Magnað upptak rafbíla er að venjast okkur sem horfum á svona myndbönd til skemmtunar. En þetta er eins og unglingarnir segja „eitthvað annað hratt.“
Myndbandið er af YouTube-rásinni Hagerty.
Lucid Air Sapphire bifreiðin sem notuð er í spyrnunni er frumgerð sem verður eins og bíllinn sem mun fara í framleiðslu. Bíllinn er rúm 1200 hestöfl og er búinn fáguðum búnaði og hugbúnaði sem er ætlað að stilla aflið af til að hámarka afköst af línunni án þess að spóla of mikið. Þegar framleiðsla bílsins hefst er líklegt að hann setji heimsmet fyrir fjöldaframleidda bíla í kvart-mílu langri spyrnu.