„Finnst mjög gaman þegar hann skorar svo við erum saman í þessu“ Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 11. desember 2022 15:31 Óðinn Þór er að gera gott mót í Sviss. Kadetten Aðalsteinn Eyjólfsson, þjálfari handboltaliðsins Kadetten Schaffhausen í Sviss, ræddi við Stefán Árna Pálsson og Ingva Þór Sæmundsson í hlaðvarpi Seinni bylgjunnar nýverið. Fór hann yfir víðan völl en helsta umræðuefnið var hornamaðurinn Óðinn Þór Ríkharðsson og markagræðgi hans. Óðinn Þór mætti sprækur sem lækur til Kadetten en lenti í leiðinlegum meiðslum. Eftir það fór hann gjörsamlega á kostum. „Hann var óheppinn að lenda í þessu ristarbroti en kom svo með látum inn í þetta þar sem hann var með 10-15 mörk í leik. Svo kom smá hola, hann var búinn að spila mjög mikið og liðin farin að mann-dekka hann svo hann fær engin færi í horninu. Á móti kemur að það hefur opnast meira í kringum Óðinn. Hann er frábær karakter og frábær leikmaður, það er mjög gaman að vinna með honum.“ Stefán Árni vildi ólmur vita hvort Óðinn Þór væri markagráðugasti leikmaður sem Aðalsteinn hefur þjálfað. Hann var ekki alveg þeirrar skoðunar þar sem hann hefur þjálfað nokkra markagráðuga menn á sínum ferli. „Ég var með Bjarka Má Elísson líka, og Hannes Þór Jónsson. Það er erfitt að gera upp á milli en Óðinn er með þetta nef fyrir mörkum sem mér finnst mjög skemmtilegt. Mér finnst mjög gaman þegar hann skorar svo við erum saman í þessu.“ Aðalsteinn Eyjólfsson hefur náð frábærum árangri í Sviss.Kadetten Telur Aðalsteinn að Óðinn Þór fari á HM? „Það er búið að ræða þetta til þaula heima, held ég. Ég er mikill Óðins-maður og vill að hann fái tækifæri, held að hann eigi það skilið. Upp á jafnvægið í liðinu á svona löngumóti held ég að það sé gott að vera með tvo góða hornamenn.“ „Ég er mjög bjartsýnn. Að sama skapi búið að ræða það mjög mikið að það eru margir leikmenn að spila vel. Ef við lendum ekki í meiðslum og náum að nýta breiddina vel í riðalkeppninni þá standa okkur allir vegir opnir.“ „Held að stærsta verkefnið miðað við umræðuna er ákveðin væntingastjórnun sem Guðmundur á eflaust eftir að leysa eins og hans er von og vísa. Held það sé stærsta málið, að væntingarnar veðra ekki of þungur kross að bera,“ sagði Aðalsteinn að endingu. Þátt Seinni bylgjunnar í heild sinni má hlusta á hér að neðan. Handbolti HM 2023 í handbolta Mest lesið Onana stóð sem steinn og ýtti áhorfanda Fótbolti Pirraður Heimir: „Er þetta spurning?“ Fótbolti „Þú veist að það er bara einn Siggi Hall“ Íslenski boltinn Man. Utd er ekki eins lélegt og flestir halda Enski boltinn „Vissi ekki að ég væri sá fyrsti“ Fótbolti Köstuðu kúk og hentu handsprengjum: „Allt sem suður-amerískur fótbolti á að standa fyrir“ Fótbolti Bólivía vann Brasilíu og fer í umspil álfanna Fótbolti Coote ákærður fyrir að framleiða barnaníðsefni Enski boltinn Gamla merkið verður áfram á landsliðsbúningunum Handbolti Myndasyrpa: Borg ástarinnar stóð ekki undir nafni Fótbolti Fleiri fréttir Gamla merkið verður áfram á landsliðsbúningunum Birna Berg snýr aftur í landsliðið og tveir nýliðar Reif gjallarhornið úr höndum stuðningsmanns eftir fúkyrðaflaum Donni og félagar örugglega áfram í Evrópudeildinni Nýliðar KA/Þórs byrja með sigri Langþráð hjá Melsungen Viggó markahæstur í eins marks tapi KA lagði nýliðana á Selfossi Stórleikur Söndru tryggði ÍBV sigur Hófu titilvörnina með sigri og Sara með stórleik á Ásvöllum „Verður ekki meira svekkjandi en þetta“ Ómar Ingi skyggði á Gidsel Uppgjörið: Stjarnan - Minaur Baia Mare 26-27 | Stjarnan féll úr leik á grátlegan hátt eftir vítakastkeppni Elín Klara markahæst í risasigri Nýliðarnir byrja á góðum sigri Afturelding marði Hauka í Hafnafirði Fram byrjar tímabilið á sterkum útisigri í Kaplakrika Íslendingarnir tryggði Gummersbach sigur Ómar Ingi með sex marka forskot á Gidsel „Gott að ná í tvö stig strax í byrjun“ Uppgjör: Stjarnan - Valur 27-32 | Ágúst Þór fékk óskabyrjun með Valsliðið Ómar með átta úr átta og Donni allt í öllu í sigri „Taugalaus“ Óðinn með þrettán mörk Viggó lék stóra rullu þegar lærisveinar Arnórs frusu Mætti sköllótt til baka aðeins fimm dögum eftir lyfjameðferð Aron hefur engan áhuga á að þjálfa Sjáðu Viktor Gísla fá hópknús eftir að hafa tryggt Barcelona titil Sigursteinn framlengir við FH HSÍ skiptir út merki sambandsins Valur meistari meistaranna Sjá meira
Óðinn Þór mætti sprækur sem lækur til Kadetten en lenti í leiðinlegum meiðslum. Eftir það fór hann gjörsamlega á kostum. „Hann var óheppinn að lenda í þessu ristarbroti en kom svo með látum inn í þetta þar sem hann var með 10-15 mörk í leik. Svo kom smá hola, hann var búinn að spila mjög mikið og liðin farin að mann-dekka hann svo hann fær engin færi í horninu. Á móti kemur að það hefur opnast meira í kringum Óðinn. Hann er frábær karakter og frábær leikmaður, það er mjög gaman að vinna með honum.“ Stefán Árni vildi ólmur vita hvort Óðinn Þór væri markagráðugasti leikmaður sem Aðalsteinn hefur þjálfað. Hann var ekki alveg þeirrar skoðunar þar sem hann hefur þjálfað nokkra markagráðuga menn á sínum ferli. „Ég var með Bjarka Má Elísson líka, og Hannes Þór Jónsson. Það er erfitt að gera upp á milli en Óðinn er með þetta nef fyrir mörkum sem mér finnst mjög skemmtilegt. Mér finnst mjög gaman þegar hann skorar svo við erum saman í þessu.“ Aðalsteinn Eyjólfsson hefur náð frábærum árangri í Sviss.Kadetten Telur Aðalsteinn að Óðinn Þór fari á HM? „Það er búið að ræða þetta til þaula heima, held ég. Ég er mikill Óðins-maður og vill að hann fái tækifæri, held að hann eigi það skilið. Upp á jafnvægið í liðinu á svona löngumóti held ég að það sé gott að vera með tvo góða hornamenn.“ „Ég er mjög bjartsýnn. Að sama skapi búið að ræða það mjög mikið að það eru margir leikmenn að spila vel. Ef við lendum ekki í meiðslum og náum að nýta breiddina vel í riðalkeppninni þá standa okkur allir vegir opnir.“ „Held að stærsta verkefnið miðað við umræðuna er ákveðin væntingastjórnun sem Guðmundur á eflaust eftir að leysa eins og hans er von og vísa. Held það sé stærsta málið, að væntingarnar veðra ekki of þungur kross að bera,“ sagði Aðalsteinn að endingu. Þátt Seinni bylgjunnar í heild sinni má hlusta á hér að neðan.
Handbolti HM 2023 í handbolta Mest lesið Onana stóð sem steinn og ýtti áhorfanda Fótbolti Pirraður Heimir: „Er þetta spurning?“ Fótbolti „Þú veist að það er bara einn Siggi Hall“ Íslenski boltinn Man. Utd er ekki eins lélegt og flestir halda Enski boltinn „Vissi ekki að ég væri sá fyrsti“ Fótbolti Köstuðu kúk og hentu handsprengjum: „Allt sem suður-amerískur fótbolti á að standa fyrir“ Fótbolti Bólivía vann Brasilíu og fer í umspil álfanna Fótbolti Coote ákærður fyrir að framleiða barnaníðsefni Enski boltinn Gamla merkið verður áfram á landsliðsbúningunum Handbolti Myndasyrpa: Borg ástarinnar stóð ekki undir nafni Fótbolti Fleiri fréttir Gamla merkið verður áfram á landsliðsbúningunum Birna Berg snýr aftur í landsliðið og tveir nýliðar Reif gjallarhornið úr höndum stuðningsmanns eftir fúkyrðaflaum Donni og félagar örugglega áfram í Evrópudeildinni Nýliðar KA/Þórs byrja með sigri Langþráð hjá Melsungen Viggó markahæstur í eins marks tapi KA lagði nýliðana á Selfossi Stórleikur Söndru tryggði ÍBV sigur Hófu titilvörnina með sigri og Sara með stórleik á Ásvöllum „Verður ekki meira svekkjandi en þetta“ Ómar Ingi skyggði á Gidsel Uppgjörið: Stjarnan - Minaur Baia Mare 26-27 | Stjarnan féll úr leik á grátlegan hátt eftir vítakastkeppni Elín Klara markahæst í risasigri Nýliðarnir byrja á góðum sigri Afturelding marði Hauka í Hafnafirði Fram byrjar tímabilið á sterkum útisigri í Kaplakrika Íslendingarnir tryggði Gummersbach sigur Ómar Ingi með sex marka forskot á Gidsel „Gott að ná í tvö stig strax í byrjun“ Uppgjör: Stjarnan - Valur 27-32 | Ágúst Þór fékk óskabyrjun með Valsliðið Ómar með átta úr átta og Donni allt í öllu í sigri „Taugalaus“ Óðinn með þrettán mörk Viggó lék stóra rullu þegar lærisveinar Arnórs frusu Mætti sköllótt til baka aðeins fimm dögum eftir lyfjameðferð Aron hefur engan áhuga á að þjálfa Sjáðu Viktor Gísla fá hópknús eftir að hafa tryggt Barcelona titil Sigursteinn framlengir við FH HSÍ skiptir út merki sambandsins Valur meistari meistaranna Sjá meira
Uppgjörið: Stjarnan - Minaur Baia Mare 26-27 | Stjarnan féll úr leik á grátlegan hátt eftir vítakastkeppni