Verðbólgin heimili Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar 15. desember 2022 08:02 Hversu mörg heimili standa óvarin þegar stýrivextir eru hækkaðir? Ég leitaðist við að fá þessu svarað í haust þegar Seðlabanki kom á fund fjárlaganefndar með fyrirspurn um hversu stórt hlutfall heimila er með óverðtryggð lán á breytilögum vöxtum. Það skiptir máli að þessar tölur liggi ljósar fyrir – að við vitum hvaða hópar þetta er og hversu viðkvæmur þau eru fyrir vaxtahækkunum. Er hér t.d. um að ræða ungt barnafólk sem keypti á þeim tíma þegar talað var um að íslenskt lágvaxtaskeið væri hafið? Er hér um að ræða fólk sem er orðið mjög skuldsett, með lítið eigið fé og gæti átt í verulegum vandræðum ef stýrivextir haldast háir um árabil? Gögnin bárust loks í nóvembermánuði en þó ekki með svörum við þeim spurningum sem ég lagði fram. Ég ítrekaði þess vegna spurningar mínar um hver samsetning fasteignalána heimila er hvað varðar fjölda og hlutfall verðtryggðra fasteignalána og óverðtryggðra fasteignalána. Hver er fjöldi óverðtryggðra lána sem eru sem stendur með fasta vexti en binditíma þeirra lýkur á næsta ári? Nýja snjóhengjan brestur Af svörum Seðlabankans má sjá að rúmur fjórðungur lántakenda (26,9%) er með óverðtryggð lán með breytilega vexti. Þessi heimili hafa tekið vaxtahækkanir á sig af fullum þunga við ítrekaðar ákvarðanir Seðlabankans um vaxtahækkanir. Við þennan hóp bætast svo 4.451 heimili sem eru með óverðtryggð lán með fasta vexti sem munu koma til endurskoðunar á næsta ári. Það eru þá heimili sem munu á næsta ári taka á sig vaxtahækkanir. Eftir er síðan að sjá hver heildarfjöldi lántakenda er, sem hefur fest vexti en losnar eftir 12-24 mánuði. Það er spurning hvort sá hópur standi viðkvæmari gagnvart vaxtahækkunum en sá hópur sem ekki festi vexti. Þess vegna skiptir máli að fá fram gögn um hversu stór hópur þarna er, hver aldursskiptingin er sem og um greiðslubyrði miðað við laun. Í svörum Seðlabankans frá því í nóvember kom fram að greiðslubyrði 20-25% heimila hefði lækkað frá ársbyrjun 2020. Jafnar afborganir á lánum voru sagðar helsta ástæða þess. Þessi skýring vakti athygli mína. En í minnisblaði bankans sem barst á dögunum kemur hins vegar fram að láðst hafi að geta þess að séreignarsparnaður hafi átt þátt þar um. Lántakendur sem nýta séreignarsparnað sinn til að greiða inn á höfuðstól lána lækka greiðslubyrði sína með því. Það er þá afleiðing þess að fólk er að nýta sparnað sinn í þessum tilgangi. Seðlabankinn segist hins vegar ekki geta sagt til hversu mikil áhrif ráðstöfun séreignarsparnaðar hefur á greiðslubyrði einstakra lántaka. Feimin ríkisstjórnin kastar olíu á verðbólgubálið Við í Viðreisn höfum bent á stórt hlutverk ríkisstjórnarinnar í baráttunni við verðbólgu. Þegar ríkisstjórnin stendur hins vegar feimin bakvið sviðstjöldin í stað þess að standa í fararbroddi þá hefur það einfaldlega þau áhrif að hlutverk að Seðlabankans stækkar. Seðlabankinn þarf þá að gefa í með vaxtahækkanir sínar. Vaxtahækkanir verða tíðari. Ríkisfjármálin eiga að styðja við Seðlabankann í baráttunni við verðbólguna, en þau gera það einfaldlega ekki. Þvert á móti, ríkisstjórnin ýtir frekar undir þenslu með útgjöldum sinum. Á þetta hefur Seðlabankastjóri sjálfur bent. Sú gagnrýni beinist auðvitað fyrst og fremst að fjármálaráðherra. Er rétti tíminn núna? En það er líka staðreynd að íslenska krónan vinnur gegn íslenskum heimilum í þessu ástandi. Það er af þeirri ástæðu að vextir hér hafa hækkað margfalt á við önnur ríki Evrópu. Ástæðan er ekki sú að verðbólgan hér sé meiri en annars staðar, heldur gjaldmiðillinn. Síðan fer það að vera rannsóknarefni hversu meðvirk við ætlum að vera með krónunni eða hvort við séum sem samfélag að nálgast þann stað að geta tekið erfitt samtal um krónuna. Er rétti tíminn kannski núna? Höfundur er þingmaður Viðreisnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir Efnahagsmál Húsnæðismál Viðreisn Alþingi Mest lesið Halldór 27.12.2025 Halldór Þegar þeir sem segjast þjóna þjóðinni ráðast á hana Ágústa Árnadóttir Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Fleiri ásælast Grænland en Trump Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Vonin sem sneri ekki aftur Sigurður Árni Reynisson Skoðun RÚV: Þú skalt ekki önnur útvörp hafa! Gunnar Salvarsson Skoðun Verður Hvalfjörður gerður að einni stærstu rotþró landsins? Haraldur Eiríksson Skoðun Áramótaannáll 2025 Þórir Garðarsson Skoðun Þegar reglugerðir og raunveruleiki rekast á Erna Bjarnadóttir Skoðun Hugmyndafræðilegur hornsteinn ESB Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Vínsalarnir og vitorðsmenn þeirra Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Viðskilnaður Breta við ESB: Sársauki, frelsi og veðmálið um framtíðina Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun RÚV: Þú skalt ekki önnur útvörp hafa! Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Áramótaannáll 2025 Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Vonin sem sneri ekki aftur Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Ljósadýrð loftin gyllir Hrefna Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Þegar reglugerðir og raunveruleiki rekast á Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hugmyndafræðilegur hornsteinn ESB Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hinn falski raunveruleiki Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon skrifar Skoðun Alvarlegar rangfærslur í Hitamálum Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Verður Hvalfjörður gerður að einni stærstu rotþró landsins? Haraldur Eiríksson skrifar Skoðun Fleiri ásælast Grænland en Trump Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Mótmæli frá grasrótinni eru orðin saga í Evrópu Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Er tímabili friðar að ljúka árið 2026? Jun Þór Morikawa skrifar Skoðun Reykvískir lýðræðisjafnaðarmenn – kjósum oddvita Freyr Snorrason skrifar Skoðun Ástandið, jólavókaflóðið og druslur nútímans Sæunn I. Marinósdóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra – taka tvö Eyjólfur Pétur Hafstein skrifar Skoðun Mikilvægi björgunarsveitanna Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Andi hins ókomna á stjórnarheimilinu? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Var ég ekki nógu mikils virði? Kristján Friðbertsson skrifar Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Þegar jólasveinninn kemur ekki á hverri nóttu Guðlaugur Kristmundsson skrifar Skoðun 100 lítrar á mínútu Sigurður Friðleifsson skrifar Skoðun Stöðugleiki sem viðmið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar Skoðun Loftslagsmál: tölur segja sögur en hvaða sögu viljum við? Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hvaðan koma jólin okkar – og hvað kenna þau okkur um menningu? Margrét Reynisdóttir skrifar Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Hver borgar fyrir heimsendinguna? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir skrifar Sjá meira
Hversu mörg heimili standa óvarin þegar stýrivextir eru hækkaðir? Ég leitaðist við að fá þessu svarað í haust þegar Seðlabanki kom á fund fjárlaganefndar með fyrirspurn um hversu stórt hlutfall heimila er með óverðtryggð lán á breytilögum vöxtum. Það skiptir máli að þessar tölur liggi ljósar fyrir – að við vitum hvaða hópar þetta er og hversu viðkvæmur þau eru fyrir vaxtahækkunum. Er hér t.d. um að ræða ungt barnafólk sem keypti á þeim tíma þegar talað var um að íslenskt lágvaxtaskeið væri hafið? Er hér um að ræða fólk sem er orðið mjög skuldsett, með lítið eigið fé og gæti átt í verulegum vandræðum ef stýrivextir haldast háir um árabil? Gögnin bárust loks í nóvembermánuði en þó ekki með svörum við þeim spurningum sem ég lagði fram. Ég ítrekaði þess vegna spurningar mínar um hver samsetning fasteignalána heimila er hvað varðar fjölda og hlutfall verðtryggðra fasteignalána og óverðtryggðra fasteignalána. Hver er fjöldi óverðtryggðra lána sem eru sem stendur með fasta vexti en binditíma þeirra lýkur á næsta ári? Nýja snjóhengjan brestur Af svörum Seðlabankans má sjá að rúmur fjórðungur lántakenda (26,9%) er með óverðtryggð lán með breytilega vexti. Þessi heimili hafa tekið vaxtahækkanir á sig af fullum þunga við ítrekaðar ákvarðanir Seðlabankans um vaxtahækkanir. Við þennan hóp bætast svo 4.451 heimili sem eru með óverðtryggð lán með fasta vexti sem munu koma til endurskoðunar á næsta ári. Það eru þá heimili sem munu á næsta ári taka á sig vaxtahækkanir. Eftir er síðan að sjá hver heildarfjöldi lántakenda er, sem hefur fest vexti en losnar eftir 12-24 mánuði. Það er spurning hvort sá hópur standi viðkvæmari gagnvart vaxtahækkunum en sá hópur sem ekki festi vexti. Þess vegna skiptir máli að fá fram gögn um hversu stór hópur þarna er, hver aldursskiptingin er sem og um greiðslubyrði miðað við laun. Í svörum Seðlabankans frá því í nóvember kom fram að greiðslubyrði 20-25% heimila hefði lækkað frá ársbyrjun 2020. Jafnar afborganir á lánum voru sagðar helsta ástæða þess. Þessi skýring vakti athygli mína. En í minnisblaði bankans sem barst á dögunum kemur hins vegar fram að láðst hafi að geta þess að séreignarsparnaður hafi átt þátt þar um. Lántakendur sem nýta séreignarsparnað sinn til að greiða inn á höfuðstól lána lækka greiðslubyrði sína með því. Það er þá afleiðing þess að fólk er að nýta sparnað sinn í þessum tilgangi. Seðlabankinn segist hins vegar ekki geta sagt til hversu mikil áhrif ráðstöfun séreignarsparnaðar hefur á greiðslubyrði einstakra lántaka. Feimin ríkisstjórnin kastar olíu á verðbólgubálið Við í Viðreisn höfum bent á stórt hlutverk ríkisstjórnarinnar í baráttunni við verðbólgu. Þegar ríkisstjórnin stendur hins vegar feimin bakvið sviðstjöldin í stað þess að standa í fararbroddi þá hefur það einfaldlega þau áhrif að hlutverk að Seðlabankans stækkar. Seðlabankinn þarf þá að gefa í með vaxtahækkanir sínar. Vaxtahækkanir verða tíðari. Ríkisfjármálin eiga að styðja við Seðlabankann í baráttunni við verðbólguna, en þau gera það einfaldlega ekki. Þvert á móti, ríkisstjórnin ýtir frekar undir þenslu með útgjöldum sinum. Á þetta hefur Seðlabankastjóri sjálfur bent. Sú gagnrýni beinist auðvitað fyrst og fremst að fjármálaráðherra. Er rétti tíminn núna? En það er líka staðreynd að íslenska krónan vinnur gegn íslenskum heimilum í þessu ástandi. Það er af þeirri ástæðu að vextir hér hafa hækkað margfalt á við önnur ríki Evrópu. Ástæðan er ekki sú að verðbólgan hér sé meiri en annars staðar, heldur gjaldmiðillinn. Síðan fer það að vera rannsóknarefni hversu meðvirk við ætlum að vera með krónunni eða hvort við séum sem samfélag að nálgast þann stað að geta tekið erfitt samtal um krónuna. Er rétti tíminn kannski núna? Höfundur er þingmaður Viðreisnar.
Skoðun Viðskilnaður Breta við ESB: Sársauki, frelsi og veðmálið um framtíðina Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon skrifar
Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar