Okkur er ekki sama – saman gegn ofbeldi Halla Bergþóra Björnsdóttir skrifar 14. desember 2022 11:01 Undanfarið hefur mikið verið rætt um að ofbeldi sé að aukast í samfélaginu og það sé að verða alvarlegra. Vissulega höfum við hjá lögreglunni séð vísbendingar í þá átt en ofbeldi er ekki náttúrulögmál, við sem samfélag þurfum að snúa vörn í sókn. Áhrif ofbeldis á þann sem fyrir verður eru margvíslegar, afleiðingarnar geta verið bæði líkamlegar og sálrænar. Rannsóknir sýna að börn virðast vera sérlega næm fyrir neikvæðum áhrifum ofbeldis. Börn sem verða fyrir eða verða vitni að ofbeldi geta þróað með sér ýmis konar vandamál s.s. lágt sjálfsmat, kvíða og þunglyndi, auk þess sem þau eru líklegri til að taka þátt í ýmis konar áhættuhegðun, þ.m.t. að beita sjálf ofbeldi. Börn eru líklegri en þeir sem hafa meiri þroska til að herma eftir ofbeldisfullri hegðun, sérstaklega ef hún er sýnd af fullorðum sem þau treysta en ofbeldisfullt efni í fjölmiðlum, samfélagsmiðlum og tölvuleikjum geta einnig haft þarna áhrif. Miklu máli skiptir því að við leggjum öll okkar af mörkum til að reyna að draga úr líkum á að börn og ungmenni beiti og/eða verði fyrir ofbeldi. Rannsóknir hafa sýnt að besta leiðin til að draga úr líkum á ofbeldisbrotum barna er í gegnum þverfaglegt samstarf milli þeirra sem sinna börnum dagsdaglega og foreldra og forsjáraðila. Lögreglustjórinn á höfuðborgarsvæðinu hefur því ásamt Mosfellsbæ, sýslumanninum á höfuðborgarsvæðinu, heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins og Framhaldsskólanum í Mosfellsbæ ákveðið að vinna saman til að stuðla að farsæld fyrir börn sem eru í viðkvæmri stöðu í Mosfellsbæ og draga úr líkum á ítrekuðu ofbeldi. Á grundvelli ábendinga sem komu frá vinnustofu sem haldin var meðal fagfólks í Mosfellsbæ í mars sl. var mótað sameiginlegt verklag samstarfsaðilanna og unnið að innleiðingu þess. Jafnframt hefur lögreglan á höfuðborgarsvæðinu endurskoðað verklag sitt við rannsókn ofbeldisbrota barna og sýslumaður mótað reglur um vinnslu ágreiningsmála með áherslu á vernd barna í viðkvæmri stöðu. Verklagið í Mosfellsbæ mun í framhaldinu nýtast við mótun verklagsreglna fyrir lögregluna í heild vegna barna í viðkvæmri stöðu, þar með talið hlutverk lögreglu vegna laga um samþættingu þjónustu til farsældar barna, rannsókn ofbeldisbrota meðal barna og ungmenna og verklag um tilkynningar á milli lögreglu, barnaverndar og skóla þegar kemur að ofbeldi gegn börnum. Hvert barn skiptir máli. Ef allir leggjast á eitt aukast líkurnar margfalt á að við náum árangri, við náum að grípa utan um börnin okkar og ungmennin, veita þeim þann stuðning sem þau þarfnast og á sama tíma draga úr ofbeldi í samfélaginu í heild.Höfundur er lögreglustjórinn á höfuðborgarsvæðinu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Lögreglan Mosfellsbær Ofbeldi gegn börnum Mest lesið Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson Skoðun Akademískt frelsi og grátur í draumum Viðar Hreinsson Skoðun Sakborningur hjá saksóknara Páll Steingrímsson Skoðun Austurland situr eftir þrátt fyrir fjórðung vöruútflutningstekna Berglind Harpa Svavarsdóttir Skoðun Hvar er pabbi? Og aðrir stríðsglæpir Ísraels Þórhildur Sunna Ævarsdóttir Skoðun Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius Skoðun Skólinn er ekki verksmiðja Kristinn Jón Ólafsson,Halldóra Mogensen Skoðun Umfjöllun Kastljóss Þorgrímur Sigmundsson Skoðun Kristinn átrúnaður á tímum þjóðarmorðs Bjarni Karlsson Skoðun Þjóð gegn þjóðarmorði – stéttarfélög hvetja til þátttöku Hópur formanna stéttarfélaga Skoðun Skoðun Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar Skoðun Akademískt frelsi og grátur í draumum Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Skóli án aðgreiningar - tékklisti fyrir stjórnvöld til að gera betur Unnur Helga Óttarsdóttir,Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Fjöldi kynja – treystir þú þér í samtalið með velferð barna að leiðarljósi? Böðvar Ingi Guðbjartsson skrifar Skoðun Ókeypis minnisblað fyrir Alþingi: Jafnrétti er ekki skoðun- en umræðan er það Sigríður Ásta Hauksdóttir skrifar Skoðun Segðu skilið við sektarkenndina Finnur Th. Eiríksson skrifar Skoðun Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius skrifar Skoðun Lög um vinnu og virknimiðstöðvar Atli Már Haraldsson skrifar Skoðun Áfram Breiðholt og Kjalarnes! Skúli Helgason skrifar Skoðun Austurland situr eftir þrátt fyrir fjórðung vöruútflutningstekna Berglind Harpa Svavarsdóttir skrifar Skoðun Vesturlönd mega ekki leyfa Pútín að skrifa leikreglurnar Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Umfjöllun Kastljóss Þorgrímur Sigmundsson skrifar Skoðun Gulur september María Heimisdóttir skrifar Skoðun Kyn og vægi líkamans Gunnar Snorri Árnason skrifar Skoðun Sakborningur hjá saksóknara Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Reiði á tímum allsnægta Jökull Gíslason skrifar Skoðun 60.000 auðir fermetrar Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Kristinn átrúnaður á tímum þjóðarmorðs Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Tölur segja ekki alla söguna Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Skólinn er ekki verksmiðja Kristinn Jón Ólafsson,Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Enn úr sömu sveitinni Trausti Hjálmarsson skrifar Skoðun Palestínsk börn eiga betra skilið Anna Lúðvíksdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Stjórn Eflingar lýsir yfir samstöðu með palestínsku þjóðinni og fordæmir þjóðarmorð á Gaza Hópur stjórnarmanna í Eflingu skrifar Skoðun Þjóð gegn þjóðarmorði – stéttarfélög hvetja til þátttöku Hópur formanna stéttarfélaga skrifar Skoðun Umferðaröryggi barna í Kópavogi Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Öll dýrin í skóginum eiga að vera vinir Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Hvar er pabbi? Og aðrir stríðsglæpir Ísraels Þórhildur Sunna Ævarsdóttir skrifar Skoðun Meira að segja Evrópusambandið Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun 76 dagar sem koma aldrei aftur Einar Guðnason skrifar Skoðun Er popúlismi kenning um siðferði? Einar Gísli Gunnarsson skrifar Sjá meira
Undanfarið hefur mikið verið rætt um að ofbeldi sé að aukast í samfélaginu og það sé að verða alvarlegra. Vissulega höfum við hjá lögreglunni séð vísbendingar í þá átt en ofbeldi er ekki náttúrulögmál, við sem samfélag þurfum að snúa vörn í sókn. Áhrif ofbeldis á þann sem fyrir verður eru margvíslegar, afleiðingarnar geta verið bæði líkamlegar og sálrænar. Rannsóknir sýna að börn virðast vera sérlega næm fyrir neikvæðum áhrifum ofbeldis. Börn sem verða fyrir eða verða vitni að ofbeldi geta þróað með sér ýmis konar vandamál s.s. lágt sjálfsmat, kvíða og þunglyndi, auk þess sem þau eru líklegri til að taka þátt í ýmis konar áhættuhegðun, þ.m.t. að beita sjálf ofbeldi. Börn eru líklegri en þeir sem hafa meiri þroska til að herma eftir ofbeldisfullri hegðun, sérstaklega ef hún er sýnd af fullorðum sem þau treysta en ofbeldisfullt efni í fjölmiðlum, samfélagsmiðlum og tölvuleikjum geta einnig haft þarna áhrif. Miklu máli skiptir því að við leggjum öll okkar af mörkum til að reyna að draga úr líkum á að börn og ungmenni beiti og/eða verði fyrir ofbeldi. Rannsóknir hafa sýnt að besta leiðin til að draga úr líkum á ofbeldisbrotum barna er í gegnum þverfaglegt samstarf milli þeirra sem sinna börnum dagsdaglega og foreldra og forsjáraðila. Lögreglustjórinn á höfuðborgarsvæðinu hefur því ásamt Mosfellsbæ, sýslumanninum á höfuðborgarsvæðinu, heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins og Framhaldsskólanum í Mosfellsbæ ákveðið að vinna saman til að stuðla að farsæld fyrir börn sem eru í viðkvæmri stöðu í Mosfellsbæ og draga úr líkum á ítrekuðu ofbeldi. Á grundvelli ábendinga sem komu frá vinnustofu sem haldin var meðal fagfólks í Mosfellsbæ í mars sl. var mótað sameiginlegt verklag samstarfsaðilanna og unnið að innleiðingu þess. Jafnframt hefur lögreglan á höfuðborgarsvæðinu endurskoðað verklag sitt við rannsókn ofbeldisbrota barna og sýslumaður mótað reglur um vinnslu ágreiningsmála með áherslu á vernd barna í viðkvæmri stöðu. Verklagið í Mosfellsbæ mun í framhaldinu nýtast við mótun verklagsreglna fyrir lögregluna í heild vegna barna í viðkvæmri stöðu, þar með talið hlutverk lögreglu vegna laga um samþættingu þjónustu til farsældar barna, rannsókn ofbeldisbrota meðal barna og ungmenna og verklag um tilkynningar á milli lögreglu, barnaverndar og skóla þegar kemur að ofbeldi gegn börnum. Hvert barn skiptir máli. Ef allir leggjast á eitt aukast líkurnar margfalt á að við náum árangri, við náum að grípa utan um börnin okkar og ungmennin, veita þeim þann stuðning sem þau þarfnast og á sama tíma draga úr ofbeldi í samfélaginu í heild.Höfundur er lögreglustjórinn á höfuðborgarsvæðinu.
Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson Skoðun
Austurland situr eftir þrátt fyrir fjórðung vöruútflutningstekna Berglind Harpa Svavarsdóttir Skoðun
Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius Skoðun
Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar
Skoðun Skóli án aðgreiningar - tékklisti fyrir stjórnvöld til að gera betur Unnur Helga Óttarsdóttir,Anna Lára Steindal skrifar
Skoðun Fjöldi kynja – treystir þú þér í samtalið með velferð barna að leiðarljósi? Böðvar Ingi Guðbjartsson skrifar
Skoðun Ókeypis minnisblað fyrir Alþingi: Jafnrétti er ekki skoðun- en umræðan er það Sigríður Ásta Hauksdóttir skrifar
Skoðun Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius skrifar
Skoðun Austurland situr eftir þrátt fyrir fjórðung vöruútflutningstekna Berglind Harpa Svavarsdóttir skrifar
Skoðun Stjórn Eflingar lýsir yfir samstöðu með palestínsku þjóðinni og fordæmir þjóðarmorð á Gaza Hópur stjórnarmanna í Eflingu skrifar
Skoðun Þjóð gegn þjóðarmorði – stéttarfélög hvetja til þátttöku Hópur formanna stéttarfélaga skrifar
Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson Skoðun
Austurland situr eftir þrátt fyrir fjórðung vöruútflutningstekna Berglind Harpa Svavarsdóttir Skoðun
Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius Skoðun