar Pálsson skrifar
Skoðun Konum í afplánun fjölgar: Með flókin áföll á bakinu Tinna Eyberg Örlygsdóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir skrifar
Skoðun Menntun sem mannréttindi – ekki forréttindi París Anna Bergmann,Sigurður Kári Harðarson skrifar
Mikilvæg gagnrýni eða tilraun til valdayfirtöku í Sósíalistaflokknum? Ása Lind Finnbogadóttir Skoðun
Matvælaverð hefur nær þrefaldast frá stofnun Viðskiptaráðs! Sigríður Ingibjörg Ingadóttir Skoðun
Dagur líffræðilegrar fjölbreytni 2025 Rannveig Magnúsdóttir,Ole Sandberg,Ragnhildur Guðmundsdóttir,Rebecca Thompson,Skúli Skúlason,Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir Skoðun