Stjórnmál og fagmennska - stjórnsýslulegar hugleiðingar um N4 málið Haukur Arnþórsson skrifar 16. desember 2022 13:02 Sú uppákoma að fjárlaganefnd ákvað að styrkja N4 með beinu fjárframlagi, en féll svo frá því, kallar á stjórnsýslulegar vangaveltur. Ég ætla samt ekki að fjalla um að þingmaður er sagður hafa kallað eftir erindi um styrkinn frá N4, að styrkveitingunni var nánast smyglað í gegnum aðra umræðu í þinginu með ógagnsæjum texta eða að sjálft erindið frá N4 birtist ekki á vef Alþingis, eins og öll erindi til nefnda gera; Alþingi starfar nú einu sinni fyrir opnum tjöldum – þessi þrjú atriði eru svo niðurlægjandi fyrir íslensk stjórnmál að ekki verður rætt um þau málefnalega. Styrkveitingar til aðila (félaga, stofnana og einstaklinga) eru í aðalatriðum gerðar af framkvæmdarvaldinu. Það er í takt við góða stjórnsýsluhætti og nýleg lög um opinber fjármál og er þá gert ráð fyrir því að framkvæmdarvaldið láti alla í þjóðfélaginu – að settum málefnalegum skilyrðum sem mæta tilgangi fjárveitingarinnar – sitja við sama borð (jafnræðisregla) og að allar aðrar stjórnsýslureglur séu virtar (meðalhóf, réttmæti, lögmæti osfrv.). Lögin um opinber fjármál þykja fagleg og góð og voru unnin í takt við bestu reglur alþjóðastofnana, svo sem OECD og Alþjóðabankans. Með þeim lauk áratugalöngum fjárveitingum Alþingis, sem í gamni er talað um að hafi verið til vina og vandamanna, sem voru algerlega komnar úr böndunum. Það var andstaða gegn þessu á þinginu og sumir telja að þingið (fjárlaganefnd) hafi misst völd með lögunum; sumir vildu einfaldlega handstýra opinberu fé áfram. Lögin um opinber fjármál eru flókin og löng og ég hef bara stúderað þau einu sinni, fjármál eru ekki mitt fag. Þau gefa fjármálaráðuneytinu aukin völd frá því sem var og styrkja jafnframt alla fjármálastarfsemi ríkisins. Með mikilli einföldun má segja að Alþingi eigi að starfa eins og stjórn í fyrirtæki: leggja meginlínur til framtíðar með fjármálaáætlunum og setja með fjárlögum megin reglur um deilingu opinbers fjár milli málaflokka og einstakra málefnalegra málsliða – meðan framkvæmdarvaldinu er ætlað að starfa eins og framkvæmdarstjórn sem hefur ákveðnar reglur til að styðjast við í störfum sínum að undirbúningi og framkvæmd. Við getum sagt að gerningur fjárlaganefndar vegna N4 við aðra umræðu brjóti í bága við lögin um opinber fjármál. En fara má í kringum það með eftiráskýringu og segja að fjárveitingin hafi „bara alls ekki“ verið ætluð til eins aðila, heldur renni hún í styrkjapott sem framkvæmdarvaldið hefur fyrir frjálsa fjölmiðla og Lilja Alfreðsdóttir var í mörg ár að koma á koppinn og hefur einu sinni úthlutað úr, á síðast liðnu sumri. Þá lítur þetta faglega út. Nema hvað: Þessi sjóður á með fjárveitingunni að taka aukið tillit til staðsetningar hinna frjálsu fjölmiðla – sem ég tel að standist ekki jafnræðisreglu þar sem allir fjölmiðlar þjóna landsbyggðinni (bæði innlendir og erlendir ef út í það er farið), taka má gott dæmi um ferðamálavef sem rekinn er í Svíþjóð og hefur sýnt uppbyggingu á landsbyggðinni mikinn áhuga. Staðsetning kemur málinu raunar ekki við á tímum netsins og ef taka á tillit til þess hvort efni fjölmiðilsins er „um málefni ákveðinna svæða“ eða ekki er það óréttmætt skilyrði því þá er verið að blanda sér inn í ritstjórnarstefnu fjölmiðlanna. Hvar blaðamennirnir búa eða staðsetning höfuðstöðva miðlanna geta ekki heldur verið málefnaleg sjónarmið á dögum netsins. Það myndi þýða að blaðamenn myndu lækka styrki til fjölmiðla sinna með því að búa erlendis, raunar alls staðar annars staðar en úti á landi og segir sig sjálft hvers laga endileysa það er. Þá er staðsetning höfuðstöðva ekki heldur sjónarmið sem framkvæmdarvaldið getur notað til að mismuna fjölmiðlun; það myndi kalla á flutning á heimilisfesti fjölmiðla svipað og lögheimilaflutningur þingmanna hefur verið þeim freisting til að auka tekjur sínar. Fleira kom í ljós í þessu máli svo sem að Alþingi starfar við nánast engar hæfiseglur. Sú eina regla gildir (er í þingsköpum) að þingmenn mega ekki taka þátt í atkvæðagreiðslu um fjárveitingu til sjálfs sín. Þörfin á nútímalegum hæfisreglum fyrir löggjafarvaldið er brýn, hætt er við að þetta regluleysi brjóti í bága við siðferðisvitund kjósenda. Þegar talað er um almennar hæfisreglur er yfirleitt átt við hæfisreglur stjórnsýslulaga, sem gilda fyrir framkvæmdarvaldið – og aðrar og enn strangari reglur gilda fyrir dómsvaldið. Löggjafarvaldið hefur hins vegar gleymt sér. Meirihlutinn á þingi lætur nú sem „opinber umræða“ hafi valdið því að sveigt var frá upphaflegum sjónarmiðum með fjárveitingunni, en hitt tel ég líklegra að starfsmenn framkvæmdarvaldsins, einkum starfsmenn fjármálaráðuneytisins, hafi stöðvað málið með þeim rökum að það bryti í bága við lögin um opinber fjármál. Ekki eru aðrir aðilar líklegri til að verja það sjónarmið – og ábending um lagabrot er ástæða sem beygir pólitískan vilja oftast. Höfundur er stjórnsýslufræðingur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Stjórnsýsla Fjölmiðlar Styrkbeiðni N4 Mest lesið Halldór 23.8.2025 Halldór „I believe the children are our future…“ Karen Rúnarsdóttir Skoðun Vanþekking eða vísvitandi blekkingar? Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Skólaskætingur Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir Skoðun Eldri borgarar – áhrif aðildar að Evrópusambandinu (ESB) Þorvaldur Ingi Jónsson Skoðun Andaðu rólega elskan... Ester Hilmarsdóttir Skoðun Mikilvægi félagasamtaka og magnað maraþon Þuríður Harpa Sigurðardóttir Skoðun Ný sókn í menntamálum Guðmundur Ari Sigurjónsson Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson Skoðun Er Akureyri að missa háskólann sinn? Aðalbjörn Jóhannsson Skoðun Skoðun Skoðun Vanþekking eða vísvitandi blekkingar? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun „I believe the children are our future…“ Karen Rúnarsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi félagasamtaka og magnað maraþon Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Allt sem ég þarf að gera Dagbjartur Kristjánsson skrifar Skoðun Eldri borgarar – áhrif aðildar að Evrópusambandinu (ESB) Þorvaldur Ingi Jónsson skrifar Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Notkun ökklabanda Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Skólaskætingur Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir skrifar Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar Skoðun Ný sókn í menntamálum Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Þjóðarmorð, fálmandi mjálm eða aðgerðir? Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Vin í eyðimörkinni – almenningsbókasöfn borgarinnar Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Er Akureyri að missa háskólann sinn? Aðalbjörn Jóhannsson skrifar Skoðun Tíu staðreyndir um alvarlegustu kvenréttindakrísu heims Stella Samúelsdóttir skrifar Skoðun Ég vildi óska þess að ég hefði hreinlega fengið krabbamein Íris Elfa Þorkelsdóttir skrifar Skoðun Mestu aularnir í Vetrarbrautinni Kári Helgason skrifar Skoðun Fjárfestum í fyrsta bekk, frekar en fangelsum Hjördís Eva Þórðardóttir skrifar Skoðun Eftirlíking vitundar og hætturnar sem henni fylgja Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun Andaðu rólega elskan... Ester Hilmarsdóttir skrifar Skoðun Gagnvirkni líkama og vitundar til heilbrigðis Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Nýjar lausnir í kennslu – gamlar hindranir Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Kópavogsleiðinn Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Samstarf sem skilar raunverulegum loftslagsaðgerðum Nótt Thorberg skrifar Skoðun Lærum að lesa og reikna Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Loforðið sem borgarstjóri gleymdi Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Kristrún, það er bannað að plata Snorri Másson skrifar Skoðun Öndunaræfingar í boði SFS Vala Árnadóttir skrifar Skoðun Öndum rólega – á meðan húsið brennur Magnús Magnússon skrifar Sjá meira
Sú uppákoma að fjárlaganefnd ákvað að styrkja N4 með beinu fjárframlagi, en féll svo frá því, kallar á stjórnsýslulegar vangaveltur. Ég ætla samt ekki að fjalla um að þingmaður er sagður hafa kallað eftir erindi um styrkinn frá N4, að styrkveitingunni var nánast smyglað í gegnum aðra umræðu í þinginu með ógagnsæjum texta eða að sjálft erindið frá N4 birtist ekki á vef Alþingis, eins og öll erindi til nefnda gera; Alþingi starfar nú einu sinni fyrir opnum tjöldum – þessi þrjú atriði eru svo niðurlægjandi fyrir íslensk stjórnmál að ekki verður rætt um þau málefnalega. Styrkveitingar til aðila (félaga, stofnana og einstaklinga) eru í aðalatriðum gerðar af framkvæmdarvaldinu. Það er í takt við góða stjórnsýsluhætti og nýleg lög um opinber fjármál og er þá gert ráð fyrir því að framkvæmdarvaldið láti alla í þjóðfélaginu – að settum málefnalegum skilyrðum sem mæta tilgangi fjárveitingarinnar – sitja við sama borð (jafnræðisregla) og að allar aðrar stjórnsýslureglur séu virtar (meðalhóf, réttmæti, lögmæti osfrv.). Lögin um opinber fjármál þykja fagleg og góð og voru unnin í takt við bestu reglur alþjóðastofnana, svo sem OECD og Alþjóðabankans. Með þeim lauk áratugalöngum fjárveitingum Alþingis, sem í gamni er talað um að hafi verið til vina og vandamanna, sem voru algerlega komnar úr böndunum. Það var andstaða gegn þessu á þinginu og sumir telja að þingið (fjárlaganefnd) hafi misst völd með lögunum; sumir vildu einfaldlega handstýra opinberu fé áfram. Lögin um opinber fjármál eru flókin og löng og ég hef bara stúderað þau einu sinni, fjármál eru ekki mitt fag. Þau gefa fjármálaráðuneytinu aukin völd frá því sem var og styrkja jafnframt alla fjármálastarfsemi ríkisins. Með mikilli einföldun má segja að Alþingi eigi að starfa eins og stjórn í fyrirtæki: leggja meginlínur til framtíðar með fjármálaáætlunum og setja með fjárlögum megin reglur um deilingu opinbers fjár milli málaflokka og einstakra málefnalegra málsliða – meðan framkvæmdarvaldinu er ætlað að starfa eins og framkvæmdarstjórn sem hefur ákveðnar reglur til að styðjast við í störfum sínum að undirbúningi og framkvæmd. Við getum sagt að gerningur fjárlaganefndar vegna N4 við aðra umræðu brjóti í bága við lögin um opinber fjármál. En fara má í kringum það með eftiráskýringu og segja að fjárveitingin hafi „bara alls ekki“ verið ætluð til eins aðila, heldur renni hún í styrkjapott sem framkvæmdarvaldið hefur fyrir frjálsa fjölmiðla og Lilja Alfreðsdóttir var í mörg ár að koma á koppinn og hefur einu sinni úthlutað úr, á síðast liðnu sumri. Þá lítur þetta faglega út. Nema hvað: Þessi sjóður á með fjárveitingunni að taka aukið tillit til staðsetningar hinna frjálsu fjölmiðla – sem ég tel að standist ekki jafnræðisreglu þar sem allir fjölmiðlar þjóna landsbyggðinni (bæði innlendir og erlendir ef út í það er farið), taka má gott dæmi um ferðamálavef sem rekinn er í Svíþjóð og hefur sýnt uppbyggingu á landsbyggðinni mikinn áhuga. Staðsetning kemur málinu raunar ekki við á tímum netsins og ef taka á tillit til þess hvort efni fjölmiðilsins er „um málefni ákveðinna svæða“ eða ekki er það óréttmætt skilyrði því þá er verið að blanda sér inn í ritstjórnarstefnu fjölmiðlanna. Hvar blaðamennirnir búa eða staðsetning höfuðstöðva miðlanna geta ekki heldur verið málefnaleg sjónarmið á dögum netsins. Það myndi þýða að blaðamenn myndu lækka styrki til fjölmiðla sinna með því að búa erlendis, raunar alls staðar annars staðar en úti á landi og segir sig sjálft hvers laga endileysa það er. Þá er staðsetning höfuðstöðva ekki heldur sjónarmið sem framkvæmdarvaldið getur notað til að mismuna fjölmiðlun; það myndi kalla á flutning á heimilisfesti fjölmiðla svipað og lögheimilaflutningur þingmanna hefur verið þeim freisting til að auka tekjur sínar. Fleira kom í ljós í þessu máli svo sem að Alþingi starfar við nánast engar hæfiseglur. Sú eina regla gildir (er í þingsköpum) að þingmenn mega ekki taka þátt í atkvæðagreiðslu um fjárveitingu til sjálfs sín. Þörfin á nútímalegum hæfisreglum fyrir löggjafarvaldið er brýn, hætt er við að þetta regluleysi brjóti í bága við siðferðisvitund kjósenda. Þegar talað er um almennar hæfisreglur er yfirleitt átt við hæfisreglur stjórnsýslulaga, sem gilda fyrir framkvæmdarvaldið – og aðrar og enn strangari reglur gilda fyrir dómsvaldið. Löggjafarvaldið hefur hins vegar gleymt sér. Meirihlutinn á þingi lætur nú sem „opinber umræða“ hafi valdið því að sveigt var frá upphaflegum sjónarmiðum með fjárveitingunni, en hitt tel ég líklegra að starfsmenn framkvæmdarvaldsins, einkum starfsmenn fjármálaráðuneytisins, hafi stöðvað málið með þeim rökum að það bryti í bága við lögin um opinber fjármál. Ekki eru aðrir aðilar líklegri til að verja það sjónarmið – og ábending um lagabrot er ástæða sem beygir pólitískan vilja oftast. Höfundur er stjórnsýslufræðingur.
Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar
Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar